Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 8
8 Reykjavík 14. nóvember 1947 208. blað Síldveiðarnar í Hvalfirði byrjaðar á ný Mörg skip hafa fengið góðan afla Seint í gærdag fór síldin aftur að veiðast í Hvalfirði. Veður var þá orðið sæmilegt. Urðu sjómenn varir við mikia síld í firðinum í gær, og var helzt útlit fyrir, að hún væri að ganga inn. Bátamir, sem beðið höfðu® í Reykjavíkurhöí'n og á Akra- nesi síðan stormurinn byrj- aði fóru út í gær og inn í Hvalfjörð. Akranesbátarnir fóru ekki út fyrr en um há- degi. Enginn var kominn þar að landi aftur í morgun, en 'vitað er, að margir höfðu höfðu fengið góð köst í gær- kvöldi og í morgun. Einn Alcranesbáturinn, Ásmnudur, kom aftur heim í gærdag, með rifna nót. Hafði hann kastað á Galtarvíkurdjúp- inu, en torfan verið of stór og rifið nótina. Hann fór aft- ur á veiðar í nótt. í gærkvöldi undir myrkur fengu nokkur skip góð köst á Hvalfirði. Meðal þeirra voru Viktoría úr Reykjavík og Sigurfari af Akranesi. Alger löndunarstöðvun er á Akranesi, og verða bátarnir þaðan því að fara til Reykja- víkur með sína sild og láta hana í skip þar. Verður I fyrsta lagi hægt að taka á móti einhverri sild á Akra- •nesi á sunnudag. Vestur-Islendingum boðin fyrirgreiðsla til Islandsferða Nanðsyn á heimun flugferðnm milli Gimli og fteykja- víkirr Ferðaskrifstofan Viking Travel Service í New York, en henni veitir forstöðu Gunnar Pálsson, hefir látið boð út ganga til íslendinga í Vestur- heimi og annarra, er fýsir að heimsækja ísland, að þeim verði að öllu leyti séð fyrir fari frá heimili sínu og heim aftur, ef flugfarið verður pantað í tæka tíð. Ferða- skrif.stofa þe,ssi fer með um- boð fyrir A.O.A. Er fargjaldið 271 dollar aðra leiðina, en 489,50 fram og til baka. Marga, sem af íslenzku bergi eru brotnir, en búsettir vestan hafs, fýsir mjög að heimsækja ættlandið, og má gera r^ð fyrir. að þessi fyrir- greiðsla stuðli talsvert að auknum íslandsferðum Vest- ur-íslendinga á sumri kom- anda, þótt fjargjöld séu enn allhá. En full lausn fæst þó ekki, fyrr en beinar flugferðir hefjast milli Reykjavíkur eða Keflavíkur og Gimli og þeirra staða vestan hafs, þar sem íslendingar eru fjölmennast- ir. Það vill lika svo vel til, að stærsti og bezti flugvöllurinn í Kanada er fáar mílur utan við Gimlibæ. Er hann að öllu leyti fullnægjandi langferða. flugvélum. Maníu dæmdur í þrælkunarvinnu Rúmenski bændaforing- inn, dr. Júlíus Maniu, hefir veriff dæmdur til ævi- langrar þrælkunarvinnu. Ðr. Maniu er 74 ára aff aldri. Maniu var mikill andstæð- ingur kommúnista. Hefir hann hlotið lík örlög og aðrir stjórnmálaforingjar í Austur-Evrópu, sem sýnt hafa kommúnistum einhvern mótþróa. Dr. Maniu hafði verið ákærður fyrir landráð, og fyrir að _ hafa haft sam- band við erlendar sendi- sveitir, þar á meðal sendi- sveit Bandaríkjanna. Þeirri ásökun mótmæltu Bandarík- in harðlega fyrir skömmu. í síðustu ræðu sinni sagði dr. Maniu: „Þið hafið ákært mig, en ég bið um sannanir." Fulltrúi Úkraínu Samkomulag hefir náðst um það, að fulltrúi Úkraínu taki sæti í Öryggisráði hinna sameinuðu þjóða. Um skeið hefir allmikill á- greiningur verið um, hvaða þjóð skyldi skipa þetta sæti, og hefir lengst af verið bar- átta milli Indverja og Úkra- ínumanna um það, síðan sæt ið losnaði. Nýr