Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.11.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn l------------------------.------—------—- Skrifstofur i Edduhúsinu Ritstjórnarsimar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og áuglýslriga- simi 2323 Prentsmiðjan Edda 1 1 •i <¦ i ¦ i .' -4 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 11. nóv. 1947 206. blað Norðmömram meira en nokkru sinni áður Gó9 afkomsa síldár- úígeroarmassraa þasr Norski útgerðarmaður- inn Knut Vartdal flutti nýlega erindi í norska út- varpið mm ve^ðaV Norð- manna við ísland á þessu ári. Fara hér á eftir fáein atriði úr útvarpserindi hans. Hann skýröi svo frá, að sldveiðiflotinn norski hefði farið hingað með 220 þúsund tómar tunnur í sumar. Ekki tókst þó að fá síld til þess að fylla þessar tunnur allar. — Einkum vantaði talsvert á, að fullfermi fengist í skip, sem byggðu á reknetaveið- um. Alls fluttu norsku skipin heim 190 þúsund tunnur síld- ar frá ströndum íslands. íslendingar söltuðu siðast- liðið sumar aðeins 63 þúsund tunnur síldar. Tvö skip fórust á heim- leiðinni — flutningaskip og fiskiskip. Fórust þar 3500 tunnur af síld, en auk þess misstu sum skipanna útbyrð- is dálítið af síld, sem þau höfðu á þilfari. Sextíu þúsund tunnur af íslandssíldinni voru krydd- saltaðar eða sykursaltaðar, átta þúsund ísaðar, en hitt var saltað á venjulegan hátt, mest hausskorið. 35 þúsund tunnur af þess- ari síld fara til neyzlu í Nor- egi, en hitt er selt til ann- arra landa. Svíar hafa fengið 85 þúsund tunnur, Danir sex þúsund tunnur og til Banda- ilkjanna eiga að fara um 25 Ijúsund tunnur og 25—30 þús- und tunnur til Rússlands. — Tveir þriðju hlutar sölusíld- arinnar hafa verið sendir (Framhald á 7. siðu) ViSital við Herntanst Jónassons Nýja vitaskipið kom í nótt Hermóður, vitaskipið nýja, kom til Reykjavíkur frá Sví- þjóð laust fyrir kl. 11 í gœr- kvöldi. Skipið er hið glæsi- legasta og virðist vera traust- byggt. Það er 200 brúttólestir að stærð, en burðarmagn þess er 150 smál. Hið nýja skip á aö gegna sömu störfum og gamli Her- möður. Það er að flytja vist- ir og nauðsynjar til vitavarð- ' anna og til viðhalds vitun- um. Skipið er sérstaklega sterkbyggt, og ætlazt er til, að það þoli vel hnjask við bryggjur. Skipstjóri á Hermóði er - Gu.ðni Thorlacíus, en skip- verjar eru alls 10. Margi;- þeirra eru þeir sömu og voru á gamla Hermóði. Rússar skárust úr leik i þrem stórmálum, sem allsherjarþingið afgreiddi Sum deilumálin hafa verið rædd í nefndum aílan þingfímann í gær komu þrír fulltrúar. íslands á allsherjarþingi sam- einuSu þjóðanna heim frá New York, eftir að hafa dvalið þar síðan um miðjan septembermánuð. Þinginu er þó ekki nærri lokið enn, og mun Thor Thors, sendiherra íslands í Washington mæta einn af hálfu íslendinga á þinginu, það sem eftir er af starfstíma þess. Tíðindamaður Tímans átti í gærkvöldi stutt viðtal við Hermann Jónasson, en hann var einn af fulltrúunum, og spurði hann frétta af störfum þingsins. Þingið byrjar. — Þing hinna Sameinuðu þjcða, segir Hermann Jónas- son, hófst 16. september. í