Tíminn - 27.11.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 27. nóv. 1947 218. blað rct dc ecýi ClCjá I.dag er Konráðsmessa. Sólin kom upp ki. 9.33. Sólarlag kl. 14.56. Árdegis- fióð kl. 3.45. Siðdegisflóð kl. 16.05. ínótt: . . Næturakstur annast bifreíðastöð- iö Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir e‘r í læknavarðstofunni í Austur- bfejarskólanum, sími 5036. Nætur- yprður er í Ingólfs apóteki, sími 1330. Útvarpið í kvöld: - Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). íigaflokkur eftir Bizet. 20.45 Lest- ur ■ íslendingasagna (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21.15 Dagskrá Kvenfélagasambands íslands. Er- indi: Glerhallavík (frú Unnur Ól- afsdóttir). 21,40 Frá útlöndum (í- vár' Guömundsson ritstjóri). 22.00 ííéttir. 22.05 Danslög frá Hótel Bjorg. 23.00 Dagskrárlok. Skipaf réttir: Brúarfoss var á Dalvík í gær. Lestar frosinn fisk. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss kom til Siglufjarðar í gærmorgun frá Keykjavík. Fjallfoss fór frá Reykja- vík 25. nóv. til Siglufjarðar. Reykjafoss er í Reykjavík, fer 29. nóv. vestur og norður. Salmon Knot fór frá Reykjavík 20. nóv. til New York. True Knot kom til Reykja- víkur 24. nóv. frá Halifax. Knob Knot lestar í New York í byrjun desember. Linda lestar í Halifax í byrjun desember. Lyngaa fór frá Abo í Finnlaýii 23. nóv. til Reykja- víkur via Kaupmannahöfn. Horsa kom til Antwerpen 24. nóv frá Leith. Ilandknattleiksmeistaramótinu ■ lauk síðastl. ' sunnudagskvöld. Úrslit urðu þau, að meistarar urðu kvennaflokkur Ármanns og karla- fíokkur Ármanns. í 1. fl. karla sigraði flokk’^- Í.R. og í fyrsta flokki kvenna flokkur Fram. Hekluferðir. Ferðaskrifstofan efndi til þriggja Hekluferða um helgina. Ein ferðin yar farin austur í Þjórsárdai og eldar í Heklu séðir frá Gaukshöfða. Önnur ferðin var farin á sunnu- dag austur að Næfurholti og geng- ið að hraunrennslinu og aftur til baka um kvöldið. Þriðja ferðin var farin á laugardag og gist að Næf- urhloti en gengið á Heklu á sunnu- dag og komið til Reykjavíkur fyrir miðnætti þann dag. Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 1. Haústþing Umdæmisstúkunnar nr.' 1 var háð í Reykjavík s.l. sunnu- dág. Á þinginu voru meðal annars samþykktar eftirfarandi ályktanir. 1. Þingið skorar á alla bi.freiða- stjóra og sérstaklega á forustu- menn 1 stéttarsamtökum þeirra, að vinna með einurð og festu gegn því, að einstaklingar innan stétt- arinnar noti aðstöðu sína til laun- sölu á áfengi. Ennfremur beinir þingið því til "orráðamanna bifreiðastöðvanna, svo og forstjóra annarra fyrir- tækja, sem bifreiðar hafa í þjón- ustu sinni, að þeir gangi ríkt eftir því, að bifreiðastjórar þeirra gerist ekki brotlegir í þessu efni. 2. Þingið mótmælir mjög ákveðið þeirri tilraun, sem gerð hefir verið á yfirstandandi Alþingi, að fá bruggað óg selt áfengt öl í land- inu. Aðalfundur Skíðafélagsins. Aðalfundur Skíðafélags Reykja- víkur var haldinn í fyrrakvöld. Formaður félagsins, Kristján Ó. Skagfjörð, baðst eindíegið undan endurkosningu og var Stefán G. Bjprnsson, skrifstofustjóri, kosinn fprmaður 1 h.ans stað. Endurkosnir voru . þeir Eiríkur S. Beck, fram- kyæmdastjóri og Einar Guðmunds- son, gjaldkeri, en fyrir voru í stjórn Kjartan Hjaltested, fulltrúi og Magnús Andrésson, fulltrúi. í varastjórn voru kosnir Jón Ólafs- son, lögfræðingur og Jóhannes Kolbeinsson, trésmíðameistari. Ferðafélagið. Ferðafélagið hélt myndarlega skemmtisamkomu í Austurbæjar- bíó 1 gærkvöldi, og tvítók hana fyrir troðfulluhúsi, eða um 800 flutti fyrst skörulegt ávarp, og manns í hvert skipti. Pálmi rektor minntist þar meðal annars Stein- þórs Sigurðssonar maklega, en all- ir samkomugestir risu úr sætum í lotningu fyrir hinum látna