Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1947, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi Framsóknarflokkurinn 1 :; 'i 1 'i Skrifstofur í Edduhúsinu Ritstjómarsímar: 4373 og 2353 Afgreiðsla og aug'ýsinga- simi 2323 Prentsmiðjan Edda 31. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 30. des. 1947 242. blað roasfcípfð H an Ný skipan strandfcroanna í upfBsiglinjfu Strandferðaskipið Herðubrcið kom hingað til lands í gær. Þetta nýja skip bætir úr brýnni þörf strjálbýlisins og smá- hafnanna úti um land, og er því fagnað af hinum f jölmörgu, í-em orðið hafa að búa við strjálar strandferðir að undan- íörnu. Tíðindamaður Tímans hefir komið að máli við Pálma Loftsson, forstjóra Skipaíitgerðar ríkisins, og fórust honum orð á þessa leið í tilefni af komu Herðubreiðar. Það getur í sjálfu sér ekki talizt neinn . stórvið- burður, þó að eitt 300—400 smálesta skip bætist í hóp- inn. Þó er það nú svo samt, vegna þess að hér er um a'ð ræða sérstaka tegund nýskip- unar. Skip þetta, Herðubreið, er eins og kunnugt má vera einn liður í því strandferða- kerfi, sem ákveðið hefir ver- ið að mynda tii þess að leysa úr aðkallandi erfiðleikum þess fólks, sem lifir meðfram ströndum landsins og á allt sitt undir því, að samgöngum sé sem haganlegast fyrir kom ið. Meðferð málsins á þingi. Upphaf þessa máls er það, að á Alþingi 1943 var sam- þykkt ályktun þess efnis aö skipa nefnd, þar sem í væru menn frá öllum stjórnmála- flokkum, til þess að gera meðal annars tillögur um framtðarskipulag strandferð anna. Ályktun þessi var samkvæmt tillögu til þings- ályktunar frá alþingismönn- unum Jónasi Jónssyni, Bjarna Benediktssyni og Har aldi Guömundssyni. f nefnd- ina voru skipaðir Pálmi Lofts son forstjóri, Gísli Jónsson alþingismaður, Jón Axel Pét- ursson bæjarfulltrúi og Arn- finnur Jónsson kennari. Árið 1945 skilaði nefnd þessi áliti til ríkisstjórnarinnar og var ekki fyllilega sammáía, en bar þó tiltölulega lítið á rmili í aðalatriðunum. — Samgöngumálaráðherra, Emil Jónsson,tók málinumeð skilningi og fékk samþykkt á alþingi heimild til að láta byggja eitt strandferðaskip ámóta Esja og tvo strand- ferðabáta, og er þessi bátur, Herðubreið, annar þeirra. Hinn báturinn, Skjaldbreiö, er væntanlegur fyrri partinn í febrúar, en strandferða- skipið, sem verið er aö smíða í Álaborg í Danmörku, er væntanlegt í vor. Vœntanleg tilhögun strand- ferda?nia. Fyrirkomulag strandferð- anna, þegar þessi skip öll eru komin, er í stórum drátt- um hugsað þannig: Strandferðaskipin gangi hraðferðir kringum land, hafi flutning til og frá þeim höfnum, sem hafa stórar bryggjur og góð afgreiðslu- skilyrði, en komi við á hin- um smærri höfnum aðeins vegna farþega. Flutninga- Býður Wallace sig íram? þörfin til og frá smærri höf n unum verði leyst með strand ferðabátunum, og þeim verði fjölgað eftir því sem ástæður leyfa og þörfin krefur. Enn- fremur verði unnið að því, að þrjár hafnir utan Reykja- víkur verði umskipunarhafn- ir, ein á Vesturlandi, ein á Norðurlandi og ein á Aust- urlandi. Lansn fengin á miklum vanda. Það er óhætt að fullyrða, að' beðið hefir verið eftir strandferðabátunum með mikilli