Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 14. nóv. 1947 208. blað rct dsCCýí- fc^ clí CísC^á I dag:: Sólin kom upp kl. 8.54. Sólar- lag kl. 15.29. Árdegisflóð kl. 6.00. Síðdegisflóð kl. 18.20. í nótt: Næturakstur fellur niður vegna benzínskorts. Næturlæknir er í læknavaröstofunni í Austurbæjar- skólanum, sími 5030. Næturvröður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld. Pastir liðir eins og venjulega. 20.25 Útvarpssagan. 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett nr. 11. í D-dúr eftir Mozart. 21.15 Ljóðaþáttur (Andrés Björnsson). 21.35 Tónleikar (plötur). 21.40 Tón- listarþáttur (Jón Þórarinsson). 22.00 Préttir. 22.05 Symfóníutón- leikar (plötur): a) „Mazeppa"- symhony eftir Liszt. b) Píanó- konsert nr. 1 í c-moll oif 23 eftir Tchaikowsky. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. „Brúarfoss' kom til Reykjavíkur 11./11. frá Gautaborg. „Lagarfoss" fór frá Hull 13./11. til Antwerpen. „Selfoss" fór frá Immingham ll./ll. til Akureyrar. „Fjalifoss" er í Reykjavík. „Reykjafoss“ kom til Leith ll./ll. frá Hull. „Salmon Knot“ kom til Reykjavíkur 12./11. frá New York. „True Knot“ kom til Halifax 10./11. frá New York. „Lyngaa“ er í Helsingfors. „Horsa“ fór frá Reykjavík í gær til-Leith og Antwerpen. Dómur fyrir smygl. Nýlega var í lögreglurétti Reykja víkur kveðinn upp dómur yfir þremur mönnum, sem gerzt höfðu sekir um ólöglega verzlun með bjór,*«njn, erlenda mynt og nylon- sokka. Voru þetta tveir Banda- ríkjamenn, og einn íslendingur. Annar útlendinganna smyglaði hingað til lands mörg hundruð pörum af nylonsokkum, hinn út- lendingurinn hafði, ásamt íslend- ingnum, gerzt sekur um ólöglega verzlun með bjór, vín og gjaldeyri. Voru menn þessir samtals dæmdir til að greiða 15 þúsund króna sekt, en allur hinn ólöglegi varningur geröur upptækur. Við rannsókn málsins komst ennfremur upp um um aðra þrjá menn, sem við það voru riðnir. Var þeim við réttar- sætt gert að greiða samtals 2350 krónur. Það voru samstarfsmenn eins hins seka Ameríkumanns á Keflavíkurflugvelli, sem komu þessu upp. Var hann þá nýlega kominn að heiman úr orlofi og hafði haft með sér ógrynni af nylonsokkum, sem er eftirsótt vara af íslenzku kvenfólki. Eru dæmi til þess, að slíkir sokkar séu seldir fyrir nokk- uð á annað hundrað krónur á svörtum markaði. Sá Bandaríkja- maðurinn, sem duglegastur var að smygla, hafði komið ínn í landið og selt, á ólöglegan hgtt 413 pör af nylonsokkum, ferðayiðtæki og einni hrærivél. Var maður þessi dæmdur í 10 þús. króna sekt, se'm greiðast á innan fjögurra vikna, ella sæti hann 120 daga varðhaldi. Ilandknattleiksmót Reykjavíkur hefst næstkomandi laugardag í íþróttahúsinu við Hálogaland. keppt verður í fjórum flokkum karia og tveimur kvennaflokkum. Félögin, sem taka þátt í mótinu eru: Pi'am, Valur, Víkingur, Í.R., K.R., og Ármann. í fyrsta flokki keppa ekki nema Í.R., Ármann og Fram. Núverandi meistarar í handknattleik karla er Valur, en kvenna Ármann. Á mótinu ganga 10 handknattleiksdómarar undir próf. Speglar á götuhorn. Lögreglustjóri hefir nú ákveðið að koma upp umferðaspegli á eitt- hvert fjölfarnasta götuhornið í bænum, og sjá, hvernig slíkir speglar reynast hér og hvernig ís- lenzkir vegfarendur kunna við þá. Slíkir speglar tíkast sum staðar annars staðar erlendis, einkum í Frakklandi, þar sem þeir eru víða á götuhornum. Standa þeir á stöng á gangstéttinni, og er hægt að sjá í þeim umferðina á götunni, sem vegfarandi ætlar að fara inn á. og auk þess, hvað fyrir aftan hant: er á götunni. 