Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 6
6- TÍMINN, migvikudaginn 28. jan. 1948 23 blaS GAMLA BIÓ Hugrekki Lassie (Courage of X.assic) Hrífandi fögur litkvikmynd. Elizabet Taylor Tom Drake og undrahundurinn Lassie Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Fjársjóðurinn á írumskogaeynni Spennandi amerík leynilögreglu mynd byggð á sakamálasög- unni „Morð 1 Trinidad“, eftir John W Wamdercook. Aðalhlutverk: James Dunn Sheila Ryan Edward Ryan Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára — Sími 1182. — Carnegie Ilall Hin glæsilega músíkmynd. Sýnd kl. 6 og 9. Allra síðasta sinn. Sími 1384 Erlent yfirlit , (Frámliald af 5. síðu) öauða Petiot, hefir þegar verið rit- að margt um hann og verður þó vafalaust enn meira í framtíðinni, því að liann er einn af sérkenni- légustu glæpamönnum sögunnar. Sumir telja, að honum hafi fyrst og fremst gengið til fégræðgi, því að hann rændi líkin alltaf, en aðrir telja, að hann hafði þjáðst af morðfýsn. Plestum kemur saman um að telja hann hvorki sinnis- veikan né vitskertan, þar sem hvorugt varð merkt i umgengni við hann. Meðal Frakka verður Petiots ekki sízt minnst af þeirri ástæðu, að glæpaferill hans er glögg sönn- un um þá upplausn, sem ríkti í Frakklandi á hernámsárunum, og skóp möguleika til hvers konar myrkraverka. Á venjulegum tímum hefði Petiot ekki komið sér eins við, þótt hann væri sérlega slung- inn og bragðvís glæpamaður. Iimkaiipastofnun (Framhald af 5. síðu) óþolandi. í þessu máli er raunar ekki nema tvennt aff gera: Annaff hvort að fram- kvæma lögin strax ellegar að afnema þau strax. Það síðara er miklu heiðarlegra en að hafa lögin i gildi og fram- kvæma þau ekki. X+Y. NÝJA BIÓ Grelfinn af Monte Christo Frönsk stórmynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu með sama efni. Aðalhlutverk: Pierre Richard Willm. Michele Alfa. í myndinni eru danskir skýr- ingartekstar. Sýnd kl. 5 og 9 TJARNARBIÓ Bardagamaðnrinn Skemmtileg og spennandi mynd frá Columbia eftir skáldsögu eftir Alexandre Dumas. WiUiard Parker Anita Euise Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11. IVinir TÍMANS! Hafið þið athugað hvað góðir menn vinna oft mikið við kynningu? En góð blöð? Eánið kunningjum ykkar Tímann, þegar þið hafið lesið hann sjálfir. Brctðurliönd (Framliald af 3. síöu) um bannið og ólöghlýðnina hefir þegar verið svarað, enda margtuggið slagorð, sem allir vita að aldrei hefir átt sér neinn stað. Síðari hluta þess kafla er þó eftir að athuga. Það er í honum og svo í greininni til enda, sem fram kemur þessi dæmalausa heimsspeki eða sálfræði læknisins. Hér áður fyrr unnu Góðtemplarar mik ið og gott starf og af áhuga, segir héraðslæknirinn, mikið var. — Hvað gerðu þeir þetta tímabil, sem hann hrósar? Þeir boðuðu bindindi, fræddu þjóðina um skaðsemi áfeng- isins fyrir einstaklinga og fyrir þjóðina. Þeim var það þegar frá byrjun alveg ljóst, hver stefna Reglunnar skyldi vera. Bindindisfræðsla — Löggjöf. Til þess að ná settu marki varð að fræða fólkið um skaðsemi áfengisins. Það varð að gerast með félags- bundnum samtökum. Þau fé- lagssamtök unnu svo margt í senn. Boðuðu bindindi, líkn- uðu sjúkum og beittu sér fyr- ir nýrri og heilbrigðari lög- gjöf, sem drægi úr og síðan verndaði veika bræður og systur þjóðfélagsins frá freistingum og böli áfengis- ins. Þetta'- starf bar góðan Fimmtugur (Framha'id af 3. síðu) sig betur en almennt gerist og sinnt landbúnaðarstörfun um af mikkilli alúð og kost- gæfni. Jóhannes