Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 21. nóv. 1947 214. blað' Sólin kom upp kl. 9.17. Sólarlag kl. 15.68. Árdegisflóð kl. 11.20. Síð- degisflóð kl. 23.40. Í nótt: Nætura.kstur fellur niður vegna benzínskömmtunarinnar. Nætur- læknir er í læknavarðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er i lyfjabúðinni Ið- unni, simi 1911. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.25 „Fanginn í Poltava“ eftir Vfrner von Heidenstam; siðari hluti (Helgi Hjörvar). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins; Tveir kaflar úr Kvartett op. 18 nr. 4 eftir Beethoven. 21.15 Bækur og menn: (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.40 Tónlistarþáttur (Jón Þórarinsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóniutón- leikar (plötur); a) Fiðlukonsert í Q-dúr eftir Mozart. b) Symfónia íff- 4 í B-dúr op. 60 eftir Beethoven. 23.00; Dagskrárlok. Skipafréttir: „Brúarfoss" fór frá Reykjavík 19./11. til Norðurlandsins, lestar fííösinn fisk. „Lagarfoss" kom til Kaupmannahafnar 19./11. frá Ant- vverpen. „Selfoss" er í Reykjavik. „Fjallfoss" er á Siglufirði. „Reykja- fpss“ kom til Reykjavíkur 19./11. fra Leitft. „Salmon Knot“ fór frá Reykjavík 20./11. til New York. „True Knot“ fór frá Halifax 12./11. tfl Reykjavíkur. „Lyngaa" er í Kauno í Finnlandi. „Horsa" kom til Leith 19./11. frá Vestmanna- eyjum. Einar Kristjánsson endur- tekur Vetrarferðina. Einar Kristjánsson söngvari hef- ir nú ákveðið að endurtaka flutn- ing sinn á Vetrarferðinni eftir Schubert í kvöld. Verða hljómleik- arnir í Austurbæjarbíó. Gerir Ein- ar þetta vegna fjölda áskorana, sem honum hafa borizt frá fólki, sem ekki átti þess kost að hlýða á flutning verksins á dögunum. Auk Vetrarferðarinnar syngur Ein- ár að þessu sinni lög eftir Pál ís- ólfsson og Jón Þórarinsson. Þjöðvörn, köín út í gær. Birtist þar ræða Gylfa Þ. Gíslasonar, er hann flutti nýlega á Alþingi um framkvæmd fhigvallarsamningsins. Stutt grein er eftir Einar Ól. Sveinsson prófess- or, greinar eftir séra Jakob Jóns- son, dr. Jón Jóhannesson, Aðal- b'jörgu Sigurðardóttur og Hákon Bjárnason. Nyutkomnar bækur: Sjóferð suður um Eldlandseyjar, ferðasaga eftir Roockwell Kent. Þýðandi Björgúlfur Ólafsson. Út- gefandi Leiftur. Völundarhús ástarinnar, tíu sög- ur eftir Stanley Melax. Útgefandi H.; f. Leiftur. Pönnukökukóngurinn, barnasaga. Útgefandi H. f. Leiftur. Þýðandi Freysteinn Gunnarsson, skólastj. Bessastaðir, þættir úr sögu höf- uðbóls eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Útgefandi Norðri. Frá Tokíó til Moskvu, ferðasög- ur eftir Ólaf Ólafsson kristniboða. Útgefandi Bókagerðin Lilja. Hetjur á dauðastund eftir Dag- finn Hauge, þýðandi Ástráður Sig- ursteindórsson. Útgefandi Bóka- gerðin Lilja. v Pétur Pan og Vanda, barnasaga eftir J. Barrie. Þýðandi Sigríður Thorlacíus. Útg. Draupnisútgáfan. Skipaðir í siglingadóm. Hinn 6. þ. m. skipaði dómsmála- ráðherra eftirtalda menn í sigl- irigadóm samkvæmt 48. gr. laga nr. 68, 5. júní 1947, um eftirlit með skipum: Formaður: Einar Arnalds, borgardómari. Varafor- maður: Valdimar Stefánsson, saka dömari.' Meðdómendur: 1. Haf- steinn- Bergþórsson, Jón Kristó- fersson, skipstjóri. Til vara: Jón- as Jónasson, fyrrv. skipstjóri (eru eða. hafa verið starfandi skipstjór- aúþ ..2, . Þorsteinn Loftsson, Þor- steinn Árnason. Til vara: Ágúst Guðmundsson (eru eða liafa verið starfandi yfirvélstjórar á skipum). 3. Pálmi Vilhjálmsson, Jón Jóns- son frá , Litla-Bæ. Til vara: Jón Ármannsson (eru eða hafa verið sjómenn án þess þó að hafa verið skipstjórar, stýrimerin, vélstjórar eða loftskeýtamenn s.l. 5 ár). 