Tíminn - 10.01.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1948, Blaðsíða 6
6 gfWPiN, te.«g»r<»itjcua Jli. fcm, 3MC T GAMLA BIÓ NÝJA BIÓ Erlent yfirlit A. J. Cronin: Prinsessaii og vilcadreMgarinn (Her Ilighness and the Bellboy) Amerísk kvikmynd. . Hedy Bamarr June Allyson Robert Walker Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOU-BÍÓ Aldrei aft víkja („Coloncl Effinghams Raid“) Amerísk kvikmynd frá 20th : Century-Pox. Myndin er byggð ; á samnefndri metsölubók eftir Barry Pleming. Aðalhlutverk: Charles Coburn Joan Bennett William Eythe Allyn Joslyn Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1182 — Ævintýraómar („Song of Scheherazade") Sýnd kl. 9. Fagri Blakknr Falleg mynd og skemmtileg eft- ir samnefndri hestasögu, eftir Ann Sewall, er komið hefir út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Mona Freeman Richard Denning og hesturinn Fagri Blakkur Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ Fiiin á flótta (Odd Man Out) Þessi áhrifamikla og vel leikna mynd með James Mason í aðalhlutverkinu verður sýnd á ný. Bönnuð innan 16 ára. Jól í skógiimm Skemmtileg og nýstárleg mynd um ævintýri og afrek nokkurra barna í ástralíu. Aðalhlutverkin leika 5 krakkar. Sýnd kl. 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Kvendáðir (Paris Underground) Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Kúrekiim og hesturinn hans Skemmtileg kúrekamynd með Roy Rogers og Trigger. Sýnd kl. 5 og 7. — Sími 1384 — Tíminti Enginn getur fylgzt með tímanum nema hann lesi Tímann. Bezt er að gerast áskrif- andi strax og panta blað- ið í síma 2323 Skemmdarverk (Framhald aj 4. síðu) gleymá að eldra fólkið á jafn- an sinn drjúga þátt í fram- ferði hinna yngri. Væri ekki viturlegra að bæjaryfirvöld- in gerðu eitthvað til að beina huga æskulýðsins frá „Tivóli“-skemmtunum, * að vekja hjá honum ánægju og til gróðurmaidarinnar, og skemmtun, við það að hjálpa náttúrunni, á hlýjum og björtum sumardögum, til að skapa og vernda álíka gróð- ur og þann, sem brotinn var og traðkaður niður á ári því, er síðast var kvatt svo eftir- minnilega. Hér um árið átti bæjar- stjórn Reykjavíkur kost á því að láta æskufólk i alþýðuskól um bæjarins, læra skógrækt og hlúa að tr^ágróðri, ef hún, i’'því skyni, vildi leggja til éinn hrjóstrygasta blettinn við útjaðar bæjarins. En við það var ekki komandi. En all mörgum árum síðar tók hún þáðum höndum á móti „Tivóli“, þegar það kom til sögunnar. • Skal þá vikið aftur að furureitnum á Þingvöllum. /Etti með engu móti að taka úr honum, eða öðrum sams konar tilraunareitum, grein- ar eða trjáboli, í því skyni að selja þá. Furusala á ekki að gefa tilefni til þess að ein- stakir menn ágirnist þenna trjágróður meðan hann er í bernsku, eða meðan hugs- unarháttur sá ríkir, hjá fólki, sem lýsir sér i-undanförnum skemmdarverkum. Beri nauð syn til að grisja trén í furu- reitunum ög hreinsa úr þeim gallaðar plöntur ætti annað- hvort að dreifa þeim yfir jarð veginn á sjaönum, eða brenna! Eftir þeirri .reynslu, sem fengin er um stuld og skemmdir í furureitnum á Þingvöllum og við Rauðavatn, ætti héreftir að hafa vörð við reitina undan hverjum jólum, til þess að hafa hend- ur í hári skemmdarvarganna ef þeir kynnu að gera þar vart við sig. Brimabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðs- mönnum, sem eru í hverj- um hreppi og kaupstað Vúmið ötullega að útbreiðslu Tíniaus. (Framhald af 5. síðu) margar, sem hafa slík kjör í Sovét- ríkjunum. En það er líka mjög algengt, að konan vinni úti, og einn ig börnin strax og þau fá aldur tii. Og þá verður heimilið betur set!. M. a. fær kona, sem vinnur úti, líka mun meiri