Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 3
2«5. Jrfaff TÍMINJif, mánuðagitm l#. 1M? .ilw; j ÖPihB liön dal J/íta7,IS :'A hag'fræðiiignr Á æskuárum mínum leit- uðu Borgfirðingar almennt hjálpar við meinum sinum að Stafholtsey. Þar bjó Jón Blöndal, sonur Páls Blön- dals, er var einn af hinum 10 þjóðkunnu Hvamms- bræðrum úr Vatnsdal. Var Jón læknir hinn bezti og drengur góður. Hann var giftur Nmyndarkonu, Sigríði, dóttur Björns Lúðvíkssonar sundkennara og voru þau hjónin þremenningar. Þau áttu 5 syni, alla mannvæn- lega og sérstaklega við- kvæma og góða drengi. — Yngstur þeirra var Jón, sem fæddur var 6. okt. 1907. Aðeins eru nú tveir Staf- holtseyj ar-bræður eftir: Páll og Björn,, báðir bændur heima í æskusveit sinni. Jón Blöndal yngri varö stúdent 1926 og stundaði svo einn vetur nám í læknis- fræði í Reykjavík, en sigldi síðan til Hafnarháskóla og nam þar hagfræði. Hann kvæntist þar ytra Viktoríu Guðmundsdóttur frá Stykkishólmi, er reyndist honum hin bezti lífsfélagi. Þótt heilsa Jóns væri oft á bláþræði, var hann á marg- an hátt gæfumaður. Hann átti góða konu, föður og móð- ur. Og eftir að hann missti móður sína barn að aldri, gekk stjúpa hans, Vigdís Gsladóttir frá Stafholti, hon- lim í móður stað, svo að vart getur móður umhyggjusam- ari. Við Jón Blöndal vorum sveitungar og kunnugir frá bernzku hans. Til mín hafa oft komið góðir gestir og þar á meðal fjöldi ungra manna, sem ánægja hefir verið að kynnast. En þegar ég lít yfir farinn veg, finnst mér að fáir líkar Jóns Blönda-ls séu í þeim hóp. Hann var gáfaður og göfugur og vildi. alltaf styðja, það sem honum fannst rétt vera — viðkvæm- ur, nokkuð dulur og ekki laus við að vera dálítið hlédrægur og feiminn En Jón var áhugamaður um almenn mál og líklegur til foringja, hefði honum enzt lif og heilsa, enda voru farin að hlaðast á hann trún- aðarstörf. mannaiiffl1 armálið LUMA Jón var listelskur og fékkst hann m. a. við tónsmíðar og komu út allmörg sönglög eftir hann, skömmu fyrir andlát hans. í heimsókn hjá Jóni í Höfn, með margra ára milli- bili, fyrst hjá hans elskulega móðurbróður, Sigfúsi bóka- verði, og síðar á s 1. vetri hjá þeim hjónunum, hafa verið einhverjir ánægjulegustu dag ar mínir i erlendri stórborg. En af hverju var svo á- nægjulegt að vera í návist Jóns Blöndals? Það gerði máske ekki fyrst og fremst hans skörpu gáf- ur, sívakandi umbótaáhugi og víðsýni — heldur hinn góði og göfugi drengur, er fóstrast hafði á bökkum Hvítár í hinu fagra héraði og borið þaðan svipmót sitt Við vinir þínir, Jón, kveðj- um þig í Dómkirkjunni í dag — en heilsum þér aftur seinna með fögnuði og þökk, þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr. V. G. í seinustu viku kom sam- an fulltrúafundur í Lands- sambandi ísl. útvegsmanna og var það aðalefni hans að ræða um dýrtíðarmálin. — Fundurinn gerði ítarlegar á- lyktanir um þessi mál og fara þær helztu hér á eftir: a. Að vísitala framfærslu- kostnaðar verði lækkuð nið- ur í 200 stig og fest þar á- samt