er maður félags- lyndur, starfsamur og síhugs- andi um almenn málefni. Samvinnumál hefir hann lát- ið mjög til sín taka, enda sannur og heilsteyptur. í skoðunum er hann fastur fyrir og lætur ógjarnan sinn hlut, enda þaulhugsar hann hvert mál, og temur sér drengilegar bardagaaðferðir. Otull stuðningsmaður Fram- sóknarflokksins hefir hann jafnan verið. Margir munu því senda Jóhannesi frá Saurum beztu árnaðaróskir við þennan áfanga 1 lífinu og óska þess að mega sem lengst njóta samfylgdar hans. X. ávöxt, en alltaf voru til menn, sem ekki komu nálægt starfinu né hugsuðu um það, en voru alltaf að segja bind- indismönnum til verka. Þess ir menn þóttust alltaf vita betur en þeir, sem í starfinu stóðu, en alltaf sóttu bindind ismennirnir fram. Áfengis- verzlunum fækkaði, ölknæp- urnar hurfu og löggjöfin hneigðist meir og meir í bindindisáttina og náði tak- markinu 1909, þegar Björn Jónsson, ráðherra, fékk á- fengisbannlög samþykkt á Alþingi. Hér verður að staldra við, því það virðist ein höf- uðsyndin, sem héraðslæknir- inn reiknar Reglunni, að hún skyldi reyna að ná tak- markinu. Engir menn hafa eða ættu að hafa jafn góð skilyrði til að athuga og skilja veikt fólk og veikbyggt, enda gera það fjöldi lækna, sem skylt er að meta og þakka. Það mun nokkurn veginn viöurkennt, að góðir læknar leggi megin- áherzluna á að fyrirbyggja orsakir sjúkdómanna og taka meinin, sem þeim valda, burtu. Mér hefir alltaf skil- ist, að héraðslæknirinn á Blönduósi sé enginn undan- tekning í þessu efni. Ef að sjúklingur hefir skemm^in botnlanga, þá tekur hann hann burt, sama mun gilda um hver þau mein, sem hægt er að taka, án verulegrar hættu fyrir sjúklinginn. Og það mun ekki ósjaldan bera við, að leggja verður sjúkl- ingana í verulega lífshættu til þess að lækna þá. Þetta er talin góð og gild læknisaðferð og sjálfsögð. Og í fjölda til- fella sú eina örugga. Engum góðum lækni dettur það í hug að káka við fólk með meðalagjöfum og lélegum ráðum, ef hægt er að lækna alveg, þó það kosti uppskurð og oft meiri sársauka um stund. Og nú vil ég biðja héraðslækninn í alvöru og rólegri yfirvegun að athuga það, að einmitt svona hefir Góðtemplarareglan starfað og starfar ennþá, eins og góð ur læknir. Læknirinn mun varla neita því, að drykkju- skapur sé sjúkdómur í fjölda tilfella. Að til sé allstór hluti manna, sem ekkert sé að gera við, ef þeir eigi að bjargast, þá verði að taka fyrir orsök sjúkdómsins, þ. e. taka frá þeim flöskuna. Enda hefir það marg sýnt sig, að það er eina ráðið. Og enn sem kom- ið er, er mér ekki kunnugt (Framliald á 7. síðu) A. J. Cronin: Þegar ungur ég var aidrei verið lagt í hvílíkan kostnað. Murdoch bauðst til þess a i skreppa niður á slmstöðina. En mamma tók hattinn sinn og vildi fara sjálf. Klukkustundu síðar kom svarskeyti: „Kem- á íimmtudagsmorgun klukkan þrjú. Adam.“ Þetta viðstöðulausa og æðrulausa svar jók okkur kjark. Mamma lét skeytið í skúffuna, þar sem allt var geymt, er við kom Adam — bréfin frá honum, einkunnir hans frá skólaárunum, gömul umslög, sem látin höfðu verið utan um kaupið hans, meira að segja lokkur úr hári hans. „Adam skal geta gengið að óllu í röð og reglu,“ sagði hún um leið og hún lokaði skúffunni. Morguninn eftir kom nýtt upp á teningnum. Pabbi kom heim frá öllu skrífstofuannríkinu löngu fyrir hádegi, ásamt Archibald Jupp, er varð eftir í fordyrinu, þegar pabbi snar- aðist inn til mömmu. „Stilltu þig, góða mín,“ sagði pabbi lágt og alvarlega, en óvenjulega mildur í bragði. „Hattur gamla mannsins er fundinn — harm var í tjörninni í almenningsgarðinum." Það var Jupp, sem fundið hafði hattinn, og nú sýndi hann okkur hanr. Okkur varð meira en lítið hverft við. Hatturinn var illa útleikinn, rennblautur og óhreinn. „Hann var á flet.i i dýpri endanum, frú Leckie, einmitt gegn bátaskýlinu," sagði hann og gerði sér áberandi far um að vera sem sargbitnastur á svip. „Það var eins og því væri hvíslað að mér, að ég myndi finna eitthvað þarna.