matarskamnu. en kona, sem vinnur á heimili sínu. Matarskammturinn i Sovécríkjun- um er mjög misjafn og fer eftir því, hvort menn eru faldir vinna i þágu framleiðslunnav eða eKki og ennfremur eftir því hvemu þýð- ingarmikil störfin eru taitn í þágu framleiðslunnar. Þanjiig fá fag- Jærðir verkamenn hærri inatar- skammt en ófag’æ-ðir menn. — Enn meiri matarskammt fá hers- höfðingjar, háttsettir optnberir starfsmenn, rithöfundar og aðrir þeir, sem eru vel seðir hjá stjórn- inni. Þá fá faglæröir verkamenn muu hærri verkalaun en ófaglærðir menn, og verkamenn, sem afkasta sérstaklega miklu, geta kom- izt upp í 5000 rúblna mánaðar- laun. Launakjör eru óvíða eins misjöfn og í Sovétríkjunum o? sama gildir um flest hlunnindi. Meðhaldsmenn rússneska skipu- lagsins halda því oft franí. að verkamenn í Rússlandi hafi m. a. þau hlunnindi umfram verkamenn annars staðar, að þeir búi við miklu lægri húsaleigu. Þetta er rétt, en þess ber lika að gæta, aö oftast nær er húsnæðið ekki sam- bærilegt. Verkamaður í Svíþjoð hefir oftast eigin íbúð með 1—3 herbergjum, auk eldhúss. Ivan Ivanovitsj og hans úkar verða yf- irleitt að búa þannig, að margar fjölskyldur haía aðgang að sama eldhúsinu og oft hafa þær ekki sérherbergi, heldur verða að búa tvær eða þrjár í sömu stofu. Láglaunaður vsrkamaður I S\’í- þjóð hefir um 350 ):r. sænskar í mánaðarlaun. Þegar hami er bú- inn að kaupa fyrir það svipað vörumagn og allur skammtur Ivans fjölskyldunnar er, hefir hann enn eftir 280 kr. eða um 80% aí mán- aðarlaununum. Ivan hefir hins vegar ekki eftir nema 10%, þegar hann er búinn að kaupa þetta vörumagn. — Þetta talar sínu máli um kjör láglaunaðra verkamanna í Svíþjóð og Rússlandi. Ýmsa mun undra, að ekki er gert ráð fyrir því hér að framan, að Ivanfjölskyldan kaupi neina mjólk. Mögulegt er þó, að dreng- irnir geti fengið mjólk, ef þeir borða morgunverð í skólanum, en fyrir það yrði Ivan að borga nokkr- ar rúblur á dag. Fullorðnir fá yfir- leitt ekki mjólk í Rússlandi. Afnám skömmtunar- innar misheppnuð. Eins og áður hefir verið sagt frá var skömmtunin afnumin í R.úss landi um miðjan síðastliðinn mán- uð. Jafnframt var þá ákveðið nýtt verð, sem er hærra en verðið á skömmtunarvörunum var, en hins vegar mun lægra en verðið var á frjálsa markaðinum Pyrir Ivan og hans líka gerir petia afkom- una enn lélegri en hún var áður. Hins vegar bætir hún aðstöðu þeirra, sem keyptu vörur á svarta markaðinum. Ýms merk blöð, einr, og „Daily Telegraph“ í London og „New York Times“ hafa birt fregnir um það, um og eftir áramótin, að afnám skömmtunarinnar í Rúss- landi hafi farið mjög í handaskol- um. Síðan hafi verið þar mikil skortur á ýmsum vörum, því að þeir, sem áður seldu á frjálsa mark aðinn, haldi vörunu.n ýmist til baka eða reyni að selja þær leýni- lega. Hefir þetta gengið svo langt, u'&' þetta hefir veriö gagnrýnt í „Pravda“. Þegar ungur ég var „Þú ræður því auðvitað, hvort þú tekur þetta ítalska hyski fram yfir mig ..... Mig langar til þess að fara upp á Gjólu- klett — þú getur komið með, ef þú vilt. Ef þú vilt það ekki, skaltu bara fara til Angelos.“ Varir hans skulfu; og hann horfði nístandi köldum augum ú( í bláinn. Það var eins og mér hefði verið gefið utan undir. Mig langaði til þess að öskra það framan í hann, að þetta væri allt á misskilningi byggt, og mig langaði líka til þess að sárbiðja hanri um ofurlitla tilhliðrunarsemi. En ég gat það ekki, því að mér fannst hann gera mér rangt til. Og það fyllti mig þrjózku. Ég svaraði engu. í nsestu andrá skálmaði hann brott. Ég var utan við mig af sorg yfir því, að við skyldum allt í einu vera orðnir óvinir. En ég hélt samt áfram niður í