Tíminn - 03.01.1948, Page 5

Tíminn - 03.01.1948, Page 5
1. blað TÍMINN, laugardaginn 3. jan. 1948 5 I Lauf§ard. 3. $an. V erðbóigan minnkar ERLENT YFIRLIT: Bandaríkjaþing og Marshailshjálpin TeksÉ eÉMaM!t»'s*8ss5«8rsii8iBJ!iEM að g'efsa hjálp- Isaa ímbmmI esa Marshall og Tfi'Bafflaasa leggja íll?. Nú urn áramótin hafa menn heyrt ýmsar tilkynn- ingar í tilefni af dýrtí'ðarlög- um ríkisstjórnarinnar. Þær hreytingar, sem hafa veriö tilkynntar eru þessar helztar: Almenn verzlunarálagning á innfluttum varningi lækkar og er ætlast til að það nemi fyllilega jafnmiklu og sölu- skatturinn, svo að hvergi ætti að koma til verðhækkunar hans vegna. Innlendar matvörur lækka í verði í samræmi við ákvæði dýrtíðarlaganna. Innlendar iðnaðarvörur lækka jafnframt í verði í svip uðu hlutfalli. Húsaleiga, sem samið hefir verið um eftir árslok 1941, lækkar um 10%. Sú lækkun tekur til allra þeirra, sem búa við dýra húsaleigu. Verðlækkun sú, sem nú verður á innlendum vörum, nernur svo miklu, að fram- færslu vísitalan mun lækka um nokkur stig þrátt fyrir hækkun þá, er leiðir af sölu- skattinum. Þetta eru í rauninni mikil tíðindi og góð. Þó að verðlækk unin sé ekki stórvægileg er hún þó greinileg og þetta er fyrsta almenn verðlækkun, sem orðið hefir hér á landi síðastliðin 8 ár. Hér hefir því hjóli dýrtíðarinnar veriö snú ið við, þó að enginn fullnað- arsigur hafi verið unninn. Það er fullkomin nauðsyn að ræða þessi mál við al- menning. Mikið hefir verið gert að því að villa um fyrir fólki i þessum málum. Það hefir ýmist verið sagt, að verðbólgan væri blessun, eða allt væri ónýtt nema að kom- izt yrði niður á jafnsléttu í einu stökki. Því finnst nú sumum, að þessar aðgerðir, sem samkomulag hefir náðst um, séu lítið þarfar og ómak- legar eða þá fánýtt kák, sem ekkert gagn sé að. Það sýnir sig nú líka, svo sem vænta mátti, að for- ingjar kommúnista telja virð ingu sinni og særnd bezt borgið með því, að gera sem minnst úr öllum framkvæmd um og úrræðum ríkisstjórn- arinnar. En það eru þó vænt- anlega litlar líkur til þess, að þjóðin glepjist af hávaða eð'a lævísi slíkra falspresta, eftir þá reynslu, sem af þeim er fengin. Ilitt er mest um vert, aö dýrtíðin hefir verið stöðvuö og þrýst nokkuð niður á við. Með því er byrjað að slcapa starfshæfan grundvöll fyrir atvinnulíf landsmanna, að því er vonir standa til. Og vitanlega er þar um það atriðið að ræöa, sem mestu máli skiptir fyrir afkomu fólksins og alla þjóðmegun. Mörgum finnst fátt um þessar aðgjörðir, og segja sem svo, að eitthvað annað hefði átt að gera jafnframt eða fyrst. Skal því sízt neit- að að margra aögeröa er þörf, og enn er margt ógert sem réttmætt er að gera í dýrtíðarmálunum. En þetta, sem nú er gert, þarf engan veginn aö slá óhug á umbóta Sú stofnun, sem athygli frétta- manna og almennings í mörgum löndum mun sérstaklega beinast að næstu vikurnar, er þing Banda- ríkjanna. Það kemur saman til reglulegs fundar nú um helgina og verður Marshallsáætlunin helzta mál þess. Það mun hafa hin þýðingarmestu áhrif á alþjóö- leg fjármál, a-fkomu margra Ev- rópuþjóða og- heimsveldisafstöðu Bandaríkjanna, hvernig þingið afgreiðir þetta-mál. Eins og áður hefir verið sagt frá, hefir Truman forseti tilkynnt, að