Tíminn - 08.01.1948, Blaðsíða 1
1
Ritstjóri:
' Þórannn Þórarinsson ;
' Fréttaritstjóri; J'
', Jón Helgason
'■ Útgefandi
' Framsólcnarflokkurinn
1' I
l—.—
r—
Skrifstofur í Eddvhúsinu !
Ritstjórnarsímar: ;
4373 og 2353
Afgreiðsla og auglýsinga- ;
simi 2323
Prentsmiðjan Edda
• --------j
32. árg.
Reykjavík, fimmtudaginn 8. jan. 1948
5. blað
Vanreiknað rafmagn
fyrir 90 þúsundir
¥egaaa líaÉslestssfi's á
fiaaæli.
Prá íréttaritara Tímans
á ísafirði
KomiS hefir í ljós, að ís-
húsfélagi ísfirðinga hefir
verið vanre’knað rafmagn
síðan 1941. Nemur þetta nú
oröið 90 þúsundurn króna.
Orsökin er mislestur á raf-
magnsmæli.
Almennt er brosað að þess-
um mistökum hér vestra. Á
undanförnum árum hefir
fram komið spennutap þótt
undarlega mikið, en hér hef-
ir orsök þess 3oks fundizt.
Bæjarstjórnarfundur var
haldinn hér í gær og stóð
hann í tólf klukkutíma og
var ekki lokið fyrr en í morg-
un. Hafa ný fundarsköp nú
gengið í gildi, og leyfa þau
að halda áfram fundi eftir
miðnætti. En það var ekki
ieyfilegt áður.
Á a® verSa ffialfoálEssí á þrjátíu ára alBiæli
fiélagsins
Frá fréttaritara Tímans á ísafirði
jBreyfa Brefar um
sfefnu í alþjóða-
Knattspyrnufélagið Hörður reisti síðastliðið sumar mynd- ‘
axlegan skíffaskála inhanvert viff Buná £ Seljafandsdal. Fóru |
risgjöld skólans fram 23. síffastliðins mánaðar. En bað mark
hefir félagið sett sér, að skáíinn verði fullbúinn að öllu leyti
27. maí 1S49, þegar það á þrjátíu ára afmæli.
málum
SSevln flyíur ræSw í
Iirezka fsingÍMii í slag
Hús þetta er 12X8 metrar
að stærð. Á neðri hæð er
stór salur, tvær stofur, for-
stofa,- fcaðherbergi og mið-
stöðvarherbergi.
Á efri hæð er ætlunin að
innrétta baðstofu, ein-s og
þær voru á sveitabýlum áður
fyrr.
Lítil rafstöð er við skál-
ann, til ljósa.
Daníel Sigmundsson teikn-
aði og sá um smíði skáians.
Grindin var smíðuð úti á ísa-
firði af Ragnari Bárðarsyni.
Alia aðra vinnu hafa E>.‘ð-
verjar lagt fram endurgjalds-
iaust. Efni allt — sand,!
möl og sement svo og tirnbur;
al!t — varð ýmist að bera
eða reiða á hestum um
tveggja kílómetra leið. Hafa
Harðverjar sýnt mikinn dugn
að við að koma skálanum
upp. j
Formaður Harðar er Sverr-
ir Guðmundsson bankagjald-
keri. i
*_____________________ '
Olíuskip komið til
Hvalfjarðar
Þriðja stórskipið til oliu-1
stöðva,rinnar í Hvalfirði er
nýkomið. Heitir það Paloma
Hills, og er 16400 smálestir
að stærð.
Kom skip þetta með nýjar
olíubirgðir ýmsra tegunda til
olíustöðvarinnar á Söndum i
Ilvalfirði, sem er eign O’íufé-
lagsins h.f., svo sem kunn-
ugt er.
Við risgjöld ská’ans voru
viðstaddir formenn aUra í-
þróttafé'aga ísafjarðarbæj-
ar, auk fjölda annarra boðs-
gesta.
