Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1947, Blaðsíða 5
208. blað TÍMINN, íöstudaginn 14. nóv. 1947 5 Föstud. 14. nóv. Loforð kommúnista Kömmúnistar hafa nýlega haldið flokksþing sitt hér í bænum. Þar hafa að vanda verið gerðar miklar og marg- háttaðar samþykktir. Þar hefir fyrst og fremst verið hugsað um að lofa, og ekki verið skeytt um, „þótt eitt í’æki sig á annars horn“, ef ekki var annars úrkosta til að fullnægja þeim tilgangi að gera alla ánægða. Það mætti að sönnu telja ólíklegt, að til væru þeir menn, sem legðu trúnað á jþennan fagurgala og ýfir- lýsingar kommúnista. Fyrir þá, sem ókunnugir eru, þykir þó rétt að rifja upp, að fyrir kosningarnar haustið 1942 gáfu kommúnistar út stefnu- skrá í 12 liðum, þar sem talin voru upp þau verkefni, sem flokkurinn ætlaði að leggja mesta áherzlu á, ef hann fengi valdaaðstöðu eftir kosningarnar: Þessi verk- efni voru: 1. Afnema skyldi alla tolla á nauðsynjavörum. 2. Stefnt skyldi að því að hækka gengi krónunn- ar. 3. Komið verði á lands- verzlun. 4. Kaupgjald verði sam- ræmt um allt land, með frjálsum samningum, er feli í sér varanlegar kjara- bætur. 5. Útreikningur vísitöl- iinnar verði endurskoð- aður. 6. Samningar verði gerð- ir við fulltrúa bænda, um fast afurðaverð og verð- uppbætur samkvæmt dýr- tíðarvísitölu. Sé miðað við áð landbúnaðurinn verði samkeppnisfær við aðrar atvinnugreinar. 7. Nýbyggingar- og vara- sjóðir útgerðarfélaga verði teknir í vörzlu ríkisins og skattur stórhækkaður á stríðsgróða. 8. Ríkisábyrgðir verði veittar bæjar- og sveitar- félögum til nauðsynlegra framkvæmda. 9. Strangt eftirlit verði sett með útlánastarfsemi bankanna. 10. Sala fasteigna, skipa og jarða í .gróðrabrallskyni verði bönnuð. 11. Verðlagseftirlitið verði stórum endurbætt. 12. Fastasamningar veröi gerðir við verkalýðsfélögin til að tryggja atvinnuveg- unum nægilegt vinnuafl. Þannig hljóðuðu aðalloforð kommúnista fyrir kosning- arnar haustið 1942. Tveimur árum síðar tók flokkurinn 'þátt jí stjói’narmyndun og átti tvo ráðherra í ríkis- stjórninni á þriðja ár. Við stjórnarmyndunina og jafn- an síðan, meðan flokkurinn átti ráðherra í stjórninni, gleymdust honum öll þessi helztu kosningaloforð hans. Það var eins og þau hættu að vera til jafnskjótt og flokkurinn varð stjórnar- flokkur. Öll stjórnarstefna þessara ára var æpandi mót- sögn við þessi loforð. Svo full- komlega voru þau svikin. ::erlent yfirlit ítötsku nýlendurnar Stórveldin eiga a® laafa ráðstafað |i>elaai iiman árs, cn vafasamt þyklr, að sam- komulag hafl náðst fyrlr [iann líina Fyrir nokkru síðan hófst í London fjórveldaráðstefna, þar sem ganga á frá tillögum um fram- tíðarskipan ítölsku nýlendnanna. Samkvæmt friðarsamningnum við ftalíu eiga stórveldin (þ. e. Bret- land, Bandaríkin, Frakkland og Rússland) að vera búin að á- kveða framtíðarstjórn nýlendn- anna fyrir næsta haust eða áður en ár er liðið frá undirritun samninganna. Fyrstu fregnir af störfum ráðstefnunnar benda til þess, að ekki horfi vel um sam- komulag. Búftst má við, að mál þetta liggi í nokkurri kyrrþey fyrst um sinn, þar sem hlé verður á störfum ráðstefnunnar meðan sér- fræðingar frá henni eru að ferð- ast um