Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1947, Blaðsíða 6
TÍMINN, ftistudaginn 7. nóv. 1947 ^ ' ' ' 202. blaS GÁMLA BIO \ »r,V v w« »vv V * *. í’ *’>! it'ríliclgl4 á ' • * Waldorf-Astoria (Week-end at the Waldorf) Amerísk stórmynd, gerð af Metro Goldwyn Mayer. AÖalhlutverkin leika: Ginger Rogers Lana Turner Walter Pidgeon Van Johanson. Sýnd kl. 5 og 9. NYJÁ BIO TRIPOU-BIO Myndiai aff Boriasa ííray (Thé picture of Dorian Gray) Amerísk stórmynd gerð eftir hinni heimsfrœgu skáldsögu eft- ir OSCAR WILDE. Aðáihíutverkin leika: George Sanders Hurd Hatfield Donna Reed ” Angelia Lansbury. - Sýnd kl. 5, 7 og 9. 'Bönnuð börnum innan 16 ára. Sími 1182. C’ Hættnleg kona (Martin Roumagnac) Marlene Dietrich og Jean Gabin. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. f skugga morðingjans („The Dark Corner“) Sýnd kl. 5. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. TJARNARBIO KÍTTY Amerísk stórmynd eftir sam- nefndri skáldsögu. Paulette Goddard Ray Milland Patrick Knowles. Sýnd kl. 9. Mestamenn (Saddle Aces) Spennandi amerísk kúreka- mynd. Rex Bell Ruth Mix Buzz Barton. Sýnd. kl. 5 og 7. LÉIKFÉLAG REYKJAVÍKIIR ( >■ I > > > I > <> I I >, I » I >■ I > ( >* O ( >■ ( >. O Blöndur og blásýraii (Arsenic and Old Lace) , > ,» Gamanleikur eftir Joseph Kessilring. Sýning annað kvöld kl. 8 Aðgtingrumiðasala í dag- frá kl. 3—7. Btirn fá ekki aðgang. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar GUNNLAUGS EIRÍKSSONAR. Filippía Jónsdóttir og börn. Hafnfirðingar-Reykvíkingar Daglega trippakjöt af nýslátruðu á öllum aldri: Frampartar kr. 4.00 pr. kg. Læri kr. 6.00 pr. kg. og í heilum og hálfum kroppum á kr. 5.00 pr. kg. Ennfremur sel ég í smásölu Buffkjöt á kr. 12.00 pr. kg. Beinlaust á kr. 10.00 pr. kg. Súpukjöt kr. 6.00 pr. kg. ATH. — Sendi til Reykjavíkur 3svar í viku, þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga. Sauðfjárslátrun hefst í dag. Pantið í tíma. — Hringið í síma 9199 eða 9091. Slátnrliús ffiiítScíissndsga- Mfflg'BíBsss©sasaa Hafnarfirði. Snæfellingafélagiö ,, heldur fund í Oddfellowhúsinu í dag, föstudaginn 7. ° (> nóvember kl. 8,30. j | M. a. spiluð félagsvist. ' > Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. J ’ Stjórnm. ♦ A. J. Cronin: Þegar angar ég vár (Það þykir hlýða, nú þegar Tímanum er breytt, að rifja upp þráð þeirra kafla framhaldssögunnar, sem búnir eru. Aðalsöguhetjan, Róbert Shannon, er lítill drengur, sem misst hefir báða foreldra sína. Hann er fæddur á írlandi, faðir hans írskur, en móðirin skozk. Hefst sagan á því, að hann er kominn yfir til Skot- lands, og tekur amma hans (er hann nefnir mömmu) við honum. Er honum ærið dapurt í geði. Pólkið, sem hann kynnist nú, er Leckie afi hans (er hann kallar pabba), eftirlitsmaður hjá heilbrigðisstjórninni og gengur í embættis- búningi, þótt aðalstarf hans sé að lita eftir salernum. Hann er með afbrigðum stundvís og reglusamur og samansaumuð aurasál, er telur jafnvel bitana ofan í fólkið. Börn þeirra Leckiehjóna, sem heima eru, eru Murdock, treggáfaður náungi, er hefir mest yndi af blómarækt, og Kata, kennslukona, ófríð mjög og hugsjúk á stundum. Loks er svo á heimilinu langafi drengsins, faðir ömmu hans (hann nefnir hann afa). Hann er gamall brennivínsberserkur og -lifir við