ágætis- manni. Síðan voru sýndar nokkrar prýðilegar skuggamyndir, en 'dr. Sigurður Þórarinsson skýrði þær með snjöllum athugasemdum. — Loks var sýnd hin stórbrotna og Ljóhabókar Davíðs beðið með óbreyju Nú er enn ein ljóðabókin eftir Davíð Stefánsson að koma út — bók, sem margir, er af henni höfðu spurnir, hafa beðið með óþreyju í haust. Davið Stefánssyni hefir auðnazt það, sem aðeins sárafáum snill- ingum tekst — að syngja sig inn í hjarta einstaklinganna og sál þjóðarinnar. Hann vann strax hug þúsunda, er fyrsta ljóðabók hans kom út, og síðan hefir sigur fylgt á eftir sigri. Hvar sem farið er, eru sungin ljóð Davíðs. í langferða- bílum og í samkvæmum, í heima- húsum og á vinnustöðum — þau hljóma alls staöar. Húsmóðirin raular þau fyrir munni meðan hún þvær diskana, sjómaðurinn syngur Ódýrar auglýsingar Hér á þessum stað eru birtar smáauglýsingar með sérstaklega lágu verði. Er það œtlað lesendum Timans til þœginda og er vonast eftir að i þeir noti sér þau. ' Líklegt er að auglýsingarn- ar beri oft árangur, þar sem Tíminn er annað fjöllesnasta blað landsins. Tll sölu: Chevrolet vörubíll 1931, eins og hálfs tons í ágætu lagi, fylgja varastykki. Verð kr. 4500. Enn- fremur ókeyrslufær bíll Chevr- olet 1926, eins tons, kr. 1200,00. Sími 2866. áhrifamikla Heklukvikmydn þeirra 1 þau’ Þeear hann h°rfir út 1 sort- | ~ Árna Stefánssonar og Steinþórs ; ,ann a.,haímUUnRa ahhkan^lehar | AðstOÖarstBBlkBH Sigurðssonar. í kvöld minnist Ferðafélagið 20 ára afmælis síns með skemmti- samkomu í Sjálístæðishúsinu. Árnað heilla Gefin hafa verið saman í hjónaband: Ungfrú Guðbjörg Einarsdóttir, skrifstofumær, Einholti 11, Reykja- vík, og Oddgeir Ólaísson, verka- maður, Stórholti 24. Heimili ungu hjónanna verður í Blönduhlíð 24. Ungfrú Svava Þorsteinsdóttir frá Köldukinn í Holtum og Sigurjón Ólafsson verzlunarmaður, Grettis- götu 54. Heimili ungu hjónanna verður í Reykjavík. Séra Jakob Jónsson gaf bæði brúðhjónin sam- an. Ég spyr — ber ríkissjóður nafn með rentu, þegar hann er orðinn fá- tækur? — má ekki ætla, að þingmenn séu mesta djásn af mönnum að vera? — er það réttnefni að kalla bíl- stjóra, sem orðnir eru atvinnu- lausir, atvinnubílstjóra? — er það tiltökumál, þótt dömur, sem fara á ball í síðkjólum, komí stundum nokkuð siðla heim? hugsvölunar í þeim á einverustund' um. Jafnvel þar, sem bækur eru annars x litlum. hávegum hafðar, getur víða að líta einhverja af bókum Davíðs. Og þær eru áreið- anlega ófáar uppskriftirnar af kvæðum hans, sem til eru á þessu Orðaliók landi. En þetta er ek^'ert undarlegt, því að Davíð er óskaskáld þjóðar- innar. Hinnar nýju ljóðabókar, sem nú er að koma út, er því beðið af ó- vanalegri eftirvæntingu. En það er bót í máli, að ekki þarf lengi að bíða úr þessu. vantar að Fagrahvammi í Hveragrði. Uppl. á staðnum eða í Flóru, Reykjavík. Vil kaupa íslenzka-enska orða- bók. — Sími 4373. BékabúfSfii á Lauga- veg 1® selur ykkur bækurnar. Höfum ennfremur ýmsa íslenzka list- muni. MelðÍBUXlBP Úr 1. flokks ensku efni (fjórar stærðir) sendar gegn póstkröfu. NONNI, Vesturgötu 12, sími 3570. Jarpur hestur 6—8 vetra tapaðist frá Bessa- Stöðum á Álftanesi í vor. Mark: sneiðrifað aftan hægra. Vafa- samt uixdirben á vinstra eyra. Þeir sem kynnu að hafa orðiö hestsins varir eru vinsamlega beðnir að gera aðvart að Bessa- stöðum, sími 1088. Assglýsiisgasíim Tímans er 2323. — Hringið í þann síma, ef þið viljið fá aug- lýsingu í blaðinu á morgun. * Arsíundnr Unesco Ársfundur menningar- stofnunar sameinuðu þjóð- anna stendur yfir í Mexíkó- borg þessa dagana. Hlutverk þeirrar stofnunar er fyrst og fremst að auka menningar- áhrif og glæða velvilja milli þjóða. Sendu um 500 menn- ingarstofnanir og ríki fulltrúa á fyrsta þingið, sem haldið var í bor-ginni