Tíminn - 15.12.1947, Qupperneq 4

Tíminn - 15.12.1947, Qupperneq 4
4 TÍMiNN, mámidaginn 15. des. 1947 233. blað íSiiæöjörn Jónsson hefir íehgló rum í Tímanum 2. og 3. desember til þess a'ö- veit- ast að mér, höfundi Virkisins í norörí. Ég spurði ritstjóra Tímans, hvort þetta væri rit- dómur um bók mína. — Eig- inlege ekki, svaraði hann. — Jæja, svo að þetta er.þá eitt- hvað annað og tökum það þa ems og það er. önæbjorn Jónsson líkir mér viö Vilhjálm II. Þýzka- laiidskeísara. Hefi ég heyrt þann mann nefndan áður. — Ég'-geo ekki líkt Snæbirni við neírm keisara, ekki heldur við neinn - konungborinn mann, — ég get því miður ekki likt honum við annað en trébyssuna, sem Bretar settu í námunda við ösku- hauga Reykjavíkur. Hennar hlutverk var eitt og aðeins eitt. aö villa mönnum sýn. Þessi nyja trébyssa Englend- inga a auösjáanlega að gegna saína nlutverki og trébyssan við sorphaugana. ■ Rett þykir, vegna lesenda Tímans, aö ég leiörétti verstu vihurnar. ÍVfun ég því hrekja meö rokum og lið fyrir lið þessi skríf mannsins. 1 ryrsta lagi: Snæbjörn Jonsson ieyfir sér að segja, aö. „sumar sagnir í bók þess- ari (Virkinu) séu uppspuni frá rotum“. Tekur hann til dæmis frásögn mína um að Bretar haí'i viljað „fá fríð- iudi a íslandi og voru fyrir nokkru komnir í hernáms- hug“, þ. e. fyrir hernáms- dag. Síðan segir Snæbjörn: — „Hver eru rökin fyrir þess- ari staðhæfingu? Ég ætia. að þau mum engin vera og að þetta se ekki satt“. Hér eru rókin: I Virkinu bi. 47 standa þessar setn- ingar: „Fór það með mikilli leynd, að i aprílmánuði þetta yav (1940) bar brezka ríkis- stjórnin fram óskir til ís- lenzku r: kisstj órnarinnar um léýfi tii þess að hernema ís- land með samþykki íslenzku þjóöhrmnar. Báru Bretar fram sem að'alástæðu fyrir þessu, aö Þjóðverjar myndu luita hmgað og af því gætu hiotizt scórvandræði. — Þá spuróust Bretar fyrir um íjóðverja, sem staddir voru í Reykjavík, og einkum um sjómenmna af flutningaskip- iiiu Baiha Blanka, sem Bret- ar toldu vera senda til njósna og til undirbúnings komu þýzks hers tii landsins. Enn- fremur spurö'u þeir ríkis- sijórnina, hversu mannmargt lógreglulið Reykjavíkur væri. Bretar ítrekuðu þessar ósk- ir um hernámsieyfið, en rík- isstjörnin vitnaöi til hlut- Jeysis landsins og gat þess jafnfrariít, að ef hernám færi íram meö samþykki ríkis- stjþrnarinnar, þá væri landið xauhverulega orðið stríðsað- íii“. Heimildarmaður minn fyr- ir þessu er ekki ómerkari maður en þáverandi forsætis ráðherra, Hermann Jónasson, sem v,ar æðsti valdamaður landsins og þessum málum kunnugastur. Áður en ég birti þés’sa frásögn, lét ég Her- mann Jónasson heyra hana og kvaðst hann ekkert hafa við hana áö athuga og standa við það, er ég hefði skráð. Þetta kann að vera heldur óþægilegt vitni gegn Snæ- birni Jónssyni og mætti fleira Eftir (iimsistr M. Mag'iuisson fara á þessa lund. — Auk þess birti ég í ritinu bréf þessu lútandi, þar sem her- námsbeiðni Breta er skjal- fest. Barst ríkisstjórn ís- lands þetta bréf með svo- hljóðandi yfirskrift: „Brezka konsúlatið, Reykjavík, 9. apríl 1940“. — Ég birti einn- ig svar íslenzku