Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.11.1947, Blaðsíða 8
Nýja sjúkrahúsið á Akureyri Þetta er fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Eins og menn sjá cr þetta allmyndarleg bygging, og allir vita, að hún mun bæta úr brýnni þörf, þegar hún tekur til starfa. Útgerðarkostnaður bátaflot- ans þarf að hækka um 40% Fiskiþingið andvígt niðnrgreiðsinni úr rslsissjóðS cjg' ábyrgðum á afnrðaverði Fiskiþingið 1947 var sett s.l. mánudag og hafa fundir síðan verið á hverjum degi, og er þinginu ekki lokið enn. I«ingið hefir m. a. rætt um landhelgismál, fiskveiðalöggjöf- ina, orlofslögin, sjómannatryggingar, hlutatryggingar, dýr- tiðarmál, síldarvcrksmiðjur, réttindi íslendinga á Græn- hindi, vitamál o. fl. Fiskiþingið telur nauðsyn- legt.að eftirfarandi ráðstaf- anir verði gerðar til þess að bátaflotinn geti hafið veiðar á næstu vertíð: A. Að launagreiðslur og kanpgjald í landinu verði ékki greitt með hærri vísi- tþlu en 250. ‘ B^ Að lækka gengi krón- u'nnár um 20%. í greinargerð fyrir þessari tíllogu segir svo m. a.:: . „Samkv. útreikningum á útgerðarkostnaði á vélbáta- flotanum, sem nýlega hafa verið gerðir og byggðir eru á vísitölu 310, þarf flotinn að fá reksturskostnað sinn lækkaðan um sem svarar 40%. Við það eru framan- greindar tillögur miðaðar. Með þessum ráðstöfunum mundi bátaútvegurinn geta starfað á komandi vertíð án þess að horfa fram á mikinn taprekstur, ef sæmilega afl- ast.. Reýnslan hefir sýnt, að nið- urgreiðsla á dýrtíðinni leiðir ekki til neinnar heilbrigðrar úrlausnar fyrir útgerðina og annan rekstur í landinu, enda eins og nú er komið, Seinustu Hekluferð- irnar um helgina Ferðaskriístofa ríkisins efnir til tveggja ferða austur að Heklu um næstu helgi, þeirra síðustu í haust. í fyrri ferðina verður Iagt af stað austur klukkan 5. e. h. á laugardag og ekið að Næfurholti. Þar verður gist í skála. Á sunnudagsmorgun verður gengið á fjailið eins langt og öruggt getur talizt. Þeir, sem ætla að taka þátt í þessari för, verða að tilkynna þátttöku sína fyrir hádegi á morgun (laugar- dag). Hafnfirðingum verður gef- inn kostur á að fara beint að heiman, ef næg þátttaka fæst. Þeir tilkynni hana í Vörubúðinni. LvndKitarstödvim á Siglaiflrði Undanfarna daga hefir löndunarvinna stöðvast að mestu á Siglufiröi, vegna ill- ógerningur að afla fjár til slíkra hluta með sköttum á almenningi. Sama er að segja um að ríkissjóður taki áfram- haldandi ábyrgð á afurða- verði, sem fyrirsjáanlega gæfi tug-miljóna króna tap ár- lega. Enda er með slíkri ráð- stöfun fjárhag landsins stefnt í hreinasta voða.“ Þá eru fram kcmin á fiski- þingi mótmæli gegn þeim á- kvæðum orlofslaganna, að hlutarsjómönnum sé greitt orlofsfé. veðurs sem gengið hefir yfir Norðurland. Tafðist löndun úr Fjallfossi af þeim sökum en skipið lagði af stað til Reykjavíkur í gærkvöldi. Nú bíða þessi skip löndun- ar á Siglufirði, sum hafa beðið í þrjá daga vegna veð- urs: Siglunes, Eldborg, Pól- stjarnar og Hrímfaxi. Á leið- inni norður eru Sæfell, Ólaf- ur Bjarnason, Huginn, Sindri, Grótta ''qg Súðin. Öll skipin