Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi
Framsóknarflokkurinn
f-»~»~»~«~»~»~»~»—--»~T
Skrifstofur l Edduhúsinu
Ritstjárnarsímar:
4373 og 2353
AfgreiSsla og auglýsinga-
sími 2323
Prentsmiðjan Edda.
32. árg.
Reykjavík, föstudaginn 30. jan. 1948
23 blað
Dauft útíit með
vetrarvertíð á
Grundarfirði
Óstíilð tíð, en inikil
fiskigengd
Prá fréttaritara Tímans
í Grundarfirði.
Hér byrjar vetrarvertíð
venjulega um áramót og
stundum lítils háttar fyrir
þau. Að þessu sinni eru fjórir
stórir bátar byrjaðir veiðar
með línu og tveir eða þrír
trillubátar Horfir vænlega
um aflabrögð, en gæftir liafa
verið slæmar. i
Vegna gæftaléysisins er
minna af fiski komið á land
nú um mánaðamótin heldur
en var á sama tíma í fyrra. j
Tveir stærstu bátarnir í
Stykkishólmi, Ágúst Þórar-'
insson, eign Sigurðar Ágústs- j
sonar, og Hrímnir, eign hluta
félagsins Elliðaeyjar, hafa
verið eru enn við síldveiðar i
Hvalfirði, og hefir gengið all-
vel. Gert ráð fyrir, að þeir
bætist í hópinn hér heima,
þegar síldveiðunum lýkur. i
Jaröbönn hafa verið hér
lengst af þessum mánuöi, en
siðustu daga hefir verið leys-
ing. Jörð er þó ekki enn kom-
in upp, svo að gagni sé. Bíl-
færð hefir verið erfið frá
Stykkishólmi upp um sveitina
að fjallinu, en lítill snjór á
sjálfu Kerlingaskarði og autt
syðra.
Mynd þessi er af St. Moritz-dalnum, seni enn er einn fjötsóttasti
og vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sviss, bæði vetur og sumar.
í hlíðum fjalla, sem sjást á myndinni og fyrir neðan þær, fara
vetrarólympíuleikirnir fram.
Tapið cin miljóii á dægri:
Síldarflotinn stöðvaður vegna
vinnubanns Dagsbrúnar
(í® hlaiSin síldarskip og mörg’ íóiai lliitn-
Gandhi myrtur
í dag
ingaskip í Eoyk|avíkurIiöfn, en ekkert
unnið
Tvennt hefir gerzt síðan í gær í sambandi við tilraunir
Jkommúnista í Dagsbrún til að stöðva síldarvertíðina hér
sunnanlands. Dagsbrún hefir tilkynnt, að félagið lengi
vinnubannið um tvo tíma á sólarhring. Sjómenn hafa að
vonum reiðst þefsa tilræði stórlega og ætla að láta hart
Indverjar sem
þrumu losínir
Þau tíðindi bárust frá Ind-
Ianöi á hádegi í dag, að Ma-
hatma Gandhi hefði verið
myrtur í Nýju Delhi milli kl.
11 og 12.
Var Gandhi á leið í bæna-
hús, þar sem hann ætlaði að
biðjast fyrir, þegar maður
réðist að honum og skaut
hann til bana. La^inir hans,
sem var í fylgd með honum,
segist hafa heyrt sex skamm-
byssuskot. Var Gandhi bor-
ínn inn í bænahúsið, og þar
lézt hann.
Lögreglan handtók morð-
ingjann.
MikiII mannfjöldi safnað-
ist þegar sams^ og er til-
kynnt var, að hann væri dá-
inn, kváðu við harmakvein
og grátur. Allir eru sem
þrumu los.þnir yfir þessum
atburði.
Mjög erfitt er að gera sér
( hugarlund, hvaða afleið-
ingar þessi atburður kann
að hafa.
mæta hörðu. Viana þeir að þv
fíotinn ekki hreyfður meðan
cngin lönöun fram í dag.
Stöðvúnin raunverulega
komin.