óþreyju, því að ástand ið á hinum minni höfnum, þar sem hin stærri strand- ferðaskip komast ekki að bryggjum er þannig, að nær ógerningur er að fá nægan mannafla til upp- og útskip- unar á bátum, og þegar það fæst, er kostnaðurinn við baö gífurlega mikill. En strand- ferðabátarnir eru byggði;: með það fyrir augum, að þeir geti lagzt upp að bryggjum á hinum minni höfnum, sem flestir hafa fengið eða cru að fá bryggjur fyrir lítil sk'p. Lýsing á Herðubreið. Skip þetta er smíöað hjá skipasmíðastöð George Brown í Greenock í Skotlandi. Kost- ar það um 1,7 milljónir króna. Það er 361 stærðarsmálestir og nettó 215, og er 140 fet á lengd, 24,9 fet á breidd og 11 fet á dýpt. Lestirnar eru unv 15 þúsund teningsfet, þar af rúm 4 þúsund teningsfet frystirúm. Skipið hefir hvilur handa 12 farþegum í 3 her- bergjum, auk þess setsal í handa farþegum. Tvær lestir j eru í skipinu, önnur frystilest, j og tvær bómur og tvær vind- ur við hverja lest, þar af ein bóma, sem getur lyft 10 smá- lesta þunga. Auk þess er hrað- virk akkerisvinda og ein vinda aftur á til hjálpar við að bintía skipið við bryggjur. Allar mannaíbúðir og sömu- leiðis farþegaherbergi eru aftur i skipinu. Þiljur í setsal eru úr rauðaviö. Skipið hefir 650 ha. aðalvél, auk þess tvær hjálparvélar, tvær frystivélar og yfirleitt öll nýjustu tæki, sem tilheyra nýtízku vélaút- búnaði. Ennfremur eru í skip- inu sjálfritandi dýptarmælir, sj álf ritandi hraöamælir og talstöð. Tvöfaldur botn er undir öilu skipínu, og á milli botnanna eru hylki, sem eru ætluð til að flytja í oliu. Enn- fremur eru gildir listar utan (Framhald á 2. síöu) Talið er fullvíst ao Wallace, fyrrverandi vara- forseti og viðskiptamálaráð- herra Bandaríkjanna, bjóði sig fram við næstu iorseta- k;iör þar í landi. Ekki er vit- að enn hvert er aðalefnið í stefnuskrá þeirri, sem Wall- ace býður tilvonandi kjós- endum sínum upp á í kosn- ingabaráttunni. Símabllanir víða om vegna óveöurs Linan slitin itiffiur á lösigum kafla undir Eyjafgöllunt í óveðrinu um jólin urðu miklar símabilanir víða um land. Sambandslaust er meff óllu við allt Austurland og við Norð- urland frá Borðeyri. Unnið er að því að mæla út og st'að- setja þessar bilanir, en strax að því loknu verður hafizt handa um viðgerðir, ef nokkur tök verða á því vegna veðurs. Skildi bjargað aí strandsíaðnum Búið er nú að bjarga vél- bátnum Skildi, sem strand- aði inn í Hvalfirði við Kala- staðakot, á dcgunum. Eins og menn muna strönduðu þá tveir bátar á þeírh slóðum í einu. Annar báturinn náðist út fljótlega með aSstoð Ægis, en Ski di tókst ekki þá a'ð ná á fiot fyrr en i gær. • Landssmiðjan tók að sér að ná bátnum á fíot, og hefir verið unnið að þvi að undan- föinu. Heppnað^st það með aðstoð vitaskipsins Hermóðs, ,£em dró bátinn til Reykjavík- ur í gærkvöidi. . Skjöldur er mjög mikið skemmdur.. Báturinn er mik- ið brotinn, en ekki verður fyllilega hægt að gera sér grein íyrir skemmdum á bátn um, fyrr en búið er að setja hann upp í diátíarbraut. Austur undir Eyjafjöllum er alvarleg bilun á símanum, sem erfitt mun reynast að gera við, fyrr en veður breyt- ist til batnaðar. Þar hefir vatnsfall ruðst úr farvegi sínum