sænskur sendiherra Ættartölum Skag- firðinga skilað Fyrir nokkrum dögum var handriti að ættartölum Skag- firðinga og kvæðahandritum stolið að næturþeli úr lokuð- um bíl hér í Reykjavík. Nú er flest af því, sem stolið var, komið fram. Fannst það í húsasundi einu í bæn- um. Lúðvík Kemp, Skagfirð- ingur, er hafði flest af þessu undir höndum, hefir sent Tímanum til birtingar þakk- arávarp til hins skilvísa manns. Má lesa það á ann- arri síðu blaðsins í dag. Ceylon fær sjálfstjórn Brezka þingið samþykkti í gær að veita Ceylon sjálf- stjórn. Verður Ceylon hér eftir sjálfstjórnaríki í brezka heimsveldinu. Fyrir skömmu síðan kom hingað til lands nýr sænskur sendiherra. Tekur hann við af Otto Johansson, sem verið hefir sendiherra Svía hér í fjöldamörg ár og unnið sér hylli fjölmargra íslendinga. Hann lærði islenzku og tal- aði hana allvel. Hann hefir nú verið skipaður sænskur sendiherra í Helsingfors. Hinn ftýi sendiherra Svía heitir Sven Harald Pousette, og er kunnur maður í utan- ríkisþjónustu Svía. Pousette hefir starfað í ut- anríkismálaþjónustu sænska ríkisins síðan 1908 og verið falið þar mörg þýðingarmikil störf. Tyrst gerðist hann að- stoðarmaður og fulltrúi við sendisveitirnar í Washington, Haag og Brússel. Vann hann að þessum störfum á árun- um 1909 til 1918. Árið 1919 gerðist hann einkafulltrúi sænska utan- ríkismálaráðherrans og gegndi því starfi til ársins 1921. Var hann siðan sendi- ráðsfulltrúi við sendiráðin í Berlín, Róm og London. Ár- ið 1941 var hann skipaður sendiherra í Teheran og Bagdad, og árið 1947 sendi- herra i Reykjavík. Fjallfoss fer raeð 11 þúsund mál til Siglufjarðar Fjallfoss fer í dag full- hlaðinn af síld til Siglufjarð- ar með um 11 þúsund mál. Bíða þá þrjú skip löndunar. Eru það Ingólfur með 250 mál, Rifsnes með 1400 mál og Björgvin með 700 mál. Tvö hin síðastnefndu voru með fyrstu skipunum, er fengu síld í Hvalfirði í gær. Eins og sakir standa eru um það bil nóg skip fyrir hendi til síldarflutninga. Sindri byrjar að hlaða í dag og tekur um 1200 mál. Einn- ig er verið að lesta Akraborg. Siglunes er væntanlegt að norðan í dag, og tekur þá strax síld til norðurflutnings. „Salmon Knot“ hreppti ofviöri á Atlantshafi Munatll litlu, að skipinu hlekktist stór- lejga á Salmon Knot, leiguskip Eimskipafélalgsins kom hingaff í gær frá líandafíkjunum. Hafði skipiff hreppt hiff versta veffur á leiðinni og orffiff fyrir nokkrum skakkaföllum. Tíð- indamaður blaðsins átti í morgun tal viff menn af áhöfn skipsins um hina erfiffu sjóferff hingað. Ofveffur í fjóra sólarhringa. Öllum skipverjum ber sam- an um það, að þetta hafi verið langsamlega versta veðrið, sem skipið hefir hreppt í hinum mörgu ferð- um sínum hingað til lands. Skipið lagði úr höfn í New York 29. fyrra mánaðar og gekk ferðin vel í fyrstu. En er skipið var statt um það bil miðja vegu milli íslands og Vesturheims, skall ofviðr- ið á. Hélzt aftakastormur og sjógangur, sem honum fylgdi ,svo að segja látlaust í fjóra sólarhringa. Verst var veðrið þó á öðr- um degi ofviðriðins. Þá mátti heita, að ógerlegt væri fyrir skipverja að aðhafast nokk- uð um borð, hversu mikið sem við lá. Var svo mikill sjógangurinn og ágjöf upp á efsta þilfari skipsins, en þau eru fjögur, að ekki var við- lit fyrir skipverja að lagfæra