Tíminn - 08.01.1948, Blaðsíða 3
SdSSL
TÍlflNN, llmmtudiipjm I. 'jatt. 1M>
\ýjjasta skáldsaga Kr
Félag
FÉLAGI KONA. Skáld-
saga eftir Kristmann
Guðmundsson. Stærð 219
bls. 21X15 sm. Verð kr.
35,00 óbundin.
Flestir menn verða að
meira eða minna leyti fyrir
ómildum dómum, ásökunum
og athugasemdum samferða-
mannanna. Mjög eru misjöfn
viðbrögð manna undir þeim
kringumstæðum. Nokkrir
hafa siðferðisþrek og dóm-
greind til að meta gagnrýn-
ina af hófsemi, viðurkenna
hana og taka til greina að
minna eða meira leyti, en
láta sér annars í léttu rúmi
liggja, hvað um sig er sagt,
Sumir guggna fyrir gagnrýn-
inni, verða beygðir, ófram-
færnir og síkvíðandi, að þeir
séu ekki eins og almennings-
álitinu #þóknast að þeir séu.
SjáJfsagt stafar af slíkum
áhyggjum mikil og margs
konar taugaveikiun. En mörg
um fer svo, að þeim svíður
sárt undan því, sem ómjúkt
er til þeirra lagt, en hugga
sig við einhvers konar ímynd
anir og hugarsmíð á þá lund,
að þrátt fyrir allt, séu þeir
meiri og merkari en gagn-
rýnendur þeirra. í slíkri
sjálfsvörn getur jafnvel hug-
arflug andlítilla manna orð-
ið ærið tilkomumikið, þegar
minnimáttarkennd hrekur þá
á flóttaleiöir og ímyndunar-
aflið gengur þar í þjónustu
sjálf svirðingarinnar.
Stundum eru góðir rithöf-
undar merktir af eins konar
hrakningsárum liðinnar tíð-
ar. Það er eins og þeir séu
vanskapaðir . og mikil æxli
hafi vaxið, þar sem þeim
sveið sárast undan lögum
samferðamannanna.
Þetta kemur mér í hug í
sambandi við Kristmann
Guðmundsson. Víða í bókum
hans kemur fram sú skoðun,
að almenningur mæti þeim,
sem er afbragð annarra að
gáfum og gjörvuleika, með
illgjarnri öfund og meinfýsi,
og vilji gera kjör þeirra sem
allra verst. Þetta er mikill
misskilningur. Þó að illmælg-
in sé aö vissu leyti þjóðarlöst-
ur hér á landi, og alltof
margir hafi yndi af óhróðri
og níði um náungann, er það
þó engu síður þjóðareinkenni
að þurfi einhver þeirra, sem
verið er að hallmæla og ó-
frægja, einhvers með, er jafn
vel rógberinn boðinn og bú-
inn að rétta hjálparhönd og
leysa vandræði hans. En þar
að auki er fjöldi fólks orð-
var og frábitinn lastmælgi
og óhróðri.
Við skynjum lífið og lýs-
um því í Ijósi eigin lífs-
reynslu. Það getur ekki öðru
vísi verið. Þess vegna verða
rithöfundar líka að sæta því
hlutskipti, að vera undir at-
hugun almennings flestum
mönnum framar, — persónu-
lega og sálfræðilega.
Það er oft ekki hægt að
skilja skáldverkið til fulls,
nema út frá persónulegri
reynslu og sálarlífi höfund-
arins.
Því eru rithöfundar stund-
um til umræðu á þann hátt,
að okkur finndist að flestir
ættu að hafa frið fyrir slík-
um rannsóknum á andlegu
lífi sínu.
Kristmann Guðmundsson
er þjálfaður rithöfundur og
. Gnðmuuássonar
i kona
Kristmann Guðmundsson.
Félagi kona ber öll einkenni
þess. Þar eru margar athygl-
isverðar setningar, sumar
spaklegar og aðrar fallegar.