Með þessu má segja, að
stöðvunin sé raunverulega
skollin á. Hér í höfninni eru
nú 60 skip, sem bíða löndun-
ar, með samtals um 50.000
mál. Á sama tíma bíða síldar-
flutningaskipin eftir því. að
geta tekið síldina til flutn-
ings norður. Vinnubann
Dagsbrúnar er talið tefja
löndunina um 10 til 13 þús-
und mál á sólarhring að með-
altali, ef miðað er við lönd-
un í skip. Fer þannig for-
görðum á hverri nóttu, sem
vinnubannið stendur, út-
flutningsverðmæti, er nema
um eða fast að einni miljón
íslenzkra króna.
Mjög mikil reiði er meðal
sjómanna út af þessum ráð-
stöfunum og einnig meðal
fjölda vei’kamanna. Sjá þeir
ekki, hvað gott getur hlotizt
af þessum ráðstöfunum
kommúnista, en hvert manns
barn skilur hins vegar hversu
stórfellt tjón þessar ráðstaf-
í að engri síld verði landað og
vinnubannið stendur. Fer því
anir hafa í för með sér. í
fyrrinótt og gærdag var
óhemju mikil síldveiði í
Hvalfirði og komu mörg skip
hingað inn hlaðin af síld.
Síöðvun, unz
banninu er aflétt.
Mikil hreyfing ev meðal!
sjómanna í þá átt, að engri
síld verði landað og flotinn
ekki hreyfður á veiðar, unz
Dagsbrún hefir afnumið
löndunarbannið. Segja sjó-
menn, sem satt er, að með
því að landa aðeins yfir dag-
inn, verði afkoma þeirra svo
léleg, að betra sé að stunda
algenga vinnu í landi 8
stundir á dag en að vera við
síldveiðina, þar eð veiðiferð-
unum muni stórfækka vegna
löndunarþannsins. Eru sam-
tök sjómanna þegar orðin svo
víðtæk, að engri síld er land-
að í dag.
Afsakanir kommúnista.
Kommúnistar virðast vera
(Framhald á 2. síðuj
Vetrarólyinpíyleikarnir, sem
balda átti i Japan 1040, hóf-
ust í Sviss i morgun
Aðeisís eiiisi sisiiaf áðfiEr ekki legið vift feorð
a’ó liætta yrði við lelkina vegna éBsag'-
stæðrar veðrátta
VetrarólympíuJeikarnir, sein hófust í Sviss i morgua, eiga
sér merkilega sögu. Raunverulega áttu þeir að fara fram í
Sapporo I Japan 1940. en styrjöldin kom í veg fyrir það. Nu
eru leikirnir haldnir á hinum kunna vetrariþrottastað’ St.
Moritz í Sviss, en þar hafá leikirnir einu sinni verið haldnir
áður, 1928 Þetta er bó ekki nema í fimmta skiptið, sem. sér-
stakir vetrarólýmpiuleikar eru háðir.
Norömenn vildu enga vetrar-
ólympiuleiki.
Vetrarólympíuleikirnir eru
tiltölulega nýir af nálinni
samanborið við ólympíuleik-
ina sjálfa. Skíða- og skauta-
íþróttir eru líka nýlega orðn-
ar keppnisíþróttir, en Norð-
menn eiga frumkvæðið að
því að farið var að keppa á
skíðum og skautum. Lítils
háttar keppni í skíða- og
skautahlaupi fór fram á
ólympíuleikjunum í London
1908 og Amsterdam 1920.
Voru þessar greinar þá i sam-
bandi við hina venjulegu
ólympíuleiki. Nokkru seinna
komst skriður á þá hugmynd
að halda ætti sérstaka ólym-
píuleiki eingöngu vegna vetr-
aríþrótta. Norðmenn lýstu
sig strax mótfallna þessari
hugmynd og bentu á, að þeir
hefðu haldið slíka leiki árum
saman, þar sem Holmenkoll-
en-mótið væri. Niðurstaðan
varð samt sú, að ákveðið var
að halda eina vetrar-ólympíu
leiki til reynslu og sjá, hvern-
ig til tækist. Voni þeir haldn-
ir í Chamonix í Frakklandi
1924, og eftir þá reynslu, sem
þar fékkst, hefir ekki komið
til tals að legga þá nið'ur.