ríkisstjórn- arinnar, dagsett 11. apríl 1940. Segir þar, að bréf Breta hafi verið merkt „leyndar- mál“. En „leyndarmálið" var eins og í bréfi Breta stend- ur: „aö brezku ríkisstjórn- inni verði veittar vissar t'il- slakanir á sjálfu íslandi". — Þessu neitaði íslenzka ríkis- stjórnin með kurteisi. Hver er nú uppspuni minn í þessum efnum? Ég býzt vi'ð, að allir heilskyggnir menn sjái að hér vitnar allt gegn Snæbirni Jónssyni og að hann er hinn réttnefndi upp spunamaður í þessum efn- um. — Éttu frakki, sagði Nasreddin. 2. Snæbjörn Jónsson ber mér á brýn, að ég hafi snið- gengið grein, er Jónas Jóns- son ritaöi í Tímann 16. maí 1940, af því er mér skilst til þess að fela þá grein, er heiðarlegust var frá íslend- inga hálfu um „hersetning- armálið“. „Ekki ’er heldur okkar hlutur um þær mundir svo góður, að við getum leyft okkur að stinga undir stól því fáa, sem bætir hann“, segir Snæbjörn. Ég mótmæli dylgjum þess- um. Til þess að sýna viðhorf blaöanna til hernáms Breta birti ég forystugreinar allra dagblaða Reykjavíkur: Al- þýðublaðsins 10. maí, Morg- unblaösins 11. maí, Vísis 10. maí, Þjóðviljans 11. rnaí, og auk þess forystugrein lands- málablaðs Framsóknarflokks ins, Tímans, 11. maí En sú grein er eftir Jónas Jónsson. Var því öllum gert jafn hátt undir höfði og þær greinar birtar, sem tvímælalaust lýsa bezt hugarfari almennings við þessa óvæntu atburði. Ég hefi engan dóm lagt á þess- ar ritgerðir, og ég hefi ekki sýnt tilhneigingu til þess að ganga fram hjá því, er J. J. lagði til þessara mála. 3. Það á líklega að sýna kulda minn og annarra, sem sama sinnis eru í garð Breta, aö Snæbjörn Jónsson segir: — „Aldrei hefi ég afsakað fjandskap þann, er Bretum var sýndur hér í Reykjavík. En kulda þann, er þeir þótt- ust kenna hér af okkar hálfu, er ég sannfærður um að þeir misskildu oft“. — Og síðar: „Það v'ar ekki alít saman kuldi, sem þeir tóku fyrir kulda“. Þessi krossgáta verður sjálf sagt óleyst, þangað til Snæ- björn Jónsson sannar hverjir Reykvíkingar hafi sýnt fjand skap og hverjir hitt, sem Bretar tóku fyrir kulda en var enginn kuldi. Eða er hlaupinu á trébyssunni þarna óviljandi snúið að Bretun- um blessuðum? 4. Snæbjörn Jónsson sak- ar mig um að fara með rangt mál, og þá auðvitað af óvild í garð Breta, þegar ég tala um hernám íslands, hertöku eða hervernd. Hersetning er rétta orðiö! í þessu sam- bandi talar hann um „skiln- ingsleysi þeirra manna, sem gjálfra með þessi orð“. Ég hefi ekki veitt því eftirtekt, að Snæbjörn hafi tekið sér fyrir hendur að leiðrétta þessi orð, sem íslenzka þjóðin viðhafði urn aðfarir Breta hér á landi, fyrr en höfundur Virkisins notaði þau í m~ltu máli. Þessi orð hafa þó í sjö og hálft ár veriö notuð í rituðíi máli, í útvarpi og manna 'milli a. m. k. mörg hundruð þúsund sinrium. •— Þau eru jafnvel í skjölum hárra yfirvaldi. Engar sagn- ir fara af því, að Snæbjörn hafi gert tillögur um leið- réttingu á þessum orðum,- þar sem þau koma fyrir í dómum hæstaréttar eða Al- þingistíðindunum. Og ekki hefir frétzt, að hann hafi arkað suður að Bessastööum til þess að átelja forseta ís- lands fyrir notkun þeirra í