Tíminn - 22.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.11.1947, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, Iaugardaginn 22. nóv. 1947 215. blaff GAMLA BIO Sagan af Vidocq (A Scandal in Paris) Söguleg kvikmynd um einn mesta ævintýramann Prakk- lancis. Iiönnuð innan 16 ára. gýiid kl, 7 og 9. Vití viljum giftast ' Amerísk gamanmynd. Sýnd kl. 3 og 5. .Sala hefst kl. 11 f. h. Sími 1384. NYJA BIO , Freisislicljisunai’ v Hulala angað Spennandi og dularfull amerísk sakamálamynd. Frönsk stórmyna, sögul'egs éfn- is, gerð eftir bók Victo'rien Sardou, „Patrie.“ Aðalhlutverk leika: Pierre Blanchar, Maria Manban o. fl. frægir leikarar frá La Comédie Francaise. í myndinni erU danskir skýring- artextar. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Eitthvað fyrir piltana. Hin bráðskemmtilega söngva- og gamanmynd, í eðlilegum lit- um. — Sýnd kl. 3. — Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOLI-BÍÓ TJARNARBIÓ Bávaldiiriim EisiH á flófta (The Chimax) (Odd man out) Amerísk Söngvamynd í eðlileg- um litum. — Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Ófreskjur á Broadway Þokkaleg þrenning Afar spennandi amerísk gam- anmynd. Sýnd 'kl. 5 og 7. (Tre glaga tokar) Sprenghlægileg sænsk gaman- mynd. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 3. Sími 1182. Sala hefst kl. 11. Timinn j fæst í lausasölu i Reykjavík i á þessum stöðum: Fjólu, Vesturgötu I Sælgætisbúöinni, Vesturgötu I 16 Bókabúð Eimreiðarinnar, Áðalstræti Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninum Bókabúð Kron, Alþýðuhús- inu. Sælgætisg. Eaugaveg 45. Söluturn Austurbæjar Bókabúðinni Laugaveg 10 VINNIÐ ÖTULLEGA A® ÚTBRELÐSLU TÍMANS Áfeiigisgjafir (Framhald a/ 4. síðu) ast , einstaklingar þurftar frekir í „ríkinu.“ Gaman- samir náungar hafa ekki tal- iS ójíklegt, að þá þyrfti að hressa upp á sálina með Ákavíti. Engin tök eru á að full- yrða hér neitt um sannindi almannarómsins. En mjög sjálfsagt er að krefjast skýrslu um hvað hver embættismaður hefir notað sér þessa hluti mikið á t. d. 10 n. 1. árum. Hér á ekkert að vera, sem leyna þurfi. Sé allt í hófi, myndi þannig greinargerð bægja burtu allri tortrygjini. En sé henni neitað vekst upp ugg- ur hjá mörgum, um að hér sé eiyhvað óþægilegt fyrir dagsins Ijós. Þær alvarlegu staðreyndir verða ekki véfengdar, að með þessum vínforréttindum er skapaður grundvöllur til tortryggni og ýmsra sögu- sagna. Vafalítið nota m/irgir sér þessa aðstöðu eingöngu til risnu, sem leiðir af starfi þeirra. En e. t. v. er litlu minni vafi á, að aðrir fari Iangt út fyrir þau takmörk. Þetta er mjög einfalt mál Forusta Péturs (Framhald af 5. síðu/ framkvæmdlr hafa fengizt fyrir 430 þús. kr. árið 1937 en fyrir 1.8 milj. kr. árið 1946. Það er því sama hvar gripið er á stjórn Péturs Magnús- sonar á sviði landbúnaðar- málanna. Þar var yfirleitt alls staðar um afturför að ræða. Hefir hér þó ekki verið minnzt á það, sem verst var, eins og viðleitni hans til að sniðganga og eyðileggja sam- tök bænda. og vandalaust til úrlausnar. Tvímælalaust er bezt fyrir alla að þessi hefð sé afnumin með öllu. Það er gamaldags hugsunarháttur, að þeir sem eru bezt launaðir og gegna virðingarmiklum stöðum, eigi að hafa einhver sérréttindi fram yfir aðra. Þyki ástæða til að einstak- ir fulltrúar ríkisvaldsins veiti vín á þess kostnað, eru