Tíminn - 27.11.1947, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.11.1947, Blaðsíða 6
GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ Myndira a£ Marín MatSuriim frs* (Portrait of Maria) lj«»ua«lalimiu Tilkomumikil Metro-Goldwyn Mayr kvikmynd. Spennandi ítölsk ævintýramynd. Aðalhlutverkið leikur hinn karl- Dolores del Rio mannlegi og djarfi Massimo Pedro Armandariz Girotti, sem vegna hreysti og afls er nefndur „ítalskí Tarsan“. Miguel Inclan. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. . Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. ' Bönnuð börnum yngri en 12. TÍMINN, fimmtudaginn 27. nóv. 1947 218. blað TRIPOLI-BIO Casanova Brown Amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk leika: Gary Cooper Teresa Wright Sýnd kl. 5 og 9. — Sími 1182 — TJARNARBIO ; Sagan af Vidocq. 7 (A Scandal in Paris) "Söguleg kvikmynd um einn linesta œvintýramann Prakk- 'Öönnuð börnu minnan 16 ára. " Sýnd kl. 9. -lt . .. ............ Sögnlegt ** sokkafoand Skemmtileg gamanmynd. Sýnd kl. 5 og 7. ! — Sími 1384 — HoIIywood Canteen Stjörnumyndin fræga í eðlileg- u mlitum. Sýning kl. 9. Tokíó-Résa (Tokyo-Rose) Af arviðburð arík amerísk mynd frá mótspyrnuhreyfingunni í Japan. Sýning kl. 5 og 7. Bönnuð bömum innan 16 'ára. iminn fæst í lausasölu í Reykjayík j j á þessum stöðum: ! Fjólu, Vesturgötu j Sælgætisbúðinni, Vesturgötu j 16 Bókabúð Eimreiðarinnar, Aðalstræti I Tóbaksbúðinni, Kolasundi I Söluturninum | Bókabúð Kron, Alþýðuhús- j inu. | Sælgætisg. l,augaveg 45. j Sölúturn Austurbæjar j Bóka'búðinni Laugaveg 10 £ FITTINGS Útvegum frá Ítalíu rörafittings með’ stuttum afgreiðslutíma. Vélsmiðjan HÉÐINN h.f. Sími 7565. avantar Unglinga vantar til að bera út Tímann, bæði í vestur- og austurbænum. Talið við afgreiðsluna sem fyrst, sími 2323. VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS AíkvseðisrétÉíir (Framhald af 4. síöu) ari í þessu tilliti. En persónu- legur þegnskapur þessara að- ila gagnvart úrslitum á- byrgðarmikils máls, að þeirra dómi, hefir knúið þá til að leggja á sig löng ferðalög, hvernig sem á stóð, til að ráða því til lykta. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur ræður úrslitum einfaldur meirihluti þeirra, sem atkvæðagreiðslu sækja. At- kvæðisréttinn er hægt að framselja, ýmist fyrirfram, í félagssamþykktum, eða með einfaldri meirihluta sam- þykkt. Um kröfu fyrir aukn- um meirihluta, ef ekki að ræða fyrr en á öðru stigi málsins, og þá fyrst, þegar fram er komið að atkvæða- greiðsla er svo lítið sótt, (35%) að eðlilegast væri að lögin teldu hana markleysu. Mahni verður spurn, hvort verið gæti að sama stofnunin, Alþingi, hafi sett þessi tvenn lög, næstum á sama tíma, og gert þar með vald og afstöðu ríkisþegnanna, til ákvörðun- ar í lögleyfðum félagsskap, svo mismunandi, sem raun er á. Sé leitað að ástæðum fyrir því að slíkur, eða nokk- ur, munur sé gerður á á- kvörðunarvaldi félags, er fjarri sanni að nokkurmyndi telja það ábyrgðarminna að stofna til vinnustöðvunar en fjárskipta, þar sem hið fyrra getu’r gengið hiklaust í gildi, eftir lögmæta