ræðu. — Hér má bæta því við, að Bandaríkjamenn hafa notaö þessi orð í riti, þar sem getið er um dvöl hersins á íslandi. (World Atles 1945, bls. 20). Framhald. Athugasemd við bókina „Horfnir góðhestar” Á bls. 366 í bókinni „Horfnir góðhestar" eftir Ásgeir Jóns- son frá Gottorp segir svo: „Þeir Theódór og Páll Zóp- son ráðunautur og Páll Zóp- hóníasson hafa báðir upplýst það, að hinn frægi og þjóð- kunni kynbótahestur Skarðs- Nasi sé frá Sveinfríðar-Blesu kominn í r)ióðurætt.“ Þetta er rangt um móður- ætt Nasa. Hann átti ekkert skylt við Sveinfríðar-Blesu. Vil ég leyfa mér að véfengja það, að þetta sé rétt haft eftir Theódóri Arnbjörns- syni, því að hann mátti betur vita. í bók sinni „Hestar" getur Theódór þess, að móðir Nasa væri Jörp í Skarði, en Jörp var undan jarpri hryssu og voru þær báðar í minni eigu. Langamma Nasa í móðurætt var rauð hryssa, er mun hafa verið ættuð frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þetta barst oft í tal míiji okkar Theódórs. Ekki vil ég með þessari at- hnfgasemd kasta rýrð á Sveinfríðar-Blesu og heymar kyn. Sveinfríður Sveinsdóttir réðist til mín, er htm kom að norðan og var hjá mér mörg ár. Blesu keypti ég o(y átti hana í mörg ár, og er mér því kunnugt um afkvæmi henn- ar á Suöurlandi. Árið 1911 eignaðist Blesa rauðskjótta hryssu og undan þeirri hryssu eignaðist ég nokkra gæðinga. Fyrir ættar sakir og eigin kosta gat Blesa vel verið for- móðir Nasa. Ég læt þessa getið með því að ég tel skylt að hafa það, er sannara reynist. Matthías Jónsson frá Skarði. Bréf um rímnafélagið hefir Bað- stofuhjalinu borizt frá „bóka- manni.“ Það er nú ekki nema sjálfsagöur hlutur, að rímnafélag- inu sé vel tekið hér í dálkunum, því að bæði yrkjum við sjálf í þjóðlegum stíl og myndum taka daglegum framförum í þvílíku líf- erni, ef við værum rímunum nógu handgengin, og svo eru það ekki neitt amalegir menn á mælikvarða Tímans, sem fremstir standa í fé- laginu. En hér kgmur bréfiö: „Fyrir skömmu var hér í blað- inu dálítil ádrepa um Rímnafé- lagið og þau verkefni, er þess bíöa. Þar ætla ég að um sé að ræða mál, er verðskuldi bæði athygli og stuðning. Það er mikil vansæmd að við skulum (eða menntamenn okkar) hafa vanrækt með öllu þann þáttinn í bókmenntum lið- inna. alda, sem bæði er þjóölegri en allt annaö, og hefir líka reynzt lífseigari en allt annað. Nú er þó komið á þriðja áratug síðan dr. Páll Eggert Ólason vakti athygli á því, hvílikt nauðsynjamál það væri, að dugandi menn sneru sér að því, að gefa út rímurnar- og rannsaka þær. Brýning hans bar engan árangur. Og hálfur fjórði áratugur er liðinn síðan Einar Benediktsson skrifaði hinn fræga formála sinn fyrir Hrönnum, þar sem hann tók skörulegar til máls en nokkur annar hefir gert um ágæti rímnaformsins — nema ef vera skyldi dr. Guðmundur Finn- bogason í útvarpserindi fyrir mörgum árum. Þa'ð er víst, að ekki skortir áhuga í hinu nýja Rímnafélagi, og það er mér kunnugt um, að ekki hefir stjórn þess, né heldur útgáfu- nefndin, setið auðum höndum síð- an það var stofnað, heldur liefir verið unnið kappsamlega að undir- búningi undir útgáfustarfið og ekki