Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1948, Blaðsíða 3
23 biað 3' TÉaiINN, migvikadaginn 28. jan. 1948 Bróðurhönd eða bölráð EffÉÍE* Felix Gnðmundsson í Morgunblaðinu 4. des. s.l. birtist grein eftir P V. G. Kolka, héraðslækni, með yfir skriftinni „Bróðurhönd eða band við staur,“ undirfyrir- sögn, sennilega Morgunblaðs- ins „héraðslæknirinn skrifar um ölfrumvarpið, góðtempl- ara og sjúkrahúsþörfina.“ Þessi kynning á efni grein- arinnar kemur vissulega ein- kennilega fyrir sjónir í fljótu bragði, enda er greinin bísna sérkennileg. Það sem virðist vaka fyrir héraðslækninum er þetta: Víða á landi voru vantar sjúkrahús, þau er ekki hægt að byggja, nema leyfð verði bruggun á sterku öli í landinu, landsmenn kaupi það og þambi. En svo eru til menn, sem eru góðtemplar- ar. Það eru víst fremur slæm- ir menn að dómi greinarhöf., því þeir vilja ekkert ölbrugg, og ekkert áfengi. En að þeir vilji öðrum mönnum fremur hindra sjúkrahúsbyggingu, verður sennilega allerfitt fyr- ir héraðslækninn að sanna eins og fleira í þessari grein, og skal nú vikið nokkru nán- að að efni hennar, sérstak- lega þeim hluta hennar, þar sem ráðist er að Góðtemplur- um. Ég er sem sé einn í þeirra hópi og kann því illa, að að þeim sé ráðist með óhróöur og getsakir, og því fremur sem það er gert gjörsamlega rakalaust. Bygging sjúkrahúsa. Mér þykir leiðinlegt, að Páll V. G. Kolka skuli vera einn af þeim sárfáu mönnum, sem virðist í alvöru trúa því, að ölbruggun og sala öls greiði fyrir eða leysi sjúkra- húsamál landsins, því lang sennilegast er það, að komi sterkt öl til viðbótar þeim drykkjuföngum, sem lands- fólkið notar nú mundi sjúkra húsaþörf aukast við það, svo að ölpeningarnir, sem var ið yrði til aukinna sjúkra- húsabygginga, gerðu ekki bet ur en jafna upp þá viðbót, yrði hún þá nokkur. Það er öllum landslýð vitanlegt. að ríkissjóður er talinn að græða þetta frá 25—35 miljónir króna undanfarandi ár á á- fengissölunni, en héraðslækn irinn á Blönduósi hefir víst ekki fengið mikið aukið sjúkra húsrúm fyrir það. Síður en svo. íslenzka ríkið, sem hefir selt áfengi fyrir 50 miljónir á ári, hefir ekki einu sinni séð fyrir þvi vesalings fólki, sem orðið hefir aumingjar vegna þessarar ósæmilegu verzlun- ar, auk heldur að þing og stjórn hafi gjört sér það ó- mak að rannsaka afleiðing- arnar af þessari verzlun né tölu barnanna, sem verið er að eyðileggja, vegna þess að foreldrarnir eru fallin fyrir Bakkusi. Því segi ég það, að mér virðist svo, að það sé hrein villutrú hjá héraðslækn inum, að bruggun og sala á áfengu öli sé lækning við sjúkrahúsvöntuninni. Það er ekki trú, heldur staðfest, af rannsóknum fjölda lækna, svo og af opinberum skýrsl- um og reynslu, að allir áfeng- ir drykkir, þar á meðal á- fengt öl, fjölgar sjúklingum en ekki sjúkrahúsrúmum. I þessu sambandi og til sönn- unar því, er nú var sagt, vil ég benda lækninum á ajð.lesa. i'Éeðíu Íandlæk'nis Vilmúndar Jónssonar, er hann flutti á Alþingi 1932 við umræður um ölfrumvarp það, er þá var á döfinni, og ekki spillti það til að tala við það fólk, sem man eftir því, sem læknirinn minntist á í grein sinni, því þegar bindindismenn héldu vörð um „svínastíurnar“ og heyra álit þess á þeim stöðum en þar var áfenga ölið aðal- verzlunarvaran. Allar upplýs- ingar og öll reynsla af sölu og neyzlu á sterku öli, sanna þaö, að það er aðeins viðbót við sterku drykkina, dregur ekki úr heldur eykur neyzlu á þeim, eykur sjúkdóma og örbyrgð. Fastur telcjustofn Það hefir allmjög tíðkast í seinni tið, að þegar átt hefir að stöðva framkvæmd góðra mála eða hindra 1 fram- kvæmd óheppileg mál að þá hafa einstaka menn tek ið það ráð að reyna að beina hugum fólksins að allt öðru, sem þá hefir verið haldið fram að væri miklu þarfara. Þetta hefir sérstaklega verið gert, þegar um þau málefni er að ræða, sem ekki er talið fylgisvænlegt að „slást á móti“ eða ef mikils hefir þótt við þurfa til að afla óvinsælu máli fylgis. Þetta er ekki gert vegna áhuga á þeim málum, sem notuð eru í þann og þann svipinn, nei, ónei, þeim