Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 6
 JT r r 1 'Hp- GAMLÁ B/Ó - NYJA BIO < Við freistingn gæt þín V esalingarnir (Les Miserables) Framúrskarandi vel leikin kvik- ■ mynd. Leikin af: Frönsk stórmynd í 2. köflum, eftir hinni heimsfrægu skáld- Berthe Quistgaaga sögu, eftir VICTOR HUGO. og Johannes Meyer. Aðalhlutverkið, galeyðuþrælinn Jean Valjean, leikur frægasti Sýnd kl. 7 og 9. leikari frakka: HARRY BAUR. Börn fá ekki aðgang. Danskir skýringartekstar eru í myndinni. Fyrri hlutinn sýndur f víking í kvöld kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5 Bönnuð börnum yngri en 14 ára TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ Myndin af Dorian Gray Eldibrandur (The picture of Dorian Gray) Amerisk stórmynd gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu eftir Oscar “Wilde. — Sýnd kl. 9. (Incendiary Blonde) Skrautmynd í eðlilegum litum. t siðasta sinn. TRVGGDR SNÝR AFTUR (The Return of Rusty) Betty Hutton Hrífandi og skemmtileg ame- rísk mynd með: Arthuro de Cordora. Ted Donaldsson #ohn Litel. Sýnd kl. 5. Sýning kl. 5, 7 og 9. Sfmi 1182. TÍMINN’, þrigjudaginn 11. nóv. 1947 206,-blaS i'Mer-HVÍ'V nÉg hefi ætíð elskað þig“ Fögur; og. hrífandí litmynd Sýnd kl. ■». Rósin fré Texas. Aðalhlutverk: Roy Rogers,. konungur kúrekanna og undrahestúrinn Trigger. Sýnd kl. 6 og 7. Aðgöngumiðasala toyrjar kl. 11 f. h. Tíminn I fœst í lausasölu í Reykjavík ; á þessum stöSum: FJóIu, Vestnrgötu Sælgætisbúðiimi, Vesturgötu 16 BókabúS EimreiSarinnar, Aðalstræti Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninnm Bókabúð Kron, Alþýðuhús- inu. Sælgætisgcrðinni, Laugaveg 45 Bókabúðinni Laugaveg 10 LEIKFIiLAG REYKJAVÍKUR Blúndur og blásýrai: (Arsenic and Old Lace) Gamanleikur eftir Joseph Kessilring. Sýning- annað kvöld (miðvikud.) kl. 8. Aðg’öngumiðasala í dag frá kl. 3—7. Börn fá ekki aðgang. iJarðyrkjuvélar \ Vegna mikilla takmarkana á innflutningi, og erfið- leika á útvegun, sendið okkur nú þegar pantanir yðar til afgreiðslu fyrir vorið: Herfi (fyrir traktora og hesta). Áburðardreifarar (fyrir tilbúin áburð) Villemoes. ; Ksistján G ^^lason & Co. Hf. /A. 3. Cronin: Þegar ungur ég var Frv. um dýralœkna St. A J$V4. Sauðárkrók, Húnavatnssýslf- ur og Siglufjörð. 6. Akureyrarumdæmi, næf sauma þau, en ég hafði í fáfræði minni haldið, að þetta væri fóðrið. „Farðu í þau,“ sagðu hún hreykin. Þau voru allt of stór. Jakkinn gleypti mig alveg, og gap- viðar buxnaskálmarnar, sem í rauninni áttu ekki að ná nema niður á hnén, tóku mér niður undir miðjan kálfa. „Ágætt — fyrirtak,“ sagði amma um leið og hún sléttaði „Ágætt—• fyrirtak," sagði amma um leið og hún sléttaði þau séu dálítið við vöxt, þá er það ekki annað en ég ætlaðist til.“ „En liturinn, amma?“ leyfði ég mér að segja í hógværum möglunartón. „Liturinn!“ Hún fjarlægði hvítan þráð, sem gægðist út úr einum saumnum, og blés orðunum út á milli samanbitinna varanna, þar sem hún hafði vistað fáeina títuprjóna. „Hvað finnst þér að litnum? Þetta er ágætt efni, og svo þykkt er það, að buxurnar gætu staðið einar. Ég er viss um, að þú getur aldrei slitið þeim.