Tíminn - 22.11.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1947, Blaðsíða 3
215. blaff TIMINN, laugardaginn 22. nóv. 1947 jis. . Q jl Fjj alaköttnrmn; ri a Fjalakötturinn sýndi í fyrsta sinn gamanleikinn „Or- ustan á Hálogalandi“ síðast- liðið mánudagskvöld. Leikur þessi er þýzkur aö uppruna, en Emil Thoroddsen þýddi ritið fyrir nokkrum ár- j um síðan, en nú hefir Harald- 1 ur Á. Sigurðsson farið yfir það og fært til íslenzkra staðhátta. Slík staðfærsla er miklu meira atriði en margan kynni að gruna. Svo er það að minnsta kosti þegar staðfærslan tekst jafnvel og nú hefir verið. Um efni leiksins er ekki margt að segja í sjálfu sér. Hann er eins og gamanleikir gerast, með mönnum, sem reyna að fara bak við konur sínar í vafasömum tilgangi og með misjöfnum árangri, og svo er auðvitað fljótfærni og misskilningur innan urn og saman við. Þó er ekki því að neita, að stundum bregður fyrir skörpum, sálfræðilegum lýsingum, eins og þegar frúin segir manni sínum, að hann hafi ekki aðeins haldið fram hjá sér, heldur líka fram hjá íslenzku þjóðinni. Og það held ég, að flestir þeir, sem skilja íslenzkt mál muni hafa ósvikið gaman af sumum orðaleikjum og til- svörum þarna. Gestur Pálsson leikur Her- mann Hermannz sultugerðar- mann. Leikhúsgestir vita það, áð Gestur er öruggur og slyngur leikari, og það sýnir hann nú ekki síður en oft fyrri. Emilía Jónasdóttir leik- ur Heklu konu hans og er leikur þeirra hjóna jafnan með mikilli prýði, og eru þó hlutverkin ekki lé'tt. Sigfús Halldórsson leikur Hermann Hermannz yngri, son þeirra hjóna, en Erna Sigurleifsdóttir Þóru systur hans. Hvorugt hlutverkið er mikið, en Þóru er þó meira. Bæði eru þau sæmilega með- farin. Finnur Sigurjónsson ieikur Vilmund, vin gamla Her- mannz. Hann er stundum svo fljótmæltur, að erfitt er að skilja, — en annars er hann ágætur. Þá' eru hjónin Torfason. Jón Aðils og Auróra Hall- dórsdóttir leika þau. Jón Að- ils ér kunnur að góðum hæfileikum og bregst ekki vonum áhorfenda. Frúin þótti mér að sönnu heldur ó- venjulegur og ónáttúrlegur kvenmaður, en frekar mun það stafa af hlutverkinu en leikandanum. Elín Júlíusdóttir leikur danska flóttakonu, og sann- arlega er eitthvað danskt við yfirbragð hennar og framkomu. Inga Elis hefir lítið hlut- verk, Sollu vinnukonu, og fer snoturlega með. Svo er Róbert Arnfinnsson, sem leikur Hermann Her- manz glímukappa. Þó að hann sé nokkuð lengi á svið- inu gefur hlutverk hans ekki tilefrii til sérstaklega mikils leiks, enda veldur það eng- um vonbrigðum. Indriði Waage er leikstjóri en Finnur Kristjónsson leik- sviðsstjóri. Þessum leik var tekið með miklum fögnuði og skemmtu menn sér ágætlega. Það er góð hressing að sjá þennan leik. f honum er svo mikil fyndni og kímni og hún vel með farin, að þeir allir, Elín Júiíusdóttir. Inga EIís. Róbert Arnfinnsson og Erna Sigurleifsdóttir. sem hafaæitthvað kímniskyn, munu njóta þess. Og menn fara hressari heim, og eiga sér minningar ffá kvöldinu, allar góðar og sumar kannske uppbyggilegar, því að það er líka menntandi- að skynja ranghverfu sjálfs sin í spaugilegu ljósi. : H. Kr. Fimmtugsir: bómli I ISöfu Hann er fimmtugur í dag. Fæddur 21. nóv. 1897, í Böðvarsdal í Vopnafirði. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Hannesson og Kristbjörg Pétursdóttir, er ’ojuggu í Böðvarsdal. Halldór fór í Samvinnu- skólann á unga aldri. Kvæntist síðan Katrínu Valdimarsdóttur frá Bakka í Skeggjastaðahreppi. Reistu •þau bú að Höfn í Skeggja- staðahreppi, þar sem hann hefir búið síðan og gegnt símastöðva- og póstaf- greiðslustörfum. Hann hefir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, verið í stjórn Búnaðar- félags Skeggjastaðahrepps á- • samt öðru. Hann nýtur trausts og álits sveitunga sinna og annarra, sem óska honum góðs gengis á ófar- inni ævibraut. Ný Ijóðabók Kj artan Gíslason f rá Mosfelli: Fegurð dagsins. Kvæði. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1947. Kjartan frá Mosfelli send- ir nú frá sér fjórðu ljóðabók sína. Áður hafa komið út eft- ir hann: Næturlogar (1928), Skrjáfar í Laufi (1936) og Vor sólskinsár (1936). Hafa fyrri bækur hans hlotið góða dóma ýmissa dómbærra manna enda er Kjartan hag- rnæltur vel, yrkir snoturlega um æskustöðvar sinar og bernsjfuminningar. Viða bregður glettni og fyndni fyr- ir í Ijóðum hans, en svo virð- ist sem sá þáttur í ljóðum hans sé ekki alls staðar nsegi^ega persónulegur og sérstæður til þess að hafa Varanlegt gildi. Bragarhættir Kjartans eru flestir léttir og leikandi, en hvorki nýstár- legir né hnitmiðaðir, og hið sama er raunar að segja u,m yrkisefni hans og efnismeð- ferð alla. Þó er eit^hvað bjart og hlýtt yfir þessari bók, sem veldur því, að lesandinn leggur hana ánægður frá sér. J. Fr. yfjinnu.rn.6t \ iluidar uorrar viÍ ianelM. -J'ieitiÍ) á cJIancL^rcsIi iuijóL Slrif&tofa. -J\Éafipai*t(ýf29i Skáldsaga eftir séra Friðrik Friðriksson ■ Innan skamms kemur á markaðinn fyrri hluti af langri skáldsögu eftir sr. Frið- rik Friðriksson, og heitir hún Sölvi. Sagan er skrifuð fyrir h. u. b. 20 árum og hefir höf- undur oft lesið upp kafla úr henni á mannfundum, þó að hann hafi ekki viljað láta hana birtast á prenti fyrr en nú. Það er bókagerðin Lilja, sem gefur söguna út. Munið bókabiiðina að Laugaveg 10 Þar er gnœgð eigulegra, gagn- legra og skemmtilegra bóka. . 'v ■ BÓKABÚÐIN XAUGAVEG 10. Eiturnagtnir ÖlfrumVarpið á Alþingi verkar þessa dagana eins og einhverjir stórviðburðir 'séú að ske. Alþingi, sem virðist heldur seinlátt í aðsteðjandi vanda- málum, slítur kröftum sín- um í orðaflóði um ölið — hvort megi búa til rúmlega 1% sterkara öl, heldur en nú er gert eða ekki! Og alþingismennirnir verða heitir og mælskir og loga af áhuga! Sá er þessar línur ritar, er einn þeirra manna, sem er illa við allt áfengi og vildi gera það burtrækt úr land- inu — og sömu leið ætti tó- bakið að fara. Skaðleg eiturnotkun að staðaldri er ómenning, eyðsla á fjármunum, heilsuspill- andi og óþrifnaður. En öl er skárra en brenni- vín. Þar, sem ég hefi litið til í stórborgunum og bjórsala er á hverju götuhorni, sézt varla drukkinn maður. En hér veltast 14—18 ára ungl- ingar í hópum blindfullir. Mjög er algengt, að þeir fái sér sítron og blanda í það brennivíni, sem alís staðar virðist nóg af. Ö1 þykir ungl- ingum yfirleitt verra og sneiða því fremur hjá því. Erlendis hefir mér sýnzt að í bjórstofunum sitji aðal- lega eldri menn t. d. á Eng- landi og Danmörku, en þar virðist bjórdrykkjan vera einna mest. Ugglaust getur unglingur byrjað áfengisneyzlu í öli. — En -stappið og lætin um bjór- inn verkar hálf einkennilega, meðan allt flýtur í brenni- víni. Eins og bjór er skárri en brennivín eins er neftóbak skárra hedur en sígarettur. Væri hálfnuð leið að marki, að gera sterka áfenga drykki landræka og allar sígarettur, en lofa eiturnautnafólki þess í stað, að fá öl og neftótaafc Skattleggja það svo hátt, að ríkissjóður missi ekki tekjúr að mun, meðan sú óheilla stefna er uppi, að láta hann að verulegum hluta hjara á veikleika þegnanna. Það verkar hálf hlægilega, þegar þeir, sem eru sított- andi sígarettur alla daga og kjósa mestu brennivínsber- serki við allar kosningar skulí þembast upp í heilagri vand lætingu yfir léttu öli. Reyk- ingar sígarretta eru þó hinn mesti óþrifnaöur. Þær eru líka mjög óhollar og drjúgur peningaþjófur úr pyngju manna. Sígaretturnar eru að því leyti verri heldur en bjór og brennivín, að þær eitra meira andrúmsloftið, þar sem fólk er saman komið í húsum inni. Spor í rétta átt væri að, nota neftóbak, heldur en sígarettur og bjór heldur en brennivín. En áreiðanlega er bezt að svala nautnaþrá sinni í eih- hverju því, er lyftir og göfg- ar, en sneiða hjá því, sem dregur niður á við eins og á- fengi og tóbak. V. G. 30 og 45% ostur ...V v . • f i l Frá Akureyrl og Sauðár- króki jafnan fyrirliggjandi. ... ...... FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Súni 2678. mttuututtttt Eldtraust geymsluhólf fást nú leigð í geymsluhólfadeild |: bankans Landsbanki íslands ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.