Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 3
ZQ3. blaS TÍMIN'N, föstudaginn ?. nóv. 1947 J$ Máiverk a s ýníii g •; íi’>, I i'. .?• ’iV ».T A < \ Orlygs Sigurðssonar í Borgarnesi Örlygur Sigurðsson hefir opna málverkasýningu í Sýn- ingarskála myndlistarmanna þessa dagana: Það eru samtals 140 mynd- ir, sem þar eru til sýnis, eða þó einni betur að mér skilst, því að myndin , Ríkið,“ sem hangir yfir dyrunum, er ekki talin með í skránni, en hún er þó ekki sú síðzta. Listamaðurinn hefir skipt myndum sínum í hópa eftir efni þeirra. Fyr.st eru taldar 46 mannamyndir. Flest. eru það teikningar, en þó eru þar líka málverk með fullu lita- slerúði, ein.s og myndir Helga- fells af þeim Guðmundi Hagalín og Kristmanni Guð- mundssyni. Margar andlitsmyndirnar eru svo .sanhar og lifandi að allir munu hafa, gaman af að uSkoða þær, nema þá helzt ef v.era kynnp ginhyerjir stipðn- aðir krecíöupokar, sem fyrir- fram hefðu bitið sig í það, að myndir ættu bara-að vera. allt öðru vísi. Mönnum er stund- um meinað að njóta fegurð- arinnar, vegna þess, að þeir hafa slegið' því föstu fyrir- fram, að hún verði að binda sig við eiíthvað ákveðið form, reglur og lögmál. Ánnar flokkurinn er kall- aður hugmyndir. Það er 21 mynd og til þe'ss flokks bæri líklega að telja Ríkið. Þarna kemur það vel fram, sem þó má sjá víðar, áð Örlygur hef- ir hlotið náðargáfu kímninn- ar. En það er þó lílca bæði alvara og fegurð í þessum myndum, enda venjan sú, að alvaran bak við kímnina gefur henni gildið. Myndir eins og Ró, ró og ró ró, Fjalla-Bensi og Hrepp- stjóra*<ónin sanna tengsl listamannsins við þjóðlega menningu og mun mörgum þykja vænt um. Slíkar mynd- ir ná eflaust að hjarta margra. Myndin af Fjalla- Bensa, sem er >agstur til hvíldar undir berum himni öræfanna í kufli sínum hjá hundi sínum og hesti er prýðilega sannur og hugljúf- ur dráttur úr menningarsögu islenzkrar þjóðar. Öilygur Sigrurðsson. Fimmtíu ára^ stúdentsaf- mæli, Talað rhtlli hjóna og Erfidrykkja éru allt góðar myndir i gamansömum stíl, þó ef til vill sé ekki vert að segja, að þær séu fyrst og fremst skemmtilegar. Þriðji flokkurinn er kallað- ur ,,Út um bílgluggann.“ Þar mætir auganu sitt áf hverju, sem gaman er að: Gamall bær, bátar og beitiskúr, fisk- karlinn kemur í Sogamýri, og þar fram eftir götunum. Þetta eru alls 18 myndir. Fjórða flokkinn skipa 37 myndir, sem eru kallaðar „Landslag, uppstillingar og blóm.“ Þar er stúlJia og blóm, Reykjahlíðarkirkja og kart- öflugeymslur við Elliðaár og svo framvegis. Loks eru svo 7 myndir úr Snorra-Eddu. Sýnir það sig í þeim, sem víðar, að Örlygur hefir gott lag á hinu ferlega og jötuneflda og getur vel málað trölldóminn. Þessi sýning er viðburður, Framh. á 6. síðu. Síðastliðið sunnudagskvöld hélt Framsóknarfélag Borg- firðinga héraðsmót i Borgar- nesi að afloknum almenn- um flokksfundi, sem hófst kl. 3 sama dag. Á samkomunni skiptust á kvikmyndasýningar, einsöng- ur og ræður. Bjarni Ásgeirs- son atvinnumálaráðherra flutti ræðu og frásagnarþátt, Kjartan Ó. Bjarnason sýndi íslenzkar kvikmyndir, meðal annars hina kunnu Heklu- mynd, og Sigurður Ólafsson söng við undirleik Jónatans Ólafssonar. Samkomunni lauk um kl. 11,30 síðdegis. Öllum skemmtiatriðum var tekið með miklum fögnuði, af þeim nær 300 samkomu- gestum, sem mótið sóttu, víðsvegar úr Borgarfjarðar- héraöi. Var það almanna- rómur, aö þetta hefði verið einliver ánægjulegasti mann- fundur, sem þáf hefir verið haldinn um langt .skeið. Frá flokksfundinum. Almennur flokksfundur í Framsóknarfélagi Borgfirð- inga hófst í Borgarnesi kl. 3 þennan dag eins og áður er sagt. Fundarstjóri var Þórir Steinþórsson skólastjóri 1 Reykholti. Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra flutti langa og ítarlega framsögu- ræöu um stjórnmálavið- horfið og gerði einkum grein fyrir þeim leiðum, sem nú eru helzt ræddar við lausn dýrtíðarvandamálsins. Marg- ir fundarmenn tóku til máls og urðu umræður langar og fjörugar. í fundarlokin var Bjarni Ásgeirsson hylltur og þakk- að 20 ára þingmannsstarf í Mýrasýslu og margvísleg forsuta fyrir málefnum Borgfirðinga. Fundinn sóttu um 100 manns úr öllum hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, ofan Skarðsheiðar. Heimsókn að Hvanneyri. í ferð sinni um Borgar- fjörðinn kom atvinnumála- ráðherra að Hvanneyri og flutti ræðu fyrir skólapiltum og öðrum um íslenzkan land- búnað, vandamál hans nú og framtíðarverkefni hans. Frá Hollasidi ®g Belgíy i.s. „Lingesíroom” fermir í Amsterdam og Ant- werpen 10.—12. þ. m. ElmargsöM, & C®. h.f. Hafnarhúsinu. Símar 6697 og 7797. Hafiö þér athugað aö lesendum . Tímans fjölgar sífellt í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og að Tíminn er útbreiddasta bíaðið yfirleitt í kauptúnum og sveitum um land allt. \ V '■ ]\ýútkominn er LEIÐARVISIR UM MEÐFERÐ FARMALL DRÁTTARVÉLA\ í þýðingu Þórðar Runólfssonar vélfræðings. Þessi ítarlegi baqklingur er ómissandi hverjum Farmall eiganda. Fæst hjá öllum kaupfélögum. Verð kr. 15.00. Samband ísi samvinnufétaga M álverkasýning ©rlygíi. Signrðssonaa* í Listamannaskálanum er opin daglega kl. 11—11. Bánarnimnmg: Helgi Þorbergsson frá Hægindi í Reyklioltsdal. Hinn 7. okt. siðastl. var Helgi Þorbergsson frá Hæg- indi í Reykholtsdal, borinn til moldar að Reykholti. Hann lézt 27. sept. síðastl. Hann var fæddur að Litlu-Arnar- stöðum í Flóa 24. nóv. 1857, sonur hjónanna Kristínar og Þorbergs, sem bjuggu þar þá. Hann ólst upp með for- eldrum sínum, ásamt 6 öðr- um börnum þeirra. Eitt með- al þeirra var Guðni, sem um eitt skeið var bóndi að Leirá í Borgarfjarðarsýslu, og mörgum er kunnur. — Helgi vandist snemma við vinnu, eins og aðrir unglingar þeirr- ar kynslóðar. Hann fór ung- ur að stunda sjóróðra og féll sú vinna vel í geð. Var hann um eitt skeið orðinn afhuga sveitavinnunni og sestur að við sjó. Svo mun það hafa verið vorið 1892, að hann — fyrir þrábeiðni kunningja síns, réðist- vinnumaður að Reyk- holti til séra Guðmundar Helgasonar. Hér urðu þáttaskipti í ævi- sögu Helga. Frá þeim tíma helgaði hann sveitinni starfs- orku sína, alla og óskipta. Hjá séra Guðmundi dvaldi hann í 8 ár, fyrst sem vinnu- maður og síðan ráðsmaður. Sýnir þetta nokkuð hvert efni var í Helga, því séra Guð- mundur var vandur í ráðs- manna vali. Gagnmerkur maður, sem man Helga vel frá þessurn árum, skrifar meðal annar: „Helgi rækti starf sitt af frá- bærri álúð, trúmennsku og húsbóndahollustu, og tók sér mjög nærri, ef t. d. heyskap- ur söttist seint, 'sökum óhag- stæörar veðráttu.“ Um síðustu aldamót hóf Hélgi búskpa að Hægind,i fyrs't sem leiguliði, en keypti jörðina innan skamms, þar bjó hann um 24 ár. Græddist honum brátt fé, því hann var nýtinn og sparsamur í bezta lagi, og afburða hag- sýnn bóndi. Að þei mtíma liðnum, seldi hann bú sitt og leigði jörð- ina, en átti þar heimili til æviloka. Helgi var alla ævi ókvænt- ur og.. eignaðist engin börn, en ekki skipti hann oft um ráðskonu. Fyrstu þrjú árin var Ólöf systir hans ráðs- kona hjá honum, en síðan Guðrún Gísladóttir frá Auga- stöðum, systir Nikulásar er lengi bjó að Augastöðum í Hálsasveit. Helgi var að eðlisfari hlé- drægur ,og gaf sig því lítið að almennum málum. — Nokkuð var hann seintekinn, — en vinfastur og afburða trygglyndur. í daglegri um- gengni var hann ávallt hæg- ur og prúður. Enn er ósagt um Helga, það, sem lýsir manninum bezt: Hann tók til fósturs tvö börn af fátæku foreldri: Helgu Baldvinsdóttir og Hall- dór Magnússon. Ó1 hann þau upp, eins og hann ætti þau sjálfur, og sparaði ekkert til þess, er þeim mátti að gagni verða. Þessum fósturbörnum sín- um gaf hann svo allar eigur sínar. Helga hlaut jörðina, og hjá henni og manni henn- ar, Pétri Vigfússyni frá Gull- berastööum, naut hann skjóls og góðrar aðhlynningar mörg síðustu æviárin. Halldór hlaut jafnviðri jarðarinnar í lausafé; hann er búsettur á Akranesi. Með Helga er fallinn í val- inn, einn af hinum traustu stofnum þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa. S. K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.