eru með fullfermi, eða sam- | tals um 24 þúsund mál. Marshall lagður af stað til London Marshall, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, er lagður af stað til London til að sitja þar fund utanríkis- málaváðherra fjórveldanna, sem hefst þar í næstu viku. Fer bann flugleiðis, og er væntanlegur til London í dag. Móiótoff er væntanlegur þangað um helgina, en óvíst er, hvenær Bidault, utanrík- isráðherra Frakka, kemur til London, því eins og sakir standa er land hans stjórn- laust, og margt ?;etur gerzt þar 4- stjórnmálasviðinu nú um helgina, áður en fundur- inn byrjar. Fulltrúar utanríkismála- ráðherranna hafa nú um nokkurt skeið undirbúið fundinn í London. Blum falið að mynda stjórn iLíklegt það takist Auriol, forseti Frakklands hefir falið Leon Blum, leið- toga sósíalistaflokksins að reyna stjórnarmyndun. Hann heldur ræðu í þinginu í dag lýsir stefnu tilvonandi stjórn- ar. Síðan mun hann leita eftir trausti þingsins og fái hann það, mun hann að lík- indum mynda stjórnina. Flestir eru þeirrar skoðun- ar, að Blum muni takast stjórnarmyndunin, og muni hann hljóta einhvern styrk fvá flestum flokkum þingsins, og ráðherrar hans muni verða úr nær öllum flokkum þings- ins nema kommúnistaflokkn- um. Verkföllin breiðast enn út í Frakklandi. Járnbrautar- verfeapienn hafa hótað að gera verkfall, ef ekki verður fallizt á launakröfu þeirra, sem er 20% kauphækkun. í Marseilles hafa járnbrautar- verkamenn þegar hafið verk- fallið. Frakklandsforsti hefir skorað' á franska verkamenn að hverfa aftur til vinnu og bíða átekta en það virðist lítil áhrif ætla að hafa. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri komið undir þak Þar verða riuiu haiada 110—120 sjúklmgum Fyrir skömmti'tQar lokið við að gera fokhelda sjúkrahús- bygginguna á Æmireyri. Er þetta með stærstu húsum, sem byggð hafa verið. hér á landi, enda verður þetta fjórðungs- sjúkrahús Norðleiidinga. Mun þar verða rúm handa 110—120 sjúklingum. Tíminn hefir snúið sér til Guðjóns Samúels- sonar, húsameistara ríkisins, og fengið hjá honum eftir- farandi upplýsingar. Byggingarframkvæmdir hófust sumarið 1946 og var lokið við að steyþa kjallar- ann það sumar. Síðan hófust framkvæmdir að hýju síðast- íiðið vor, og var lokið við að steypa húsið í síðastliðn- um mánuði. Byggingin stendur á mjög fögrum stað, uppi á hábrekk- unni suður af skemmtigarði bæjarins, og er þaðan mjög víðsýnt í allar áttir. Mikil bygging. Húsið er þrjár hæðir og kjallari, byggt í tveimur álm- um. Önnur álman liggur frá norðri til suðurs, með aðal- hlið móti austri, áö lengd 38 metrar og breidd 13 metrar. í þessari álmu er meiri hluti allra sjúkrastofa” og blasa þær móti suðri, en í norður hiið böð, skol, varðstofur, stigahús o. fl. Eins og áður er getið er húsið 3 hæðir og kja)lari. Undif'r aðalkjallar- anum er annar kjallari í jörðu og er hann einungis ætlaður fyrir geymslur handa sjúkra- húsinu. Þá verða þar einnig loftræstingartækin, lyftuvél- ar o. fl. í lcjallara er eldhús, geymslur, herbergi ráðskonu, sótthreinsunarherbergi lyfja- geymslur, rannsóknarstofur, vatnsgeymar