Norðurlandabúar sigur-
sœlastir.
Norðurlandabúar, Norð-
menn, Svíar og Finnar, hafa
jafnan verið sigursælastir
á vetrar-ólympíuleikjunum,
nema í eitt skipti, er Banda-
ríkjamenn unnu þá. Á leikj-
unum í Chamonix tóku þátt
293 íþróttamenn frá 16^>ýjóð-
um. Norðmenn unnu leikina,
þ. e. a. s. þeir fengu flest stig.
Þjóðverjar tóku ekki þátt í
þessum leikjum.
Næst voru leikirnir haldn-
ir í St Moritz í Sviss 1928.
Tóku þátt í þeim 492 íþrótta-
menn frá 25 þjóðum. Þá áttu
Þjóðverjar flesta þátttakend-
ur, samtals 50, en Norðmenn
báru samt sigur úr býtum
enn sem fyrr. En næstir að
stigatölu komu Svíar og Finn
ar.
Þriðju vetrar-ólympíuleik-
irnir voru haldnir i Laka
Placid i Bandaríkjunum 1932.
Þá leit út fyrir að hætta yrði
viö leikina, vegna þess, að i
janúar var þá snjólaust á
þessum staö í fyrsta sinn í
75 ár. En með tilbúnum snjó
og mikilli tækni tókst að
keppa í flestum greinum leik
anna. 307 íþi’óttamenn frá 17
þjóðum tóku þátt i leikunum.
Bandaríkjamenn báru sigur
úr býtum, en næstir urðu
Norðmenn.
Snjótlnn kom daginn áður
en leikirnir átta að hefj-
ast.
Fjórðu vetrar-ólympiuleik-
irnir voru svo haldnir í Garm
isch Partenkirchen í Þýzka-
landi 1936. Veðrátta hafði ver
ið mjög tvísýn, áður en leik-
irnir byrjuðu og lítill snjór,
en daginn áður en leikirnir
áttu að hefjast gerði byl og
þannig leystist vandinn.
Þetta voru þeir stærstu og
tilkomumestu leikir, sem
haldnir höfðu verið að vetri
til. í þeim tóku þátt 756 í-
þróttamenn frá 28 þjóðum.
Norðmenn unnu mesta sigra
á leikjunum, en næstir komu
Þjóðverjar og Svíar.
A ólympiuráðstefnunni i
Berlín 1936 var Japönum fal-
ið að annast um næstu ólym-
píuleiki, sem halda átti 1940.
Skyldu sumarleikirnir haldn-
ir í Tokíó, en vetrarleikirnir
í Sappóró. Þegar Japanir réö-
ust á Kínverja 1938, var horf-
ið frá þessu ráði og þá á-
kveðið að halda leikina i Hels
ingfors í Finnlandi um sum-
arið, en Svisslendingum var
jafnan gefinn kostur á að
halda vetrarleikina í St. Mor-
itz. Styrjöldin breytti þess-
um áformum öllum, en vetr-
arleikimir hófust nú samt í
St. Moritz í morgun, átta ár-
um seinna en upphaflega var
gert ráð fyrir.
Missa Norðmenn nú
forustuna?
í þeim vetrarleikjum, sem
hófust í Sviss í morgun, eru
úrslitin talin mjög tvísýn i
mörgum greinum. Nú er stór-
lega efast um, að Norðmenn
sigri. Bandaríkjamenn, Sviss-
lendingar og Sviar en jafnvel
taldir líklegastir til sigurs. í
þessum leikjum taka þátt um
eitt þúsund íþróttamenn frá
28 þjóðum. íslendingav eiga
nú sem kunnugt er þrjá þátt-
(Framhald á 7. síðuj