Fíla- delfíu í fyrra. Á förnum vegi — Hvers vegna í. ósköpunum er alltaf verið að- hæla íslendingum fyrir greind og hleypidómaleysi? Séu þeir svona greindir, eins og af er látið, þá er að minnsta kosti einhver þverbrestur í dómgreind- ina. Þetta sagði maður, mjög kunnur hér í bænum og víðar, við mig í gær. Hvað átti hann við? Jú — svo kom framhaldið. — Að okkur steðja óteljandi vandamál, sagði hann. Við höfum lengi staðið úrræðafáir andspænis þeirri ófreskju, sem verðbólgan er, og við erum ekki búnir að finna leið til þess, að atvinnuvegiimir geti borið sig í framtíðinni, svo at- vinnuleysi og vandræðum verði forðað. Á óteljandi sviðum öðrum kalla að hin brýnustu vandamál, eins og til dæmis gjaldeyrismálin. Svo gerist það, að fáeinir þing- menn flytja frumvarp um að leyfa í landinu brugguxx eilítið sterkari bjórs en hingað til hefir verið leyfilegt. Ágóða ríkisins af þessari ráðstöfuix á að vei’ja til sjúkrahúsa. Líklegt má telja, að þetta sparaði erlndan gjaldeyri vegna þess, að heldur drægi úr áfengisiixnflut- ingnum. Flutningsmenn gera sér jafnvel voixir um, að þennaix bjór mætti selja úr landi, og þeir álíta líka, að hann nxyndi hafa bætandi áhrif á meðferð þjóðarinnar á áfengi. Á það skal engan dóm leggja, ende. kemur það ekki því við, er ég vil segja. En nú rjúka allir upp til handa og fóta. Það er rétt eins og ekkert vandamál hafi fyrr beðið úrlausn- ar í landinu. Alls staðar kveða við glymjandi ofstækis predikanir, fundarsamþykktum rignir niður, blöðin eru full af langlokugreinum, alþingismenn eyða lengri tíma í þjark um þetta en nokkurt annað mál, sem enn hefir komið fyrir þingið. Og flest hefir þetta fólk horft árum saman imx í sjálft sig í sælli aðdáun, þótt hér séu á boð- stólum allt það sterkasta áfengi, sem þekkist í heiminum, og fjöldi fólks neyti þess á þann hátt, að ekki er mönnum samboðið. Svo á öl, sem áreiðanlega þarf óvenjulegt magarými til þess að drekka sig eins fullan af, að vera einhver þjóðarvoði! Það er áreiðanlega eitthvað bogið við það, þegar hægt" er að gera annaö eins og þetta að æsingamáli. Að mínu viti er hér um fremur lítilfjörlegt mál að ræða, miðað við annað, sem að okkur steðjar. Það skiptir eflaust nauðalitlu máli, hvoru megin hryggjar það liggur, þó að ég geti vel hugsað mér, að það yrði fremur til bóta á einn og annan hátt, að það næði fram að ganga. Mér blöskrar aðeins eitt: Sú forheimskun, sem kemur fram í öllu því moldviðri, sem út af þessu hefir orðið. Og sárast af öllu er það, að alþýða landsins virðist hafa látið teyma sig út í þetta. Það er sárt að segja þctta, og það er leitt að þurfa að taka þátt í þessunx umræðum, en ég verð aö tala. Ég þoli ekki þetta ofstæki. Svo mælti þessi maður og þar fylgdi áréiðanlega hugur máli. Og raunar verð ég að segja það. sem mína skooun, að hann hefir tals- vert mikið til síns máls, þótt hamx væri éf til vill óþarflega hvass- yrtur. . J. H. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR KÁLHOLT sögulegur sjóijleikur eftir GulSiBiimd Kainhan Sýning annaS kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 3—7, sími 3191. o FJ ALAKOTTURWIN sýnir gamanleikinn „Orustan á Háloplandi” I KVOLD KL. 8. Aðgöngumiðar frá kl. 2 í dag. heldur framhaldsaðalfund í húsi Guðspekifélagsins við Ingólfsstræti, í kvöld, 27. nóv. kl. 20.30. 1. Lagðir fram reikningar félagsins. 2. Lækning á mænuveiki (Frásögn Marteins Skaftfells kennara). 3. Ölfrumvarpið. 4. Félagsmál. ittttii ttiunittntttuittttttttimiiiiiiiixxiiuiiiiiitiitttnitti » hláfan eða allan daginn. Uppl. kl. 10—12. Fyrir- spurnum ekki svarað í síma. Raforkumálaskrifstofan Laugaveg 113 (efstu hæð). ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ii ::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.