bæinn. Angelo var ekki síður sorgbitinn en ég þennan dag. „Nikolo er veikur — fárveikur,“ sagði hann. Hann sagði mér alla söguna með grátstafinn í kverkunum. Klara, Klara, sem var svo vond — hún átti alla sök á þessu öllu. Vitalino lá oft tímunum saman á bæn í kirkju hinnar lieilögu engla, einkum á kvöldin, og hann var vanur að láta Nikolo út í garðinn, áður en hann fór, svo að hann gæti andað að sér hreinu lofti. En hann skildi ævinlega eftir opinn gluggann, svo að Nikolo kæmist inn, ef honum þætti eitthvað að veðri. Fyrir tveimur kvöldum hafði gert hræði- legt þrumuveður, og Klara hafði flýtt sér að loka öllum gluggum, svo að gluggatjöldin blotnuðu ekki. Vitalino var í kirkjunni, og búðin var harðlokuð, svo að vesalings Nikolo komst hvergi inn Þegar Vitalino kom heim, klukkan ellefu um kvöldið, fann hann apann holdvotan í einu hnipri úti í garðinum. Ég fór inn með Angelo. Heimilið var allt í uppnámi. Hús- móðirin var frammi í eldhúsi — stóð þar við bala, mjög annars hugar, og vatt klúta upp úr heitu vatni, Klara lá á grúfu á legubekknum i stofunni og fól andlitið í höndum sér. Vitalino straujr apann sinn linnulaust, og húsbóndinn stóð yfir honum, hnugginn í bragði. Apinn var ekki í körfu. sinni — hann hvíldi í hinu stóra, rnjúka rúmi Vitalinos og var hlaðiö að honum svæflum og hægindum á báðar hliðar. Hann var með mjúka ullarhúfu á höfði og í hlýju vesti. Andlit hans var ákaflega hrukkótt — hrukkóttara en nokkru sinni fyrr. Hann skalf allur, svo að tennurnar glömruðu í munni hans, og hann leit áhyggju- íullum augum frá einum til annars. Vitalino nuddaði lyktarmikilli olíu á brjóst hans og tautaði í sífellu fyrir munni sér, stundum við sjálfan sig, stundum vð apann, en oftast beindi hann -ásökunaraugum til Anton- ellis. Ég leit spyrjandi augum á Angelo, sem hættur var að vola og horfði agndofa..á það. sem fram fór. Btasun. laut nú að mér og hvíslaði í eyra mér: „Vitalino fræiMR «egir, að þetta sé hegning guðs — við faöf.um. gleymt algBfcfetagum og aigóðum guði. Pabbi hugsi of mikið um að græða verzlun- ínn, mamma hUgSl Of Tniktð nm -ffn fnl inilri« nm karlmenn. Hann segir,.að hann og Nikolo hafi aflað fyrstu eigna okkar, þegar viö höfðum ækki..einu sinni 1 evanginn á okkur. Og hann segir., að hamingjan snúi við oltEur bakinu, ef Nikolo deyi.“ Húsmóðirin kom inn með rjúkandi ullarkláta og rétti Vitalino þá með auðmjúku látbragði. Klara læddist líka inn í herbergið, föl á vangann og rauðeygð. En það bólaði ekki á því, að apinn hresstist við alla þessa aðhlynningu. Og allt í einu fórnaði Vitalino höndum og hóf langa ræðu, sem flæddi saman í einn óstöðvandi orðastraum. „Hann segir, að við verðum að sækja lækni,“ sagði Angelo' við mig, hér um bil upphátt, — „bezta lækninn í bænum. Klara, sem á sök á þessu öllu, á að sækja hann undir eins.“ Klara reyndi að andæfa. „Hún segir, að enginn læknir muni fást til þess að koma x sjúkravitjun til apa. Hún vill reyna að sækja dýralækn- inn,“ sagði Angelo. Ég sá það undir eins á glampanum í augum Vitalinos, að ekki myndi stoða að sækja dýralækni. Angelo kinkaði kolli til mín. „Já,“ sagði hann. „ÞaS^verður umfram allt aö vera venjulegur læknir. Við borgum — sama hversu mikils hann krefst. Við látum allt, sem við eigum, ef þess gerist þörf. Og það verður að vera bezti læknir bæjarins.“ Klara var farin að gráta, en samt lét hún á sig hattinn og stakk fúlgu af peningum í vasa sinn. Síðan rölti hún af stað. Við störðum öll á apann, nema Vitalino, sem kraup á kné, fól andlitið í höndum sér og baðst fyrir. Klara kom aftur að hálftima liðnum — alein. Vitalino

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.