Og þar er sennileg og nær-
færin lýsing á því, hvernig
hjónaband Eggerts Hansson-
ar og annarrar konu hans,
Flóru, fer út um þúfur. Þau
hafa raunar ekki átt saman
og Eggert hirðir hvorki að
iaga sig eftir konunni né
hana eftir sér. Svo er það
allt í einu orðið um seinan.
Hún tekur saman við amerísk
an herforingja og fer. Eggert
er enginn maður til að þola
slikt og legst í stjórnlausan
drykkjuskap og kvennafar í
nokkra mánuði. Sækjast sér
um líkir, og það er því engin
furða, þó að kvenfólk, sem
einkum kemur við sögu Egg-
erts þessar vikur, sé eins og
hann leitar að, allt niðúr í
melluna af lakasta tagi,
þvottastúlkuna, sem heldur
við tvo elskhuga í senn og
segir hvorum um sig að hún
ætli að giftast honum og
hefir af báðum fé, skemmt-
anir og skrautklæði.
Þessi hrakningssaga Egg-
erts Hanssonar er ekki glæsi-
leg. Hann reynir að gleyma
sjálfum sér. Einveran er hon-
un kvöl, sem hann óttast.
Hann drekkur sig fullan og
svalar kynhvötinni, en alltaf,
þegar hann veit til sjálfs sín,
sezt að honum tómleiki og
nagandi lífsleiði. f sögulok
hefir hann fundið konu, sem
hann virðist telja sér trú
um, að sér henti að búa með,
en slíkrar konu hefir hann
einmitt verið að leita.
Því hefir verið haldið fram
í ritdómi, að þessi saga væri
sérstaklega sálfræðileg saga
um konuna. Hún er það ekki,
ekki fremur en t. d. baráttu-
greinar stjórnmálamanna eru
sálfræöileg skýring á höf-
undum sínum. Yfirleitt er al-
veg gengið fram hjá því að
lýsa sálarlífi þeirra kvenna,
sem við söguna koma, þó að
holdslyst og hvílubrögðum
séu gerð sæmileg skil. Það
er eiginlega bara hin sjúka
sál Eggerts Hanssonar, sem
reynt er að lýsa og skýra.
Draumur um týnda æsku-
ást gengur eins og rauður
þráður gegnum margar sög-
ur Kristmanns. Ekki skal því
neitað að tilfinningalíf og
.allt sálarlíf ungs fóks geti
komist við af vonbrigöum í
áatum, en altaf stafar þó
meginhætta frá sjálfsblekk-
ingu og sjúkri ímyndun. Það
er nóg til að draga hraust-
ustu menn til dauða, að þeir
Finnskur íslands-
vinur látinn
Arnold Nordling prófessor
í norrænum fræðum andaðist
fyrir skömmu.
Tíðindamaður blaðsins
sneri sér til Jóns Helgasonar
prófessors og lét hann góðfús
lega blaðinu eftirfarandi ævi
atriði Nordlings prófessors í
té.
— Arnold Nordling prófes-
sor var sænskumælandi
Finni. Á yngri árum lagði
hann stund á Norðurlanda-
mál, einkum fornsænsku og
samdi hann rit innan þeirra
vébanda. Rannsóknir Nord-
lings á fornsænsku beindu
huga hans að íslenzku og ferð
aðist hann til íslands, til
þess að kynna sér máliö og
dvaldi þá hjá sr. Ófeigi í Fells
múla á Landi í Rangárvalla-
sýslu, tókst með þeim traust
vinátta.
Arnold Nordling náði svo
góðum tökum á íslenzku, að
hann talaði hana reiprenn-
andi og til æviloka var hann
einlægur íslendingur, var
heimili hans opið öllum
íslendingum, sem til Helsing
fors komu.
Nordling var alltaf sérstakt
ánægjuefni ef íslendingar
sóttu hann heim. Hann var
fyrsti maðurinn, sem stofn-
aði námsskeið í nútímaís-
lensku við Helsingforshá-
skóla og mun nemendum j afn
an hafa orðið hlýtt til ís-
lands, þótt fæstir ættu kost
á að fara þangað.