nóg- ar leiðir til, að koma því fyrir sem einföldu fjárhagsmáli, þannig að engin hætta sé til tortryggni þeirra hluta vegna. B. G. A. J. CronirL: Þegar ungur ég var Við sátum þarna öll kringum hann og horfðum á hann matast. Sjálf vorum við fyrir löngu búin að borða okkar bádegisverð — steikta fisksnúða. Hann var þegar búinn að vera einn klukkutíma í bænum og Ijúka þýðingarmiklum viðskiptum, sem hann hafði átt við McKellar. Augu hans voru brún og falleg, en ákaflega lítil eins og augu pabba. Stundum skotraði hann þeim hýrlega til mín — meira að segja hér um bil glaðlega. Ég roðnaði af fögnuði. Mamma, sem laumazt hafði fram í anddyrið til þess að skoða loðkragann á kápu sonar síns, var komin inn aftur. Hún starði á hann með tilbeiðslu í augnaráðinu og otaði að honum matnum. „Það er eitt, sem við megum ekki gleyma,“ sagði Adam og leit brosandi til hennar. „Það er trygging gamla manns- ins.“ „Já, Adam — hvernig er með hana?“ sagði pabbi, eins og hann hefði hrokkið upp af værum blundi. Það var há- tlðlegur lotningarhreimur í rödd hans. Hann hafði fengið frí frá störfum sínum, svo að hann gæti tekið á móti syni sinum. Hann færði nú stólinn sinn til hans að borðinu. „Hún er bráðum fallin í gjalddaga." Adam hugsaði sig um. „Það mun vera seytjánda febrúar... Og hún hljóðar upp á fjögur hundruð og fimmtíu sterlingspund, sem svo hefir verið um samið, að greiðist mömmu.“ „Það er snotur upphæð,“ tautaði pabbi, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Dálagleg upphæð,“ sagði Adam. „Og mætti ef til vill hækka hana eitthvað." Það kom undrunarsvipur á alvarlegt andlit pabba. Adam brosti drýgindalega og byrjaði að útskýra, hvað hann átti við. „Ef við framlengjum hana, þannig að hún falli í gjald- daga, þegar hann nær sjötíu og fimm ára aldri eða við dauða hans, ef hann kynni að hrökkva upp af — og þeirri framlengingu get ég auðveldlega komið í kring, — þá myndi upphæðin, sem til útborgunar kæmi, verða nálægt sex hundruðum punda.“ „Nálægt sex hundruðum punda!“ endurtók pabbi. „En þá fengjum við ekki heldur neitt núna strax.“ Adam yppti öxlum. „Peningarnir eru vel geymdir. Trygg- ingafélagið Klettur er eins öruggt og Englandsbanki. Þetta er jafngóð eign og rikisskuldabréf. Hvað segir þú um þetta, mamma?“ Mamma var orðin mjög hnuggin í bragði. Hún fitlaði við dúkinn og horfði niður fyrir sig. „Ég hefi sagt það áður ... “ stundi hún, — „ég kæri mig ekki um að hafa pabba að féþúfu á þennan hátt..." „Heyrðu nú, mamma.“ Adam brosti vorkunnsamlega fram- an í hana. „Ég hélt, að það væri nú útrætt mál fyrir löngu. Þetta er ekki meira en hann skuldar þér fyrir fæði og húsnæði. Þú mátt ekki heldur gleyma, hvernig þessi trygg- ing er til komin. Tryggingin, sem afi keypti hjá gamla Kastalafélaginu fyrir fjöldamörgum árum, var eins aum og verið gat — ein af þessum tryggingum, sem fimm skild^ i.ogar eru borgaðir inn á í hverjum mánuði. Og þú veizt líka, að hún var fallin úr gildi og lá í óreiðu hjá Kastala- félaginu, þegar ég komst í þjónustu tryggingafélagsins Kletts. Þar lægi hún enn, ef ég hefði ekki farið að rekast l þessu og fengið McKellar til þess að gera mér þann greiða að viðurkenna hana sem grundvöll nýrrar og skynsam- legri líftryggingar.“ Mamma andvarpaði, en sagði ekki neitt. „Ætlarðu líka að taka umboðslaun af framlengingunni?