með öllu vonlaust, að fyrsta bókin .geti komið þegar í vor. Verður vonandi unnt að fræða lesendur meira um það efni áður en margir mánuðir líða. En ekki dugir áhugi stjórnar- innar einnar til framkvæmda. Þær hljóta að fara eftir því, hve ein- dreginn stuðning fólkið veitir. Út- gáfa rímna er erfitt og fjárfrekt starf, og afköstin fara að sjálf- sögðu eftir því, hve margir styðja þau með því að gerast félagsmenn. Er þess að vænta, að þeir verð'i sem flestir, og að hver félagsmað- ur leitist eii»nig við að fá sem flesta aðra til að vera með. Það er svo bersýnilega honum sjálfum i hag, með því fyrirkomulagi sem er á félagssk>?,num. Eftir því sem félagið verður fjölmennara, eftir því fær hver og einn meira fyrir tillag sitt.“ Annað bréf kemur hér, um verð- lag og viðskiptamál. Það hefir skrifað Vilhjálmur Jónsson á Þing- hól á Akranesi: „Mér kemur til hugar, þegar ég heyri í útvarpinu dag eftir dag, hvatningarorð frá verzlunum og áminningarorð um að koma með stofnauka m;. 16, í þeim tilgangi að tryggja sér eplaúthlutun, að töluvert hart kapphlaup er . hér um- að ræða. (Skal þetta vera hugsað í þeim tilgangi að græða nokkrar krónur á eplasölunni, eða er þetta einkum metnaðarmál eða býr hér fleira undir?). ! Viðskiptanefnd ákveður að sjálf- sögðu verðlag á eplunum. Þá á- kvörðun þarf að lesa í útvarpið og svo hægt, að hægt sé að skrifa það niður hjá sér. Svo þarf að vera með verð á öllum vörutegndum, alveg eins og er tiltekið verö á kjöti, mjólk, osti o. s. frv. Það þykir mörgum einkennilegt, þegar sama vörutegund er seld með mis- munandi verði á sama stað. Flestum ofbýður vísitöluhækk- ' unin, en ætli það væri ekki heppi- . legra, að það væru færri verzlanir ! í landinu og eitthvað fólk hyrfi þaðan til framleiðslunnar?" Víst kemur það undarlega fyrir hve geysilegur verðmunur er oft á samskonar vöru og það jafnvel, þó að enginn munur sjáist á. Sá munur er þó sennilega byggður á mismunandi innkaupareikningum og þannig samþykktur af verð- lagsyfirvöldunum eða beinlínis af- leiðing af reglum þeirra, um meiri álagningu á dýrari vöru, svo að verzlunin græðir á því að kaupa dýrt, ef hún á sölu vísa. Þetta er náttúrlega jafnvitlaust og ef hver bóndi ætti að fá fyrir sitt kjöt og mjólk, eftir því, hvað háa reikn- inga hann kæmi með yfir fram- leiðslukostnaðinn, en hins vegar er erfiðara að fást við þær vörur, þar sem tegundamunur er margbrot- inn, svo að engin flokkun segir til um gæðamat og eðlilegan verð- mun í sambandi við það. En hitt er sjálfsagt, að verðlagsvöldin láti almenning fylgjast sem bezt með öllu. Pétur landshornasirkill. Vel menntuð og dugleg stúlka getur nú þegar feng- ið góða atvinnu við farþegaafgreiðsluna á Keflavíkur- flugvelli. Góð framkoma og góð tungumálakunnátta skilyrði. Mjög hátt kaup. Umsóknir með upplýsingum um menntun, ásamt meðmælum og mynd, sendist í skrif- stofu Flugvallastjóra ríkisins, Reykjavíkurflugvelli, fyrir næstkomandi miövikudag. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Flugvallastjóri ríkisinsi ♦ n o g o l <> O <> i> <> <> <> l

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.