nýlendurnar til að kynna sér vilja íbúanna. Eyðileg lönd. ítalir urðu seinir til þess að taka þátt í nýlendukapphlaupinu og hlutu því ekki, nema dreggjarnar. Frá efnahagslegu sjónarmiði, er ekki eftir mikju að slægjast, þar spm nýlendur þeirra eru. Nýlend- urnar eru þessar: Libya, sem er á Miðjarðarhafs- strönd Afríku, milli Egyptalands og nýlendna Frakka. Þetta land er geysistórt, eða 679 þús. fermílur að flatarmáli,. en íbúarnir era um 900 þús. Mestur hluti landsins er eyðimörk, en rá nokkrum stöðum eru hinir frjósömustu blettir, emk- um við ströndina. Góðmálmar eða olía hafa ekki fundist þar í jörð, svo að teljandi sé. Landbúnaður er því aðalatvinnugreinin. Frá fornu fari hefir Libya skipzt i tvennt, Cyrenaika, sem liggur að Egyptalandi, .og Tripolitaniu, sem liggur að nýlendum Frakka. Eritrea, sem liggur á strönd Rauðahafsins, milli Sudan og franska Somalilands. Þetta land er um 16 þús. fermílur og íbúarnir eru um 600 þús. Láglendið með- fram ströndinni er eitt það óheil- næmasta og. óbyggilegasta, er sögur fara af. Hálendið er miklu byggi- legra. - .Somaliland,--sem liggur á Ind- landshafsströnd Afríku, milli brezku nýlendunnar Kenya og brezka Somalilands. Þetta land er einnig mjög eýðilegt og strjálbyggt. Það er um 194 þús. fermílur að flatarmáli og hefir 1.3 millj. íbúa. Ein helzta framleiðsluvara þess er reykelsi. Olía og ýmsir góðmálmar hafa fundist þar í jörðu. Þýðingarmikil lönd í hernaSi. . Þótt ítölskú nýlendurnar séu þannig lítið eftirsóknarverðar frá efnahagslegu sjónarmiði, hafa stórveldin talsverða ágirnd á þeim, Því veldur lega þeirra, sem getur reynzt hernaðarlega þýðingarmikil á stríðstímum. Frá Tripoli er mjög auðvelt að tálma siglingum um vestanvert Miðjarðarhafið. Mass- ava, Eritreu er bezta hafnarborg- in við Rauðahafið. Frá Eritreu er hægt að torvelda siglingarnar um Rauðahafið. Frá Somalilandi er hægt að ná til fjölfarinna sigl- ingaleiða á Indlandshafi. Þar sem Bretar virðast nú hafa í hyggju að koma upp miklum hernaðar- stöðvum í Kenya, munu þeir á- reiðanlega ekki óska þess, að ein- hver óvinveitt þjóð geti búið um sig í ítalska Somalílandi. Átökin um nýlendurnar. Fyrst þegar byrjað var að ræða um framtíðarstjórn nýlendnanna kom til greina, að nýlendunum yrði fyrst um sinn skipt milli stór- j veldanna sem gæzlusvæðum. Rúss- ar létu þá á sér skilja, að þeir vildu gjarnan fá Tripolitaniu í sinn hlut og mun það hafa orðið til þess, að hin stórveldin hafa síð- an tekið því fálega, að nýlendun- um yrði skipt í gæzlusvæði milli stórveldanna. Bretar hafa komið fram með þá hugmynd, að stjórn nýlendnanna yrði nokkuð hagað eftir óskum nýlendnanna og ólikum aðstæðum á hverjum stað. Þeir hafa t. d. látið þá skoðun uppi, að veita ætti Cyrenaika sjálfstjórn, þar sem í- búarnir þar studdu Bandamenn á stríðsárunum. Bandaríkjamenn virðast helzt hafa lagt það til málanna, að ný- lendunum ætti að vera stjórnað af stórveldunum sameiginlega, þó undir yfirumsjón sameinuðu þjóð- anna. í seinni tíð virðist það ekki heldur fjarri þeim, að ítalir fái nýlendurnar aftur, en þó mun það sennilega fara nokkuð eftir gangi stjórnmálanna á Ítalíu. Þá hafa bæði Egyptar og Abessíníumenn gert sínar