Tíminn - 15.12.1947, Síða 6
TÍMINN, mánudaginn 15. des. 1947
233. blað
GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ
FANTASIA Hin óviðjafnanlega músíkmynd og tiikomumikla iistaverk WALT DISNEYS Sýnd kl. 9. IIin rauðia engi (De röde Enge) Mikilfengleg mynd um frelsis- baráttu Dana. Aðalhlutverk: Poul Reichardt. Lisbeth Movin. Sýnd kl. Bönnuð öörnum yngri en 16 ára.
MJALUIVÍT og dvergarnir sjö. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11. f. h.
í dag verður hin íburðarmikla ' og skemmtilega litmynd: SALOME dansaði þar. Með: YVONNE DE CARLO. Sýnd kl. 5 og 7.
TRIPOLI-BIÓ TJARNARBIÓ
Undir anstrænuni liimni (China Sky) Afar spennandi og íburðarmikil amerísk kvikmynd gerð eftir skáldsögu Pearl S. Buck. Aðalhlutverk leika: Randolp Scott Ruth Warrick EHen Drew Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. — Sími 1182. — Meðal flökkufólks (Caravan) Afarspennandi sjónleikur eftir SkáldSÖgu ELEANOR SMITH Stcwart Granger Jean Kent Anne Crawford Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára.
Ævintýri Ckicos Sýning kl. 3. Sala hefst kl. lí.
fV* n n 0; jg) Jj ] J® ^ Carnegie Iðali Stórkostiegasta músíkmynd, sem gerð hefir verið. Margir. fræg- ustu tórisnillingar og söngvarar heimsins koma fram. Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. — Simi 1384 —
Nú er gott að \ í gerast kaupandi j Tímaiis j ! j Áskriftasími í 2323 1 t !
<--...——.—.--— --------------------------——.—.—
Karlmannaföt
úr íslenzkum efnum. Allar venjulegar stærðir frá nr.
34 til 42. Einhneppt og tvíhneppt. Verð frá kr. 348.00
til kr. 595.00
Gott snið. Vandaður frágangur.
Einnig fyrirliggjandi karlmannavetrarfrakkar.
ÚI.TIMA
Bergstaðastíg 28
30 og 45% ostur
Frá Akureyri og Sauðár-
króki jafnan fyririi^jandi.
FRYSTIHÚSIÐ HERDUBREID
Síisii 2678.
I' ——- -------— —----~~—
ÚTBREIÐIÐ Tl'MANN
Á hreindýrastóhum
(Framhald af 3. síðu)
blárri kyrrð. Hér er eðli mitt
heima. Og þó hefi ég flakkað
víðs vegar, leitað og fundið,
en ekki það sem ég leitaði að.
Og djúpt — djúpt í huga
mínum leiftra nú og sindra,
sem lýsigull í skammdegis-
myrkri vonbrigða minna og
hrakfara lífs míns.“ —
Heita má að meginhluti
bókarinnar sé einn skínandi
fegurðaróður um öræfadýrð
og hreindýralíf. Lýsing höf-
undar á dvöl þeirra félaga á
Kringilsárrana — athugun-
um þeirra og viðskiptum við
hreindýrin, er ógleymanleg —
fögur merkileg og fræðandi,
þeim er ekkert þekkja til
hreindýra né öræfalífs.
Þegar þeir félagar með
klökkum huga og hrærðum
hjörtum skilja við Kringils-
árrana farast höf. þann veg
orð: „Sólris og sólarlag í
Rana voru dásamlega fögur,
með fjölbreyttu ,|litskrúði í
unaðslega mjúkum litum með
sískiptandi blæbrigðum um-
| hverfis hinn reginvíða fjalla-
íhring, þar sem himinn og
| jörö fallast að lokum í faðma
‘í fjarlægum rökkurbláma
öræfanæturinnar. Þeirri
kveldbláu hljómkviðu lita og
lína gleymir éi sá, sem litið
hefir opnum augum líkams
og sálar. Og öræfafriður og
öræfakyrð öllum jarðneskum
skilningi og skynjan ofar
seitla og flæða innyfir hrímg-
aðar hrjósturlendur huga
vors og sálar, með guðifrjóvg-
að gróðurmagn og helgan
laufblæ, sem vekur undur-
samlegan söng brjóstsins
blundandi strengja, svo
ljúfir ómar fylla hug vorn
og vitund alla í vöku og
draumi, hverju stormhléi
hversdagslífsins um langan
aldur.“
Síðast er saga hreindýr-
anna hér á landi, frá ýmsum
tímum og stöðum; viðgangi
þeirra og hrörnun, baráttu
þeirra gegn hörkum íslenzks
vetrar. Baráttu við hungur og
hel. Baráttu þeirra gegn hin-
um skæðu óvinum þeirra og
nágrönnum — mönnunum.
Það verður stundum dálítið
raunaleg saga.
Bókaútgáfan Norðri gefur
bókina út og er hennar hlut-
ur með ágætum að öllu.
Bókin er prýdd fjölda óvenju
fallegra og smekklega tek-
inna mynda eftir Eðvarð Sig-
urgeirsson ljósm. Hann
hefir fylgzt með Helga á
hreindýraslóðum öræfageims
ins. Þann mann skortir ekki
skilning né fegurðarnæmi í
myndstarfi sínu.
Þorbjörn Björnsson
Geitaskarði.
, Nærandi cream.
Snyrtivörur hinna vandlátu
Vera Simillon
Sími 7049.