“ Ég náfölnaði. Þegar ég leit nánar á jakkaermina, upp- götvaði ég þar dökkgrænar rákir, sem fléttuðust hver inn í aðra .... Guð minn góður — þetta voru rósir, sem sjálfsagt hefðu farið prýðisvel á millipilsi ömmu, en áttu miður vel við á fötum handa mér! „Lofaðu mér að fara í gömlu fötin míp., amma — bara í dag,“ sagöi ég í bænarrómi. „Hvaffa þvættingur er þetta! Ég klippti þau niður í gólf- tuskur í gærkvöldi.“ Það var ekki fjarri því, að ömmu hefði tekizt að sannfæra mig um ágæti þessa meistarastykkis síns, þegar ég- skálmaði niður stigann. En svo mætti ég Murdoch, og þá rauk sú ímyndun út í veður og vind. Hann nam staðar, þegar hann sá mig, velti vöngum, skyggði svo hönd fyrir aúga, hallaði sér upp að þilinu og skellihló. „Þarna kemur það,“ sagði hann milli hláturshviðanna. „Þarna er- þaö þá loksins komið.“ Og ekki bætti mamma úr skák, þegar ég kom inn i eld- húsið. Hin einkennilega þögn hennar og ástúðin í viðmóti hennar, þegar hún rétti mér grautardiskinn minn, töluðu sínu máli. Það var kalt og hráslagalegt þennan morgun. En það var aðeins eitt, sem ég skynjaði — þótt allt væri grátt og drungalegt umhverfis mig, þá var ég í vorgrænum skrúða. Það væri þó synd að segja, að það liefði verið vorhugur í mér, þegar ég ranglaði niður götuna. Fólkið, sem ég mætti, sneri sér við og glápti á eftir mér. Ég skammaðist mín svo sárlega, að ég reyndi að forðast aðalgöturnar, þar sem flest fólk var á ferli. Ég kaus því að fara gegnum almennings- garðinn og krækja þaðan fáförnustu leið. Af þessu leiddi, að ég kom of seint í skólann. Ég byrjaði á því að villast í skólagöngunum, og það var ekki fyrr en eftir langa mæðu, að ég fann annan bekk, þar sem mér hafði verið leyft að hefja nám mitt, að fengnum meðmælum Kötu. Lausaþilinu, sem skipti kennslustofunni í tvennt, hafði verið rennt til hliðar í þessari_kennslustund, svo að þarna voru saman komnir nemendur úr tveimur bekkjunv Dalgleish kennari sat við púltið, þegar ég kom inn, og fyrsta kennslustundin var þegar hafin. Ég reyndi að laumast í autt sæti, er var í nánd við dyrnar, í þeirri von, að mér yrði ekki veitt teljandi athygli. En Dalgleish stöðvaði mig. Ég komst síðar að raun um það, að hann var ekki alltaf sami þjösninn. Það komu þeir dagar, að hann var ástúðlegur í viðmóti og jós á báðar hendur af brunni skemmtilegra fræða, en þess á milli var hann miskunnar- laus, refsinn og illur viðskiptis, rétt eins og djöfullinn sjálfur hefði tekið sér biístað í honum. Og það leyndi sér ekki, að liann var í vondu skapi þennan dag — ég sá það á því, hvernig hann tuggði yfirskeggið. Ég^ beið þess, að hann hrakyrti mig fyrir að koma of seint. En hann skammaði mig ekki. í stað þess brölti hann niður úr sæti sínu, ranglaði til mín og gekk sjteinþegjandi hringinn í kringum mig. Svo púaði hann og lagði undir flatt. Allir krakkarnir höfðu suúið sér við í sætum sínum og biðu þess, sem í vændum var, í senn undrandi og fullir eftirvæntingar. „Jæja,“ sagði hann loks, „þetta er þá nýi drengurinn. Og kemur með nýja tízku í klæðaburði í skólann okkar! Svona geta kraftaverkin gerzt mitt á meðal okkar.