Tíminn - 10.01.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 10. jan. 1948 7. blað Skemmdarverk á Þingvöllum og víöar Þega-r í'uruplönturnar voru gróöursettar á Þingvöllum láusc eftir aldamótin síðustu bárst það í tal meðal þeirra, sem að því unnu, að nú væri plantað furutrjám í spor ýriisra þeirra merkismanna, sem iyrr á öldum hefðu átt þarna leið um. Og ennfrem- ur vár því spáð, að furuplönt- ur’nar, ef þær.ættu langt líf fyrir höndum, mundu draga til Sin marga góða gesti til að gleðjast yfir vexti þeirra og íramíörum. Engum kom tíl hugar að þjófar og skerhmdarvargar mundu hér fremja niðingsverk á furu- trjám, sem af sinni tegund báru nálega af ölfum trjám á’landi hér að fegurð og yndi. Á siðastliðinni j ólahátíð fóárkt sú hörmulega frétt hingað tii Reykjavíkur, að fegurstu trén í furureitnum á Þingvöllum hefðu verið söguó' niður og stolið. Sams konar íðju höfðu þjófarnir skemmt sér við í trjáreitum Við Rauðavatn, í því skyni að gleðja sig við þýfið á jóla- hátíðinni. Svo glæpsamlegt er-þetta athæfi aðundrunsæt ir aö slílct skuli geta átt sér stáð á íslandi. Minnir þetta á hliðstætt níöingsverk, sem sagan geymir frá dögum forn Grikkja, þegar einhverjir ó- þokkar höfðu eina nótt í Aþenuborg gjörspillt mörgum feg-urstu goðalíkneskjum á strætum borgarinnar. Barrtrén, sem upp úr alda- motunum síðustu voru, í fyl’Sta smn gróðursett í ís- léhzkri mold, boðuðu alda- hvörf í ræktun trjágróðurs hér á landi. Þó að þau væru fyrst i stað smávaxin og veik- hyggð urðu þau brátt óska- þofn hinna elztu og beztu fháhha, þeirrar kynslóðar, sém þegar var að hverfa úr sögunni. Mér var vel kunnugt nm' það'. Ánugasamir skógræktar- vinir erlendir stofnuðu fyrst- ir manna til furutrjáræktar hér á landi. Þeir afhentu hana sióan íslendingum sjálf um tíl fósturs. Ekki hefir þó, nema aö litlu leyti, komizt í framkvæmd skógræktarhug- sjönir brautryðjendanna. I maimánu'ði 1946 var ég af tilviljun staddur í furureitn- ura a Þingvöllum. Haf'ði ég þá ekki séð’ hann um 6 ára skeið. Var engu líkara en harna hefðu gengið um vit- skertir menn. Mestur hluti girðingarinnar kringum reit- inn nafði veri'ð tekinn í búrtu, eða þar sem hennar var mest þörf. Fólk gat því vaðið inn á trjáræktarsvæð- io hindrunar- og eftirlits- iaust. Berki var sums staðar snarkaö af greinum, sem höfðu vaxið með jörðu. Þá sást að greinar voru snúriar í sundur af handafli, eða skorn ar' sundur um miðju, jafnvel rifnar írá aðalbolnum. Áður en ég íór frá Þingvöllum 1940 var búið að gróðursetja all- mikið af barrviðarplöntum, hér og hvar í rjóður milli fúrunnar í reitum. Allar voru þær riú horfnar. Sennilega látið lifið undir stígvélahæl- um íólksins. Það var ekki hægt að sýna nýgræðings skógarplöntum áþreifanlegri fyrirlitningu, en þannig lag- að. Við þetta bættist svo, að skógræktin hefir, að sögn, lát ið sækja bílhlöss af furugrein Eítir GufSasnamel Ðavíð§son um úr reitnum á Þingvóllum og við Rauðavatn til að selja okurverði í Reykjavik. Vel má vera að þetta hafi gefið furu þjófunum byr í seglin. Meðan ég dvaldi á Þingvöll um, um nokkurt árabil, voru gróðursettar allmargar furu- plöntur hér og hvar um hraunið. Mér gafst ekki tæki- færi 1946 að athuga, hvort nokkuð sæist eftir af þeim. Þó virtist lítill furureitur vest an við Flosagjá líta sæmi- lega út. Gróðursetning furu- plantanna var gerð að vorinu. Þegar gestir fóru að koma austur á Þingvöll nokkrum vikum síðar bar það iðulega við að þeir tjölduðu, að nSet- ur lagi, á nýgróðursetta svæð ið og eyðilögðu um leiö ung- plönturnar svo tugum skipti. Venjulega var það ekki vin- sælt verk að fá menn til að færa sig með tjöldin á- ann- an stað. Loksins fékkst því framgengt að menn, sem ósk- uðu eftir tjaldstæði þar eystra fengju afmark.aðan flöt á Efrivöllunum undir tjöld sín, til þess að komizt yrði hjá að skemma trjá- plönturnar vegna tjaldanna. Nú er sagt að þessari reglu sé hætt að mestu, eða öllu leyti og að hver megi óátaliö velja sér tjaldstæði, hvar sem