hann muni- leggja til við þing- ið, að Bandaríkin veiti Evrópu- : löndunum sextán, sem að Parísar- fundinum stóðu, 17 milljarða doll- ara viðreisnarlán á næsta 4% ári. Af þessari upi>hæð verði 6.800 millj. dollarar greiddir 15 fyrstu mán- uðina. Lánið verði -'notað til viðreisn- arframkvæmda í þessum löndum og fái Bandaríkin aðstöðu til að fylgjast með 'notkun þess. Annaö skilyrði fyrir lánveitingum er ná- in samvinna lánþiggjendanna um viðreisnarmálin-. Aðdragandi ’þessa máls Mars- hallsáætlunarinnar, er annars svo kunnur, að ’ ekki þykir þörf að rekja hann nánara. Verk aukaþtngsins. í nóvembermánuöi síðastl. kvaddi Truman forseti Bandaríkjaþing saman til aukafundar og lagði fyrir það tvö mál, er bæði snerta Mars- hallsáætlunina að verulegu leyti. Annað málið ýár um 597 millj. doll- ara bráðabirgðalánveitingu til þeirra Evrópulanda, þar sem af- koma manna verður lökust í vet- ur, þ. e. Frakklands, Ítalíu og Austurríkis. Hitt málið var um ráð- stafanir til þess að koma í veg | fyrir hækkandi, , verðlag og verð- ! bólgu. Óskaði Truman eftir heim- ild handa stjörninni til þess að geta bannaö verðhækkanir, ákveðið verðlag og fyrirskipað skömmtun á vörum, svo að ofmikil eftirspurn ylli ekki veröhækkunum. Andstöðuflokkur forsetans, repu- blikanaflokkurinn, sem hefir meirihluta í báðum þingdeildum, tók þessum málum heldur þung- léga. Margir -republikanir studdu þó frumvarpið um bráðabirgða- hjálpina, en aðrir deildu á Truman fyrir að veita-ekki Kínverjum svip- aða hjálp, en þeir væru sízt betur staddir og kommúnistarnir væru þar í uppgangi. Niðurstaðan varð sú, að þingið samþykkti að veita 590 millj. dollara í þessu skyni, mennina. Miklu fremur má segja, að með því viðnámi, sem veitt er í þessum aðgjörö um, sé sköpuð von um að takast megi að knýja síðar fram ýmsar verulegri umbæt ur í réttlætisátt. Þetta, sem nú er gert, ætti að geta skap- að betri starfsfrið og starfs- skilyrði fyrir viðreisnarmenn ina, svo þeir geti einbeitt sér að mannfélagsbótum, þar sem ella myndi skammt að bíða þess, að þjóöfélagiö yröi rúst ir einar, hrun og óskapnaður. Þó að mörgum þyki of skammt gengið í dýrtíðarlög- en af þeirri fjárhæð skyldu Kín- verjar fá 60 millj. dollara. Tillögur forsetans um verðlags- málin fengu miklu verri undir- tektir. Republikanir neituöu stjórninni raunverulega um allt aukið vald í þeim málum, en sam- þykktu í þess stað frv., þar sem gert er ráð fyrir, að stjórnin leiti samvinnu við framleiðendur og iðjuhölda um að halda verðlag- inu niðri. Mun það alveg fara eft- ir undirtektum þessara aðila, hvort málaleitun stjórnarinnar ber árangur eða ekki. Truman forseti taldi þó ekki rétt að neita þessum lögum um staðfestingu, en lét í ljós mikla óánægju við undir- skrift þeirra og taldi þau að öllu leyti ófullnægjandi. Átökin um Marshall- áætlunina. Það er talið víst, að mikil átök verði í þinginu um Marshalláætl- unina. Ýmsir af álrrifamönnum re- publikana hafa lýst sig andvíga jafn stórfelldri hjálp. Meðal þeirra er Taft öldungadeildar- maður, sem er mesti áhrifamaöur þeirra í þinginu og er af ýmsum talinn líklegur til þess að verða forsetaefni þeirra í næstu kosn- ingum. Rök þeirra, sem mæla með hjálpinni, eru einkum