4. Ólafur Sigurðsson, verkfræöing- ur, Viggó Maack, verkfræðingur. Til vara: Þorsteinn Daníelsson (sérfróðir um smíði skipa). 5. Benedikt Gröndal, verkfræðingur, Gísli Halldórsson, verkfræðingur. Til vara: Sveinn Guðmundsson, vélfr. (sérfróðir um smíði véla). 6. Otto B. Arnar, Friðrik Jónsson, útvarpsvirki. Til vara: Sveinbjörn Egilsson, útvarpsvirki (sérfróðir um firðtæki). Sþróttamenn mótmæla ölinu. Stjórn íþróttasambands íslands hefir gert svofelda ályktun í sam- bandi við ölfrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi: íþróttasamband íslands mót- mælir . hér . með harölega frum- varpi því, sem fram er komið á Alþingi uni bruggun áfengs öls í landinu, og telui: að það myndi, ef að lögum yrði, auka mjög á drykkjuskaparóregluna og það öm- urlega öngþveiti, sem nú ríkir sér í áfengismálunúm. Stjórn ÍSÍ notar hér með tæki- færið og skorar á öll íþrótta- og ungmennafélög innan sinna Vé- banda, að beita áhrifum sínum til þess að umrætt ölfrumvarp nái ekki fram að ganga. Kosin niðurjöfmmarnefnd. Kosin var niðurjöfnunarnefnd fyrir Reykjavíkurbæ á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. í henni eiga sæti þessir menn: Gunnar Viðar hagfræðingur, Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður, dr. Björn Björnsson hagfr., Ingimar Jóns- son, skólastjóri, og Zóphónías Jóns- son. Námskeið S. U. F. Eysteinn Jónsson viðskiptamála- ráðherra flytur í kvöld erindi um stefnu Framsóknarflokksins og Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráð- hei-ra um landbúnaðarmál. —- Já, mikið asskoti, sagði flaumósa maður, sem kom í skrif- stofuna til mín í gærkvöldi. Nú eru þá Rússar víst búnir að komast að leyndardómnum um kjarnorku- sprengjuhá ög fárnir að reyna hana austur .1 .Sibéfíu. Ekki stendur kannske . á.. því að búa til morð- vopnin.. En hvenær skyldi þessum herrum, sem eru að reyna að drottna yfir heiminum, þóknast að fara að nota kjarnorkuna í þágu fóiksins, seni lifir á þessari jörð? Hvenær ætli þeír snúi sér að því að nota -hana til þess að knýja áfram járnbrautarlestir, sem fara á örskammri stundu yfir megin- löndin, flugtæki, sem jafnvel gætu farið til annarra hnatta, og skipa, sem styttu leiðirnar yfir úthöfin. Ég hefi' heyrt sagt, að atómin í einni flösku vatns myndu nægja til þess að knýja stærstu skipin, sem nú eru til, yfir Atlantshafið, ef orkan í þeim væri leyst úr læð- ingi. Þetta hljómar furðulega, en ég hefi þetta. fyrir satt. Þeir eru að búa sig undir það að bítast og berjast um yfirráðin yfir löndunum. Þeir þykjast þurfa lífsrúm, rétt eins og Hitler sálugi. Kannske vorkunnarmál, eins og veður öll eru válynd í lieiminum nú, en ekkert álitlegt fyrir fólkið, sem þráir frið til þess að lifa og starfa. En því í ósköpunum hugsa þeir ekki til þeirra landvinninga, sem ekki væru á neins kostnað — landvinninga, sem væru sigur fyrir allar þjóðir- heims. Því hugsa þeir ekki svo hátt, með undramátt kjarnorkunnar í bakhöndinni, að bræða ísinn af heimskautalöndun- Fallegur hnakki Lesendur blaðsins muna sjálf- sagt eftir myndinni, sem birtist hér í blaðinu fyrir fáum dögum, af stúlkunni með hárið greitt í hinum tilkomumikla Maríu Antion- ettu-stíl. Hér birtist mynd af ann- arri greiðslu og gerólíkri, en eigi að síður glæsilegri, þótt ef til vill sé hún ekki eins svipmikil og hin. Þessi mynd er einnig af stúlku, sem sýndi sig á landsmóti hár- greiðslukvenna í Óðinsvéum á Fjóni. Og meistarinn, sem að þess- ari sýningu stóð og greiðsluna gerði, var enginn annarr en Orla Helmersen, Danmerkurmeistari í hárgreiðslu. Þetta handbragð hefir þótt til fyrirmyndar víðar en í Danmörku, því að Orla Helmersen vann landi sínu önnur verðlaun á hárgreiðslu- sýningu í Lundúnum nú fyrir