Tíminn - 11.01.1948, Qupperneq 2

Tíminn - 11.01.1948, Qupperneq 2
z 2 / > v' ,* ’i' r r r ■» ire .1' / '*' vc TÍMINN, mánudaginn II. jan. 1948 % ''' i >: 8. blað ^drcí degi tii cL ci m í dag: Sólin kom upp kl. 10.06. Sólarlag kl. 15.10. Árdegisflóð kl. 6.05. Síð- degisflóð kl. 18.22. í nótt: Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. Næturlæknir er í læknavarðstoíu læknafélagsins í Austurbæjarskólg.num, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unní, sími 1911. Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpshl jómsveitin: Dönsk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veg- Úin. (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.05 Einsöngur (Jóhann Konráðsson frá Akureyri): a) Lindin (Eyþór Stef- xnsson). b) í rökkurró (Björgvin Guðmundsson). c) Kveðja (Þórar- ínn' Guðmundsson). d) í fjarlægð (Karl O. Runólfsson). e) Vögguvísa (Sigurður Þórðarson). 21.20 Erindi: Férðaþættir frá Júgóslavíu. Hátíð íþróttamanna (Sigurður Róberts- son rithöfundur). 21.45 Tónleikar ^plötur). 21.50 Spurningar og svör um náttúrufræði (Ástvaldur Eydal Jicensiat). 22.00 Préttir. 22.05 Prá sjávarútvegihum (Davíð Ólafsson fSkimálastjóri). Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. ió Skipafréttir: Brúarfoss var i Stykkishólmi um helgina, lestar frosinn fisk. Lagar- foss.íór frá Antwerpen 9. jan. til Kaupmannahafnar. Selfoss er í ííeykjavik. Fjallfoss er í Reykjavík. Réykjafoss fór frá Reykjavík 8. jan til New York. Salmon Knot kom til Réýkjávíkur 6. jan. frá Halifax. True Knot er á Aðalvík, á leið frá Réykjavík til Siglufjarðar. Knob Knot er í Reykjavík. Linda Dan fór frá Siglufirði 6. des. til Dan- merkup. Lyngaa er í Reykjavík, fer 15, -jan. vestur og norður. Horsa kom til Reykjavíkur á laugardag frá Leith. Baltara fór frá Hafnar- firði 8. jan. til Hull. >-1 >/ Þérhaliur Ásgeirsson, • sonur Ásgeirs Ásgeirssonar al- bingismanns hefir verið skipaður skrifstofustjóri í viðskiptamálaráðu neytinu. Hann var áður fulltrúi í útanríkismálaráðuneytinu. Tíljá talstöð í Sandgerði. “■•Aðálfundur verkalýðs- og sjó- mannafélags Gerða- og Mið- nGSlirepps var nýlega haldinn. Var 4:;fúndinum samþykkt áskorun tU Landsímans frá sjómönnum, um að komið verði upp talstöð í Sand- gfiEði." 'til. öryggis fyrir sjómenn. *?éiár Sándgerðisbátarnir koma að Táiiíii ‘í brimi, er aðstaða þannig, að ekki verður séð til lands, svo áð iTægfsé að fylgjast með því, hvort súúdíð sé 'fært eða ekki. Úr landi ér hins vegar auðvelt að fylgjast með því, og væri hægt að hafa samband við bátana í gegnum tal- stöðina, áður en þeir leggja í sundið í gegnum brimið. En úr því í sundið er komið, er oft ekki hægt að'snúa við. Að slíkri talstöð yrði storaukið öryggi, og er það ekki nema réttmnett, að Landsíminn vorði við þessari kröfu Sandgerðis- sjómanna. í stjórn félagsins voru kosnir Karl Bjarnason, Elías Ó. Guðmundsson, Sumarliði Lárusson, Sumarliði Eiiíksson og Bjarni Sig- urðsson. Aheit á Strandakirkju kr. 50.00 sent Tímanum af G. M. J. Frá happdrætti N.L.F.f. Þegar Náttúrulækningafélag fs- lands efndi til happdrættis síns sl. sumar til stj.'ktar heilsuhælissjóði ^élagsins, var búizt við, að hinir er- Iendu happdrættismunir, bíllinn og heimilisvé’.arnar, kæmust í hendur nefndarinnar með haustinu. Var -ætlunin að hafa bílinn og vélarnar til sýnis hér í bænum til að örva sölu happdrættismiðanna. En nú kom bíllinn ekki fyrr en rétt fyrir jól, og vegna dráttar á yfirfærslu gjaldeyris hafa vélarnar ekki feng- izt afhentar enn. Er sala happ- drættismiða af þessum óviðráðan- legu ástæðum skammt á veg komin, svo að nefndin sá sig tilneydda að fá leyfi ráðuneytisins til frestunar á drætti. Verður dregið hinn 17. júní næstk. þótti rétt að hafa frest- inn þetta ríflegan, til þess að örugt væri, að happ.drættið næði tilgangi sínum, enda skiptir það í sjálfu sér ekki miklu, ú\ því fresta þarf drætti á annað borð, hvort dregið er mán- uöinum fyrr eða seinna. Nefndinni fi:r ljóst, að þetta muni valda óánægju