tvenns- konar. Önnur röksemdin er sú, að það sé mannúðarskylda Banda- ríkjamanna að nota nokkurn hluta af auð sínum til þess að hjálpa bágstöddum þjóðum. Hin röksemdin er sú, að áframhald- andi fjárhagserfiðleikar og skortur í Evrópu verði vatn á myllu kom- múnista og geti leitt til algerra yfirráða þeirra þar. Rök þeirra, sem eru andvígir hjálpinni, eru einkum þau, að ekki sé nein trygging fyrir því, áð láns- féð notist til endurreisnar, held- ur sé líklegra, að það fari. í sukk og eyöslu og geri því jafnvel illt verra í baráttunni gegn kommún- ismanum. Hins vegar muni lán- veitingin koma hart við almenn- ing í Bandaríkjunum á ýmsan hátt. Hinir háu skattar verði að hald- ast áfram. Vöruskortur muni einn- ig haldast áfram. í ýmsum grein- um, vegna hins mikla útflutnings, og valda síhækkandi verðlagi og verðbólgu. Bezta ráöið til þess að koma í veg fyrir verðhækkanirnar bg verðbólguna, sé að draga úr út- flutningnum og auka þannig vöru- framboðið innanlands. J,\fnframt sé réttara að bæta kjör almenn- ings með skattalækkun en kaup- unum og þeim framkvæmd- um, sem byggjast á þeim, marka þau þó tímamót í fjármálaþróun þjóðarinnar. Og öllum þeim, sem fyrst og fremst vilja ■ skynsamlegt við nám og heilbrigða viðreisn hljóta þessir atburðir að vera rnikið gleðiefni. Þeir, sem telja þetta kák eitt, munu væntanlega ekki verða tregir til samstilltra og rækilegra átaka í málinu, og er gott til þess að hyggja. En sízt ættu þeir að vanmeta þau straurn hvörf, sem hafa átt sér staö og sjást í þessum aðgjöröum. Truman hækkun, er ella muni verða kraf- izt vegna verðhækkan.vma. Því er ekki að neita, að þa.u rök gegn Marshallshjálpinni, er hér hafa verið greind, eiga mikinn hljómgrunn í Bandaríkjunum, því að þar eins og víðar, er fólki gjarnt að líta á eigin hag. Það er orðið þreytt á vöruskorti og sí- felldum verðhækkunum og kennir ofmiklum útflutningi um hvort- tveggja. Taft og fylgismenn hans vita því, hvað þeir eru að gera, þegar þeir eru að bjóða skatta- lækkun og ar+’ð vöruframboð inn- anlands í stað Marshallsáætlun- arinnar. .., ,■ ’v■— t’P ' - Þingmejrihlutinn fylgjandi Marshallstillögiinum. Þrátt fyrir þetta eru þó taldar meiri líkur fyrir því, að Mars- hallsáætlunin verði samþykkt. Ýmsir áhrifamiklir leiðtogar repu- blikana, eins og t. d. Vandenberg öldungadeildarmaöur, eru henni fylgjandi. En ýmsir óttast, að and- stæðingar hennar kunni þó að fá því framgengt, að framlagið verði lækkað eða einhver þau skilyrði sett, sem torvelda framgang inálsins. M. a. er óttast, að aðstoð við ‘ Kína verði dregin inn í um- ræðurnar um Marshallsáætlun- ina. Þá er ekki talið ósennilegt, að verðlagsmálin í Bandaríkjunum verði tekin til nýrrar athugunar í sambandi við Marshallsáætlunina. Haldi verðlagið áfram að hækka í Bandaríkjunum, getur hæglega svo farið, að hjálpin komi að i miklu minni notum en ella, þar sem minna fæst af vörum fyrir lánsféð en til var ætlazt. En það getur kostað mikil átök í þinginu, ef reynt verður að fá verðlagsmálin tekin fastari tökum. Eins og áður segir, má fullvíst telja, að fáum atburðum verði veitt meiri athygli fyrstu vikur hins nýbyrjaða árs en umræðum Bandaríkjaþings um Marshallsá- ætlunina. Úrslit þessa máls geta ráðið því, hvernig