kröfur. Egyptar vilja bæði fá hluta af Cyrenaika og Eritreu. Abessíníu- menn hafa einnig krafizt hluta af Eritreu, svo að þeir ættu greiðan aðgang að sjó. Fá Ííalir nýlendurnar? Frakkar eru það stórveldið, sem er líklegast til að styðja kröfur ítala um endurheimt nýlendnanna, en ekki stafar það að öllu leyti af umhyggju fyrir ítölum. Svo er mál með vexti, að mikil 1 sjálfstæðisvakning er nú meðal Gasperi, forsætisráðherra Ítalíu. Araba í nýlendum Frakka í Norð- Vill Alþingi draga úr tildrinn? Fyrir Alþingi ligrgur nú mál, sem getur orðið góður mælikvarði á það, hvort þingmenn vilja draga úr tildrinu og óþarfa kostnað- inum í sambandi við utan- ríkisþjónustuna. Þetta mál er þingsályktun- artillagan, sem f jallar um það, hvort fullgilda eigi stofnskrá alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Stofnun þessi er hreint skriffinnskufyrirtæki og skiptir engu máli fyrir ís- land, hvort það telst til þess eða ekki. Hins vegar fylgja því talsverð útgjöld að taka ur-Afríku. Kröfur íbúanna þar um þátt í því. Árlegt gjald til sjálfstjórn og helzt algeran að-: stofnunarinnar er að vísu skilnað frá Frakklandi fara þar j efcki hátt eða rúmar 3« þús. mjög í vöxt. Þessi áróður er studd- ! kr. > Aðalkostnaðurinn er í ur af Egyptum og jafnvel Spán-! samhandi við sendingu full- verjum. Fullvíst þykir, að Franco trúa á þing stofnunarinnar. hafi gefið Arabaríkjunum von um, j>essi þing eru haldin árlega að hann myndi veita íbúunum í spönsku nýlendunum sjálfstjórn og jafnvel fullt sjálfstæði, ef þau vildu vinna að því, að önnur ríki sættust við stjórn hans. Hefir þeg- ar borið nokkuð á slíkum áróðri af hendi Arabaríkjanna. Ótti Frakka er sá, að sjálfstæð- ishreyfingin í nýlendum þeirra muni aukast, ef Cyrinaika fengi sjálfstjórn eða sjálfstæði. Líkleg- asta úrræðið til að koma í veg fyrir slíkt, er að afhenda ítölum nýlendurnar aftur. Margir telja, að Rússar og Bandaríkjamenn kunni að fallast á þessa stefnu Frakka, þar sem báðir þessir aðilar lceppast nú um hylli ítala, og Rússar munu nú orðið telja sig vonlausa um að fá Tripoli. Þó getur þettp, farið nokk- uð eftir því, hverjir eru líklegir til að fara með stjórn á Ítalíu á næstunni. Eins og nú háttar, fara. Bretar með stjórn nýlendnanna. Margir telja því, að afstaða þeirra kunni að ráða mestu um, hverjar enda- lyktir þetta mál fær. En stráX og flokkur- inn hrökkláðist úr stjórninni, tóku þau að skarta í Þjóð- viljanum a ný. Og nú eru þau svo til öll eða öll afturgengin í yfirlýsingum flokksþings- ins, sem háldið var í sein- ustu viku. Slíkum fíökki, sem gleymir loförðum sínum um leið og hann fer 4 ríkisstjórn, getur enginn maður treyst. Það sýnir, að kommúnistar hafa ekki annan áhuga í sambandi við innlend umbótamál en að nota þau sem agn til að ginna fáfrótt fólk til fylgis viö sig. Þess vegna fóru þeir ekki í ríkisstjórn til þess að koma fram þessum loforðum, og fóru heldur ekki úr henni vegna þess, að þeim væri ekki sinnt. Þeir fóru í stjórnina til þess að hafa áhrif á stefnu íslands i utanrikis- málum og þegar þeir fengu því ekki framgengt (flug- vallarsamningurinn), stukku þeir úr stjórninni. Það eina, sem ekki breytist hjá komm- únistum