“ Hláturinn sauð niðri í krökkunum. Ég stóð steinþegjandi í sömu sporum. „Jæja, ungi vinur — vertu nú ekki svona drumbslegur við okkur. Hvar keyptirðu þessi fágætu föt? Hjá Miller í Aðal- stræti eða kaupfélaginu?" . Ég var orðinn náfölur -r- það sást ekki einu sinnj blóS- yfir Olafsfjörð, Akureyri, Eyjafjarðarsýslu:, og Þing-i eyjarsýslur. í 7. Austurlandsumdæmi, nær yfir Múlasýslur báðarj Seyðisfjörð, Neskaupstað og Austur-Skaftafellssýslu. 8. Rangárvallaumdæmi, nær yfir Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. 9. Selfossumdæmi, nær yfir Árnessýslu og Vestmanna- eyjar. Auk dýralækna þeirra, sem að framan eru taldir, skal vera einn yfirdýralæknir, með búsetu í Reykjavík. Yf- irdýralæknir skal vera ráðu- nautur ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, er búpen- ing varða, hafa eftirlit með istörfum héraðsdýralækna, yfirumsjón með sóttvörnum gegn næmum búfjársjúk- dómum og innflutningi bú- fjár og búfjáráfurða. Einnig skal hann annast kjötskoð- un í Reykjavík og Hafnar- firði og dýralækniseftirlit á þeim heimilum, sem selja ó- gerilsneydda mjólk.til Reykja víkur og Hafnarfjarðar. Einnig skal ávallt starfa að minnsta kosti einn dýralækn ir sem sérfræðingur við til- xaunastöð háskólans í meina- fræði á Keldum. Verkefni héraðsdýralækna er að vinna að bættu heilsu- fari búpenings, hafa eftirlit með heilbrigði nautgripa, annast kjötskoðun og halda skýrslur um sjúkdóma og •heilsufar búfjár. í r Eyjum (Framhald af 3. síöu) ritið okkar, „Samvinnan“ eigi eftir að glæða mjög þann skilning eins og það raunar gerði einnig og alltaf undir stjórn Jónasar Jónssonar. Samvinnan er. myndarlegt rit að efni og öllum frágangi. Ýmis tímarit okkar hafa far- ið glæsilega af stað, f jölbreytt að efni og fáguð að máli. En allt of oft fær sú dýrð snögg- an endi. Alúðin og vandvirkn- in gufar upp. Hirðuleysið haslar völlinii. Mætti slíkur háski aldrei henda Sam- vinnuna okkar Þ. Nýjar feæknr (Framhald af 3. síðu) stúlku, sém er flagð undir fögru skinni: En með árvekni og djarfræöi verður komizt að leyndarmálunum og í sögulok eyðist hulan svo að sannleikurinn kemur í ljós. Gunnar Widegren. Ráðskonan á Grund. Jón Helgason íslenzk- aði. Draupnesútgáfah. Stærð: 230 bls. 13x19 sm. Verð: Kr. 25.00 ób. Þessari sögu þarf ekki að lýsa fyrir lesendum Tímans. H. Kr. Lofið sjákum að sofa (Framhald af 4. síðu) borgarinnar. Það er að mestu eða öllu meinfangalaust. —• Sýnum hinum sjúku nær- gætni, leggjum lykkju á leið okkar. Leggjum niður kapp- akstur kvöld og nætur kring- um þá staði, þar sem dauðinn og lífið takast á um hina sjúku.. Rjúfum ekki nætur-: kyrrðina við beð hinna þjáöu. — Lofum sjúkum að sofa. . --- H: St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.