Tíminn - 16.12.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1947, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 16. des. 1947 234. blað Niðux'l. 5 Snæbjörn Jónsson notar orðin „argasta kjaftæði“ til þéss að lýsa á sinn hátt bók- i-nni og tekur tvo fyrstu kafl- anna cil dæmis um þetta „argasta Kjaftæöi“. — Ég ætla tii samanburðar að til- færa orð tveggja þjóðkunnra manna, um þessa tilteknu kafla. tíkúli Skúlason ritstj. segir. svo um hernámsdaginn: ,/Þa’r er íyst með ágætum penna einum viðburðaríkasta degi i sogu íslenzku þjóðar- innar og sú lýsing mun eiga iangan aldur fyrir sér. Sama er.aö segja um næsta kafl- ann, er segir frá aðdraganda hernamsms og því, sem-gerð- ist í umheiminum mánuðinn næsca á undan hernáms- deginum. . . Ber að þakka höf. bókina, því að hún er lipurt og skemtilega skrifuð“. Hinn ritdómarinn er Stein- dór Steindósson menntaskóla kennari á Akureyri, sem ég hygg að þoli fyllilega saman- buró við Snæbjörn Jónsson — Steindór segir í Nýjum kvöldvökum um þessa til- teknu kafla: — „Einkum er . þar góður fengur í lýsingum fyrsta hernámsdagsins, bréf- um, sem fóru milli herstjórn- arínnar og rikisstjórnar fs- lands og viðhorfi blaðanna og a’mennings. . . Frásögn höf- nndar er létt og lipur, svo að ritið er allt hið skemmtileg- asta aílestrar". Það hittist einkennilega á, að þa kaíla, sem Snæbjörn Jónsson telur „argasta kjaft- æði“, skuli þessir menn draga fram sem beztu kafla bókar- ihnar. Fleiri slík ummæli ' gæti ég tilfært. Og í dag (8. öesember) er þess getið i dagblaðinu Vísi í umsögn um útkomu II. bindis, að fyrra bindið „hafi orðið bóka vin- sælast, þeirra, sem út hafi komiö í ár og selst mjög mik- íð". Þannig hefir þá þjóðin tekið þessu, sem Snæbjörn talar svona illa um. 6. Snæbjörn Jónson ber mér a brýn hlutdrægni, einn- ig andúð eða jafnvel fyrir- htningu á Bretum. — Ég hefi enga andúð á brezku þjóð- inni og met margt það, er ég heíi séð og heyrt gott í fari hennar og framferði. — Ég óskaði þeim sigurs í styrj - óldinni gegn nazismanum. Ég leyn mér að taka upp orð Vilmundar Jónssonar land- i eknis, sem birt er í II bindi Virkisins, og geri þau hér jafnframt aö mínum orðum. Vilmundur segir: „... fyrir íslendinga er það tvennt ó- iikt aö fylgja Bretum að mál- um í öfriði þeirra við Þjóð- verja og hitt að fyl'gja Bret- um gegn hagsmunum íslend- inga og þó að minna háttar væri en það, sem varðað gæti velferö þeirra um álla fram- tíð. Ef hið ■ síðara ætti að heita nazismi, væri vonandi margir nazistar á íslandi.“ ; Sé það fyrirlitning á Bret- ujn aö segja satt um fram- komu þeirra, þá var ver, þeirra vegna, að ekki skyldu vera sendir hingað englar með vængjum. — Ég hefi vxða calað lofsamlega um Breta, þegar þeir áttu það skilið og ég hefi ekki dregið undan það, sem miður fór í fari íslendinga. — En hins sakna ég eigi, þó að ég sé jsákaður um að túlka hugs- að á „Virkið í noröri” Eftir Gunnar M. Magnússou unarhátt íslenzks almenn- ings og íslenzks málstaðar. 