Tíminn - 23.10.1947, Síða 4

Tíminn - 23.10.1947, Síða 4
D A G S K R Á er bezta islenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 4 REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 23. OKT. 1947 194. blað Notið tómstundirnar til náms í Bréfaskóla S.5.S. getið þér lært: íslenzha réttritun Reikning Rókfœrslu E&sku Fundurstjórn »(/ fundarreglur Skipulag og starfshœtti samvinnufélagu Þeim, sem læra undir skóla í lieiina- húsum skal bent á það, að bréfaskólinn er sérstaklega heppilegur til undirbún- ings undir próf upp í neðri bekki fram- haldsskólanna. Veitum fúslega allar upplýsingar Bréfaskóli S. í. S. Reykjavík SKIPAIITGCKO RIKISINS Sjón er sögu ríkari Hinn 29. september s.l. kl. 17 lagði ég af stað frá Reykjavík ásamt Jóni E. Bergsveinssyni og var ferðinni heitið austur á sanda. Ég var fyrir löngu búinn að ráðgera þessa ferð, sem var far- in til þess að sjá með eigin augum þær torfærur, sem svo mörgum sjómanninum hefir orð ið örðugt yfirferðar, þegar þeir hafa verið svo ólánssamir að sigla skipum sínum á land þarna, sem of oft hefir komið fyrir, og þá oft leitt af meiri og minni manndauði. Ennfrem- ur fór ég að sjá skýlin sem Kvennadeildir Slysavarnafé- lagsins hafa látið byggja á hin- um ýmsu stöðum, þar sem tíð- ust hafa verið skipsströndin., og hætturnar mestar. Ég hefi oft siglt meðfram þassum stöð- um og athugað þá á uppdrætti, en mér gat aldrei komið til hug- ar, að hætturnar væru eins al- varlegar, eins og ég sá í þess- ari ferð. Það 'er því ekki alveg út 1 bláinn að konurnar settu sér það mark að gera það sem þeim var auðið til bjargar þeim mönnum, sem bærust á land víðsvegar á söndunum. Enda eru þær búnar að reisa þarna austurfrá hvorki meira né minna en sjö skipbrotsmanna- skýli, svo vel búin að klæðnaði, rúmfötum og matvælum, sem bezt verður á kosið í útihúsi. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða það, að enginn þarf að líða skort í nokkra daga, þó fjölmenna skipshöfn bæri þar að garði, enda hægt í sæmilegu skygni að gera vart við sig með því að skjóta upp ragettu. Er því ástæðulaust að yfirgefa skýlin fyrr en mannhjálp berst frá næstu bæjum. Þetta allt hefir kostað mikið fé, og hafa konurnar aflað þess með fram- lögum almennings á ýmsan, hátt. Ennþá hugsa þær sér að búa skýlin betur út af ýmsum ör- yggistækjum, sem eru nokkuð dýr, og eru nú konurnar í Reykjavík að undirbúa hluta- veltu meðal annars til að afla fé í þessu skyni. Reykvíkingar munu nú sem fyrr leggja þessu góða málefni lið, hver eftir sinni getu, þegar konurnar koma og heimsækja þá. Þess skal og getið að á Meðal- landssandi þar sem fyrsta kvennadeildarskýlið var byggt er búið að reisa stikur með ströndinni á 22 km. vegalengd með ör sem vísar leiðina að skýlinu og svo þaðan að næsta bæ, Lyngum, og er það 15 km. Guðbjartur Ólafsson. Margí er nú til í matlxm Lundi, Norðlenzk saltsíld, Ný faxasíld, Nýtt hrefnukjöt, Hákarl og harðir þorskhausar, Ný lúða, Frosinn sjóbirtingur, Úrvals saltfiskur í 25 kg. pökkum. FISKBÚÐIN Hverfisg. 