Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri: . \ Þórarinn Þórarinsson S 'i Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsimar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og aug'ýsinga- sími 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavik, mánudaginn 10. nóv. 1941 205. blað Stór, ný síldarganga kom í Hvaif jörð í gær Hvalavaða í fjarðarmynninu í gær var uppgripasíldveiði í Hvalfirði. Leit helzt út fyrir að mikil ný síldarganga væri að ganga í fjörðinn, og var krökt af síld utarlega í firðinum. Allur flotinn, milli 50 og 60 skip, var að veiðum utarlega í firðinum, aðallega að norffanverðu á móts við Innra-Hólm og inn undir Klafa- staði. Hvalavaða var líka í fjarðarmynninu í gær og á skipaleið milli Akraness og Reykjavíkur. Fulltrúar íslands í þingi S. Þ. koimir 10. þús. mál bíffa norffur- flutnings í Reykja- víkurhöfn. í nótt og í gær komu mörg skip til Reykjavíkur með mik inn afla og liggja þau drekk- hlaðin við bryggjur höfuð- staöarins og bíða þess, að síldin verði losuð til norður- flutnings. Hafa bátar verið að koma hingað með síld alltaf öðru hverju í morgun. Alls eru nú um 10 þúsund mál í skipum hér í höfninni og bíða þess, að skip faist til að fiytja síldina. Ekkert flutn- ingaskip er fyrir hendi eins og er, að því er Kristján Karlsson verkstjóri tjáði blað inu í morgun, en hann sér um umhleðslu síldarinnar fyrir L. í. Ú. Hins vegar er verið að undirbúa flutninga- skip. En erfitt er að fá hentug skip til flutninganna. Mesti aflinn 1900 mál. Af þeim skipum, sem hér bíða losunar, hefir Helgi Helgason ffá Vestmannaeyj- um mestan afla, um 1900 mál. Er nú verið að losa.þá síld, sem hann hefir á þilfari, en að því loknu fer báturinn með afla sinn til Siglufjarðar. 3500 mál bárust til Akraness í nótt. Samkvæmt viðtali, er blað- ið átti í morgun við Jón Pét- ursson fiskvigtarmann á Akra nesi, bárust þangað 3582 mál sildar i nótt. Höfðu allir Akranesbátarnir, sem veiða með nót, fengið ágætan afla, nema Farsæll, sem kom inn snemma í gær og hafði rifið nótina. Mestan afla hafoi Keilir, 90Q má!, skipstjóri á honum er Hannes Ólafsson. Enginn A?-ranesbátanna fóru út í morgun vegna þess, hve hvasst er á miðunum í dag. Sjömaður segir frá ... Tíðindamaður blaðsins átti i gær tal við sjómenn á Akra- nesi, sem voru á bátum, er veiða í Hvalfirði. Sveinn Guðmundsson, háseti á Par- sæli, segir svo frá: „Við fórum út síðdegis í fyrradag. í gær, laugardag. var fremur treg veiði hjá okkur ,en við fengum þó eitt kast með 200 málum. í clag var hins vegar mjög mikil síld. Sáum við með aðstoð bergmálsdýptarmælisins, að um óvenju mikla síldargengd var að ræða. Var engu líkara en sjórinn væri bókstaflega morandi af síld frá yfirborði og niður undir botn. Síldin óð ekki í dag og voru það því hin fullkomnu nýju mæli- tæki, sem hjálpuðu okkur að finna hana. Þegar við höfð- um fundið þessa miklu síld- armergð, sem var utarlega í firðinum, köstuðum við. En sildin var svo mikil, að við rifum nótina og náðum litlu um borð. Það var því ekki annað að gera en halda til 'ands, þó blóðugt væri, því að bátarnir héláu áfram að háfa síldina allt í kringum okkur. Þetta var fyrsta veiði- förin okkar, en við erum á- kveðnir í því að láta okkur takast betur næst. Það er líklegt, að þessi mikla .síldarmergð sem var utarlega í firðinum í dag, sé stór, ný síldarganga, sem sé að koma í fjörðinn.Síldin er Mka greinileg hafsíld, stór og feit. Við sáum hvalavöður i firðinum og það er líka merki um sildargöngur. Við sáum hval bæði í fjarðarmynninu og eíns innar i miðjum firð- inum." Hásetahlutur um 1000 krónur á sólarhring. Það borgar sig vel að vera á síld núna. Hásetahlutur á Akranesbátunum hefir kom- izt upp í 1000 krónur á dag. Er hásetahlutur nokkuð á aðra krónu fyrir málið, þeg- ar hægt er að koma því í bræðslu á Akranesi. Hins veg- ar verður hann nokkuð minni þegar selja þarf síldina 1 flutningaskip og flytja verð- ur aflann norður. Keilir frá Akranesi fékk um 900 mál í gær og lætur nærri, að hlut- ur háseta sé um 1000 krónur fyrir þann afla. Hásetahlutur er um tvær krónur fyrir hverja