“ Svo virti ha;nn votan hattinn fyrir sér, og nú varð mömmu það loks ljóst, hvað það var, sem verið var að segja henni. Tárin tóku að renna niður kinnarnar á henni. „Svona — svona, frú Leckie,“ sagði Jupp hughreystandi. , EfEf til vill er ekki hægt að draga neina ályktun af þessu. Hann hefði getað misst hattinn sinn þarna.“ En nú var mamma svo hissa, að hún gleymdi hér um bil sorg sinni litla stund. Pabbi kom framan úr eldhúsi með bclla fullan af teí, sem hann hafði sjáfur búið til handa henni. Hann talaði blíðlega við hana og neyddi hana til þess að drekka teið og dokaði meira að segja við, þar til hún hafði tæmt bolJann. Þá fór hann leiðar sinnar með Jupp. Adam kom siðari hluta dagsins. Hann var í röndóttum buxum og svörtum jakkD og í bindið hafði hann stungið fallegri perlunælu. Hann brá sér hvorki við þessi tíðindi né önnur. Hann settist ofurrólega við borðið og hlýddi á frásögn okkar -- meira að segja það, sem ég hafði fram að íæra um þunglyndi.afa síðustu dagana og orðin, sem hann hafði síðast látið faJla. Þegar allir höfðu sagt það, sem þeir vissu, felldi hann sinn úrskurð: „Við verðum að snúa okkur til lögreglunnar," sagði hann. „Neyðumst til þe?s.“ Okkur féllst öllum hugur, .þegar við heyrðum lögregluna nefnda. „En. . .en. . .“ tautaði Pabbi. „Staða mín. . . „Góði pabbi,“ sagði Adam kuldalega. „Ekki getur þú þagg- að niður orðróminn, sem hlýtur að komast á kreik, þegar gamalmenni tekur upp á því að drekkja sér. Og hafðu það hugfast, að líklega neyðumst við til þess að slæða sjörnina.“ Mamma skalf eins og hrisla. „Adam“, sagði hún." „Þú heldur þó ekki. . Þér dettur þó ekki í hug..?“ „Mér dettur tkki í hug, að hann hafi fleygt hattinum í tjörnina að gamni sínu,“ svaraði Adam og yppti öxlum. „Ó, Adam!“ „Mér þykir fyrir því, að ég skuli verða að tala svona um þetta, mamma. Ég skil mætavel, hvernig þér er innan brjósts. En þegar öllu er á botninn hvolft — til hvers hefði hann átt að lifa lenyur? — Nú ætla ég að tala við yfirlögreglu- þjóninn. Það vill svo vel til, að hann er kunningi minn.“ Adam opnaði vindlaveslöð sitt og kveikti í vindli. Svo leit hann framan í pabba, en sneri síðan að mömmu. „Það var heppni, að ég lét þig framlengja líftrygginguna,“ sagði hann. „Sjáum annars til. . .“ Hann fór með vinstri hendi í vestis- vasa sinn og dró silfurblýant og hripaði fáeinar tölur á borödúkinn. „Ja — þetta munar eitt hundrað og sextán pundum.“ „Ég vil ekki sjá peninga.“ Mamma var farin að hágráta. „Þeir koma samt í góðar þarfir,“ sagði pabbi hásum rómi. Mér var orðið mjög þungt fyrir brjósti, því að nú fyrst var mér að verða ljó.st, hversu mikið ég hafði misst. — Adam sf akk blýantinum í vasa sinn og stóð upp. „Ég ætla að líta inn hjá McKellar í leiðinni,“ sagði hann. „Ég get komið því til leiðar, að tryggingin verði greidd strax. Ég held, að það væri bezt, að ég kæmi með hann með mér aingað. — Viltu ekki vera svo væn, mamma, að hafa tilbúið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.