123. Sími 1465. Hafliði Baldvinsson. Útbreiðið Tímannl „I»ú átt að virða sjálfan (Framháld, af 2. síBu) — Og farðu nú heim til þín og legðu þig, góði minn. En nú kemur húsbóndinn heim, greindur maður og skemmtilegur, stilltur og glað- vær, og gamla konan kemur með kaffið og við spjöllum um eitt og annað á víð og dreif. Margt hefir nú breytzt á þeim 50 árum, sem liðin eru frá því, að þau byrjuðu hjúskap í Lokin- hömrum, þar sem jafnan voru um 20 manns í heimili og alls um 50 manns í dalnum og ekki nema örskotslengd milli bæj- anna. Þá var safnazt saman og unað við gleðskap og spilagam- an um helgar, en jafnan þjóð- legt bókmenntalíf á heimilum. Og það leynir sér ekki, þó að lítið sé um það talað, að með söknuði og þrá minnast hjónin stóru, myndarlegu sveitaheim- ilanna frá fyrri árum sínum. Þau hjón fluttust frá Lokin- hömrum að Ytrihúsum í Dýra- firði. Þau ræða um veruna þar og kynninguna við þá bræður á Núpi, Kristinn og séra Sigtrygg. Það eru óvenjulegir menn og studdu hvor annan á margan hátt, en flestir misskildu séra Sigtrygg, a. m. k. lengi framan af. Svo fluttu þau suður haustið 1923. Þá átti að njóta togara- gróðans. Gísli var þá að fylla fimmta áratuginn. — Ég var fjórar vertíðir á togara, segir hann. Þá hætti ég, því að ég fann að ég var orðinn of gamall til þess og engin framtíð í því fyrir mig, en það var sízt erfiðara, en það sem maður var vanur að fást við. Talið barst að lífskjörum al- mennings fyrr og nú. Það má nú margt á milli vera. Hvað skyldi verða úr unglingunum, sem liggja í bælinu fram yfir há- degi? Undan öllu er kvartað. Allt þykir erfitt. Allt er van- metið, sem vel er gert og stöðugt meira og meirí heimtað sem sjálfskylda af öðrum. En þetta gefur fólkinu hvorki þroska né hamingju. Það var talað um það 1 út- varpinu nýlega að æskufólkið núna væri betur undir lífið búið en fyrri kynslóðir. Við mættum ætla að svo væri. Einhvers staðar ætti að sjá stað allra miljónanna, sem varið er til menntamála og (ekki kunnu unglingarnir áður logsuðu o. þ. h. sér til sjálpar. En þetta er bara ekki nóg. Því aff takist ekki aff kenna unglingunum aff leggja sig fram og vera trúir í starfi, verða þeir aldrei ham- ingjusamir menn. Þetta var lausleg skyndiheim- sókn aðeins, en hvað sem um þessa endursögn hér má segja, fannst mér þegar ég kvaddi og fór, að ég hefði orðið margs var, sém vert væri að þekkja og skilja. En ef til villl liggur það að verulegu leyti í persónulegri snertingu við gömlu hjónin. H. Kr. Auglýsendur! Hafið þér athugað að lesend- um Tímans fjölgar sífellt i Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta blaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. AffHlýeMf i TímaniHB. Virkjiin Þjórsá (Framhald af 1. síOu) ar athuganir á virkjunarmögu- leikum þar. Síðan hefir félagið látið lítið til sín heyra og hefir jafnvel verið haldið, að það væri úr sögunni. Svo mun þó ekki og hefir heyrzt, að það hafi haldið stjórnarfund á síðastl. sumri. Má vera, að rannsóknir þær, sem nú er verið að gera, hafi vakið það til lífsins. Atvinnumálaráöherra mun fyrir nokkru hafa látið hefja athugun á því, hvernig um- ræddum eignarrétti Titanfélags ins sé háttað og ýmsum öðrum atriðum í því sambandi. Virkj- unarleyfi hefir félagið engin hér á landi. Arnarhvols- byggingin (Framhald af 1. síðu) Á hæðinni f-yrir ofan dómsal- inn verða fimm herbergi handa dómurum, stór stofa handa dómurum, snyrtiherbergi, bún- ingsherbergi, aðsetur hæsta- réttarritara og