Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 30. jan. 1948 23 blað ^drd dc ecýi í dag: Sólin kom upp kl. 9.22. Sólarlag kl. 16.04. Árdegisflóð kl. 8.25 Síð- degisflóð kl. 20.45. í nótt: Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. Næturlæknir er í lækna- varðstofunni í Austurbæjarskólan- um, simi 5030. Næturvörður er i Laugavegs apóteki, sími 1780. Útvarpið í kvöld: h Fastir liðir eins og venjulega. Kl. Útvarpssagan: „Töluð orð“ eftíc Johan Bojer, IV. (Helgi fjjörvar). 21.00 Strokkvartett út- varpsins: Ýmis sígild smálög. 21.15 Bækur og menn (Vilhjálmur Þ. Sísláson. 21.35 Tónleikar (plötur)' SÍ-4Ó Tónlistarþáttur (Jón Þórar- insson). 22.00 Fréttir. 22.05 Sym- ffóniutónleikar (plötur): a) Píanó- konsert nr. 1 í e-moll eftir Chopin. h)r. Symfónía nr. 5 í c-moll eftir Beethóven. 23.00 Dagskrárlok. Sliipafréttir: r Brparfoss kom til London 26. jan. frá Reykjavík. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 26. jan. frá Leith. Sel- foss er á Siglufirði. Fjallfoss er á STélúFirði. Reykjafoss fór erá New Ýbrk 27. jan. til Reykjavíkur. Salnion Knot íór frá Reykjavík 21. ian.rtil Baltimore. True Knot er í Reykjavík. Knob Knot er á Siglu- íirði. Lyngaa fór frá Siglufirði í gærmorgun 29. jan. til Kaup- mamiahafnar. Horsa fór frá Reykjavík 25. jan. til Amsterdam. Varg fór frá Reykjavík 19. jan tii New York. Tröllafoss sóttur til Ameríku. Umboðsmenn Eimskipafélagsins hafa nú valið það Knot-skipanna, aem Eimskipafélagið á að fá og gefið verður nafnið Tröllafoss. Er það statt í San Francisco, og verð- ur íslenzk áhöfn send héðan flug- ieiðis til að sækja það. Verður það 29 manna áhöfn, og áttu 21 þeirra að_ fljúga í gær tii Bandaríkjanna með flugvél frá ameríska Atlants- hafsflugfélaginu, en hinir fara héð- an vestur á morgun. Frá New York værður síðan flogið áfram til San Érancisco. Þar tekur skipshöfnin við skipinu og siglir því í gegnum Papamaskuröinn til New York og þáðán hingað heim. Er gert ráð fyrir, að ferðin taki um tvo mán- uði. Skipstjóri á Tröllafossi heim verður Bjarni Jónsson, en 1. vél- stjóri verður Aðalsteinn Sveinsson. Læknablaðið, 7. tbl. 32. árg., hefir borizt blaðinu. Er blaðið eingöngu helgEið minningu próf- essors Guðmundar Hannessonar. Birtir það kvæði um hann eftir P. V. G. Kolka og grein eftir Helga ' Tómasson. - Sigurður Norðdahl kosinn . fornjaður handknattleiksráðs. Aðalfundur haiidknattleiksráðs Reykjavíkur var haldinn í þessari vik‘ú. Á fundinum var Sigurður Norðciahl kosinn formaður ráðsins, cii’1 fráfarandi formaður, Sigurður Magnússon, baðst eindregið undan endurkosningu. Aðrir í stjórn voru kosnir Þórður Sig f'ðsson, Þórður Þorkelsson, Ingvi Guðmundsson, Hannes Arnórsson, Baldur Berg- steinsson og Bragi Guðmundsson. A fundinum var samþykkt áskorun til Í.S.Í. um að heimila að leikar í meistaraflokki standi í 50 mín- útúr, eins og gert er ráð fyrir í alþjöðalögum um handknattleik karla í meistaraflokkum. Vonast ráðíð eftir, að Í.S.Í. verði við þess-. um; p.skum svo fljótt, að þær geti komið til gr,Vfa á meistaramótinu sem jþyrfti helzt að byrja i fyrstu viku næsta mánaðar. Áðalfundur Iínattspyrnufélags Reykjavíkur var haldinn á miðvikudagskvöld- ið kl. 9 í Tjarnarcafé. Á fundinum mættu stjórnin og fulltrúar hinna ýmsu íþróttadeilda félagsins, auk margra annarra félagsmanna. Fundarstjóri var kosinn Sigurjón Pétursson. Forstjóri og fundarrit- ari Haraldur Gíslason framkv.