Tíminn - 08.01.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1948, Blaðsíða 6
G 5. hhrt GAMLA BIÓ Hátíð í Mexieó (Holiday in Mexico) Bráðskemmtileg og hrífandi söng- og músíkmynd, tekin í eðlilegum litum. — Sýnd kl. 5 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. TRIPOLI-BÍÓ Dnlarfullu morffiin Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára. — Sími 1182 — Kvcndáðir (Parls Underground) Afar spennandi kvikmynd, byggð á endurminningum frú Ettu Shiber úr síðustu heimsstyrjöld. Aðalhlutverk: Constance Bcnnett Gracie Field Kurt Kreuger Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1384. — Félagi kona (Framhald af 3. síðuj að þeir hefðu fengið þessa atvinnu eða stöðu, þessa konu o. s. frv. í sögum Krist- manns er það týnda æsku- ástin, sem löngum verður uppistaða ímyndana af þessu tagi. Eggert Hansson er gáf- að lítilmenni, andlega sjúkt. Meðan einhver kona vill búa með honum og vera honum góð er allt í lagi og hann hefir ósviknar föðurlegar til- finningar til barns síns. En hann hirðir ekki neitt um ahdlegt samfélag við eigin- konu sína, eftir að fyrstu til- raunirnar hafa mistekizt. Þegar hún er farin missir hánn alla stjórn á sér og kastar sér út í leit að ann- arri í hennar stað. Og það léttir ekki yfir þessum sál- ^úka gáfumanni fyrr en Kiann heldur sig hafa eitt- hvaö fast framundan. Þetta er nýjasta saga Krist- manns. Þrátt fyrir mikla rit- höýundarhæfileika er það svíö^ sem hann markar skáld- skaþ- sínum, næsta þröngt. En hér er hlutverkið nánast brot úr sjúkdómssögu, og þó naumast nema lýsing sjúk- dómsins á tímabili. Upptök hans eru hvergi skýrð. H. Kr. TÍMINN, fimmtadagkm «. jan. A. J. Cronin: Þegar angur ég var leyti við hafragrautinn, auk úrgangskáJs og beina, sem hún iætur mig kaupa í aumustu holum bæjarins, þar sem verð- iag er eilítið lægra. en annars staðar. Vesalings mamma .... á mánudagsmorguninn rak hún olnbogann í lampaglas, og þá fór hún hreint og beint að gráta. í kvöld er ég þreyttur, og mig langar til þess eins að sofa. Og ég sofna út frá þeirri hugsun, að ef til vill fái ég að fara tii Antonelli-fólksins með afa að morgni. Ég lék mér oft við Angelo Antonelli, þær vikur sem Gravin var fjarverandi. Ég varð að hafa eitthvað fyrir stafni, og Angelo þótti ævinlega vænt um komur mínar. Hann var fjörmikill og kátur, og hin fögru tindrandi augu hans minntu á litla telpu. Við leiddumst alltaf, þegar við vorum á hlaup- um úti við, og hann táraðist, þegar ég varð að fara heim. Hann var auðvitað eftirlætisbarn. Það var tólf ára ald- ursmunur á honum og Klöru. Hann heimtaði stöðugt leik- föng, sælgæti og ávexti, og hinn blíðlyndi, holdugi faðir hans lét allt eftir honum. Hann mátti vaða um alla búðina eins og honum sýndist, og hann rændi konfekti og perum af meira samvizkuleysi en ég drakk kalt vatn heima á Sjón- rrhóli. Hrópin gengu allan daginn. „Mamma — má ég fá vatnsmelónur?“ — Pabbi — ég vil fá límonaði!“ Einu sinni sagði hann frá því hlæjandi, að hann hefði rekið móður sína á fætur um miðja nótt til þess að sækja egg og kjöt. En hann lauk aldrei því, sem honum var gefið — c-g hann var oft lasinn. Mér leið stundum hálfilla, þegar mér varð hugsað um ein- beittni Gavins og kuldalega hlédrægni, eindregnar lífsskoð- an>r hans og fyrirlitningu á öllu, sem var reikult og vesalt. Ég fann, að Angelo var elskulegt barn, þrátt fyrir dekur, sem hann hafði orðið aðnjótandi. En auk þess var það apinn, sem hændi mig að heimilinu. Ég lék mér oft við hann. Loks ýtti móðir Angelo alltaf undir mig að koma. Þetta fólk hafði orðið að þola lítilsvirðingu annarra, fyrstu árin í Levenford. Þá var það fátækt, en nú var orðið efnað og hélt áfram að efnast. Það var því ekki að furða, þótt hús- móðirin