samþykkt, en hið síðara er beinlínis háð úrslitavaldi æðri stjórnar- valda. Þá tylli ástæðu má að sönnu finna, að með fjárskipt um séu einstaklingar sviptir umráðarétti á eign sinni, og varði það við stjórnarskrána.; Þar er því fljótt til að svaraí að þó um framkvæmdina sé ekki farið eftir strangasta bókstaf eignarnámslaganna, fá fjáreigendur í rauninni fullar bætur vegna niður- skurðar á fé sínu. En þótt svo væri, að hér væri um misgerning við einstakling- ana að ræða, sem varðaði við stjórnarskrána, yrði hann hvorki rétjlættur, né úr hon- um bætt, með nokkurri meiri hluta samþykkt. Hitt er engu síður umhugsunarefni, að með vinnustöðvun eru menn sviptir umráðarétti yfir þeirri eign sinni, sem felst í vinnu*- krafti þeirra eða atvinnu- rekstrararði, án þess að nokkrar bætur komi fyrir. Hér verður ekki lagt til að dregið sé úr skorðum þeim, sem settar hafa verið fyrir ákvörðunarvaldi fjáreigenda um fjárskipti, jafnvel þó vægri kröfur mætti duga, þar sem samþykktir þeirra eru háðar æðra úskurðar- valdi. Bændur.Iandsins munu þó geta ráðið málum sínum til lykta fyrir sitt leyti, þó krafizt -sé slíks einhugar af þeim, sem lögin nú gera. — Hinu munu þeir, og aðrir sannsýnir menn, ekki una, að um leið og þeim eru settar slíkar skorður við framgangi mála, er undir þá heyra, sé hægt af öðrum, að stofna til margfalt afleiðingarík- ari stórmæla, án þess að gerðar séu sams konar kröf- ur til þeirra, sem þar eiga hlut að máli. Ef Alþingi vill halda sæmd sinni, er það því nauðsynlegt að gera þá rétt- ingu á þessum löggjafaratr- iðum, að réttindi og skyldur nái jafnt til allra þegna landsins. A. J. Cronin.: Þegar ungur ég var Og þar var nú líf í tuskunum. Tjörnin var um það bil hundrað metra löng og fimmtíu metra breið, og á henni var krökt af fóllci, sem geystist hlægjandi fram og aftur, sveiflaði sér og hringsnerist, risti alls konar rúnir á ísinn, rakst hvað a annað, datt kylliflatt og spratt upp á nýjan leik. Það söng í ísnum, og fólkið hló og skrækti. Og yfir öllu þessi hvelfdist blár og stirndur himinninn. Afi festi á mig skautana og hóf að kenna mér, hvernig ég ætti að halda jafnvæginu. Hann var þolinrr,æðin sjálf, íklædd holdi og blóði, og allar leiðbeiningar hans voru gefnar at vísindalegri nákvæmni. Hann taldi jafnvel ekki eftir sér að hlaupa við hlið mér, draga mig áfram og styðia mig, unz ég hafði numið listina svo vel, að ég gat skrönglazí spöl og spöl óstuddur. Þá arkaði hann upp á tjarnarbakkann, þar sem Boag söðlasmiður og Pétur Dickie stóðu, og kveikti í pípu sinni og horfði á eftir mér. Ég varð bókstaflega heillaður af þessari nýju íþrótt og reyndi að spretta úr spori eftir beztu getu. Uppi við tjarnar- bakkann lá gulur appelsínubörkur á ísnum, og dálítill hópur fólks var að leika sér að því að fara sem krappasta hringi kringum börkinn. Ég þekkti undir eins Júlíu Blair, og mér til undrunar sá ég, að þarna voru þær líka, mæðgurnar, Alla Keith og móðir hennar, sem virtist vera sérstaklega fim á skautum. Ég horfði á þær um stund, en svo kom Alla til mín, brá höndunum í kross og þreif