324 umferðabrot á einum mánuöi. Umferðabrot urðu óvenju mörg í seinasta mánuði. Voru þá tekin fyrir samtals 324 umferðabrot hjá umferðadómstólnum í Reykjavík. Meira en helmingur brotanna var vegna ólöglegra bifreiðastæða. Eru það lang algengustu umferðabrot- in. Þrjátíu höfðu ekið of hratt, og 23 höfðu verið ljóslausir. Um- ; ferðadómstóllinn hefir samtals i fjallað um rúm 1300 afbrot síðan ! hann tók til starfa í júnímánuði j síðastliðnum. I Hékk aftan í bíl. | Flestir vegfarendur í Reykjavík | kannast við þá sjón, sem því miður | er nokkuð algeng, að krakkar | hangi aftan í bílum. Nýlega varð j slys af þessu gáleysi unglingspilts, I og mátti þó mildi teljast, að ekki I hlauzt verra af. Hafði drengur hangið aftan í flutningabíl, sem flutti vörukassa, en einn kassinn kastaðist af bílnum og datt ofan á drenginn, sem slapp lítið meiddui, þótt merkilegt megi heita. Tímaritið „Jörð“, 1.—2ó hefti 8 árgangs er ný- komiö út. Ritið er hið læsilegasta að vanda. Þar eru rnargar greinar eftir þjóð.kunna rithöfunda, svo og fallegar myndir. Meöal höfunda má nefna Bjarna M. Gíslason, Davíð Stefánsson, Gísla Halldórs- son, Guðmund G. Hagalín, Halldór Jónasson, Pál Ólafsson, Sigurð Guðmundsson, skólameistara á Ak- ureyri, Steindór Sigurðsson og Svein Jónsson. Má geta þess, að ritið flytur vel gerðar myndir frá Snorrahátíðinni í sumar og frá Heklugosinu. Gestir í bænum: Jón Sigurðsson bóndi Yzta-Felli. Hermann Jónsson hreppstjóri, Yzta-Mói. Ólafur Einarsson bóndi Þórustöðum, Karl Sveinsson, bóndi, Hrauni, Barðaströnd, Run- ólfur Björnsson, bóndi á Kornsá. Þakkarávarp tii; Mofs Nóttina milli þess 7. og 8. þ. m. va'r brotizt inn í bifreiðina K. 42 hér í Reykjavík. Hún stóð á Hverf- isgötunni, sjá Tímann á fremstu síðu, stjórnborðsmegin, 8. þ. m. Úr fcifreiðinni var stolið ferðatösku. í henni voru mest ættartölur á laús- um blöðum, en þó innpakkaðar, og vegavinnukaupskrár. Þar var og líka talsvert af ljóðum, ýmislegs efnis, en þó flest veraldlég. Þá var og ásamt ferðatöskunni í bílnum jakkar tveir, bláleitir, og vesti, ný- hreinsað allt, svo og stormjakki nýr. Föt þessi átti bilstjórinn, og mátti því keyra hálfstrípaður norð- ur á Sauðárk. í hríðarveðri. Tösk- una og innihald hennar átti hér undirritaður Ludv. R. Kemp frá IllugastöSum í Skagafirði. Nú hefir þessi ágæti innbrots- þjófur bætt að mestu fyrir brot sín við mig undirritaðan, með því að skila töskunni með inventarium óskemmdri hér í eitt húsaportið í Reykjavík, svo að hún fannst þar 11. þ. m. Vildi ég hér með votta þessum kristilega sinnaða innbrotsþjóf mitt innilegasta þakklæti fyrir geymsluna á töskuimi og skilsem- ina, og vonast ég eftir að hann verði slíkur sjdlamaður framvegis, þótt honum yroi nú stöku sinnum á að taka traustataki um stundar- sakir eigulega muni á þessum krepputímum. Samt er ég ekki viss um, að bíl- stjórinn sé jafn ánægður við yður og ég, herra innbrotsþjófur, þvi bæði vantar hann annan bláa jakkann eftir innbrotið, og svo vit- anlega er bíllinn enn galopinn fyrir ölilum yðar embættisbræðrum. Ættuð þér nú að senda bílstjóran- um skömmtunarseðil fyrir jakk- anum og gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi fyrir einni bílskrá. Hefði ég verið hagmæltur, og haft nægan tíma, mundi ég hafa sent yður þetta þakkarávarp í ljóð- um. En hér er ég bæði atvinnulaus og heimilislaus sem stendur, og þetta fyrsta þakkarávarpið, er ég sem á ævinni. Lifið heilir! Yðar þénustubundinn velunnari Ludv. R. Kemp. Ódýrar auglýsingar v?. fC '4.P ' /v Réýkvíkíijgár' o’g 'titanbæj’áríólk', sem kaupir bækur í Reykjavík! Mraaifi Isékfflfeáðma afðt Sjjsisgav.eg 1® Þar er gnægð eigulegra, gagn- legra og skemmtilegra bóka. BÓKABÚÐIN LAUGAVEG 10. SSéksjskápsar, ■ eðá sltápur, sem liægt er að ' géýifia.