eftir því, hvort þeir eru utan eöa innan stjprnar, er þjónustan við Moskvu. — Það eina, sem er því hægt að treysta þeim flokki til, er hundtrygg fylgispekt við Moskvulínuna. Slikum flokki getur enginn maður fylgt, nema hann meti Sovétríkin meira en sitt eigiö land. Kaupréttur á jörðura Frv., sem Búnaðarþing hefir undirbúið Landbúnaðarnefnd efri deildar hefir lagt fram frum- varp um kauprétt á jörðum. í greinargerðinni segir svo um aðdragana frv. og efni þess: „Á búnaðarþingi 1945 var kosin milliþinganefnd til þess að gera tillögur, er miði að þvi að hindra varhugaverða verðhækkun á jörðum. í nefnd þessa voru kosnir þe.ir Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður, Jóhannes Davígsson bóndi, Neðri-Hjarðardal og Jens Hólmgeirsson skrif- stofustjóri. Nefnd þessi hefir samið framangreint frum- varp til laga um kauprétt á jörðum, og lét hún fylgja því eftirfarandi athugasemdir: Að efni til er frumvarp þetta að mestu samhljóða gildandi lögum um forkaups rétt á jörðum frá 1926, en efnisröðun er með nokkuð öðrum hætti. Aðalefnisbreyting frum- varpsins frá fyrrgreindum lögum er sú, að í frumvarp- inu færist kaupréttur sveita- sjóða fram fyrir kauprétt leiguliða, ef þeir hafa búið og verður a. m. k. að senda fjóra fulltrúa. Gert er ráð fyrir, að þessi þing taki a. m. k. þrjár vikur. Kostnaðurinn við þessar fulltrúasendingar getur því orðið verulegur, einkum þegar þingin eru lialdin í fjarlægum heims- álfum. Næsta þing á t. d. að halda í San Fransisco. Þá ber þess að gæta, að svo að segja allur kostnaðurinn við þátttöku í þessari stofn- un, verður að greiðast í er- lendum gjaldeyri. Það verður ekki sagt, að þing og stjórn álíti gjaldeyrisskortinn mik- inn, ef þessir aðilar telja fært að eyða um eða yfir 100 þús. kr. árlega til þátttöku í þessari stofnun. En sem sagt: Þetta mál verður nokkurs konar prófun á því, hvort þingmenn vilja draga úr tildrinu og óhófinu í rekstri utanríkisþjónust- unnar. Þess vegna verð- skuldar þetta mál að því sé gaumur gefinn. En dýrt verð- ur það þjóðinni áður en lýk- ur, ef haldið er áfrám að taka þátt í öllum hugsanleg- um alþjóðasamkundum og stofnunum;, hversiu ómerki- legar og þýðingarlausar sem þær eru. X+Y. ■skemur en fjögur ár sam- fleytt á leigujörð sinni, þegar salan fer fram. Samkvæmt frum’farpinu öðlast því leigu- liði kauprétt á jörð sinni á undan sveitarsjóði eigi fyrr en eftir fjögurra ára ábúð. En samkvæmt greindum lög- um öðlast hann þennan rétt nú jafnskjótt og hann hefir fengið byggingu fyrir jörð- inni.. Greind breyting frá gild- andi lögum er gerð til þess að hamla nokkuð gegn því, að kaupréttarákvæði laganna gagnvart sveitarsjóðunum séu sniðgengin, svo sem mjög hefir þótt bera á hin síðari ár. Afleiðingar þess hafa stundum orðið, að jarðir hafa lent í gróðabralli og orðið eign einstaklinga í^tan sveit- anna, sem hafa ósjaldan haft annarleg sjónarmið um not* Jcun og meðferð jarðanna.“ Samkv. frv. eiga sveita- sjóðir að hafa eftirleiðis for- kaupsrétt að jörðum eða jarðabiíitum næst á eftir, barni, kjörbarni, fósturbarni, systkinum, foreldrum eða leiguliða, er búið hefir á jörðinni í 4 ár. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.