Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 8
Marshall ræðir hjálpina til Norður- álfu Telur um 600 mllj. dollara uaiaðsynleg- ar til Iijálpar Norð- urálfuþjólSum í veíur Marshall utanríkisráff- herra Bandaríkjanna lagði skýrslu sína um hjálp til Evrópuhjóffá fyrir sameig- inlegan fund utanríkis- nefnda beggja deilda þjóffþingsins í gærkvöldi. í ræðu sinni lagði ráðherr- ann áherzlu á nauðsyn þess, að hjálpinni til Evrópu yrði hraðað svo sem unnt væri. Hjálpin þyrfti að vera hvatn- ing til sjálfbjargar þeim þjóð um, er hennar yrðu aðnjót- andi. Ráðherrann sagði, að minnsta kosti 600 miljónir dollara þyrfti til að bæta úr brýnustu nauðsyn þeirra þjóða, er verst væru staddar í Norðurálfu, á komandi vetri. Truman forseti hefir rætt um hjálp Bandaríkjanna til Grikklands. Sagði hann, að sú aðstoð, er Grikkjun hefði nú þegar verið veitt hefði komið að miklu gagni. En vafalaust þyrftu Grikkir enn á aðstoð að halda, ef þeir ættu að geta rétt sæmilega við eftir eyðileggingu styrj- aldarinnar. Löndimarstöðvun á Akranesi Alger löndunarstöðvun er nú á Akranesi, þar sem allt er orðið fullt af síld í bili. — Verksmiðjan getur ekki tekið á móti neinni síld eins og er. En frystihúsin geta aðeins tekið á móti óverulegu magni. Ekki er útlit fyrir, að lönd- unarstöðvunin komi að sök á Akranesi í dag, þar er hvass- viðri enn og ekkert veiði- veður í Hvalfirði. Hafði eng- inn bátur farið á sjó frá Akranesi um hádegið í dag. Hins vegar eru allir bátarnir tilbúnir að fara út á veiðar strax og veður lægir, og hafa allir komið afla sínum á land. Landað var af seinustu bátunum í gær, en þeir urðu að koma inn vegna hvass- viðrisins í gær, þó þeir væru ekki búnir að fá fullfermi. — Komu fjórir bátar að landi í gær, er verið höfðu á herpi- nótaveiðum í Hvalfirði. Voru þeir með 200—500 mál hver. Síðastliðinn hálfan annan sólarhring hefir verið landað á Akranesi um fimm þúsund málum, og hefir aldrei bor- izt meiri síld á iand á Akra- nesi á jafn skömmum tma. JarðarförJóns Blöndal Jarðarför Jóns Blöndal fór mjög virðulega fram frá Dómkirkjunni í gær. Sýndi viðstatt fjölmenni vinsældir hins látna merkis- manns. Mynd þessi er af hinu nýja húsi Netagerð'ar Vestmannaeyja við Heiðaveg þar i bæ. Netagerðin er nú um þær mundir að íaka tii starfa í þessari byggingu. í horni mvndarinnar er Eiríkur Ás- björnsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, en hann er formaður netagerð.irinnar. (Ljósm.: Guði Þórðarson). „Skálholt" sýnt Ný farþegamiðstöð í næstu viku á Keflavíkurvelli Eins og kunnugt er, þá hefir Leikfélag Reykjavíkur sýnt undanfarið gamanleikinn „Blúndur og blásýra“, og verður 10. sýning annaðkvöld. Um eða eftir miðja næstu viku hefjast sýningar á leikritinu „Skálholt" eftir Guðmund Kamban. — Aðalhlutverkin verða leikin fa sömu leikur- um og áður, en nokkur breyt- ing verður á smáhlutverkun- um. — Þá hefir félagið ákveðið jólaleikritið, en það verður að þessu sinni „Einu sinni var ... .