honum líkar bezt út um hraunið. Þó að gróðursetning trjá- plantna á bersvæði sé vand- lega af hendi leyst, getur samt komið fyrir að þær deyi af náttúrunnar völdum. Geta ýmsar orsakir legíí til þess. En deyi þær út af mannavöldum er það engin afsökun fyrir neinn. Árum 'saman þarf á hverju vori að laga ungu trjen og hlúa að þeim, ef frostið hefir ýtt þeim upp úr moldinni, eða snjór beygt þau útaf. Skemmdarandi hjá mörgu fólki, ungu sem gömlu, lifir oft eins-og falinn eldur og getur brotizt út, þegar minnst varir öðrum til skaða og skapraunar ef ekki er reynt að reisa skorður viö því í tíma. í því sambandi má minna á spell, sem framið var á trjágróðri í Hljómskála garðinum hér í Reykjavík í vetur, að ógleymdum brjál- æðisköstum sumra æsku- manna á hverju gamlárs- kvöldi, í seinni tíð hér í Reykjavík, þegar friðsamir borgarar eiga á hættu að missa bæði líf og limi, ef þeir koma undir bert loft síðasta kvöld ársins, vegna óaldar- lýðs borgarinjiar. Skyldi því engan furða á því, að feg- urstu furutrén á Þingvöllum og við Rauðavatn verði fyrir þungum búsifjum. Undanfarin sumur, meðan dagur er langur, sól í heiði og veðurfar hlýjast er undir- búningur undir svalviðri vetrarins í algreymingi hjá öllu fólki í landinu, sem vinn- ur að ræktun og eldi jurta- lífsins. En á meðan fólkið starfar kappsamlega að fram leiðslunni um allt land sækir fjöldi af ungu fólki í Reykja- vík einhverjar hinar fánýt- ustu skemmtanir, sem eru á boðstólnum hér í bæ, í hið svonefnda „Tívoli“ og lætur þangað flesta aura, sem það getur við sig losað. Má segja að þar mætist auragirnd og skemmtanafýkn. Þegar svo skuggar skammdegisins fær- ist yfir borg og bæ heldur yngra fólkið áfram að seðja skemmtanaþrá sína, sem brýst svo út í æöisgenginni brjálsemi síðasta dag árs- ins til skaða ojtskammar fyr- ir bæjarfélagið og þjóðina í heild. En því skyldi þó ekki (Framhald á 6. síöu) Hlutverk útkjálkabyggðar Það, sem bezt mun hafa verið fylgst með af því, sem útvarpið hafði frá að segja undanfarna d^ga, er björg- un skipbrotsmannanna af togaranum Dhoon, Ekki vegna þess, aö svo sjaldgæft sé að heyra um mannalát og slysfarir. Það gerir þennan atburð sérstaklega eftirtekt- arverðan, hversu strandstaö- urinn var ömurlegur, og hvað mikla hetjudáð þeir hafa drýgt, sem þa-rna höfðu for- sjá fyrir og fremst gengu að verki. Þessir menn hafa alizt upp við hörð lífskjör á einum út- kjálka lands vors, sem að sumra dómi- ætti ekki að haldast við byggð á. En hefðu nú menn farið um klökug hengiflugin ofan af bjargrót- um, þar sem stórbrimið svall á aðra hlið, til þess að hrifsa hina nauðstöddu menn úr greipum dauðans, ef þeir hefðu ekki veriö margreynd- ir í viðureign við hin harð- lyndu náttúruöfl? Sem í senn þroskar hugkvæmri hreysti í hættunum. Skyldi ekki einhvers verða vant í hina íslenzku þjóðarsál ef út- skagabyggðin, með harð- býli, tign sinní og fegurð eyddist af mannfólki, og væri aöeins heimsótt af ferða fólki frá þéttbýlinu úr bæj- um og byggð í „orlofi“, þeg- ar verst stæði á? Nú er allt mæltí„gjaldeyri“. Þó við það sé miöaö, er hlutur útkjálkanna sízt lítill. Til geta verið býli, sem leggja mætti niður, en alltaf finnst mér landið smækka við þaö, og að miklum mun, þegar flotinn verður svo mikill, að heilum sveitum liggur við auðn. Metnaður og manndómur væri, að láta hinar afskekktu byggðir njóta góðs af tækni tímanna um símasamband, samgöngur á sjó og landi, eft ir því semviðáá hverjum stað og stuðning til annara fram- kvæmda. Mundi það milda lífskjörin, svo að hægra væri að standa af sér hin ströngu él, er oft hafa nærri gengið. Væri þá að einhverju metið starf þessara útvaröa byggð- anna umhverfis landið. Mundi þá hróður þess fólks berast á öldum ljósvakans innyfir bæi og byggð og útyfir höfin, eins og hetjudáð þeirra, sem björg uðu skipsbrotsmönnunum af hinum enska togara. Strandamaður. Ég ætla a3 láta ykkur sjá nokkra botna, sem mér hafa borizt fyrir hann rímarar Þeir eru við þetta upphaf: Áfram