- stjóri. Stjórn félagsins gaf framhalds- skýrslu um s^arf og fjárhag félags- ins frá síðasta aðalfundi. Einnig var lögð fram fullnaðarteikning af hinu væntanlega íþróttahúsi við Melatorg, gerð af Gísla Halldórs- syni arkitekt. Vakti teikningin mikla ánægju fundarmanna. Hefir félagið mikinn hug á að byrja á húsbyggingun^ að vori komandi. Þá fór £vam stjórnarkosning. Formaður var endurkosinn í einu hljóði Erlendur Pétursson. Með- stjórnendur voru kosnir Einar Sæ- mundsSon, varaformaður, Sigur- laugur Þorkelsson, ritari, Björn Björgvinsson gjaldkeri, Gísli Hall- dórsson form., húsnefndar. Endur- skoðendur voru kosnir Sigurjón Pétursson og Eyjólfur Leós. Að lokum voru ýms mál rædd, þar á meðal 50 ára afmæli félags- ins, sem er næsta ár. Að endingu bað fundarstjóri fundarmenn að hyila" gamla K.R. og hina nýju síjorri’ þess með ferföldu húrra. " Formerin iiinna ýmsu íþrótta- deilda eru’ sém hér Segir: Fimleika- deild: Guðmundur Guðjónsson. Frjálsíþróttadeild: Brynjólfur Ing- ólfsson. Glímudeild: Helgi Jónsson. Handknattleiksdeild: Ásgeir Ein- arsson. Hnefaleikadeild: Ingólfur Ólafsson. Knattspyrriudeild: Har- aldur Gíslason. Skíðadeild: Har- aldur Björnsson. Sunddeild: Magn- ús Thorvaldsen. , Y innustöð vunin (Framliald af 1. síðu) íarnir að sjá,, hve herfilega þeir hafa hlaupið á sig með þessum ráðstöfunum sínum. Þeir reyna að afsaka sig með því, aö þeir hafi leyft að landa í þró hér í Reykjavík og að bannið nái ekki nema til síldarflutningaskipanna. Öllu verri játningu en þetta gátu þeir varla gert til að auglýsa tilgang sinn með löndunarbanninu. Hann virð ist vera sá einn að fremja skemmdarstarfsemi í sam- bandi við síldarvertíðina. Samkvæmt heimildum, sem blaðið hefir frá Landssam- bandi islenzkra útvegsmanna, var ekki nefnt fyrr að heimilt væri að landa í þró á landi. Bannið var algert og undan- þágulaust. Hitt sýnir svo um- hyggju kommún.’sta á öllum sviðum, fyrir bæði sildarver- tíðinni og hag sjómanna só sérstaklega, að reyna að hvetja til þ^s að síld .sé sett í þró hér, en banna að láta hana í síldayflutningaskipin, sem blða tóm. Með því er verið að svipta sjómenn vís- vitandi kr. 5.50 af hverju máli. Fundur í dag. í dag kl. 2.30 verður hald- inn fundur til að ræða þett? mál. Munu þar mæta full- trúar frá útgerðarmönnum og sjómönnum og Dagsbrún Félagslíf Leikhúsið Skálholt Kambans leikið í kvöld kl. 8 í Iðnó. Atomorkan. . Sýning í Listamannaskálanum í dag kl. 1—11. Dýraverndunarfélag íslands. Aðalfundur í kvöld í félagsheim- ili V.R., byrjar kl. 8,30. Guðspkifélagið. Fundur í Reykjavíkurstúkunni í kvöld. Sigurður Ólafsson talar. Stúkan Sóley heidur aukafund í G.T.- húsinu í kvöld kl. 8.30. Íþróttaíélögin almennt fara , skíðaferðir annað kvöld og sunnudaginn til Hellis- heiðar. Skátar. Skátafélögin hafa grímudansleik í Skátaheimilinu kl. 9 i kvöld. Ódýrar auglýsingar 99- Kunst stop íí (fataviðgerðir) Grenimel 7, sími 1529. Feröameim sem eru gestir í Reykjavík, kaupa máltíðir í Breiðfirðingabúð. Matar Það er þægiiegt að fá tilbú- inn, góðan mat í Matarbúðinni Ingólfsstræti 3, sími 1569. Allt til a<$ aseka ánægjeaiia: Kommóðurnar og útvarpsborðin komin aftur og alltaf eitthvað nýtt. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sími 27. Eldri dansarnir i G. T.-húsinu annað kvöld kl. 9. Húsinu lokaö 1 kl. 10.30. — — Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. — Á förnum vegi Mér hafa að úridanförnu borizt ailmörg bréf frá iesendum Tímans, varðandi efni þessara pistla. Öll þecsi bréf hafa verið lesin með ánægju og athygli, þótt hingaö til hafi ekki neitt verið birt úr þeim. En nú ætla ég að bregða vana. ,Meðal þessara bréfa eru fjögur, sem fjalla um bann dómsmála- ráðherra gegn því, að skemmtan- ir haldi lengur áfram en til klukk- an eitt á nóttu. Öll eru þersi bréf frá sveitafóiki — eitt úr Borgar- firði, tvö austan úr sveitum, hið fjórða get ég ekki ráðið, hvaðan er. En úr sveit er það — það ber það með sér. Öllum þessum bréfriturum er það sameiginlegt, að þeir furða sig á því skilningsleysi og þekkingarleysi dómsmálaráðherrans á lifi og hátt- um sveitafólksins, er fram kom í tilskipuninni. Sumir eru gramir — aðrir henda gaman að. Og nú ætlá ég að birta kafla úr tvéim þessara bréfa. Bréfritári, sem við skulum nefna G. H., segir: „Ég get ekki látið vera að skrifa yður og biðja yður aö koma á fram færi fáeinum línum. Ég er í skemmtinefnd ungmennafélagsins hér, og mér fór