núgildandi grunnkaupi. b. Til viðbótar á lækkun vísitölunnar og öðrum þeim leiðum, sem farnar kunna að verða til þess að ná jafnvægi milli framleiðslukostnaðar og afurðaverðs, telur fundurinn að ekki verði komizt hjá gengislækkun, svo að þetta jafnvægi náist. c. Að útflytjendur sjávar afurða fái til ráðstöfunar 21 prósent af gjaldeyri þeim, sem fæst fyrir útflutningsaf urðir þeirra, að undanskildu síldarlýsi og síldarmjöli. d. Alþingi leysi útgerðina undan þeim kvöðum, sem á henni hvíla, vegna slysa- og stríðstrygginga og sjúkra- gjalda, svo og veikindafor- falla skipverja, og felli þessar greiðsluskyldur inn í lögin um almannatryggingar. e. Verzlunarálagningu á vörur til útgerðarinnar verði stillt í meira hóf en nú er, t. d. er álagning á vélahluta nú 45% og á hessían í heil- um rúllum 20%. Einnig að álagning skipasmíðastöðva, vélaverkstæða, netagerða og annarra þeirra aðila, er vinna að framleiðslutækj um útvegsins, verði stórlækkuð og breytt frá því, sem nú er. f. Vextir af fastalánum og reksturslánum til útgerðar og fiskiðnaðar verði eigi hærri en 3%. g. Að því leyti, sem verð- hjöðnunarleiðin verður far- in, telur fundurinn óhjá- kvæmilegt, að þá verði jafn- framt að færa niður (af- skrifa) skuldir landsmanna í samræmi við slíkar ráðstaf- anir, enda virðist þá jafn eðlilegt að peningainnstæður afskrifist á sama hátt. pat'mag to&p e-fii.r eru beztar Scldar í öllutn kaupfélöftum landsins. Samband ísl. samvirmufélaga TILKYNNING frá Viðskiptanefnd í sambandi við vörukaup frá Frakklandi og Ítalíu í framtíðinni, óskar Viðskiptanefndin eftir eftirfarandi upplýsingum frá innflytjendum: 1. Hvaða nauðsynjavörur þeir geti útvegað frá þessum löndum. 2. Nákvæmar og sundurliðaðar upplýsingar um innkaupsverð. 3. Afgreiðslufrest varanna. Upplýsingar þessar séu sendar skriflega til skrif- stofu nefndarinnar Skóluvörðustíg 12 fyrir 10. þ. m. Það skal skýrt tekið fram, að nefndin óskar ekki eftir umsóknum um leyfi fyrir vörum þessum, á þessu stigi málsins, heldur eingöngu upplýsingum þeim er að framan greinir. Reykjavík, 7. nóvember 1947. Viðskiptanef ndiu. ÚtsvQr - Dr áttarvextir Áríðandi tilkyiming: Síðasti gjalddagi útsvara 1947 til bæjarsjóðs Reykjavíkur var 1. nóvember. Dráttarvexti, 1% á mánuði, verður lögum samkvæmt að innheimta af vangoldnum útsvörum. Reglur um gjalddaga útsvara fastra starfsmanna, sem greiða og hafa greitt útsvör sín reglulega af kaupi, haldast óbreyttar. Lögtök eru þegar hafin til tryggingar vangoldnum útsvörum 1947, og verða framkvæmd án fleiri aðvar- ana. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur eru enn á ný — og að marggefnu tilefni — minntir á, að út- svarsgreiðslur sem þeir halda eftir af kaupi starfs- manna, eru geymslufé, eign bæjarsjóffs, sem þeim ber að skila til bæjargjaldkera þegar í staff og ekki síðar en viku eftir að útsvarsgreiðslunni var haldið eftir. Öll önnur meffferð er óheimil og refsiverff, og verða þeir látnir sæta ábyrgð, lögum samkvæmt, sem van- rækja að skila útsvarsgreiðslum fyrir starfsmenn sína. Skrifstofa borgarstjóra. Margar merkilegar bækur væntanlegar frá Norðra Bókaútgáfan Norffri er nú aff gefa út og undirbúa út- komu ýmsra merkilegra bóka. Má það teljast til sérstakra nýjunga, aff ráffgert er aff gefa út bókaflokk um samvinnu- mál, og eru fyrstu ritin væntanleg fyrir áramót... Lítil fyrirspurn Sigurður frá Vigur leggur mikla áherzlu á það í sam- bandi við baráttu fyrir öl- frumvarpi sínu, að meðan ekki verði bruggað og selt öl samkvæmt því, hafi þeir, sem drekka vilja áfengi, ekki neitt um að velja, nema lút- sterkt brennivín. Ég hef nú raunar oftar heyrt menn segja, að mér og öðrum væri óhætt að drekka ýms vín- föng frá áfengisverzlun rík- isins, því að þau væru. „ekki sterkari en súrblanda,“ „litlu áfengari en rúgbrauð" og slík vín „drykkju Frakkar úr kaffibollum daglega.“ Mér væri því þökk á, ef Sigurður vildi segja mér hvað orðið væri af hinum „léttu suðrænu vínum“. — Því eru þau ekki keypt? Vill fólkið þau ekki, eða eru þau ekki til? Halldór Kristjánsson. Viimið ötullega aft útbreiðslu Tímaus. Bókaútgáfan Norðri mun innan skamms hefja útgáfu bókaflokks um samvinnumál. Munu tvær slíkar bækur koma út fyrir áramót. Önn- ur heitir Fjárhagslegt lýðrœdi og er eftir Anders Örne og hefir Gísli Guðmundsson þýtt hana. Hin er eftir Thorsten Odhe og heitir Brezk sam- vinna. Jón Sigurðsson á Yzta- felli hefir þýtt hana. Tíminn hefir getið þeirra bóka flestra, sem út hafa komið hjá Norðra þetta ár. En væntanlegar eru á mark- að næstu vikur nokkrar bækur aðrar, en þessi sam- vinnurit. Má þar fyrst nefna bók, sem Broddi Jóhannesson doktor hefir skrifað um ís- lenzka hestinn. Er vandað til þeirrar útgáfu og hún prýdd mörgum teikningum eftir Halldór Pétursson. Bókin á að heita Faxi. Dagur er liðinn heitir ævi- saga Guðlaugs frá Rauð- barðaholti. Indriði Indriða- son frá Fjalli hefir skrásett. Þá er ný skáldsaga eftir Elínborgu Lárusdóttur. Hún heitir Steingerður og er eins konar framhald af Símoni í Norðurhlíð. Ólafur Jóhannesson próf. hefir skrifað rit um Samein- uðu þjóðirnar, skipulag þeirra og starfsháttu. Útlend skáldsaga, Konan í söðlinum eftir Harriet Lind- blad er líka í uppsiglingu í þýðingu Konráðs Vilhjálms- sonar. Loks má geta tveggja ungl- ingabóka. Það er gaman að lifa eftir Evu Hjálmarsdóttir og íslandsför Ingu eftir Est- rid Ott, sem dvaldi í boði Norðra hér á landi á síðasta ári. Á næsta ári er m. a. ráð- gert að hefja heildarútgáfu á verkum Torfhildar Hólm. — Þá mun og hefjast nýtt safn: Sagnir Vestur-íslend- inga og er ætlast til að það verði 10 bindi. Enn mega þaö teljast tíð- indi, að Nor'ðri hyggst að gefa út á næsta ári söguna Juvikingar eftir norska skáldið Olav Duun. Þetta er fyrsta bindi mikillar ættar- sögu. Þá mun líka koma út Grœna tréð eftir Kelvin Lindemann, en ágóði af sölu þeirrar bókar á að renna í ferðasjóð islenzkra rithöf- unda, en Norðri lagði fram stofnfé til þess sjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.