Skipstjórlnn. á '
LapplandL tjáir
jpakkir sínar
! Sumt af gjöíunum afhent
Rauða krossinum á
Brimum
Fyrir mína hond ogskipverja
minna, þakka ég af hrærðum
1 hug þær miklu og ómetanlegu
gjafir, sem oss hafa borizt frá
íslenzku ríkisstjórninni og al-'
, menningi víðs vegar að af land- ■
inu, í peningum, fatnaði og
' matvælum. Svo mikið hefir oss
borizt, að ég mun afhenda,
Rauða krossinum í Bremen, til
úthlutunar, það sem vér höf-
; um fengið fram yfir vorar eigin
þarfir, einkum fatnað.
! Ég mun, þegar heim kemur,
segja opinberlega frá þeirri
miklu rausn og gestrisni, sem
vér höfum mætt á íslandi, og
vér erum forsjóninni þakklátir
fyrir, að oss skyldi auðnast að
bjargá hinum sjóhröktu íslend-
1 ingum.
Hjartans þakkir og hugheilar,
óskir til íslenzku þjóðarinnar.
HENNING
skipstjóri á „Lappland"
l.------------------------------
!
j Bevin, utanríki.sráðherra
Breta, mun halda ræðu í
brezka þinginu í dag um
stefnu Breta í utanríkismál-
um. Er beðið með óþreyju ef t
ir þessari ræðu, þar .sem gert
I er ráð fyrir að ráðherrann
; muni leggja til að nokkrar
breytingar verði gerðar á
stefnu Breta í þessum mál-
um vegna breyttra viðhorfa
á síðustu mánuðum, sérstak-
lega eftir að fundur utan-
ríkisráðherranna fór út um
þúfur í London fyrir jólin.
Er talið, að þessi ræða muni
á .sína vísu vekja mikla at-
hygli, ekki .síður en hin stór-
pólitíska ræða Trumans for-
seta, er hann hélt í gær og
nú er rædd í blöðum um allan
! heim.
Mikil uraferð á
Keflavíkurfíugvelíi
15 vélMi* koaifigi þan^sð
í gærkvölell.
í gækvöldi var óvenjulega
mikil umferð á Keflavíkur-
flugvellinum. Þangað komu
sex vélar, allar með farþega.
Af þeim voru þrjár frá A.O.A.
með nálega 100 faþega sam-
tals. Fjórtán farþegar komu
hingað, en 13 fóru héðan.
E!n af þessum vélum var
Fiagship Kefiavík, en það er
vól Iceland Airport Corpor-
! ation.
Viðfa/ við síLd.veiðimarm:
Vantar tilfinnanlega
íjósmerki í Hvaif jörb
fEnis? Bfifiikll síM, eifi ekki griBfifilafisst, að
araar séa arðnar gisgfisari
Síldveiffarnar í Hvalfirði í vetur liafa opnaff augu manna
fyrir þeirri staðreynd, enn betur en áffur, aff síldin er óút-
sciknanleg í háttum sínum. Lítið Iát virðist vera á veiffun-
utn í Hvalfirffi nú eftir nýáriff, þó að síldin virðist aff vísu
haga sér nokkuff öðru vísi en hún gerði í fyrstu. Tíffinda-
maður Tímans átti í gær viðtal viff einn síldveiðisjómann-
inn, Auffunn Jónssgn háseta á vélbátnum Keili frá Akra-
nesi, en sá bátur var fyrir nýáriff með aflahæstu Akranes-
bátunum.
Óhemjumikil síld, en heldur
sig djúpt.
— Virðist ykkur vera nokk-
urt lát á síldinni?