ræðst fram úr hinu tvísýna stjórnmálaástandi á Ítalíu og Frakklandi, og geta haft hina örlagaríkustu framtíð fyrir stjórnmál Evrópu yfirleitt. Úrslit málsins geta einnig haft hinar örlagaríkustu afleiðingar fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, því að beri einangrunarsinnar sigur úr býtum, mun tiltrú annarra þjóða til Bandaríkjanna minnka og sennilegt er, að þar sé mikil kreppa framundan, ef þannig verður haldið á málum, að út- flutningur þeirra dragist verulega saman. Mikill útflutningur getur ekki orðið frá Bandaríkjunum næstu árin, nema þau verði ör á lánveitingar. ViasaálS iítsallega aS Mtlírei^slea Tíimmhs. Awglýsfið í Tíraaiiisra. Lækkun útsvaranna Eíkisstjórnin hefir sýnt lofsverða röggsemi um ára- mótin með hinum víðtæku verðlækkunarráðslöfunum sínum. En betur má, ef duga skal. Nú þurfa aðrir aðilar, sem hafa aðstöðu til að lækka kvaðir og gjöld á almenningi, að koma á eftir og fylgja því fordæmi, er hér hefir verið gefið. . .Enginn aðili hefir þar eins góða aðstöðu og Reykjavík- urbær. Sé nokkur vilji fyrir hendi hjá forráðamönnum bæjarins til að búa sann- gjarnlega að almenningi, ættu útsvörin að lækka veru- lega á þessu ári. Hér hefir áður verið bent á, að lækkun útsvaranna í Reykjavík, er hægðarleikur, en þau eru nú langsamlega þungbærasti skatturinn, sem leggst á lágtekju- og miðl- ungstekjufólk. Útgjöld bæjarins munu lækka verulega vegna vísi- tölulækkunarinnar. — Þann sparnað, sem af því hlýst, á að nota til að lækka útsvörin. Hjá bænum sjálfum og ýmsum bæjarfyrirtækjum hafa myndast alls konar ó- hófsútgjöld á undanförnum árum og ætti ekki að draga lengur að afnema þau. Hefir hér í blaðinu verið bent á fyrir nokkru, hve kostnaður- inn af skrifstofuhaldi bæjar og bæjarfyrirtækja, sorp- hreinsun og gatnagerð er orðin óeðlilega mikil. Með eölilegum og sjálfsögðum sparnaði á þessum og öðrum útgjaldaliðum væri áreiðan- lega hægt að lækka útsvörin, svo að milj. kr. skipti. Loks er svo það, að heildar- tekjur skattgreiðenda munu hafa orðið hærri á síðastl. ári en áður (m. a. vegna hinnar háu dýrtíðaruppbótar) og ætti það að auðvelda lækkun útsvarsstigans. Beiti forráðamenn Reykja- víkurbæjar sér ekki fyrir verulegum útsvarslækkún- um á þessu ári, er þar ekki um annað að ræða en skatt- píningu af versta taki, er rek- ur rætur sínar til glæfralegs sukks og óstjórnar. Það ætti að vera borgurunum fullnað- aráminning um að nota fyrsta tækifæri til þess að losa sig við þá óstjórn á mál- um bæjar, sem ríkt hefir á undanförnum árum og mun ríkja meðan íhaldið er ein- rátt í málum bæjarins. X.+Y Matthildur á Smáhömrura Nánustu ættingjar Matt- hildar á Smáhömrum hafa gefið kr. 10.000,00 1 herbergi á Hallveigarstöðum í tilefni af aldarafmæli hennar. Það skilyrði fylgir gjöf þessari, að herbergi í húsi kvennaheimilisins beri nafn ið „Matthildur á Smáhömr- um.“ Einnig fylgja þau tilmæli, að jafnan skuli stúlka úr Steingrímsfirði eður Stranda sýslu njóta forgangsréttar um dvöl í því herbergi, sem kennt veröur við Matthildi. Fjáröflunarnefnd Hallveig- arstaða þakkar þessa höfð- inglegu gjöf og sendir Matt- hildi á Smáhömrum innileg- ar áramótakveðjur. L. Vc

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.