glysast andhælis öld með visin bægsli. Valdimar Benónýsson á Ægissíðu hefir sent okkur þessa tvo: Mold á risin ráðleysis rótar gisið æxli. og: tóbaksysju tottaf gis tærð meö bris og æxli. „Einn úr Eyjafirði" skrifar á þessa leið: „Svo virðist sem þrautapartur- inn í baðstofuhjalinu um bægslið hafi hlotið allgóðar viðtökur, þótt K vandi ekki höfundi kveðjurnar fyrir þetta sálarfóstur. Samt verð- ur það að viðurkennast að höf- undi hafi bezt tekizt að fullkomna sköpunarverkið og er það ekki nema voniegí,. Ég er ekki mikili hagyrðingur en þó langar mig til að fljóta hér með og senda einn botn. Hann er svona: Held ég mistök hérlendis hóflaust glysið æxli.“ Svo er hér úr þriðja bréfinu, en það hefir Þórarinn Þorleifsson í Skúfi skrifað: „Af því að ég bý í baðstofu á gamla móðinn langar mig til þess að skjóta orði til þín. Að ég búi á gamla móðinn þýöir nú raunar að- allega það, að ég sitji á sama end- anum eins og svo margir á undan mér, bæði andlega og efnalega. Ég hefi nú að vísu útvarpið, og mundi það bæta andans hag. Sá galli er á, að nú eru svokölluð „synibatterí" ófáanleg, en ef þau vantar heyrist ekki í þeim tækjum, sem gerð eru fyrir þá innréttingu. Mér er sagt að afnotagjaldið muni verða inn- kallað á sínum tíma, þó að svona sé að notendum búið. Það kemur líka stundum fyrir með „Tímann“ að hann — já, hvað á ég eiginlega að segja? Að hann komi ekki alltaf eða að það vanti stundum í hann. Já, svona er því einmitt farið með Tímann hans nafna mins, að hann heldur ekki alltaf réttum gangmálum hér í fásinninu. En hinn tíminn. Bless- aður vertu Pétur minn. Jú hann liggur ekki niðri en staulast áfram í blíðu og stríðu. Núna hefi ég ný- kominn „Tíma“ með tveim vísu fyrripörtum, sem þú vilt láta slá botna í. Sá fyrri á að vera aldýr sléttubönd. Það held ég að geti þó naumast orðið þegar fyrri hlut- inn er aðeins frumhendur. Mér kom í hug að hafa endinn svona: Mæðist Fjandi, semjist sök, signist þjóðar hættir. Ég vil ekki segja: Græðist vandi, af skiljanlegum ástæðum og hef það þá bara svona. Þarna held ég að sé rímað orð við orð en vísan er frumhend sléttubönd en ekki aldýr. Oddhenduna mætti botna þannig: Byrða gisin bragmælis ber óvisið æxli = stórt mein eða galla, því þetta er argasta hnoð. Líka svona: Tímans bisast mörg á mis mála kvisan rangsælis. Þó ég hafi nú skrifað þetta — eða klórað á blaðið, er engan veg- inn, víst að ég sendi þér það Pétur minn, en sting því kannske undir endann. Fari sanit svo, að ég sendi blaðið, skulu fyigja með góðar ósk- ir um gleðileg jól og gott nýtt ár með þökk fyrir sumt sem hjalað hefir verið í baðstofunni. Skúfi, 21. des. 1947.“ Sn. J. sendi þessar línur: „Gamall Hafnfirðingur sendir mér vísu, svo meinlausa sem nokk- uð getur verið, í því skyni, að ég „komi henni á framfæri hjá góð- um mönnum." Ég tel nú efalaust,. að Pétur landshornasirkil beri að telja í þeim hópi, og þar sem hann er líka mikill vísnamaður (sem ég tel honum stórlega til gildis), liggur þá ekki beint við að senda honum stökuna? En hún er svona: Virki um bæ sinn Gunnar gerði, gölluð þó að hleðslan sé; Maðurinn þangað hugarherði af haugnum flutti byssu úr tré. Þar með þykist ég hafa rekiö erindi gamla mannsins." Fyrst farið er að birta meinlaus- an öskuhaugakveðskap, ætla ég að lofa þessum stökum að fljóta með, höfundur ekki tilgreindur, fremur en sá gamli í firðinum: „Út hjá haugum öskunnar opnast fullii’ munnar, snarplega þreyta snerrur þar Snæl|jörn enski og Gunnar Þeir hafa kosið vegleg vé, vasklega barizt geta, þótt í byssur brúkist tré, bregst þeim ekki að freta.“ Pétur landshornasirkill. » li HUÐIR OG SKINN crn £i9i í háii verði. Gætið |iess því || ♦♦ ♦♦ að liirtFa vel allar slíkar vörnr og U I afkenda |»:er kaapfélagi yftar. Þér « :: mumifB sanna, aö þar veröur, eins :t og fyrr, liagkvæmast verö að fá. U u SAMBAND ISL. SAMVINNUFELAGAh H :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: ii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.