eins og öðrum . fleiri — ég gladdist, þegar Tíminn benti á, hvílik firra væri að banna samkomur og mannfagnaði til i sveita eftir klukkan eitt á nóttu. ; Sveitafólk getur ekki kornið á I skemmtanir fyrr en seint og síðar meir. Það verður að annast störf- in heima fyrir, ijúka gegningum og mjöltum, og þegar það er búið, tekur auðvitað sinn tírna að þvo sér og hafa fataskipti. Síðan er oft og oftast löng leið á samkomu- staöinn, og verður tafsöm, jafn- vel þeim, sem farið geta á bílum, því að þá mun oft þurfa víöa við að koma á leiðinni og taka íólk. Og af því hljótast meiri og minni tafir. Þetta jafngildir því samkomu banni í sveitum. En við skiljum hins vegar ekki, hvers vegna þarf að slíta skemmtunum, sem ein- ungis eru sóttar af innansveitar- íóiki, klukkan eitt. Viö getum ekki sætt okkur við, að það bitni á okkur, þótt til séu einhvers staðar skrílmenni, er hafa notað sekmmt- anafrelsið til þess að gera upphlaup og uppistand. Dómsmáiaráðherr- j ann ætti aö vera svo réttvís að j gera greinarmun á sekum og sak- lausum. Það er víða dauft í sveitum aö vetrarlagi, ckki sízt þar sem einn og einh ungiingur er á heimili með rosknu fólki. Það er i lt og ómaklegt að svipta þessa unglinga þeim örfáu skemmtunum, sem sið- ur mun vera að halda á vetri hverj- um í flestum sveitum. En nú standa til dæmis ungmennafélög andspænis þeim vanda, hvort þau eigi að feila algerlega niður skemmt anir sínar eða hafa fyrirmæ'i stjórnarvalda að engu. Við höfum hingað til reynt að ástunda lög- hlýðni, en nú þykir okkur hvorug- ur kosturinn góður . . .“ Bréf Borgfirðings er í ijóðum. „Mér datt í hug að flytja Bjarna Ben. drápu,” segir hann, „l'kt og Egill Skallagrímsson forðitra, þeg- ar hann var meðal stórmenna. En ég veit ekki, hversu þessi nútíma- höfðingi myndi launa. . .“ Ein vísa Borgfirðingsins er svona: Það var gæfa, að þeir áttu hann, er upphófst skömmtun ströng í byggðum landsins. Við dansi og ralli hann lagði blákalt bann, svo betur entust skórnir sveita- mannsins. í þessum anda eru bréfin um bann dómsmálaráðherrans gegn næturskemmtunum. En nú skulum við staldra við. í gærkvöldi bár- ust þau boð frá dómsmálaráðuneyt inu, að tilhliðrun hefði verið gerð. Lögreglurtjórum hefði verið veitt vald til þess að leyfa, að skemmt- arnir megi á laugardagskvöldum standa til klukkan tvö á nóttu. Þetta er strax nokkru skárra, en eigi að síöur mun það ónógt víða ti' sveitá, þar sem um langan og seinfarinn veg er að sækja á sam- konur. Það er annars undariegt skilningsleysi, að viija ekki taka tillit til staðhátta, þegar svcna til- skipanir eru gerðar. En samt finnst mér, að Borgíirðingurinn mætti milda drápu sfna ofurlítið með hliðsjón af þessari ti slökun. Kannske dómsmá aráðherrannmýk ist það svo við það, að hann taki sanngjarnar óskir sveitafólksins til nýrrar íhugunar. J. H. I. S. I. G. R. R. i í. B. R. j Skjaldarglíma Armanns verður háð í Iðnó sunnudaginn 1. febr. kl. 2 e. h. Keppendur eru 11 frá 4 íþróttafélögum. Mjög spenn- i andi keppni. — Aðgöngumiðar eru seldir frá föstudegi j í Bókaverzlun Lárusar Blöndal. Glímufélagið Armann í MllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllll*.’ I Árnesingafélcigið í Reykjavik. \ x \ | Arnesingamót | i verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 31. þ. m. og 1 f hefst með borðhaldi kl. 6 síðdegis. | | Fjölbreytt skemmtiskrá. f Aðgöngumiðar fást í verzlun Guðjóns Jónssonar I | Hverfisgötu 5. iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimntiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiI ATOMORKAN I Ð OG FRAMTIÐ Sýningin í Lista- mannaskálanum opin daglega frá klukkan 1—11. E£ þið viljiff fvlgjast með tímanum, þá verðið þið að. kunna nokkur skil á mest umrædda vandamáli nútímans, Kvikmynd um byggingu efnisins og rafmagn og kvik- mynd um atomsprengjuna verða sýndar kl. 2, kl. 4,] kl. 6, 8,30 og 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.