skömmu — einmitt fyrir þessa greiðslu. Þar tjölduðu þó allar þjóðir því bezta, sem þær áttu til á þessu sviði. Því verður ekki heldur neitað, að hárið bylgjast fagurlega. Það er djörfung og yndisþokki yfir þess- um hnakka og fagurt samræmi og tíguleiki í bylgjum hársins. Mörg íslenzk stúlka mundi sóma sér vel með hárið greitt á þennan hátt. Og hver veit nema við för- um að mæta einhverri með Ijós- an haddinn bylgjandi samkvæmt fyrirmyndinni frá henni Orlu i Kaupmannahöfn hérna á Reykja- víkurgötum. urn, gera kuldann útlægan þaðan og leggja þau að fótum hins starf- andi manns til landnáms og rækt- unar? Ég hefi að vísu heyrt bolla- leggingar um það, að hægt væri að bræða svo og svo stóra jökla með kjarnorkunni. En því ekki að ylja þessi lönd með kjarnorku, rétt eins og við hitum húsin okk- ar með ofnum — byggja kjarn- orkuofna, sem dæmdu kuldann úr leik og sköpuðu þár eilíft sumar — skapa nýjar sólir til þess að ylja löndin? Ha — maður? Skyldi þurfa miklu stærra átak til þess en eyðileggingarstríðs, sem allur heimurinn drægist út í? Og þá detta mér í hug sjómenn- irnir okkar, sem eru að veiða síld- ina í Hvalfirði í þessum bölvuðum norðangarra. Skyldi þeim bregða við, ef það væri kominn kjarn- orkuofn á Skarðsheiðina, sem sendi ylgeisla í allar áttir? Og ætli það lægði ekki rostann í Norðra gamla, þótt gustmikill sé og aðsópsharður, þegar hann mætti heita loftinu, sem streymdi út frá Skarðsheiðarofninum? — Verst, ef síldin kynni bara betur við gamla lagið — bannsettan kuldann og vetrarsvalann í sjónum í Hval- firði... Þetta sagði gestur minn — og ýmislegt fleira. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. En það er þó til hugmyndaflug á íslandi, svo er gúði fyrir að þakka. En eftir á að hyggja — eru ekki fram- farinnar í heiminum því að þakka, að til hafa verið menn, sem hafa þorað að hugsa nógu hátt. J. H. Á förnum. vegi Ödýrar anglýsingar S H'ér- \ (Ú' *þessumsiciö eru, 'birtar smáaugíýsihgar méúj sérstaklega lágu verði. Er það cstlaö leséndum Tímans til þœginda cg er vonast eftir að þeir noti sér þau. Líklegt er að auglysingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fíöllesnasta blað landsins. SesidlsveisaiB. Röskur sendisveinn óskast (a. m. k. í einn mánuð). Hátt kaup, ef hann er duglegui'. Upplýsingar í síma 2323. AisgBýssMgasíiaai Tímans er 2323. — Hringið i þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. Jepjíl óskast í skiptum fyi-ir fyi-sta .flokks ypruþifyeið., UpphijTó- í i ^bajfsyerálij^in; Bo||oix ÚnúgáVýg 8. Sími 3383Í ' MstsýiíSíag Jóns Þorleiíssonar og Kolbrún- ar Jónsdóttur í Sýningarskála myndlistarmanna er opin dag- lega frá kl. 11—23. SKll>Á1ÍT<ieR& RIKISINS „Skaftfellingur” Til Búðardals og Stykkis- hólms fyrir helgina. Vöru- móttaka í dag. LEIKFÉLÆG BBYKJAVÍKUR © sögulegur sjónleikur eftir GsíðsaaBmsI ILaaaífísm <> Sýning í kvöld kl. 8. o ° Aðgöngumiðasala frá kl. 2, sími 3191. < > TCNLISTARFELAGIÐ SYNGUR eirctrperöinct ásamt nokkrum óperum og sönglögum í AUSTURBÆJ- AR-BÍÓ í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í Bœkur og Ritföng, Austurstræti 1, sími 1336, Eymundsson, sími 3135, L. Blöndal, Skóla- vörðustíg 2, sími 5650. ! n * U í * | er simanúmer viðskiptanefndar og verðlagsstjóra. — í | [ skrifstofutímanum notast aðeins þetta cina númer | í fyrir 6 línur. YISskipfastíífsuMn l w J Sótaras er laust til umsókimr frá næstu áramótum. Laun sam- kvæmt XI. fl. launasamþykktar Reykjavíkurkaupstaðar. Umsóknir sendist í skrifstofu mína, Tjarnargötu 12, fyrir 1. des. n. k. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík, Jéís SisSsau’Sssnis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.