Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn -Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn -~1 '. '. '. ! 'i |i l| 'i '¦ |i !i 'i !i '¦ .—i i 1 1 L Skrifstofur í Edduhúsinu Ritstjórnarsímar: 4373 og 2353 AfgreiSsla og aúglýsinga- simi 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. nóv. 1947 208. blaö Viðtal v'lB Alfreb Gíslason lækni: Geðveikilækningar meö rafstraumi Hér sjást gestir, sem ætla að hlusta á umræður í Allsherjarþing- ingu, við innganginrf í aðalfundarsal þingsins í bækistöðvunum. S. Þ. í New York. Verið er að afhenda fólkinu sérstök hlustunartæki, og eru þau þannig útbúin að með því að snúa litlum snerli er hægt að hlusta á hverja ræðu ýmist túlkaða á ensku, frönsku, kín- versku, rússnesku eða spönsku, jafnóðum og hún er flutt. Fjármálaráðherra Breta fremur trúnaðarbrot og segir af sér Sir Stafford Crlpps verlSnr cftirsnaSliBr Iians Það var opinberlega tilkynnt frá brezka forsætisráðherra- Mstaðnum, Downing Street nr. 10, í gærkvöldi, að f jár- málaráðherra Breta, Hugh Dalton, hefði beðizt lausnar vegna trúnaðarbrots, er hann hafði framið. Þetta var tilkynnt nokkru eftir að Dalton hafði lokið við að flytja framsöguræðu með fjáraukalagafrv. í ræð- unni viðurkenndi hann það trúnaðarbrot að hafa gefið blaðamanni frá Evening Star upplýsingar varðandi fjár- lagafrumvarpið, áður en það vaf lagt fram. Mál þetta vekur mikla at- hygli, ekki sízt vegna þess, að ekki er liðinn nema ör- skammur tími frá því, að annar maður í brezka þing- inu gerði sig sekan um trún- aðarbrot, er kostaði hann þingmennskuna. Hann skýrði blaði nokkru frá því, er gerð- ist á lokuðum þingfundi Al- þýðuflokksins. Stafford Cripps tekur við. Tilkynnt hefir nú verið í London, að Sir Stafford Crirjps muni verða eftirmað- ur Daltonsjsem fjármálaráð- herra. Áður hafði Sir Cripps verið falin yfirstjórn allra efnahagsmála Breta innan- lands, með sérstaklega ó- venjulega miklu valdi. Eftir að hann hefir tekið við em- bætti fjármálaráðherra, er hann raunverulega orðinn einráður yfir' öllu fjármála- lífi Breta. Kom fyrir 1936. Það hefir einu sinni komið fyrir áður í Englandi, að ráð- herra hefir orðið z'ö segja af hafa gefið góða raun Héimsþekkt atSfercS, seim saidrei befir ver- i(S reynd á lOeppi Um eins árs skeið hafa þrír Iæknar hér í bænum, þeir Aífreð Gíslason, Kristján Þoivarðarson og Kjartan Guð- rnundsson unnið að lækningum á geðveikisjúklingum, með áður óþekktri aðferð hér á landi. Er læknisaðgerð þessi framkvæm'd að aðstoð rafstraums. Sir Stafford Cripps Sép fyrir aö hafa skýrt frá efru úr fjárlagaræðu áður en hún var flutt. Það var J. H. Thomson nýlendumálaráð- herra, sem árið 1936 framdi svipað trúnaðarbrot og Dal- ton og missti fyrir þá sök ráðherraembætti sitt. en fékk að halda þingsætinu. St j órnarandstæðingarnir deildu mjög á frumvarp Dal- tons, sem var frumvarp til fjáraukalaga. Sir Oliver Littleton sagði meðal annars, að Dalton hefði verið brezku þjóðinni óþarfari en nokkur annar og hin kjánalega bjartsýni hans í sambandi við fjármálin hefði verið hreinn barnaskapur, er hefði reynst örla^críkur fyrir fjár- málalíf land.sins. Alfreð Gíslason hefir orðið við tilmælum Tímans og skýrt blaðinu frá þessari nýj- ung. Þekkt í 15 ár. — Fyrir nálega 15 árum, segir Alfreð Gíslasori, var þessi aðferð við lækningar á ge.ðveiki reynd í Austurríki og gaf þegar í öndverðu góð- ar vonir um mikinn árangur. Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefir aðferðin sífelt verið endurbætt. Nú er þessi aðferð orðin svo útbreidd, að hún er nú f astur liður í lækn- ingu geðveikisjúkdóma í öll- um helztu geðveikrahælum bæði á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Bezt reyn- ist hún við þunglyndissjúk- dómum, en hefir samt 'ver- ið reynd við öllum tegund- um geðveiki. Lækningin. Lækningin sjáíf. er fólgin í bvi. að framkallað er hjá sjíiklingnum meðvitundar- leysi með rafstraumi og jafn- framt fær hann krampaflog, er varir stutta stund. Áður en notkun rafmagnsins til þessara hluta var fundin upp voru sjúklingarnir gerðir meðvitundarlausir með lyfj- um og krampaflogin fengin á sama hátt. Venjulega fá sjúklingarnir rafmagnsstrauminn tvisvar í viku og þurfa í flestum til- fellum að fá þessa læknis- meðferð 6 til 10 sinnum alls, áður en þeir ná fullum bata. Áhrifurn rafmagnsins