í'bælcúr; oskast til kaups. Upplýsingar í síma 1895. Get smíðað nokkrar eldliiasifflMréítisigar með efni. Sel tvöfalda klæða- skápa. Uppl. í síma 4603. Konan mín Marsa Sveinsdóttir, húsfreyja á Breiðabólsstöðum, veröur jarðsungin laugardaginn 15. nóv., og hefst at- höfnin með bæn að heimili hennar kl. 1 e. h. Jarðað verður að Bessastöðum, en kirkjuathöfnin fer fram í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þeir, sem hafa ætlað að heiðra minningu hinnar látnu með blómum, eru beðnir í þess stað að styrkja Námssjóð okkar hjóna. Eríendur Björnsson. ír V” * A förnum vegi Vegna jarðarfarar MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR ■— Viltu kaupa miða, manni? sagði tólf til þrettán ára gamall strákur við mig, þegar ég stað- næmdist fyrir utan Gamla Bíó í gær laust fyrir klukkan níu. Ég innti hann eftir verðinu. — FimmtSn krónur, sagði strák- ur. Það þótti.mér dýrt, en þá sagði sá litli, að hann væri falur fyrir tólf. Það gekk samt ekki saman með okkur. En við fórum að rabba saman. — Það er orðinn fjandans lítill bisness i þessum bíómiðum, sagði hann — það eru svo margir komn- ir í þetta. Þetta er engin umsetn- ing orðin hjá manni, og þá er ekkert upp úr því að hafa. Svo er kostnaður og snúningar við þetta — ekki getur maður hangið hér sjálfur allan daginn til þess að ná í fáeina miða. Maður verður að hafa það skipulag að fá smákrakka til þess að kaupa miðana fyrir sig, og þau verða að fá tvær og þrjár krónur fyrir sitt ómak. Gangverð á miðunum er sjaldnast hærra en tju krónur á kvöldin, hæst fimm- tán krónur, þegar um eftirsóttustu myndir er s.ð ræða. Svo er líka þess að gæta, að stundum brennur maður inni með allt saman. Og loks erum við orðnir smeykir við, að þessi fjölgun á bíóum geri manni bölvun. Ég innti strák eftir því, hvort hann bætti sér aldrei upp tapið á miðaverzluninni með því að bregða sér í útlend skip eftir verzlunar- varningi. — O-jú, maður er í þessu, þegar þau amerísku koma, svaraði hann. En ég hefi aldrei komizt suður á flugvöll. Ég skil þá svó skratti illa, þessa amerísku. En þeir í skipunum fara nærri um það, hvað maður vill. Þetta eru heiðarleika menn — aldrei hafa þeir prettað mig að minnsta kosti. Þeir eru, fegnir, að maður komi til þeirra, því að þeir þora varla í iand með neitt að ráði — halda að lögreglan elti. Það er þelzt nylonsokkar, tyggigúmmí og sígarettur, sem ég kaupi af þeim — stundum líka súkkulaði og brjóstsykur og fleira smávegis. Þeir selja nylonsokkana núna á fimmtíu krónur, svo að gróðinn er ekki mikilj, þó að maður fái nokkur pör, því að gangverðið í landi er varla yfir sextiu krónur. Og svo er áhættan, tollþjónar og lögregluþjónar. Þeir tóku mig einu sinni og fóru að þukla á mér, en þá gerði ég eins — fór að þukla á þeim. Og þá slepptu þeir mér. Annars eru þeir mest á höttunum eftir brennivínssmygli. Einu sinni varð ég fjári hræddur, og þá henti ég draslinu í sjóinn. Ég vissi, að þetta var tapaður peningur hvort eð var, ef ég lenti í klónum á þeim. Og heldur vildi ég láta það í sjóinn en þeir fengju það. — Ég var lengi að vinna það tap upp. Þið haldið kannske, að þetta sé tekið út með sitjandi sældinni? Nei, ó-nei — og svo er hagnaðurinn ekki nema smáskitirí. Þetta er fjandann eng- inn bisniss. Og að svo mæltu hvarf piltur inn í mannþröngina, og ég hefi ekki séð hann siðan. Og sé hann líklega aldrei framar. vea’Staa* skFlfsíoÍMiM vorinn, vörtí- Bnsl mSe úsbhii og sölísstölSvMin SokalS í dfflg BiBÍili kL 12 ©g 3. frá liádejli í elag vegna jarðat*- farar. Fjárhagsráh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.