“ eftir Drachmann. Lög- in í leiknum eru eftir P. E. Lange-Múller. — Æfingar eru þegar byrjaðar. Stöðin er liósn iillwsst |iæglndwm og liiia vistlegasta Innan skamms verður ný farþegastöð tekin í notkun á Keflavíkurflugvellinum. Hef- ir verið unnið að byggingu hennar í sumar. Hin nýja farþegastöð er hin vistlegasta og mjög rúm- góð. Hefir hún vejrið mjög vel búin £,ð r.(y)jum húsgögnum. Þau sex ,sða átta félög, sem mest nota völlinn á milli- landaflugi, hafa þar hvert sitt afgreiðslusvið handa ís- lenzku tollgæzlunni. Fjallfoss tekinn í síldarflutn- inga til SigSyfjaröar Máðgert, að Selfoss verðl líksi wotwðwr til síldarflwtniisga í morgun var byrjað að lesta síld í Fjallfoss, sem nú hefir verið tekinn til síldarflutninga norð- ur til Siglufjarðar. Er áætlað að skipið geti flutt um 11000 mál, en búast má við að nokkur dægur taki að láta svo mikla síld í skipið, þar sem ýrnsar tafir eru fyrirsiáanlegar á umhleðslunni sakir byrjunarörðugleika. Síldarflutningar í svo stórum stíl hafa ekki áður átt sér stað hér á landi. Auk þess sem verið er að lesta Fjallfoss, verður í dag byrjað að lesta önnur smærri skip, Sverri, Hugin, Óiaf Bjarnason og Sindra, sem eiga að fiytja síld norður. Selfoss verður líka tekinn í síldarílutningana svo að í: tiíli er fyr;ir nógur skipa- kostur til norðurflutninga. Fjalifoss getur sennilega tek- ið alla þá síld, sem nú er hér í höfninni og ætti að geta verið kominn norður með hana eftir fjóra daga. Var í nótt unnið að því að taka úr skipinu vörur, er komnar voru í það. Fjallfoss getur ekki komizt undir kranann fyrir norðan og verður því að skipa síld- inni upp úr honurn við bryggj ur, skarnmt frá verksmiðj- unum, og aka henni síðan á bifreiðum í þrærnar. Ætti það að geta gengið greitt, þar sem hægt er að skipa upp um fjögur lestarop. Er gert ráð fyrir, að hægt verði að landa úrFjallfossi á um það bii tveimur sólarhring- um. Þegar Fjallföss kemur norð ur verður farið að bræða í verksmiðjunni S. R. N., þar sem ekki er hægt að aka sildinni á bifreiðum í þrær nýju verksmiðjunnar, S. R. 46 sem verið hefir að bræða að undanförnu. En S. R. N ætti ein að geta annað bræðsl- unni. Netagerð Vestmannaeyja eykur starfsemi sína og flyt- ur í nýtt húsnæði ISaaaa .sai útgerðiiuii fyrir öllum netnm :t 3Íi*2«§sás*asBS2EM-a ©g spserar árlega 30® gieis. kr. i gjaldeýri Netagerð Vestmannaeyja er fyrir nokkrum dögum flutt í hið nýja stórhýsi sitt viff Heiðaveg í Vestmannaeyjum. Er veriff að ganga frá véiunum og getur netagerffin væntanlega tekiff aftur til starfa innan skamms. Jafnframt því sem verksmiffjan flytur nú í nýtt húsnæffi, verffur bætt viff nýjum og fullkomnari vélum, til aff auka afköstin. Netagerð'in var upphaflega stofnuð fyrir forgöngu Guð- laugs Brynjólfssonar, sem nú er fluttur til Reykjavíkur, og Sigurðar heitins Gunnars- sonar. Verksmiðjan er ann- ars samvinnufélag og aðal- eigendur hennar nokkrir út- vegsbændur í Vestmanna- eyjum. Bjargaði netaveiðunum. Þegar fyrirtæki þetta var stofnað 1936, grunaði víst engan að netagerðin ætti eftir að verða íslenzka báta- útveginum að svo miklu liði sem raun hefir á orðið. Á stríðsárunum var það nefni- lega netagerðin í Vestmanna- eyjum, sem sá öllum íslenzka bátaflotanum fyrir þorska- netum — það er