og fleira. Fyrsta hæð skiptist eigin- lega í tvær deildir, venjulega sjúkradeild með 24—27 sjúkrarúmum, þar af tvær stofur handa sex manns og 4—5 stofur handa þremur mönnum, og sóttvarnardeild með 5—8 sjúkrarúm, og er deild þessi alveg aðskilin með sér inhgangi. Anddyri hússins og innri forstofa er í beinu sambandi við skrifstofu sjúkrahúss- ins. Þá er og gengt úr for- stofunni inn í röntgen- og ljósadeildina-og læknisskoð- unarherbergi. Ennfremur er þaðan beinn inngangur í að- alsjúkradeildina og í stiga- hús og lyftu. Þessari hæð, eins og öllum öðrum hæðum, fylg- ir rúmgóð dagstofa, stór, sól- ríkur leguskáli. Á annarri og þriöju hæð eru aðalsjúkrastofur spítal- ans. Handlækninga- og skurðlækningadeild eru á annarri hæð og sjúkradeild og fæðingardeild á þriðju hæð. Gamli spitalinn notaður fyrir íbúðir starfsfólks. Gamli spítalinn verður not- aður sem íbúð hjúkrunar- fólksins og annars starfsfólks nýja spítalans. Fyrir fáum árum var reist, sérstakt hús handa geðveiki- sjúklingum, sem verður ein deild nýja spítalans. Eru hugmyndir okkar um skip fornmanna rangar? Fyrirlestur dr. Knliii á suimsedagisisa Á sunnudaginn kemur, 23 þ. m. kl. 2 flytur dr. Hans Kuhn, prófessor við háskól- ann í Kiel, fyrirlestur um knörrinn í hátíðasal háskól- ans. Undirstaða þessa fyrirlestr- ar, eru rannsóknir á menn- ingarsögu Norðurlanda, sem prófessor Kuhn hefir unnið að í mörg ár. Það, sem menn vissu um sjómennsku á miöT öldum á Norðurlöndum, var sótt næstum allt í fornsögur okkar ellegar þá til skips- skrokka og brota þeirra, sem voru grafin upp úr jörðu, og myndir af gömlum skipum, sem geymzt hafa til okkar daga. Hingað til hafði ekki tekizt að ná öruggu sambandi milli þessara gerólíku heim- ilda. Fornrit okkar eru flestöll samin á 13. og 14. öld, og það er lítil von, að þau gefi ó- spilltar upplýsingar á skip- um og sjómennsku víkinga- aldar. Á hinn bóginn er fátt af hinum heimildunum, upp- gröfnum skipum og myndum, orðið til eftir byrjun 11 aldar, og mestallt, og með því það, sem mest kveður að, miklu fyrr. Þó tókst prófessor Kuhn að bæta i þetta mikla skarð, sérstaklega með því að at- huga vandlega allt, sem okk- ar gamli kveðskapur geymir um þessi efni. Þessi kvæði og vísur segja furðulega mikið um þróun sjómennsk- unnar á sínum tíma, eins og um fleiri þætti menningar- sögunnar. En jafn furðulegt er, hvað því var lítill gaum- ur gefinn. Þessi saga er miklu fjölbreyttari og að sama skapi merkilegri en menn hefir grunaö. Langmerkilegasta skipstegund, sem þá var not- uð,er knörrinn,og hann kem- ur líka allra mest við sögu okkar lands. Knörrinn var í margar aldir hið eina veru- lega haffæra skip, sem sögur fara af. Þess; vegna mun prófessor Kuhn-tala fyrst og fremst um hann. Það má nú kalla víst, að hið alkunna skip, sem Norðmenn grófu upp á Gokstad í Vestfold, hafi verið knörr, en þetta kemur í bága við allt, sem um það var kennt til þessa. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á íslenzku, og er öllum heimill aðgangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.