lítil efni i kytru sinni á efstu hæð hússins og finnst lítið til ’ um tengdason sinn. Að þessum manni hænist drengurinn mest — fer með honum í göngu- ferðir og hlustar á hressilegar sögur hans. í þessum ferðum bregður gamli maðurinn sér í krána í þorpinu, gýtur auga til Sígaunastelpnanna á götunni, rær út á tjörnina í skemmtigarðinum, þegar eigandi bátanna er ekki viðstaddur og sendir drenginn inn í aldingarð nágrannans eftir gómsætum perum, þegar færi gefst. í einni þessara ferða kynnist drengurinn líka lítilli stúlku, sem heitir Lísa. Þá kemst hann að raun um, að það þykir ekki gott i Skotlandi að vera írskur — og allra sízt kaþólskur líka. Annað verður honum líka til ama .— götustrákarnir eiga það til að gera hróp að gamla manninum og syngja vísur um nefiö á honum, sem er rautt og ferlegt. Svo þer það við einn dag, er þeir koma heim úr skemmtigöngu, að langamma drengsins (móðir húsbóndans) hefir gert þau boð, að hún sé að koma. Afa sétur hljóðan — hann hefir ekki einu sinni matarlyst. Og svo kemur amman, guðhrædd kona og hörkuleg og í ótal milli- pilsum. Hún tekur drenginn að sér, Ijetur hann sofa hjá sér og hann og afi hans sjást varla, því að grunnt virðist á því góða milli hans og gömlu konunnar. — Er hér þar komið sögunni, er gamla konan er í heimsókn með drenginn hjá einni vinkonu sinni. óska, að ég hefði heyrt til Dalgetty, þó að ég hefði aldrei sagt eins vel frá því og þú.“ Hún byrjaði ekki að segja ömmu, Hvað gerzt hafði í fjarveru hennar, fyrr en hún hellti teinu i bollana. Mest varðaði það fæðingar og jarðarfarir, en þó var inn á milli sætlega blandaö fréttum af því, hvaða konur og stúlkur orðið hefðu óléttar, svo vitað væri. En þegar þær höfðu rætt þessi mikilvægu mál um stund, sló skyndilega á þær þögn. Þær skotruðu báðar augum til mín, rétt eins og góðir matmenn, er lokið hafa við að slafra í sig léttari forrétti, og eru þess albúnir að leggja til atlögu við aðal- réttinn. „Þú ert vænn og kurteis drengur," sagði Tibbie umbúða- laust. „Á ég ekki að gefa þér eina kökusneið til viðbótar. Þetta er góð kaka.“ Ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að mér væri talsverð sæmd að þeirri athygli, sem hún veitti mér. Hún hafði þegar gefið mér fullan disk af kökum, og hún hafði látið púða á stólinn minn, svo að ég næði betur upp á borðið. Og þegar hún veitti því eftirtekt, að mér gazt ekki að te- inu, hafði hún undir eins farið fram í búðina og sótt handa mér flösku, fulla af fagurgulum drykk. Á þessa flösku var límdur miði, sem á var mynd af vöðvamiklum manni í ljónsfeldi, svo að þetta hlaut að vera einhver kraftadrykkur. „Jæja, vinur minn,“ sagði hún lokkandi. „Segðu nú okkur ömmu þinni, hvernig þér hefir líkað í nýju vistinni. Þú hefir verið heilmikið með afa þínum.“ „O-já," svaraði ég drýgindalega, „Við höfum verið sam- an alla daga.“ Þær litu hvor á aðra og hristu höfuðin. „Og hvað hafið þið haft fyrir stafni?