að segja þeim hluta hans, sem neta- veiðar stunda. Miklir örðug- leikar voru þá á að fá þorska- net frá útlöndum, og er ekki að vita, nema orðið hefði að hætta við netaveiðar, ef fyr- irtækis þessa hefði ekki not- ið við. Þarf meiri og betri vélakost. Netagerðin í Vestmanna- eyjum er búin allgóðum vél- um, en mikil þörf er þó á því að bæta við og endurnýja vélakostinn, þar sem sumar þeirra fullnægi ekki kröf- um tímans um vinnuafköst. Eins og er á fyrirtækið þrjár franskar netahnýtingarvélar, ásamt spóluvélum, og tvær taumaspunavélar. Auk þess hefir verið samið um kaup á netahnýtingarvél til viðbótar, og er vcm á henni með vor- inu. Er það netahnýtingarvél af fullkomnustu gerð. Aukning fyrirhpguff. Netagerðin framleiðir nú þorskanet, dragnóta- og herpinótahluta ásamt öngul- taumum. Bátar þeir, sem stunda þorskveiðar frá Vest- mannaeyjum og í Faxaflóa, fá nú net sín frá netagerð- inni, en strax og fyrirtækinu bætast nýjar vélar og full- komnari er ráðgert að færa út starfsemina verulega. Reynslan hefir orðið sú, að framleiðsla netagerðarinnar er fyllilega sambærileg við erlenda framleiðslu af sama tagi og meira að segja hefir netagerðin líka verið sam- keppnisfær með verð. Nýja húsið. Hið nýja hús, sem verk- smiðjan er nú flutt í, er 25X 15 metrar að stærð. Byrjað var á smíði þess fyrir einu ári, og má því segja, að bygg- ingin hafi gengið fljótt. Hús- ið er steinsteypt, tvær hæðir með kjallara og risi. í kjall- ara eru geymslur og miðstöð. Á neðri hæðinni er stór vinnu salur, sem nær yfir mestan hluta af grunnfleti hússins. Þar eru netahnýtingarvél- arnar allar og auk þess rúm handa fleiri, þegar vélakost- urinn verður aukinn. Vinnu- salur þessi er rúmgóður og bjartur. Á efri hæðinni eru U'jú .rúmgóð skrifstofuher- bergi o'g stór salur, sem fyrst um sinn verður notaður til efnisgeymslu, en hægt er að breyta honum í vinnusal og vélasal án nokkurra teljandi breytinga. Er þá hægt að flytja efnisgeymslu upp á ris- hæðina, sem er yfir öllu hús- inu, en þar er allnátt til lofts. 5 þúsund þorskanet og 3 miljónir tauma. Netagerðin hefir að und- anförnu framleitt fimm þús- und þorskanet á ári og þrjár miljónir öngultauma. Saman lagt verðmæti þessarar fram- ’eiðslu er um 600 þúsund kr., og lætur nærri, að helming- ur af því sé hreinn gjaldeyr- issparnaður. Stjórn netagerðarinnar skipa útgerðarmennirnir Helgi Benediktsson, Eirikur Ásbjörnsson, Ársæll Sveins- son, Tómas M. Guðjóns$on og Sæmundur Jónsson. Flugvélar F.í. sklrð- ar hestanöfnum Flugfélag íslands hefir fyrir nokkru valið sér félags- merki, vængjaðan hest, hvít- an á bláum grunni. Merkið teiknaði Halldór Pétursson. Jafnframt er ákveðið að flugvélar félagsins verði skírðar hestanöfnum, sem öll hafa endinguna „faxi“. Nöfn- in valdi Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari á Akur- eyri og hefir hann samið skrá j'fir á annað hundrað „faxa“ nafna. Merkið verður nú málað á aliar flugvélar félagsins. Ekki er enn ákveðið hvaða nöfn verða valin á þær flug- vélar, sem félagið á nú, en það mun verða gert á næst- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.