7. _ Snæbjörn Jónsson segir að Morgunblaðið hafi sagt ,.a. m. k. tvær frámunandi ljótar sögur af íslenzkri fram komu. Mér þótti blaðið vaxa af þessu“, segir Snæbjörn. — Ekki skal ég rengja þennan framburð hans. 8. Snæbjörn Jónsson tekur nokkur dæmi úr bókinni til þess að sýna hversu höfund- ur leitist við að vera skáld- legur og reynir að nota þetta höf. til háðungar. — En svo vill nú til um þessi tilvísuðu dæmi, að flest eru þau úr lagi færð. í tilvitnun af bls. 53 sleppir Snæbjörn einu orði í miðri setningu til þess að gjörbreyta hugsun. í öðr- um stað notar hann prent- villu í ensku orði til rang- snúnings. Við samburð á handriti hefi ,ég sannað, að hér er um prentvillu að ræða. — í tilvitnun á bls. 137 tekur Snæbjörn út þessi orð: „í orðum aldri orpinnar konu“ og auðvitaö höf. til hneisu. — En þessi setning er tekin úr Alþýðublaðinu 10. júní 1940, og er þess getið innan sviga þremur línum neðar, svo að ekki þurfti nú langt að leita til þess að sjá, að þessi setning var ekki eftir höf. bókarinnar. Þessi 'níðgrein Snæbjarnar Jónssonar um Virkið í Norðri og höfund þess kom mér ekki á óvart. Það var búið að hóta mér þessu í bréfi, dag- settu úti í Englandi 27. sept. 1947. Greinin er hugsuð úti í Englandi. Og ekki virðist vafi leika á því, að Snæbirni er telft hér fram af þeim mönnum, sem þóttust fara halloka í viöskiptum við hina hernumdú smáþjóð. í grein- inni segir Snæbjörn þetta heldur einfeldnislega með þessum orðum: „Það er víst að ýmsir þeirra manna, er hér dvöldu, eiga eftir að skýra frá reynslu sinni á ís- landi. Á meðal þeirra eru menn, sem.ég ætla að lesa muni þessar línur mínar.“ — Er hér ekki beinlínis viður- kennt, að höfundur greinar- innar hafi verið í samráði við Breta, er hér dvöldu, „því að þeir munu lesa þessar línur mínar“, segir hann. Ekki verður sagt með sanni, að giptusamlega hafi verið á penna haldið og hvorki af háttvísi né fyrirmennsku, enda naumast við sliku að búast af greinarhöfundi. — Þetta er nefnilega sá nú- lifandi íslendingur, sem ó- skammfeilnast hefir sýnt sinni eigin þjöö lítilsvirðingu. Þetta er hinn lákúrulegi ís- lendingur, sem vildi skríða undir brezku krúnuna. Þetta er sá Snæbjörn Jónsson, sem í byrjun ófriðarins, þegar sjálfstæðismál íslendinga var að komast á örlagarikasta stigið, ritaði grein i enska blaðið Spectator og lagði hreint og beint til, að ísland gengi Bretum á hönd og gerðist þeirra samveldisland. Það skyldi þó ekki vera, að Snæbjörn Jónsson hafi ritaö þessa grein í skjóli hervernd- ar. í þessari Spectator-grein segir Snæbj örn, að hinir; raunhyggnari myndu óska að | ísland gerðist fullvalda áðili í ríkjasambandinu brezka“. Og: „líklegt er að fyrr eða síðar komi til þess fyrir brezkan almenning að verða með henni eða móti. Þar er eina leiðin, sem sumir okkar íslendinga sjá til þess að tryggja frelsi íslands“. — Hvar væri þjóð okkar á vegi stödcl, ef óskir Snæbjarnar hefðu orðið aö veruleiksj? —: Tveir menn frá hernámstíma bilinu verða nefndir í sömu andránni. Annar heitir Godt- fredsen, hinn Snæbjörn Jóns son. Báðir rituðu .þeir grein- ar í ensk blöð, til þess að skaða málstað íslands. Godt- fredsen hinn danski var dæmdur og rekinn af landi brott. Snæbjörn er hér meðal vor og heldur áfram að vera auðsveipur og lúpulegur þén- ari erlends hugsunarháttar. Hefði mátt ætla, að hann yrði ekki sjálfur til þess að minna á persónu sína í þessu sambandi nú. En þessi árátta Snæbjarnar verður skynsem- inni sterkari. Hlutverk hans (FramhalcL á 6. síðu) Mér eru alltaf að berast botnar öðru hvoru við upphöfin hans rímara okkar. Ég birti þó ekki neitt af .