vélritara. Hæstaréttarbyggingin er frá- skilin Arnarhvolsbyggingunni, þótt hún sé í beinu áframhaldi af henni, því að innangengt er ekki á milli bygginganna. Hæstiréttur ætti að geta flutt í hið nýja húsnæði fljótlega eftir áramótin, ef gjaldeyrir fæst fyrir því efni, sem kaupa þarf frá útlöndum til þess að ljúka byggingunni. Vinnið ötuliega fgrir Tímann. „SÚÐIN” vestur og norður til Þórshafn- ar um miðja næstu viku. Skip- ið fer beint til Patreksfjarðar og þaðan um Vestfjarðahafnir, Húnaflóa, Skagafjörð, Siglu- fjörð, Akureyri, Húsavík, Kópa- sker og Raufarhöfn til Þórs- hafnar. Á Þórshöfn snýr skipið við og fer suður aftur með við- komu á Akureyri, Siglufirði og Vestf j arðahöfnum. Vörum veitt móttaka dagana til næstu helgar. Pantaðir far- seðlar óskast sóttir á mánudag. 8 „ESJA” verður í vélahreinsun á Akur- eyri fram á mánaðamót, en fer þá suður með viðkomu á Siglu- firði, ísafirði, Bíldudal og Pat- reksfirði. Eftir suðurkomu fer skipið venjulega strandferð austur um land til Siglufjarðar og Akureyrar. Móttaka á vörum verður auglýst síðar. „Hvanney” D til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar. Vörumóttaka árdegis í dag. (jcttnla Síó Hættulegir félagar (Dangerous Fartners) Framúrskarandi spennandi amerísk sakamálamynd. James Craig, Signe Hasso, Edmund Gwenn. Sýnd kl. 5 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. K555S555S55555555555555555555555555555 jHpoti-Síc Samsærið Cowboy Commandos Spennandi kúrekamynd. Aðalhlutverk: Ray Corrigan Dennes Moore Max Terhune. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. ia Síó Anna og Síams- konungnr. Hin mikilfenglelga stórmyni. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum yngri én 12 ára. Ást og ofnæmi. Bráðskemmtileg gamanmynd með: Noah Beery jr., Martha O’Driscoll, Guadaljara Trioið og grínleikarinn Fuzzy Knight. Aukamynd: Baráttan gegn of- drykkjunni. (Vegna áskoranna). JjarHarkíó Töfraboginn (The Magic Bow) Hrífandi mynd um fiðlusnill- inginn Paganini. Stewart Granger Phyllis Calvert Jean Kent. Einleikur á fiðlu: Yehudi Menuhin. Sýning kl. 5, 7 og 9. Hjartans þakkir vottum viff öllum nær og fjær, fyrir auffsýnda samúff og hluttekningu við fráfall og jarffarför sonar okkar og bróffur, Hróbjartar Jónssonar Miff-Grund. Þorgerffur Hróbjartsdóttir, Jón Eyjólfsson og börn. INNILEG ÞÖKK öllum þeim, sem glöddu mig og sæmdu með heimsókn, gjöfum og gæfuóskum á 85. ára afmælisdegi mínum 27. sept. n. 1. SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON Á NÚPI. Hin margöftirspurða saga af Mary O’NeiIl Kona var mér gefin eftir hinn heimsfræga brezka skáldsagnahöfund HALL CAINE er komin í bókabúðir. Sagan af Mary O’Neill er stórbrotin ævAsaga í|’ skáldsöguformi, er lýsir ástum og æviraunum fagurrar stúlku. Sagan af Mary O’Neill hefir verið þýdd á fjórt- án tungumál og farið sig- urför um allan heim. BÓKAÚTGÁFAN „FREYJA". | Jólablaðsauglýsingar Þeir, sem ætla að auglýsa í Jólablaði Tímans, eru vin- samlegast beðnir að senda auglýsingarnar sem allra fyrst, því að fram úr þessu verður byrjað að prenta blaðið. Munið, að því fyrr sem auglýsingarnar berast, þvi meiri möguleikar eru á að koma jólablaðinu í tæka tíð til les- endanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.