það, sem aflaga fór þar Öll skipshöfnin á Salmon Knot var viðbúin hinu versta þennan eftirminnilega dag. Skipstjórinn, sem er reyndur sjómaður, og áhöfn hans sýndi mikinn dugnað og kjark, og var reynt að halda skipinu í horfinu og verja það stærstu sjóunum. Gekk affeins 4 mílur. Gangvélar skipsins eru mjög góðar og kraftmiklar. Gengur skipið venjulega með 12 mílna hraða. Þegar veðrið var verst, reyndust þær þess varla megnugar að halda skipinu upp í vindinn og gekk það þá mest fjórar mílur. Þó voru vélarnar knúðar til hins ýtrasta, og er það ekki gert, nema þegar mikið liggur við. Bifreiffir skemmast. Á þilfari skipsins eru sjö fólksbifreiðir, sem ekki eru í kössum. Voru þær ýmist uppi á lestarhlerum eða á þilfarinu ulan með þeim. Rækilega var búið um allar bifreiðirnar, þær bundnar vandlega niður með stál- köðlum og strengdur yfir þær sterkur dúkur. Tvær fólksbifreiðir, sem voru framarlega á skipinu, skemmdust mikið af sjó- ganginum, sem beinlinis bráut þær og dældaði. Hin- um bifreiðunum vildi það til happs, að þær voru aftar á þilfarinu og flestar uppi á lestarhlerimum, svo að sjór- inn mæddi ekki eins þungt á þeim. Auk þessara bifreiða voru kassalausar bifreiðar á þil- fari, tvær stórar fólksflutn- ingabifreiðar, sem komu yfirbyggðar að vestan. Þær skemmdust lítið. Þó rifnuðu umbúðir utan af þeim lítils- háttar. Dugnaffur skipverja. Hversu litlar skemmdir urðu um borð á skipinu í of- viðrinu, er talið fyrst og fremst því að þakka, hversu skipshöfninni tókst að verja skipið að mestu fyrir þung- um áföllum. Ealmon Knot kom hingað inn á innri höfnina um klukkan fjögur í gærdag og var byrjað að skipa upp úr Kkminu í moreun. Róstur á Ítalíu Kommúnistar Iiafa sig mjög í frammi í gær skýrði innanríkis- ráðherra Ítalíu frá því á þingfundi, að sannað væri að leynilegur fasistaflokkur starfaði í landinu. í fyrradag hefði komið til óeirða í Míl- anó og í gær í borgunum Lehorn, Lucca og Spezia. Mjög mikil ókyrrð h^fir verið á Ítalíu síðustu daga. í nokkrum borgum hefir kom ið til verkfalla. Ráðizt hefir verið á blöð og skrifstofur hægriflokkanna. — Erlendir blaðamenn í landinu. eru sammála um að óeirðirnar séu skipulagðar af kommún- istum fyrst og fremst til að vinna stjórinni sem mest ógagn. Innanríkisráð- herrann fullvissaði þing- menn um það í ræðu sinni, að stjórnin myndi uppræta hvers konar tilhneigingu tii fasisma í landinu. Hvað-Hver-Hvar? Bókin Hvað-Hver-Hvar? er nú komin út í annað sinn. Bókin hefir nú verið aukin og endurbætt mikið frá því í fyrra, og m. a. bætt við heil- um köílum um ýmis efni. Meðal hins innlenda efnis í bókinni er kafli um hjálp í viðlögum, um landbimað, kafli með ýmsum staðreynd- um um land og þjóð og yfir- lit yfir helztu viðburði árs- ins í myndum. Alls eru 64 kaflar í bók- inni, er fjalla um hin ólík- ustu efni, bæði innlend og erlend. Hafa 20 færustu vís- inda- og fræðimenn landsins skrifað ýmsa kafla bókar- innar, hver um sína sérgrein. Að öllu samanlögðu er bókin mjög handhægt heimildar- rit, sem nauðsynlegt er fyrir hvern og einn að eiga. Útgefendur bókarinnar eru Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, ritstjóri Útvarpstíðinda, og Geir Aðils. Bókin er 324 síð- ur í ár, en var 270 í fyrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.