— Nei, eiginlega ekki. Þó
hagar síldin sér talsvert
öðru vísi nú í firðinum, en
hún gerði í fyrstu. Yfirleitt
heldur síldin sig á miklu
dýpi, svo að erfitt er að eiga
við hana, og ekki er mér al-
veg grunlaust um það, að
eitthvað séu torfurnar farnar
að veroa gisnari nú, sumar
hverjar, en þær voru fyrir
hátíðarnar. En þrátt fyrir
það er alveg óhemju mikil
sí’d í firðinum, þótt örðug-
leikum sé bundið aö ná
henni.
Nœturnar ekki nógu djúpar.
— Eru næturnar ekki nógu
djúpar?
— Nei, fæstir bátar hafa
djúpar nætur, og þess vegna
verða þeir að sæta iagi,
þegar síldin grynnir á sér,
sem oftast er einhvern tíma
næturinnar, stundum alla
nóttina. Hins verður líka að
gæta, þegar kastað er, að
ekki komi of mikið í nótina,
því að síldarmergöin er oft
svo mikil, að við ekkert verð-
ur ráðið, og nótin springur
og rifnar, án þess að skip-
verjar fái nokkuð að gert.
Við höfum til dæmis hvað
eftir annað orðið fyrir því
óláni að rífa nótina. Einu
sinni festum við hana í kaf-
bátagirðingunni, sem liggur
í botni fjarðarins frá Hval-
eyri yfir að Katanesi. Annað
skiptið fengum við svo mikla
síld l hana, að við ekkert varð
ráðið.
Vantar Ijósmerki í fjörðinn.
Ef framhald verður á síld-
veiðunum í Hvalfirði, er nauð
synlegt að komið sé upp hið
bráðasta ljósmerkjum um
fjörðinn, því að hann er nú
að heita má allur í myrkri.
Sérstaklega er nauðsynlegt,
að sett séu ijósmerki á landi
beggja megin við kafbáta-
girðinguna, svo að skip geti
áttað sig á því í myrkrinu,
livar hún er. Þetta hefði
raunar þurft að vera búið að
gera, því að undanfarnar
nætur hafa bátarnir einmitt
| flestir verið að veiðum á
þeim slóðum, sem girðingin
er.
FlutningaörSugleikar valda
áhyggjum.
Almennt mun það álit sjó-
manna, að enn geti veiðzfc
mikil síld í Hvalfirði, en
nokkrar áhyggjur hafa menn
af því, að til langrar lönd-
unarstöðvunar komi vegna
skorts^ á flutningaskipum, ef
.síldveiðin verður ör næstu
daga.
Verðskrár hengdar
upp í búðum
Ástæða er til að vekja at-
hygli almennings á auglýs-
ingu frá verðlagsstjóra þess
efnis, að verðskrá skuli
hanga uppi í öllum sölubúð-
um smásöluverzlana, svo að
viðskiptavinir geti sjálfir átt
að sig á veröi varanna, hverr-
ar tegundar út af fyrir ,sig.
Gildir þetta um allar smá-
söluverzlanir og þá væntan-
lega einnig um fiskbúðir. —
Skráin skal ná yfir allar vör-
ur, sem hámarksverð er á, og
ber að tilgreina hið auglýsta
hámarksverð þeirra og sölu-
verð og á hún að hanga á
þeim stað í búðinni, þar sem
viðskiptavinir eiga auðvelt
með að átta sig á henni. —
Vanræksla skal varða sekt-
um, sem geta orðið háar, ef
ástæða þykir til.
Skip í nauðura statt
út af Japan
Stórt skip með 800 farþega
innanborös er í nauðum statt
undan ströndum Japans, eft-
ir því sem frá var skýrt i
fréttum frá London í morg-
un. Hafði skipið sent út neyð-
arskeyti, þar sem sagt var að
leki sé kominn að því, og
aðeins skjót aðstoð geti bjarg
að farþegunum, sem verði að
yfirgefa skipiö þá og þegar.
Stórsjór og illviðri er á
þessum slóðum, en flugvélar
hafa verið sendar á vettvang
með björgunartæki, en um
árangur er ekki vitaö enn
sem komið er.