þeim að svo komnu máli. En hins vil ég geta, að einn höfund- urinn lætur fylgja með þá at- hugasemd, að sér virðist það rangt hjá rímara, að sléttuböndin geti orðið aldýr, því að til þess vanti miöstemmuna.. Það mun vera rétt athugað. En sú er ástæðan til, að ég birti ekki neina botnana að sinni, að mér virðist, að það geti ekki orð- ið um mikla fjölbreytni að ræða, en vil auðvitað ekki draga úr mönnum við þátttöku, með því að láta þá sjá frá öðrum botn, sem er næstum alveg eins og þeim hafði dottið í hug. Rímari hefir nefnilega markað sviðið svo þröngt, að það er naumast um nema einn botn að ræða í gatiö hjá honum. Annars skal ég segja ykkur smá- sögu, sem mér þykir skemmtileg, og kemur þessum botnum dálít- ið við. Það var núna einn daginn, að lítill snáði kom inn í skrif- stofuna til mín og spurði hvort ég hefði með botnana að gera. Ég tók því líklega og spurði hvort hann hefði eitthvaö verið að fást við þá. Þá varð nú pattinn rjóöur í framan, og gerði ekki mikiö úr hlutunum, en sagðist þó hafa ver- ið að fikta við eitt upphafið, en hann væri ekki ánægður meö botninn sinn, en ég mætti samt heyra hann, en þó aðeins með því skilyrði, að hann kæmi ekki £ blaðinu. Ég lofaði öllu fögru um það, og við það stend ég auðvit- að. Svo lét .þessi ungi höfundur mig heyra botninn sinn og hann var sæmilegur, þó að hann væri lítilsháttar gallaður, eins og pilt- urinn var búinn aö segja mér sjálfur. Og það var ef til vill skemmtilegast af öllu, að hann fann það. En fáir smiðir fullger- ast í fyrsta sinn og það á vitan- lega eins við botnasmiði. Það er öllum mikils virði að fá viðurkenningu á verkum sínum. Og mér þótti þessi heimsókn pilts- ins skemmtileg viðurkenning 4 þeirri tilraunastarfsemi, sem rekin er hér í dálkunum. Og það veit ég, að það sem fær unga lesend- ur til að leggja krafta sína fram af fullri alvöru, er góður skóli til þroska og menningar. Og þjóðleg rímlist getur enn þann dag í dag verið góð dægradvöl og andleg leikfimi fyrir börnin hérna í Reykjavík. Pétur landshornasirkill. LEIFTURBÆKliR — JÚLABÆKUR Eins og undanfarin ár verða Leifturbækur beztu og kærkomn- ustu jólagjafirnar. Sérstaklega viljum við benda á eftirtaldar bækur: Hallgríniur Pétursson. Æfl Itans starf. Eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor. Stórt og mikið rit í 2 bindum. Vafalaust merkasta bók ársins. íslcnzkir guðfræðlngar 1847—1947. Eftir séra Benjamín Kristjánsson og Björn Magnússon dócent. — Þetta mikla rit er í 2 bindum með á 5. hundrað mynda. Hallgrímsljóð. Sálmar »g' kvæði. Eftir séra Hallgrím Pétursson. Freysteinn Gunnarsson valdi efni í bókina. — Bundin í alskinn 60 kr. Ritsafu Einars II. Kvarau í 6 bindum. lijóðmæli Jónasar Ilallgrímssouar. Falleg útgáfa bundin í alskinn. 50 kr. Ljóómæli Kristjáus Jónssonar. Falleg bók 48 kr. ib. i alskinn. Sól er á morgun. Kvæðasafn frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Eftir um 50 höf- unda. Innb. í alskinn. 50 kr. Lýðvcldishátíðin 1944. Þessi mikla bók er nú að verða uppseld. Leonardo da Viuci. Æfisaga hins mikla listamanns rituð í skáldsöguformi,- Sjófcró suóiar nm Eldlandscyjar. Ferðasaga skreytt framúrskarandi góöum teikningum. Myndir og texti er eftir listamaninn og ferðamanninn Rockwell Kent. Barnabækur Leifturs eru viðurkenndar beztu og ódýrustu barnabækurnar. Milli 30 og 40 bókum úr að velja. Aukið jólaglcði vina yðar og vandainanna mcð því að gcfa ]»eim Lcifturhækur. H.f. LEIFTUR Sími 7554. Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.