gerði sér glæstar vonir um framtíðina —• ekki sízt þar sem hún var bæði bóndinn og húsfreyjan á heimilinu. Klara var blómleg og þroskamikil stúlka, og samskipti henn- ar við Taddeus Gerrity voru orðin allnáin. Ég var sannfærð- ur um, aö hún brosti því aðeins-framan í mig og gæddi afa á góðu vini og kökum, þegar hann kom í kurteisisheimsókn- ir, að ég var álitlegur nemandi í góðum skóla, auk þess sem ég átti heima við Drumbuckveginn, þar sem embættismenn- irnir bjuggu. Það var ekki svo lítils virði í augum útlending- anna. Ég skal fúslega játa það, að mér var ekki alltaf rótt inn- anbrjósts, þegar ég hlýddi á gort afa, þegar hann ræddi við Klöru og móður hennar, hýr af bezta víni. Þegar móðurinni fannst sér of lítill gaumur gefinn, kom hörkulegur kulda- svipur á andlit hennar, og þótt ég væri aðeins saklaust og grunlaust barn, duldist mér ekki, að hún hélt sér talsvert til fyrir gamla manninum. Ég uppgötvaði meira að segja að hún rakaði andlitið á sér hér og þar. En ekki sást á afa, að hann bæri kvíðboga fyrir neinu. Hann sigldi lífsins ólgusjó eins og tignarlegur krörr í þýðum blæ. Mánuðurinn leið. Svo var það kvöld eitt, að mamma sendi mig fram ganginn til þess að skrúfa betur fyrir gasið, svo aö ljósin væru ekki alltof skær. Það gat pabbi ekki þolað. Þá rakst ég á Kötu. Hún var að koma heim — og það í seinna lagi. „Ert það þú Robbi?“ spurði hún. Mér virtist hún hálf undrandi yfir því, hve dimmt var í stiganum. En röddin var samt hlýleg og vingjarnleg. . Já, Kata.“ Hún stakk hendinni undir arm mér, þegar ég stökk niður af stólnum, sem ég hafði stigið upp á. „Elsku drengurinn minn,“ sagði hún. Ég roðnaði af fögnuði. Kata hafði verið ákaflega góð í seinni tíð. NÝJA BÍÓ Ævintýraómar („Song of Scheherazade") Hin mikilfenglega músíkmynd í eðlilegúm litum. Sýnd kl. 9. Dóttir dalaima Mjög skemmtileg mynd, með skautadrottningunni Sonja Henie og Don Ameche Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIÓ Jól í skógmum Skemmtileg og nýstárleg mynd um ævintýri og afrek nokkurra barna í ástralíu. Aðalhlutverkin leika 5 krakkar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Rabbað um Immaimsraunir (Framhald af 4. síðu) hröktu, heldur góðu heyi. Án þeirra er ómögulegt að þurrka hey hrakningslítið í þvílíku veðri og í sumar. — Nú kemur það á daginn, sem engum datt í hug: Kýrn- ar mjólka betur en búist var við. Það bendir til þess, að heyin séu miklu betri en hald ið var að þau væru.------- Ekki ein báran stök. — Öllum þeim er á kenndu, varð óþurrkurinn, — þótt ein- samall færi, — ærin búmanns raun. Hvað má þá um hina halda: Eyfellinga og ýmsa fleiri? — Hjá þeim urðu á- föllin þrjú. — Vont þótti vik urfallið, — verri óþurrkur- inn, en alverst ofviðrið, sem tók frá þeim töðuna, alla er úti var, meira en mánaðar heyskap. Auk þess sleit það á mörgum bæjum jarðepla- grasið úr görðunum, svo gjör- samlega, að uppskera varð engin. Það varð mörgum þungbært tjón, aukreitis öllu hinu. Öllum mun þaö auðskilið, að ósmá sé nú þörfin fyrir aðkeyptan fóðurbæti, hér á Suðurlandi. Enda mun hann mikið keyptur, ef hvorugt þrýtur: getu bænda né birgð ir verzlana. Ekki geta þau kaup þó talizt girnileg. — Póðurkorn er nú illfáanlegt erlendis. Auk þess er það afardýrt i innkaupi. — Þó finnst mér það fjarrast lagi, hversu verð þess má hækka í meðför>m innanlands. Pram á síðastliðið sumar leyfðu verölagsýfirvöldin, að lagt væri á kornvöru í sekkj- um, 46% af verði hennar toll aðrar og kominnar í hafnar- hús.--------En þá lækkaði Viðskiptaráð hámarksálagn- ingu flestra vara, um fáeina hundraðshluta. — Nú mun heildsala og smáverzlun heim ilt, að leggja því sem næst 38% á kostnaðarverð mat- vöru kominnar úr skipi.