hjá þeim, sem keypt hafa happdrættismiða. Og sök hennar er sú, að hafa verið of bjart sýn á loforð um ’ fljóta afgréiðslu hinna erlendi^muna. En af tvennu illu kaus nefndin-að baka sér óvin- sældir, heldur en að hætta sölu happdrættisnj 5a í miðju kafi, ein- mitt þegar hún er að fá í hendur þau táeki, ser^. líklegust eru til að örva söluna, ekki sízt þar sem það ; cr að verulijfa leyti undir árangri ; þessa happdrættis komið, hvenær t hægt verður ao hefjast handa um byggingu h\is langþráða heilsu- hælis félagsins. Björn L. Jónsson. SÍæm færð á götum bæjariris urn helgina. j Á laugardaginn gerði hláku í bænum og h>'ssviðri, þegar leið á j daginn. Við hlákuna gerði hina ! mestu ófærð á götunum, svo fólk, I sem þurfti að komast leiðar sinnar gat varla fr«*ið sig á hálkunni í stormiifrm. Arnað heilia Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Ragnari Ófeigs- syni að Fellsmúla, Sigríður Páls- dóttir og Elimar Helgason, Hvammi í Holtum. Hjúskaparheit sitt hafa gert kunnugt. Ungfrú Sigriður Hafstað frá Vík í Skagafiröi og Hjörtur Eldjárn búfræðikandidat frá Tjörn í Svarfaðardal. Svo bar til... „Herfilegt velsæmisbrot.“ Tveir prestar í New York þykja hafa brotið herfilega af sér, og hafa aðrir prestar sömu kirkju- deildar opinberlega vítt „hneyksl- ið“. Þessir prestar gerðu sér sem sagt lítið fyrir og kvæntust frá- skildum konum. Prestar þessir heita Benedict Hanson, af skandi- navískum ættum, og Kirk O’Ferral, írskur maður. Kona Hansons er Elísabet Winsor, fyrri kona Elliotts Roosevelt. Þakkir tjáðar. Ef til vill muna lesendur Tímans eftir kettinum í Santander. Hann átti að hafa lært að segja: „Haldið þið kjafti og látið mig í friði,“ enda voru þetta þau orð, sem oftast voru sögð á heimiiinu. Ýmsir spakvitrir menn þar suður á Soáni deildu úm það, hvort þetta gæti verið satt, og þekktur læknir vottað, -að hann , hefði heyrt köttinn segja þetta. j Nú virðist amerísk rotta hafa gert betur -— ef hún hefir ekki notið ncinnar aðstoðar. í Norwich í Ontario e^__ maður, sem heitir Basil Baines og á burstaverksmiðju. í haust var stærðarrotta sífellt að þvælast í kringum vélarnar, sem hann notar við burstagerðina. Honum var orðið hvimleitt kvik- indið, svo að hann hugsaði sér að veiða hana í gildru. Egndi hann fyrir rottuna með vænum ostbita eitt kvöldið. En honum brá í brún, þegar hann gáði í gildruna morguninn eftir. Osturinn var horfinn, en í stað j hans kominn pappírsmiði, sem á var letrað: „Ástarþakkir fyrir góða máltíð — nú er ég scdd.“ Vinnur ekkert á þeim? Það viröist ganga illa að vinna á þýzku herskipunum, er Rússar fengu til niðurrifs í lok styrjaldar- innar. Níu kafbátar, vasaorrustu- skipið Lutzow og herskipið Schles- wig-Holstein eru enn heil í höfn í Kronstadt. Rússar færast undan því að svara, hvernig þessu víki við. En orðrómurinn segir, að Rússar muni telja það frágangssök að rífa þau. Það er hart, þýzka stálið! FéSagslíf Stúkan Víkingur heldur fund í kvöld í G.T.-húsinu. íþróttafélag kvenna hefir handboltaæfingu kl. 7.30 í kvöld í Austurbæjarskólan- um. I.R. hefir jólatrésfagnað fyrir yngri félaga í Sjálfstæðishúsinu kl. 4 á morgun. Ódýrar auglýsingar 2 Isiarf&fr til sölu. Karmur á aðra eða járn á báðar getur fylgt. Uppl. í síma 4392. Vil ksaaspsa ljóðabækur ýmsra höfunda. Þeir, sem kynnu að vilja selja sendi vitneskju um það í umslagi til afgr. Tímans, merkt „Ljóða- bækur.“ iiHiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii || iiiiui,, ihii,,i, iiuuih, iiuinuunmunnnuunnnmmmmnm Á förnum vegi Þá er blessuðum peningaskiptun- um lokiö, nema ef einhverjir kynnu að hafa orðið seinir fyrir í Vopna- firði og Borgarfirði eystra. En þá i er það aðeiiis' þeirra sök, er sjá Úttu um, að nýju seðlarnir væru komnir í tæka tíö á alla þá staði, j þar .sem unnt átti að vera að.skipta peningum. Þess er því að vænta, að réttmæt tilhliðrun verði við- höfð, þar sem svo stendur á. Seðlaskiptiri ' eru sem sagt um garð gengiri. Alls er talið, að skipt hafi verið rösklega 100 