rúmlega vikutíma voru stöð- ugir fundir, þar sem rætt var almennt um helatu málin, er leggjast áttu fyrir þingið. Þann tíma voru engin nefnd- arstörf. Það vakti strax mikinn ugg og kvíða metSal margra full- trúa, hvern blæ allar umræð- ur og þingstörf yfirleitt fengu á sig frá byrjun. Deilurnar voru vægast sagt hlíföarlaus- ar, og fyrirsjáanlegt var í upphafi, að þingið myndi verða lengi a'3 störfum. Helztu deilumdlin. — HeJztu cleilr.r-iálin frá upphafi þingsins voru m. a. Grikklandsmálin, Gyðinga- vandamálin og Palestína, Kóreumálið, tillaga Banda- ríkjanna um a'ð skipa sérstaka milliþinganefnd, „Litla alls- herjarþingið", eins og hún hefir síðan verið nefnd, enn- fremur bannið við stríðsæs- ingum og róg um þjóðir og framsal stríðsglæpamanna. Mál, er leyst hafa verið. — Afgreiðslu hafa þessi mál hlotið: Grikklandsmálin að mestu leyti, stríðsæsingamál- ið og framsal stríðsglæpa- manna. Um afgreiðslu tveggj a fyrstu málanna mun íslenzk- um blaðlesendum kunnugt. Á allsherjarþinginu 1946 var samþykkt tillaga um framsal stríðsglæpamanna til þeirra þjóöa, er þeir höfðu framið afbrotin gegn. Nú komu Júgóslavar hins vegar með málið inn á þingið á nýj- an leik. Voru í tillögu þeirra um málið endurtekin flest at- riðin úr tillögunni, er sam- þykkt var um málið á allsherj - arþinginu í fyrra, en þeirri á- sökun taætt við i garð vestur- veldanna, að þau hefðu ekki staðið við samþykktir þings- ins varðandi þessi mál í fram- kvæmd. Út af þessu máli urðu mjög heitar umræður í laga- nefnd þings í meira en viku. Loks var málið afgreitt þann- ig, að vísað var til tillögunnar Hermann Jónasson. frá 194G, varðandi þetta at- riði, og sú ályktun samþykkt með flestum greiddum at- kvæðum. Er afgreiðsla þessa máls nokkuð táknræn fyrir vinnubrögðin á allsherjar- þinginu að þessu sinni. / stjórnmálanefndinni. — Flest hinna stórmálanria eru komin langt áleiðis í nefndum. Palestínumálið er enn í stjórnmálanefndinni, og hefir veriö rætt þar mest af þingtímanum. Vesturveldin og Rússar 'nafa komið sér saman um að skipla Palestínu og stofna þar Gyðingaríki. Arabar hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir 'muni hik- (Framhald á 7. siöu) Framleiðsla Breta eykst l&olaft'ainleioslan nasn 4,2110 miljónum lesla í síslustu viku Attlee, forsætisráðherra En^Iands, hélt í gærkvöldi ræðu í borgarstjóraveizlu í London. Hefir ræða þessi vakið mikla athygli og geta f jölmörg blöð hennar í morgun. í ræðu sinni benti forsæt- isráðherrann á ýmsar tölur, er sýna að framleiðsla Breta á ýmsum útflutningsvörum hefir aukizt stórlega á síð- vistu mánuðum. í síðustu viku var kolaframleiðslan alls um 4,250 millj. smálesta í Bret- 'andi, og er þaö mesta viku- framleiðsla síðan eftir stríðs- lok. Þá hefir stálframleiðslan stóraukizt. Attlee benti hvl- 'ikt feiknaátak Bretar hefðu gert á fyrstu árum styrjald- arinnar ,er þeir stóðu svo að segja einir eftir uppgjöf Frakklands. Kvað forsætis- ráðherrann þessa frammi- stöðu Breta of lítils metna nú af ýmsum aðilum. Auk bess hefðu Rússar ráðizt á Breta fyrir striðsæsingar. Vísaði