---- Þótt fóðurkorn væri ekki Erlcnt yílrlit (Framhald af 5. síðu) fáir kunnu betur að haga orðum eftir kringumstæðum en hann. Þótt Baldwin hefði þannig marga beztu kosti hins lýðsæla stjórn- málamanns, vantaði hann hæfi- leika fQringjans. Hann var yfir- leitt undanlátssamur og tók málin sjaldan föstum tökum. Að eðlis- fari var hann samningamaður og vildi forðast deilur. Honum var ó- eðlilegt að berja í borðið, en gerði hann það á annað borð, munaði um það, eins og t. d. á Carlton- klúbbsfundinum fræga. „Ég get ekki verið að etja kapp við þessa 100 hestaflaheila", sagði hann einu sinni eftir að hafa látið undan síga fyrir Churchill á ráðherra- fundi. En nokkru seinna lenti hann þó í rimmu við Churchill og aðra helztu leiðtoga íhaldsflokks- ins, er töldu hann of frjálslyndan i Indlandsmálunum. Þá hélt hann eina af sínum stóru ræðum og kvað Churchill og fylgismenn hans svo í kútinn, að þeir gáfust alveg upp að sinni. Yfirleitt virtist Baldwin vera frjálslyndur og rétt- sýnn i skoðunum, en hins vegar lét hann oftast undan hinum á- kveðnari, íhaldssamari flokksbræðr um sínum, svo að stjórnarstefnan varð lengra til hægri en stjórnar- formaöurinn sjáifur var. Veilur lýðræðisins. Það var undanlátssemi Baldwins og skortur hans á foringjahajfileik um, er áttu veigamikinn þátt í hrörnun Bretaveldis á árunum milli styrjaldanna. En það var líka einn af ágöllum lýðræðisins, sem þar kom í ijós. Það var ótti al- mennings við sterka forustu og ótti stjórnmálamannanna við að segja þjóðinni sannleikann og stjórna samkvæmt því. Fræg er þessi afsökun Baldwins, þegar hann var ásakaður fyrir það að hafa ekki sagt frá nauðsyn auk- inna hervarna fyrir kosningarnar 1935: Hefði ég þá sagt þjóðinni frá þessu, myndi flokkur minn hafa gertapað kosningunum. Og það var vafalaust rétt. Hug- arfar brezku þjóöarinnar var þá svo fráhverft vigbúnaði og styrj- öld. Þess vegna þagði Baldwin, þótt hann vissi betur. Hann var hinn klóki stjórnmálamaður, en ekki foringi, sem sagði sannleik- ann og tók upp baráttu fyrir því, sem hann taldi nauðsynlegt, þótt það væri ekki vinsælt. Og það er ekki Baldwin einn, sem hefir verið og er undir þessa sök seldur. Svona menn hafa verið til og eru enn til í öllum lýðræðislöndum. Það er einmitt einn helzti veikleiki lýð- ræðisins, að þeir stjórnmáiamenn geta komizt ótrúlega langt, sem segja það, sem kjósendurnir helzt vilja heyra, og leyna þá því, sem þeir þurfa að heyra. Saga Stanley Baldwins er á margan hátt lær- dómsrík um veiiur lýðræðisins. nefnt í þessu sambandi, þyk- ir mér sennilegra, að til þess sé ætlast, að á það sé lagt 38 fremur en 46 af hundraði. — En hvorttveggja er hóflaust með öllu. — Á fóðurkorn og fiskimjöl ætti alls ekki að leyfa um fram 15% sameigin lega álagningu. Það styttist til nœsta sláttar. Þótt hver árstíð helgist einkum sinni önn og enn sé langt til sumars, hugsa ég nú til næsta sláttar. — Hvernig verður veöráttan? — Og hvernig við því séð, að hrakningssagan frá sumrinu sem leið, endurtakist þá ekki?-----Súgþurrkun! seg- ir einhver. — Súgþurrkun er sennilega góð. En miðað við meginþorra búanna mikils til of dýr, bæði í byrjun og framkvæmd. Hún verður í fyrirsjáanlegri nálægð fárra einna eign. Því ræði ég ekki að þessu sinni um hana. Nefn um heldur nærtækari bjarg- ráð. Votheysgerð er svo vanda- lítil, að heita má á hvers manns færi að bjarga heyj- um með henni. Ef ekki skort- ir áhugann er það hverjum kotungi kleift, — og auðvelt efnabændum, -—• að eignast með varinu voitheystóft er taki allt að þriöjungi tööunn- ar. Og væri vel á haldið, mundu kýrnar á komandi vetri, endurborga umbótina, með aukinni mjólk og smjöri! Og hugsið ykkur svo örygg- ið gegn óþurrkunum! —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.