“ spurði pabbi hugsi. „Já, auðvitað,“ svaraði Adam hlæjandi og lét sér hvergi bilt við verða. „Viðskipti eru viðskipti, hvar í heiminum sem er og hver sem í hlut á.“ Pabbi hugleiddi málið, og enginn mælti orð frá vötum. Hann var varkár og flasaði ekki að neinu. „Jæja ... jæja þá, Adam,“ sagði hann loks. „Það er líklega hyggilegast að framlengja hana.“ Adam kinkaði kolli til samþykkis. „Það er skynsamlega ráðið.“ Hann opnaði skjalatösku, sem hann hafði geymt við stól sinn, og dró upp úr henni samanbrotið skjal. „Hér er tryggingaskjalið útfyllt að öllu leyti. Ég ætla að skilja það eftir hjá þér, mamma, og svo verður þú að fá afa til þess að skrifa nafnið sitt undir það — fyrir þann seytjánda.“ „Já, Adam,“ sagði hún. Samt virtist mér votta fyrir á- sökunarhreim í rödd hennar. Ég gat litla grein gert mér fyrir því, um hvað þetta sam- tal snerist í raun og veru. En hitt duldist mér ekki2- að þessi Kunna þeir ekki Sætpiilískvæði? ,4 (Framhald -aj ^píðftj-f {.^V- V ýmis ráð. Þeir styrkja bind- indisstarfsemi af opinberu fé og samþykkja falleg lög, sem ekki eru þó látin koma til framkvæmda. Fjórða erindi Sætröllskvæðis: „Hversu mikið rauðagull skal ég gefa þér, ef þú lætur skipið skríða undir mér?“ Og nýjasta tilraunin er öl- frumvarpið. Því er þó sam- fara stórhætta, eins og öllum öðrum klaufaskap Alþingis í áfengismálunum. Vert er að minnast þess, að undanfarin ár hefir það mjög farið í vöxt, að gefa börnum gosdrykki og öl að drekka. Margur óttast því — og ekki að ástæðu- lausu — að áfenga ölið verði börnum og unglingum aðeins eins konar brú milli gos- drykkjanna og brennivínsins. Fimmta erindi kvæðisins: „Ég hirði ei um þitt rauðagull né þitt brennda fé, Ekki nema þann fríða svein, ei’ situr þér á kné,‘. Framtíð barnanna er al- þýðunni ávallt viðkvæmt mál. Hún lifir fyrir þau, fórn- ar þeim starfi sínu og orku og þéim er barátta hennar helguð í einlægri ást og við- kvæmri umhyggju. Sjötta erindi: Móðir tók upp gullkamb og kembdi sveinsins hár, en með hverjum lokkinum þá felldi hún tár. Ekki er ósennilegt að drjúg ur skriður kæmist á áfengis- málin ef ölfrumvarpið næði fram að ganga og fram- kvæmdir hæfust. Skriður sá myndi þó tvímælalaust fleyta skeiðinni í öfuga átt. Hætt er við að fórnin reyndist full- dýr og iðrunin kemur sjaldn- ast fyrri en eftir á, þó hún geti orðíð næsta sár. Loka- erindi Sætröllkvæðis og við- lag: Þegar þau höfðu af hendi selt þann .hinn fríða svein, 'b.runa tóku.skipin undir. báðum þeinv Enginn veit til angurs, fyrr en reynir. Forustumenn þjóðarinnar þurfa að.gæta varúðar í á- fengismálinu. Þar er næsta mikið í húfi og — eins og segir í niðurlagsorðum kvæð- isins — „enginn veit til ang- urs fyrr en reynir". Það er í raun og veru að- eins til ein aðferð gegn á- fengisbölinu. Það er að fjar- lægja orsök bölsins, fjarlægja áfengið sjálft. Fyrsta skrefið á þeirri braut er að afnema úndir eins öll hin háðulegu áfengisfríðindi opinberra starfsmanna og hætta að veita áfengi í opinberum veizlum. Augu alþýðunnar hvíla á alþingismönnum og öðrum forustumönnum. Hún reynir um of að líkja eftir þeim í sumum greinum. Þessum for- ustumönnum hvílir þifl? skylda á herðum, þung skylda. Þ.eirra hlutverk er auðvitað að vera sannir leið- togar_ alþýðunnar í öllu góðu, ékki í’Síðúr bindindissémi en öðruBr: dyggðum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.