miljónum króna þessa níu daga, er skiptin fóru fram. Ýmsar skrítnar sögur hafa kom- izt á kreik um peningaskiptin og eignakönnunina, og þó að ég birti hér fáein sýnishorn af þeim, þá sel ég þetta ekki dýrara en ég keypti það. Flestar sögurnar eiga jafnvel við lítil eða engin rök að styðjast, heldur eru aðeins árangur af viðleitni léttlyndra manna til þess að láta alvöru lífsins verða sér til dálítillar skemmtunar. Miklar sögur hafa verið á sveimi um menn, sem eiga að liafa komið í skiptistöðvarnar eða bankana með vænar peningafúlgur í kodda- verum, handtöskum og skjóðum. Einn þessara náunga á að hafa komið nieð væna skjóðu og snarað henni á afgreiðsluborðið. Þegar hann var spurður, hversu mikiö myndi vera í henni, á hann að hafa sagt: „Ég gæti trúað að það væri ekki mikið undir fimmtiu þúsundum." Það fylgir sögunni, að vel hafi talizt úr skjóðunni — í henni hafi verið 64 þúsundir króna. Síðan hafi eigandinn raðað nýju peningunum í skjóðuna, bundið rækilega fyrir hana, stungið henni í handarkrikann og þrammað út. Frumlegri var þó sá, sem kom með aura sína í sundskýlunni sinni. Hann hafði þrætt fyrir skálmar og bundið fyrir með teygjubandinu að oían. En ekki fylgdi það sögunni, hversu fjáður hann var. Ein þessara sögusagna segir frá miklum relca á fjörur hinna svo- kölluöu róna í Hafnarstræti. Fínir menn eiga að hafa komið til þeirra nú eftir áramótin, fengið þeim þetta 10—15 þúsund krónur hverj- um og bcðið þeim 5—10% .ágóða- hlut af þessari upphæð,. ef beir vildu nú bregða sér með hana 1 bankann og skipta henni þar fyrir nýja peninga. Sagt er einnig, að sumir hafi gert býsna rífleg áfengiskaup hjá Áfengisverzlun ríkisins, áður en skorður voru við því settar fyrir jólin. Á ekki að hafa verið eins- dæmi, að sami maður keypti full- fermi á vörubíl. Margt mætti fleira tína til af svipuðu tagi. En þetta er aðeins sýnishorn af því, sem menn segja hver öðrum, sér og öðrum til gam- ans — hvort heldur þeir trúa því eða ekki. En þó allar skjóður, koddaver og sundskýlur, hafi verið tæmdar af peningum, svo að ekki séu nefndar hversdagslegri peningahirzlur, þá er hætt við, að eitthvað hafi orðið cftir af seðlunum, sem ekki hefir komið til skipta. Sumir geyma til rninja sinn seðil af hverri gerð. Aðrir hafa fundið seðil og seðil í vösum gamalla fata, eftir að skipt- in voru um garð gengin. Einstaka menn, sem búa við erfiðar sam- göngur fjarri skiptistöðvum, munu og hafa orðið of seinir að koma seðlaeign sinni á framfæri. Við getum því búizt við að sjá gömlu seðlunum, sem verið hafa yndi okkar og ó; kadraumur á liðnum árum, einstökú sinnum bregða fyr- ir í framtíðinni, þegar verið er að róta upp í skúffum og hirzlum. J. H. TrésmaifSafé!a|* SS©yIíjavÁksrr: reááfeemm tun félugsins verour í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn I 15. janúar kl. 4—9 fyrir börn. 1 Dansleikur fyrir fullorona hefst kl. 10. 1 Aðgöngumiðar verða seldir í verzluninum Brynju og | Jes Zimsen. Sömuleiðis í skrifstofu félagsins Kirkju- | hvoli. | SkesEamtiiBefaadÍBi. 1 iiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111 . fyrir yngri félaga og börn eldri félaga verður í Sjálf- stæðishúsinu þriðjud. 13. þ. m. kl. 4. e. h. Jólasveinn og fleiri heimsækja börnin. Aðgöngumiðar seldir í dag, mánudag, kl. 5—6 í and- dyri hússins. Kl. 10 um kvöldið verður dansleikur fyrir eldrifélaga. Aðgöngumiðar seldir í anddyri SjálfstæðLshússins á þriðjudag kl. 5—6. Stjornm. til Prestvíkur, Kaupmannahafnar og Stokkhólms 14. janúar. Til Reykjavíkur 16. janúar frá Stokkhólmi um Kaup- mannahöfn og Stafangur. Pantaðir farseðlar óskast sóttir sem ailra fyrst. oftleiiir 7r. Hafnarstræti 23. Símar: 2469 og 6971. MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIl óskast nú þegar eða næstkomandi vor. Söluféfag Garöyrkjumanna Símar 5036 og 5837. •111111111111111111111111111111111111111111111ii11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,111111111111111111111111

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.