hendur mínar. Ég reyndi að bera mig svipað að og hún og fylgja henni eftir í hreyfing- um mínum, og þannig dönsuðum við fram og aftur um _ tjörnina. Þetta var mér góð æfing. Hún brosti að mér og hristi höíuðið, þegar ég lét í ljós þakklæti mitt, eins og hún vildi segja, að þetta væri ekki þakkavert. Svo flýtti hún sér aftur til móður sinnar og byrjaði að nýju að sveifla sér kringum appelsínubörkinn. Hún hafði ekki yrt á mig einu einasta orði. Svo kallaði afi til mín, og það lék dularfullt bros um varir hans. „Hvernig skemmtirðu þér?“ spurði hann. ' ' „Ó, afi —- prýðilega, blátt áfram dásamlega," stundi ég, Ég var syfjaður og þreyttur um kvöldið. En samt sem áður gat ég ekki annað en rifjaö upp fyrir mér hina mörgu at- burði liðins dags. Og þegar ég loks fór að endurskoða: mat mitt £ lífinu og tilverunni, komst ég að þeirri niðurstöðu, að éý kærði mig ekkert um að hafa hóp þjóna á þönum í kringum mig. Gömlu skautarnir og snærin hans afa veittu mér meiri ánægju. Mér þótti það bara leiðinlegt, að ég hafði ekki séð Gavin á skautasvellinu. — Já — ég lofaðli ömmu því, að ég skyldi vera góður drengur, og mér leiddist það að ég skyldi hafa verið vanþakklátur. Ég lofaði henni því, að ég skyldi muna eftir að lesa bænirnar mínar framvegis. En r.ú .... nú var ég svo syfjaður .... ÁTTUNDI KAFLI. Það voraði snemma þetta ár, og kastaníutrén fyrir framan húsið okkar brostu hvítum blómaugum sínum framan í litinn dreng, sem var ölvaður af gleði yfir frelsinu, sem nú féll honum í skaut, og naut sælli daga en hann hafði nokkru sinni dreymt um. Amma hafði tekið sig upp fimmtánda apríl, eins og hún var vön, og farið í heimsókn til frændfólks síns í Ayrskíri, þar sem hún ætlaðvað dvelja fáeina mánuði. Hún skipti árinu jafnt á milli fólksins síns — var haust og vetur í Levenford, en grózkumánuðina, vor og sumar, í Kilmarnock. Við höfðum aldrei látið hinar hátíðlegu guðræknisstundir ckkar niður falla. Og það verð ég fúslega að viðurkenna, að enginn hefði verið mildari en hún við lítinn dreng í þeirri erfiðu aðstöðu, sem ég var. Amma var áhangandi lítils en ósveigjanlegs trúarflokks, sem maður hennar hafði komið benni í, og hún var fullkomlega sánnfærð um, að hennar trúarskoðanir væru einar réttar. En þrátt fyrir það gerði hún enga tilraun til þess að kúga mig til fylgis við þær. Hún Var þolinmóð og staðföst, lét tilfinningar sínar aldrei hlaupa með sig í gönur, heldur lifði í þeirri von, að trú hennar myndi sigra mig að lokum. Mest lagði hún sig fram á sunnudögum. Þá fór hún með mig upp í herbergi sitt að loknum hádegisverði og lét mig standa við hné sér og lesa upphátt í heilagri ritningu. Hún ruggaöi sér væröarlega í stólnum sínum við gluggann, þar sem flugurnar suðuðu í sólskininu, meðan ég las frásögnina um viðureign Sáls og Davíðs, og kinkaði kolli í viðurkenningarskyni, milli þess sem hún horfði út og virti fyrir sér fólkiö, er gekk spari- klætt framhjá á leið út í Drumbuckkirkjugarðinn, og gæddi sér á hörðum piparmyntubrjóstsykri, sem skarkaði við gervi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.