Fyrir nokkrum árum samdi
■ég, ásamt Færeyingnum Ján-
usi Össurssyni litla kennslu-
bók í íslenzku, sem ætluð var
Færeyingum. Þessi bók seld-
ist um tíma, helzt til Finn-
lands, því Nordling notaði
hana sem kennslubók á ís-
lenskunámskeiðum sínum.
Arnold Nordling var kvænt
ur norskri konu, sem einnig
var málfræðingur, kenndi
hún um tíma norsku við
Helsingforsháskóla. Mikill
harmur er nú kveðinn að
húsfreyju Nordlings, en þau
hjón unnust hugástum.
Skömmu eftir stríðslok var
Nordling skorinn hættuleg-
um skurði, leikur mér grun-
ur á, að hann muni hafa
þjáðst af krabbameini og sá
sjúkdómur hafa leitt hann
til bana. Mér er ekki kunn-
ugt um einstök æviatriði
Norlings en hann var maður
á bezta aldri er hann lézt.
Fregn frá Helsingfors
hermir, að íslenzka konsúlat-
ið í Helsingfors hafi heiðraö
minningu Norlings prófessors
með því að senda fallegan
krans til kistu hans.
O. G.
trúi því sjálfir, að þeir séu
særðir til ólífis. Að sama
skapi er það höfuðatriði,
hvort menn líta á andleg
mein sín. sem smárispur eða
ólæknandi holundarsár. Það
er heldur enginn hégómi,
hvort menn trúa því, að til-
hneigingar sínar séu duttl-
ungar eða ástríður.
Fátt er algengara en það,
að menn huggi sig við það,
að ólán sitt sé að kenna
meinlegum örlögum. Þá telja
þeir sér trú um, að hefðu
ytri atvik lagzt dálítið öðru
vísi hefðu þeir orðið allir
aðrir menn, farsælli, meiri
og betri. Þessi sjálfsblekking
getur verið bundin við það,
(Framhald á 6. síðu)
Verðskulda skipverjar á
Björgu ekki viðurkenningu?
„Góðrn* fiskibátur væri bezta og kær-
koisiisasta viðiirkcniiingin“
Um fátt er meira rætt og
ritað þessa dagana en hina
óvæntu björgun skipshafnar-
innar á Björgu frá Djúpa-
vogi og hina sérstæöu hrakn-
ingasögu fjórmenninganna,
sem lengi mun í minnum
höfð. Hin yfirlætislausa fram
koma skipbrotsmannanna og
óbilandi kjarkur hefir vakið
athygli blaðamanna og ann-
arrá, er haft hafa tal af þeim.
Varla hafði hinn ungi skip-
stjóri, Sigurður Jónsson, stig-
ið fæti á fast land, er hann
fór að hugleiða á hvern hátt
hann gæti komizt yfir bát í
stað Bjargar, sem hann hafði
vonað að hagnast á, á kom-
andi vetrarvertíð á Djúpa-
vogi.
Ég, sem þessar línur rita,
er persónulega kunnugur Sig
urði Jónssyni slcipstjóra, svo
og Sveini Þórðarsyni, sem
báðir eru óvenjulegir dugn-
aðarmenn. Þar sem ég er
Norðfirðingur, eins og Sigurð
ur, hefi ég fylgst vel með sjó-
mannsferli hans allt frá því,
er hann hóf sjómennsku á
mótorbátum innan við ferm-
ingu, sem fullgildur háseti.
Sigurður var fyrii vinna blá-
fátækra foreldra og fjölda
yngri systkina. Um tvítugs--
aldur var hann ráðinn for-
maöur á Björgu og reyndist
hann aflasæll og dugmikill
sjómaður. Slíkri tryggð tók
hann við bátinn, sem jafnan
þótti afburða sjóskip, að
hann réðist í það að kaupa
hann s.l. sumar, þrátt fyrir
lítil efni, en lagði fram til
kaupanna sinn síðasta eyri.