A. J. Cronin :
Þegar ungur ég var
kJausturbúningsins. Það var dásamlega kyrrt innan hiirna
háu múra garðsins. Það var engu líkara en við værum
komin miljónir mílna frá önn og iðandi lífi bæjarins. Við
og við brá kannske fyrir einni og einni nunnu á stígum
klausturgarðsins. Þær voru m'eð hvítar slæður fyrir and-
litinu, handléku talnabönd sín og báðust fyrir í hljóði. Síð
pilsin blöktu fagurlega við fætur þeirra við hvert skref.
Fáeinar sællegar dúfur spígsporuðu alls óhræddar kring-
um okkur. Og flugurnar flögruðu suðandi yfir hvítum
blómum sýringanna, sem fylltu þennan kyrrláta garð ynd-
islegri angan og fullkomnuðu jjennan hvíldarstað hinna
saklausu nunna, er allar báru sléttan gullhring á baug-
fingri hægri handar sem tákn þess, að þær væru vígðar
sjálfum guði. Gegnum trjáskrúðið grillti í steinkrossinn á
kirkjunni — kross heilags Andrésar, — sem bar við bláan
h.imininn.
Þegar móðir Elísabet Jósefína, sem við höfðum verið fal-
in á hendur, bar vísifingurinn að vörum sér, vissum við,
j að við áttum að þagna. Við störðum á hana stórum og
kringlóttum augum, hlýðin og undirgefin, og hlýddum á
hana hefja söguna um barnið Jesú. Hreinleik slíkra stunda
er ekki unnt að gleyma. Og aldrei hefi ég, hvorki fyrr né
síðar, fundið svo sælan friö og unað gagntaka mig.
Móðir Elísabet Jósefína var aldurhnigin kona, hrukkótt
í andliti og næsta ströng. En hún var svo góður kennari,
að hinir löngu liðnu dagar í Palestínu stóðu okkur ljóslif-
anli fyrir hugskotssjónum. Við hlustuðum heilluð — við
sáum jötuna í fjárhúsinu i Betlehem og barnið, sem þar
lá — við sáum Jósef og Maríu flýja á asnanum undan
Heródes — ó-já, á vesölum asna. Það var ef til vill vegna
vafasamrar fortíðar -minnar, að hún veitti mér sérstaka
athygli, en ég var að minnsta kosti hreykinn af því, ekki
sizt þegar hún hrósaði mér fyrir það, hversu skjótur ég
væri til svars. Roche kanúki kom við og við til þess að
hJusta á okkur, og okkur til mikillar undrunar var hann
mildin sjálf. En þegar kennslunni var lokið, stungu hann
og kennslukonan saman nefjum dálitla stund og renndu
þá augunum til mín. En á eftir var hún bara hálfu vin-
rjarnlegri viö mig en áður. Hún gaf mér krossa og litlar
biblíumyndir, sem ég fól á brjósti mér, og ég fór að elska
Jesú, sem mér fannst, að hlyti að hafa veriö nauðalíkur
Angelo litla, sem sat sæll og hrifinn við hlið mér. Ég þráði
þann dag, er hann. kæmi til mín i mynd lítillar, hvítrar,
heilagrar töflu, sem lögö yrði í munn mér — því aö þaö
sagði móðir Elísabet Jósefína, aö hann myndi gera.
Svo fór hún að vara okkur við syndsamlegum hugsunar-
hætti og þeim ógnum, sem stöfuðu af vanheilagri altaris-
göngu. Hún nefndi mörg ægileg dæmi. Það var til dæmis
lítill drengur, er hafði af kæruleysi brotið af sér meö því
að nasla í sig fáeina brauðmola, er hann geymdi í vasa
sínum, áður en hann gekk að altarinu. Annar lítlll, hugs-
unarlaus snáði hafði gleypt fáeina vatnsdropa, þegar hann
burstaði tennur sínar. Þetta var hvort tveggja átakanlegt,
en þegar hún sagði okkur þriðju söguna, rann okkur fyrst
kalt vatn milli skinns og hörunds. Lítil telpa hafði af
syndsamlegri forvitni laumað hinni heilögu sakramentis-
töflu, sjálfum líkama frelsarans, í klútinn sinn... Þegar
hún ætlaði að fara að seðja forvitni sína, var klúturinn
gegnvotur af blóði.
Enginn fylgdist betur með þessari uppfræðslu heldur en
afi. Hann var farinn að spyrja mig, hvort móðir Elísabet
Jósefína væri lagleg, en þeirri spurningu varð ég að svara
neitandi. En hann deplaði ekki einu sinni augunum, þegar
ég sagði honum frá blóðuga klútnum.
„Einkennilegt," sagði hann íhugandi. „Ég held, að ég
verði að láta búa mig undir altarisgöngu líka.“
„Æ-nei, afi, nei,“ hrópaöi ég óttasleginn. „Þú myndir
áreiðanlega drýgja einhverja óttalega synd. Og svo yrðir
þú að skrifta — segja föður Roche frá öllu ljótu, sem þú
hefir aðhafzt um dagana ...“
„Já, Róbert,“ sagði hann með hægð. „Það yrði langt
samtal.“
í síöari hluta júlímánaðar fékk móöir Elísabet Jósefína
einhverja vesöld, og ung nunna með rjóðar og blómlegar
kinnar, systir Sesselja, settist í sæti hennar á garðstólnum
milli sýringanna. Hún var mild og ástúðuleg, og það var
ennþá meira gaman að hlýða á hana heldur en móður
EJísabet Jósefínu. Augnaráð hennar var fjarrænt og dreym-
andi, þegar hún talaöi um frelsarann, og hún hræddi okkur
aJdrei með hryllilegum sögum. Ég var svo hrifinn af henni,
aö ég flýtti mér beina leið heim til þess að segja afa
tíðindin.