og rifið símalínuna niður á um það bil 150 metra löngum kafla. Mittisdjúpt vatn er á öllu þessu svæði og línan slitin. Vegna þessarar bilunar er sambandslaust við allt Aust- urland, en þóer aðeins lélegt samband stöku sinnum við Vík í Mýrdal.svo að þaðanhef ir veríð hægt að koma veður- frsgnum. Frá Vík er allgott samband austur, en í Öræf- unum er svo önnur bihm. sem ekki er vitað, hversu víðtæk er. í gær var sambandslaust við Snæfellsnes, en nú er samband aftur komið þang- að. Hins vegar er beina linan til í?afjarðar slitin einhvers st^ðar í Borgarfirðinum, en að öðru leyti eru ekki miklar bilanir á Vestfjarðarlínur.ni. Símasamband er norður i land til Borðeyrar og eitt- hvað norður á Strandir. Hins vegar er síminn bilaður noro- ur og austan frá Borðeyri og ¦sambandslaust við Siglufjörð og Akureyri þaðan. Ekki er enn vitað hversu víðtækar bilanir- er um að ræða á þessari leið, en'líkur eru til þess að um biluu sé að minnsta kosti að ræða í Langadal Frá Sauðárkröki er veikt samband til Sigluf.iarð- ar, en sambandslaust er frá Siglufirði til Dalvíkur og þaðan til Akureyrar. Ritsima .samband var þó við Akureyri í gær. jargar leitað á flogvéleffl og Mtuin Menia ©rðuir mjög vondaufir Vélbáturinn Björg frá Djúpavogi er ekki enn kom- inn fram. í gær leitaði am- erísk björgunarflugvél frá Keflavíkurflugvelli, sem búin er radartækjum, á stóru svæði undan Austurlandi, þar sem hugsanlegt var, að báturinn gæti vr^ið ofan- ¦sjávar, en varð einskis vísari. í morgun fór sama flugvél aftur og leitar hún í dag, eftir þvi sem birta leyfir á þessum slóðum. Auk flugvél- arinnar Ieita fjórir bátar að austan. Ef báturinn verður ekki kominn fram við leitina í dag, er talin litil von til þess. að hann sé enn ofansjávar; Ekki hefir Slysavarnarfélag- inu tekizt að fá neinar nán- ari fregnir af bátnum eða áhöfn hans, vegna þess að símasambandslaust er við Austurland. Báturinn mun i vera gamall, keyptur frá Norðfirði, en nýlega hefír verið skipt um nafn á hon- um, svo að hann er nu af einhverjum orsökum ekki á skrá. i Ekki er vitað um áhöfn- I ina, en líklega eru á bátnum 4—5 menn, og hafa Slysa- varnafélaginu borizt öiiósar fregnir um, að þrír menn af áhöfn bátsins væru frá sama heimili í Djúpavogi. óskar fréttariturum sínum og lesendum öllum J Háé áfÁ og \ þakkar fyrir gamla árið. Samgöngueríi ieikar á megMandi Evrópu Mjög miklir samgönguerf- | iðleikar eru nú víðsvegar i' Evrópu vegna óvenju mikill- 'j ar úrkomu. Hafa ár flætt| | yfir bakka sina og gert ýmis \ jspjöll á mörgum stöðum. í' í austurrísku Ölpunum hafa geisað snjóflóð og á hernáms | svæöi Bandaríkjanna í Þýzka I landi ' varð að veita mörg hundruð manns aðstoð vegna vatnavaxta. í Svíþjóð hafa hins vegar verið mjög miklar frosthörkur, svo að talið er einsdæmi um margra ára skeið. Vöruskiptaverzlun í Þýzkalandi Rússar hafa tilkynnt að þeir muni á næstu mánuðum selja ýmsan varning frá her- námssvæði sínu í Þýzkalandi til hernámssvæða Breta og Bandaríkjamanna og fa það- an alls konar varning i stað- inn í vöruskiptum. Ráðgert er að næsta blað Tímans komi út laugardag- inn 3. janúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.