forsætisráðherrann á bug öllum slikum ásökunum Framkvæmdastjóra- skipti hjá I. A. C. Nýi framkvæmda- stjórinn er mjög þekktur flugntála- séi'fpæðingisr Fyrir nokkru síðan urðu skipti á framkvæmdastjórum hjá Iceland Airport Corpor- ation á Keflavíkurflugvellin- um. Hinn nýi framkvæmda- stjóri heitir B. R. J. Hassel. Hassel á sér langa sögu í sambandi við flugmál, og er einn af fyrstu mönnum, sem höfðu trú á'því, að flugleið- in yfir Norður-Atlantshaf væri heppileg fyrir farþega- flug milli Evrópu og Amer- íku á friðartimum. Árið 1928 gerði hann merki lega tilraun til að fljúga yfir' Norður-Atlantshaf með við- komu á Grænlandi og ís- landi. Lagði hann upp frá Rockford í Illinois og áform- aði að fljúga þaðan til Stokk- hólms. Hann komst þá til Grænlands og varð að nauð- lenda þar. Tók það hann tvær vikur að> komast fót- gangandi til strandar ofan af jöklinum þar sem hann íenti. Hann lagði á þessum árum fyrir sig rannsóknir á flugleiðum og kom þá meðal annars hingað til lands. Kynntist hann þá ýmsurn. mönnum hér. Hassel er af sænsku bergi brotinn og hefir dvalið Iang- dvölum í Svíþjóð. Hann hefir verið framkvæmda- stjóri á flugvellinum í Goose Bay í Labrador í tvö ár. a Hvaiiiroi ^eáílng pr®f©ss©a*s" eratisæíÉisásss: æknar vísa á bng mótmælem Eins og kunnugt er hafa nokkrar deilur orðið út af því, að Jóhanni Sæmundssyni ækni var veitt prófessorsemb- ætti í lyflæknisfræði við Há- skóla íslands. Nú nýlega var þetta mál tekið til umræðu á fundi í Læknafélaginu. Var þar lögð fram tillaga til ályktunar, þar sem mótmælt var þessari embættisveitingu. En niður- staðan varð sú, að tillagan var felld með meirihiuta atkvæða. í hvassviðrinu í gær lentu bátar frá Akranesi í hrakning- um á Hvalfirði. Þorsteinn frá Akranesi missti annan nóta- bát sinn í ofviðrinu, en bjargaði hinum og nótinni við illan leik. Fylkir frá Akranesi, sem var með reknet undan Laxvogi, lenti líka í storminum og gat við illan ieik náð netunum upp cg forðað því að reka á land. Er það talið að þakka harðfengi skipstjórans, Valdimars Kristmundssonar, og skipsmanna hans. Tíðindamaður blaðsins átti í morgun tal við Valdimar, og sagði hann, að hin stutta reynsla sín af veðri á Hval- firði væri sú, að þar gæti hvesst ekki síður en annars staðar og sjóir gætu orðið þar ærið miklir, eins og t. d. í gær. — Mér virðist, segir Valdi- mar, að það slái alltaf fyrir í firðinum í hvaða átt sem er. Auk \>ess er mjög misvinda og vont að átta sig á snörp- um vindhviðum, sem koma þegar minnst varir. Vélbáturinn Þorsteinn frá Akranesi lagðist fyrir akkeri í storminum í gær, en vmdur og bára urðu þess valdandi, að hann missti annan nóta- bátinn út í veðrið. svo að við ekkert varð ráðið'. Hins vegar tókst að ná mestum hluta nótarinnar, sem þó er nokkuð skerr.md. Var hún c-ins og venjulega í báðum bátvmum, en skipverjum tóksr. aö koma henni að mestu yPir í hinn bátinn. sem ekki tapaöist. Bátinn, sem týndist, hefir nú rekið á lssi& við Bjarteyj- arsand á Hvalfjarðarru-önu. Þorstemn komst anuavs heilU og híudnu að landi í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.