síldartunnu, sem fer í íshús. Þótt hlutir sjómanna verði háir dag og dag, ber þess að gæta, að oft koma margir dagar, þegar lítið veiðist. Sjómenn eru líka vel að því komnir að fá mikið fyrir störf sín. . Hvalfjörður eins og fljótandi borg á kvöldin. Blaöið átti í morgun tal við Guðmund Brynjólfsson á Hrafnabjörgum á Hvalfjarð- arströnd og Odd Andrésson Framh. á 7. s. Þrír af fulltrúum Island á þingi, hinna Sameinuði þjóða komu heim í morgun Voru það þeir Hermann Jón- asson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Thor Thon sendiherra, er var formaður íslenzku nefndarinnar, mun sitja þingið áfram fyrir ís- lands hönd. Tíminn náði tali af Her- manni Jónassyni í síma um leið og hann kom á Keflar- víkurflögvöllinn, en fulltrú- arnir komu hingað frá New York með flugvélum frá A. O. A. Lét Hermann vel fyrir ferðinni að vestan og dvöl íslenzku fulltrúanna á alls- herjarþinginu, en þar hafe neir verið um 7 vikna skeið Fyrsta myndirnar frá HvaLfjarharveibunum unvetningar qg Skagíirðkgar mynda Sirossasöh- samlag 70® Iirosswsra sláírafS í Isanst á vegum þessa f élags Byrjað er nú að gera ráð- stafanir til þess að aðstoða hrossamarga bændur við að koma hrossum í verð, bæði með sölu hrossakjöts og sölu hrossa til lífs. Hefir þessi við- leitni gefizt sæmilega, að svo miklu leyti, sem hafizt hefir verið handa um framkvæmd- ir. — Framleiðsluráð landbúnað- arinshefir skipt landinu í tvö hrossasölusvæði. Er annað Norður- og Austurland, hitt Vestur- og Suðurland. Sláturfélag Austur-Hún- vetninga og Kaupfélag Skag- firðinga hafa myndað með sér sölufélag, og á það að annast það hlutvcrk að koma hross- um bænda i verð á söiusvæð- inu norðan og austan lands. Hefir hið nýja sölufélag keypt hús á Akureyri til þessarar starfsemi. í haust voru keypt um 700 hross. Var þeim lógað i slátur- húsi K.E.A. á Akureyri, en kjötið selt þar í bæ og í Siglu- firði, Ólafsfirði og Dalvik. Einnig hefir félagið annast sölu á nokkrum hrossum til lífs, og mun það auka þá starfsemi í framtíðinni. Ekki hefir verið unnt að rannsaka möguleika á mark- aði fyrir hross á Austfjörðum, enn sem komið er, en það mun verða gera svo fljótt sem auð- ið er. Efri myndin er af vélbátnam Farsæl frá Akranesi, er hann kont heim af síldveiðum úr Hvalfirði cftir hádegið í gær. — Neðri myndin er af Hvalfjarðarsildinni, eins og hún lítur út á þilfarinu. (Ljósm.: Guðni ÞórSarson.) Maður drukknar af Surprise SkipilS hlaut áfall á lieimleið Togarinn Surprise frá Hafnarfirði fékk áfaíl í gœrkvöldi, er hann var á heimleið af miðunum. Tók eínn skipsverj- anna út og drukknaði hann. Auk þess missti skipið báða bátana. Togarinn Surprise hafði verið á veiðum á Halamiðum. Var hann á leið til Hafnar- fjarðar í gær. Vont var í sjó og hvasst. Hlaut skipið þá áfall og tók út einn skip- verja, Guðmund Jóhannsson. til heimilis að Austurgötu 29 í Hafnarfirði, og drukknaði hann. Guðmundur var ungur maður, aðeins 31 árs að aldri. og lætur eftir sig ekkju og þrjú börn ung. Nýr norrænn lýð- háskóli I þriðju viku nóvember verður vígð\ir nýr lýðháskóii í Kungalv, sem er skammt frá Gautaborg. Gert er ráð fyrir, að nemendur frá öllum Norð- urlöndum sæki þennan skóla, og hann verður þeim mun norrænni en aðrir lýðháskól- ar, að reynt verður að fá kennara frá Danmörku, Noregi, íslandi og Finnlandi, auk sænsku kennaranna. Surprise misti einnig báða bátana í þessum brotsjó. Einari Þorgilssyni & Co., sem á togarann, barst skeyti frá skipstjóranum um þetta slys í gærkvöldi. Tvö umferðaslys í gær í gærmorgun rakst fólks- bifreiðin R-306 á brúna hjá Lækjarhvammi. Bifreiðin var full af farþegum, en þeir sluppu allir ómeiddir að mestu, nema ein stúlka, sem meiddist talsvert Hitt slysiö varð á gatna- mótum Skúlagötu og Geirs- götu um kl. 8 i gærkvöldi. Var það maður á bifhjóli, sem rakst á steinsteypta brún, sem er á gangstéttinni og hefir verið þar síðan á dög- um hersetunnar. Maðurinn féll af bifhjólinu við áreksturinn og meiddist mjög mikið. Var hann fiuttur á sjúkrahús Hvítabandsins, þar sem ekkert rúm var til á Landsspítalanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.