Útgerðin hafði ekki fært hon
um teljandi tekjur, þar sem
mjög miklir erfiðleikar voru
á sölu fiskjar á Austfjörðum
s.l. sumar vegna vöntunar á
hraðfrystihúsum. Vetrarver-
tíð frá Djúpavogi var á tíma-
bili talin gefa góðar tekjur,
þar sem fiskur var jafjjs.n
nægur og stutt á miðin og
sóttu þangað bátar frá öðr-
um verstöðvum Austanlands.
Eftir nokkur aflaleysisár lagð
ist útgerð að mestu leyti nið-
ur frá Djúpavogi, og vorjiþá
útgerðarhúsin tekin til ann-
arar notkunar. Síðustu ár hef
ir þetta færst), fyrra horf og
hefir fiskafli á þessum mið-
um verið mjög mikill ejSfrútr
gerð á mótorbátum nær
engin. Nú hefir aðstáðá: L
landi til móttöku á fiskí ver-
ið bætt allmikið og nokkrir
ungir dugandi sjómenn ráðist
í það að kaupa mótorbáta.
Sigurður Jónsson og útí^rð-
arfélagi hans eru meðal þess
ara ungu athafnamanna, en
missir Bjargar hefir nú
stöðvað áform þeirra og
standa þeir nú eftir stór-
skuldugir á þeirra mæli
kvarða og án nokkurs at-
vinnutækis. Hið fámenna
byggðarlag hefir einnig orð-
ið fyrir tilfinnanlegu tjöhi
við missir atvinnutækis, sem
veitt hefði 10—12 manns at-
vinnu í vetur.
Góðir íslendingar — ber
okkur ekki að hlaupa hér und
ir bagga og leggja fram í sam
einingu nokkra fjárhæð, til
kaupa á bát handa fjórmenn
ingunum, sem allir eru stað-
ráðnir í þvi að sækja gull í
greipar Ægis af enn meiri
krafti en áður, þrátt fyrir
undangengnar raunir. Okk-
ur ber skylda til að véita
mönnum þessum viðurkenn-
ingu og væri ekki sómasam-
legur fiskibátur bezt og kær-
komnasta viöurkenningin?
Rikisstjórnin á nú i smíð-
um allmarga 35 smálesta
báta í skipasmíðastöðvum
víðsvegar um landið og munu
nokkrir þeirra óseldir. Bátar
af þessari stærð munu vera
mjög lreppilegir til útgerðar
á Djúpavogi miðað við að-
stæður þar og hefir þegar
verið keyptur þangað einn
slíkur bátur og aflaðist mjög
vel á hann í desembermán-
uði.
Ég tel víst, að mjög marg-
ir víðsvégar um landið
mundu fúslega leggja máli
þessu lið með fjárframlögum
og vil ég aö endingu beina
þeirri áskorun til háttvirtr-
ar ríkisstjórnar, — og ann-
arra ráðamanna þjóðarinn-
ar, svo og til dagblaðanna í
Reykjavík, að taka mál þetta
föstum tökum nú þegar og
fylgja því fast eftir, á þann
veg, sem tiltækilegastur þyk-
ir.
Með þökk fyrir birtinguna,
Austfirðingur.
iiVinnuveitendafélag íslands
O
Vinnuveitendafélag Islands vill hér með vekja at>-
hygli félagsmanna sinrj^ á ákvæðum 12. gr. laga um
dýrtíðarráðstafanir nr.. 128,29. des. 1947, en þar segir
svo m. a.: .
„Hvarvetna þar, sem fjárhæð starfslauna eða ann-
arra greiðslna er miðuð við verðlagsvísitölu samkvæmt
lögum, samningum eða á annan hátt, má ekki miöa'
verðlagsuppbót við hærri vísitölu en 300, meðan lög
þessi eru í gildi.“
Samkvæmt þessu lagaböði er öllum vinnuveitendum
óheimilt að greiða staffsmönnum verðlagsuppbót .á-
laun sín í janúarmánuði 1948 og framvegis, meðan
lögin eru í gildi, eftir hærri vísitölu en 300.
Reykjavík, 7. janúar 1948.
Vimmveitendafélag tslands.