á sjúkl inginn má líkja við svæfingu. Eftir fáar mínútur vaknar sjúklingurinn til meðvitund- ar aftur. Man hann þá ekk- ert hvað við hefir borið og er nokkura stund að jafna sig. Eftir cinn lil tvo klukku- tíma hefir sjúk'ingurinn náð sér til fulls eftir dvalann. •— Of t f innur sj úklingurinn bataeinkenni eftir að hafa fengið rafmagn einu sinni til tvisvar. Skilyrði til að beita megi þessari Jækningaaðferð þurfa m. a. aö vera þau, að sjúklingurinn sé ekki veru- lega bilaður líkamlega. Sér- staklega verður hjartað að vera sterkt. Við sjúklinga, sem eru með háan blóð- þrýsting og æðakölkun, er þessi aðferð talin áhættusöm. Við aha aðra sjúklinga virð- ist aðferðin æskileg, en bezt hefir þessi aðferð reynzt við sjúklinga, sem þjáðst af sjúkdómum, er stafa af þung- lyndi. f þeim tilfellum er reynslan 70 til 90% lækning til fullnustu. Rcynt í eitt ár hér. — Fyrir rúmu ári siðan fengum við Kristján Þorvarð- arson og Kjartan Guðmunds- son eitt tæki hingað til lands til lækninga á geðveikisjúkl- ingum. Höfum . við þegar læknað marga tugi með þessu tæki og hafa þeir flestir náð fullum bata. Erum við mjög ánægðir með árangurinn, og hefir komið í ljós, hér eins og annars staðar, þar sem að- ferðin hefir verið reynd við þunglyndissjúklinga, að með henni næst góður árangur. í húsnæðisvandræðum. '— Er við höfðum fengið tækið, höfðum við hvergi samastað til að réyna þessar lækningar. Forstjóri elli- heimilisins Grund, Gísli Sig- urbjörnsson, skaut þá yfir okkur skjólhúsi um stundar- sakir, og fóru fyrstu lækn- ingarnar okkar þar fram. — Nú höfum við fengið góða bækistöð í Lækjargötu 6 og munum verða þar, unz við fáum anziað betra húsnæði. í núverandi bækistöð okkar getum við aðeins læknað þá sjúklinga, sem hægt er að flytja til, en margir geðveiki- sjúklingar eru ekki ferðafær- ir og er því nauðsynl. að hafa sjúkrarúm handa þeim á sjúkrahúsi. Ekki reynt á Kleppi. — Enn sem komið er, hefir þessi aðferð ekki verið reynd í aðalgéðveikihæli landsins, Kleppi. Væri það þó ekki að ófyrirsynju, þar sem lækn- ingar af þessu tagi eru nú viðurkenndar og hotaðar í öllum helztu geðveikihælum, bæði í Evrópu og Ameríku og er talin þar merk nýjung, sem gefst afburða vel. — í fyrravetur fór ég þess á leit við landlækni, að fá aðstoð hans við að koma upp sór- stakri bækistöð fyrir þessar" lækningaf, en sú málaleitun bar engan árangur. Höfum við bví orðið að bjarga okkur með húsnæði og allan ytri útbúnað til þessarar starf- semi upp á eigin spýtur, en það hefir aftur leitt það af sér, að við höfum ekki getað veitt eins mörgum sjúklingum hjálp, eins og ef við heföum haft betri starf- skilyrði, segir Alfreð að lok- um. Miklar óeirðir í Frakklandi Miklar óeirðir urðu í Frakk landi í gær. Mestar urðu óeirðirnar í Marseilles! Varð að senda herlið á vettvang til kveöa þær niður. Mikil ólga er nú víðs vegar í landinu. Kommúnistar, er hafa meirihluta í stiórn verkalýðssambandsins, hafa ákveðið, að setja fram hærri kaupkröfur, og hefir mikiJ. ólga risið út aí' því máli. Aukakosning vegna brottvikningar af þingi Breta Tapar brezki Al- þý'ðuflokknriiin? Innan skamms fer fram aukakosning í kjördæmi þingmanns þess í Englandi, er nýlega varð að víkja af þingi fyrir þá sök, að hann hafði gefið ritstjóra eins blaðs upplýsingar af Iokuð- um flokksfundi þingflokks brezka Alþýðuflokksins. Þingmaðurinn mun bjöða sig fram aftur utan flokka við auka.kosningar, sem fram fara í kjördæminu innan skamms. En maður sá, er stofnaði Commonvelth-flokk inn brezka, er mikið kom við sögu á stríðsárunum, mun bjóða sig fram fyrir Alþýðu- flokkinn. Er fylgzt með því af miklum áhuga í Englandi, hvort hinn fyrrverandi þing- maður muni komast að, því að yrði svo, væri það í fyrsta sinn, er Alþýðuflokkurinn brezki tapaði sæti í þeim 29 kosningum, sem háðar háfa 'verið síðan hann kom til valda 1945. Soliman látinn Soliraan, einhver kunnasti töframaður danskur, eða Wil- helm Frederik Feldvoss eins og hann hét á borgaralega vísu, er látinn. Hann var 62 ára gamall. Hann ferðaðist land úr Iandi í hart nær fjórutíu ár og sýndi listir sínar, er vöktu bæði undrun og hrifningu mikils fjölda fólks. Hann var kvæntur norskri konu, sem kallaði sig Solimané og fylgdi honum á sýningarferðum hans fram og aftur um heim- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.