“ spurði amma og reyndi að dylja, hve skjálfrödduð hún var. „Það er nú margt,“ sagði ég og rétti höndina djarflega eftir einni kökusneið enn, án þess að neinn byði mér hana. „Við höfum verið með Boag söðlasmið, við höfum barizt við Zúlúmennina, og við höfum tínt ávexti í garðinum hans Dalrymples... það er að segja — afi fékk auðvitað leyfi til þess að láta mig skríða gegnum limagirðinguna." Þær hlustuðu á mig, gráðugar á syipinn, og mér fannst það ekki nema sjálfsagður þakklætisvottur að draga fram hlut afa og gera hann sem beztan. Ég gat því um komu okkar í krána og límonaðið, sem hann gaf mér, og minnt- Lst j.afnvel á sölustelpurnar, sem afa hafði getizt svo vel aö. Það varð dauðaþögn, þegar ég hafði lokið máli mínu, og ámma starði á mig meðaumkunaraugum. Svo byrjaði hún af mestu gætni aö fiska upp úr mér, hvað á daga mína hafði drifið, áður en ég kom yfir til Skotlands. Og hún hagaði spurningum sínum svo klókindalega, að hún var innan lítillar stundar búin að komast að öllu, er hana fýsti að vita um uppeldi mitt og bernskubrek. Þær litu einkennilega hvor á aðra, þegar ég hafði lokið frásögn minni. Loks rauf Tibbie þögnina. ' roglar . Framh. aJ: '4.< ^íðú. ♦ \ "liiín'hr og ég 'lriútt'stánáíá við það alit, hvar sem Mbl. óskar. ’ Mbí. Tnæðist yfir því, að skrif mín og Tímans yfirleitt, verði ekki kaupfélögunum til góðs og bendir því ráða- mönnum Framsóknarflokks- ins á að hindra slíkt. Ekki vantar nú heilindin heldur en aðra mannkosti, en hræddur er ég um að nokkur stund' líði, þar til forystu- menn samvinnuhreyfingar- innar fara til Mbl. til að læra að þekkja vini sína og stuðn- ingsmenn. Ég haföi sagt, að ég væri „svo mikill lýðræðismaöur, að ég vil ekki leggja stein í götu þess, að fólk fái að hafa við kaupmenn þau skipti, sem það kýs.“ Mbl. segir sam- kvæmt þessu: „H. K. segist vera „mikill lýðræðismaður.“ Veit blaðið að þetta er föLsun og ósannindi? Ef svo er ekki væri fróölegt að vita hvaða tungumál ætti að tala við vesalihgs Mbl. svo að það skildi, fyrst það skilur ekki mælt málið á íslenzku. Mbl. kveinkar sér undan nafni Jóns Sigurðssonar.' Forsetinn hafði þá skoðun að verzlunin ætti að vera fyrir fólkið. Hann vildi að hver heimilisfaðir væri ábyrgur þátttakandi og meðeigandi í verzlun héi^iðs síns, en ætti ekki allt sitt ráö og traust undir heildsölum og stór- kaupmönnum. Þetta vil ég gjarnan ræða nánar ef Mbl. óskar. En sízt af öllu þarf Mbl. að virða það fjandskap- arefni viö mig, þó að það hafi valið sér málstað, seni er í andstöðu við lífsskoðun og stefnu Jóns Sigurðssonar. Það er ekki mín sök. Halldór Kristjánsson. Málverkasýniug Framh. af 3. síðu. sem vert er að gefa gaum. Örlygur þorir að mála hug- myndir og annað, svo að það séu saiyiar myndir, sem hægt er að horfa á með réttu ráði og fullri, heilbrigðri skyn- semi, þó að þeirra verði vit- aillega - ekki notið til fulls með- skynseminni einni sam- an. Og það er vonandi að hann. eigi eftir að vaxa í starfinu, og vérða menningu þjóðarinnar hollur og trúr liðsmaður í list sinni, með því að sýna hugmyndir sínar, góðvilK-Ös umbótamanns með glögga hugsun og næma, sið- menntaða dómgreind og miskunnarlausa tilfinningu fyrir því, sem spaugile^t og hlálegt er. En það er ekki rétt að segja mönnum þannig fyrir verkum og þó aö Örlyg- ur kjósi frekar að þræða aðr- ar leiðir í heimi myndlistar- innar en þær, sem nú virðast liggja beinast við honum, þarf ekki þar fyrir að kvíða því, að hann komi ekki fram ferð sinni. H. Kr. Nr. 5 eða 6 óskast til kaups. Upplýsingar í síma 4950, —* Reykjavík. Útbreiðið Tímaun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.