sem þannig haga málafylgju sinni, er í raun og veru sama um þau. Þó það geti verið gott í svipinn að nota þau. Hér skulu nefnd örfá dæmi, þeg- baráttan stóð um afnám bannsins, þá var hún háð vegna þess hvað, þeim for- göngumönnum, er þar að stóðu, var annt um það að lög væru ekki brotin. En hvaða lög? Aðeins bannlögin, öll áfengislöggjöf, sem áður hafði gilt hafði verið ennþá meira brotin, líka af þessum sömu hræsnurum. Þeir höfðu aldrei skipt sér af því, og það hafði ekki tekið þá neitt sárt, en þeir vissu, að alþýða manna var löghlýðin og því var sjálfsagt að leika á þá strengi. Þó að þessir menn vissu um fjölda laga, sem brotin voru, svo sem tollalög, skattalög, bifreiðalög o. fl. o. fl. Það skipti engu. Ekki að vera aö ala á óánægju um brot á þeim. Bannlögin stóðu i vegi fyrir þvi, að hægt væri að þjóna lægstu og auvirðu- legustu hvötum mannskepn- [ unnar, víndýrkuninni og drykkjusiðunum, og þá var ekkert til svo ósæmilegt né ódrengilegt, að ekki mætti nota það. Ef einhverjum finnst of djúpt tekið í árinni, þá rifjið upp aðferðirnar og áróður- inn, sem notaöur var: 1. Hópur manna, mest svo nefndir menntamenn, létu það boð út ganga, að þessi lög, þ. e. bannlögin, ætti að brjóta, hver sá, er það gerði væri maður að meiri. Það dugöi ekki. Þá var næsta sporiö að fagna yfir því, að framandi þjóð heimtaði inn- flutning á léttum vínum, ef viðskipti ættu að haldast. Sumir segja aö þessi skilyrði hafi ekki verið sérlega ókær an.dbanningum, en svo er víst, að jöfnum höndum var tekið að útbreiða þær kenn- ingar, að léttu vínin væru svo holl og saklaus, þau væri sjálfsagt að leyfa, og um meira yrði ekki beðið. Það væri „dóna“-skapur að vera að drekka sterka drykki. Og herbragðið tókst, léttu vínin komu, karlmenn drukku þau og konur bættust við, sem lítt höfðu lagt sig eftir á- fengi. En þetta var ekki nóg, á örfáum árum uppgötvuðu þessir sömu menn, að léttu vínin væru ekki holl — þau væru mesti óþverri, þá væri hreinlega miklu hollara og betra að drekka aðeins brennivín. Ef þeir nú fengju brennivín, þá mættu léttu vinin fara. Og ekki nóg með það, þá skyldu þeir, þ. e. vín- dýrkendur, ábyrgjast að það yrði bara minna drukkið. Auk þess ætluðu þeir að sjá um, að tekin yrði upp heilbrigð bindindisstarfsemi. Þessi „heilbrigða“ starf- semi hefir lýst sér svo, að þegar bannið var afnumið, eyddi þjóðin iy4 milljón fyrir vínföng árlega, en nú 50 milljónum. Er ekki von, að þeir finni til sín? Er furða þó að þeim finnist lítið til um starfsemi Góðtemplara, sem haldið hafa áfengis- nautn þjóðarinnar svo í skefjum, sem raun ber vitni, þangað til að þeir sjálfir tóku við. Og sjá, þá hlupu áfeng- iskaup landsmanna upp um milljónir árlega, og eru nú komin upp í 50 milljónir, og svo vantar þá svona tilfinn- anlega áfengt öl handa lands lýðnum, svo að enn geti bætzt við þær milljónir, sem hann eyðir fyrir áfengi. Héraðs- læknirinn og aðrir ölmenn verða að reyna að skilja það, og það dugar þeim ekki að skreiðast bak við gott málefni til að blekkja þjóðina til fylgis við þetta mál. Það hlýtur að vera hægt að finna sæmilega heilbrigðan tekjustofn til aukninga sjúkrahúsaplássinu í landinu. Héraðslæknirinn minnist á Háskólann og happdrættið. Væri ekki óhætt að athuga, hvort happdrættið þarf nauðsynlega allt að þjóna Háskólanum Væri ekki ó- hætt að skipta ágóðanum og væri ekki rétt að athuga, hvort ásigkomulag Háskólans er í því lagi, að árlega beri þjóðinni að fórna svo miklu sem gert er fyrir hann. Áróöur Góðtemplara. Héraðslæknirinn gerir mik ið úr áróðri Góðtemplara gegn ölbrugginu. Hann held- ur þó ekki að þeim gangi til beinn fjandskapur við sjúkra húsamálin, en hann virðist vilja tileinka þeim alla and- stöðuna gegn ölinu. En það er óverðskuldaður heiður. Fjöldi annara félagasamtaka og einstaklinga taka þátt í þeirri baráttu og alveg sér- staklega kvenfélögin og meg- inþorri kvenþjóðarinnar. Ekki hafa konur landsins kynnt sig að því að hindra sjúkrahúsabyggingar. — Þær hafa þvert á móti unnið af kappi og áhuga að byggingu sjúkrahúsa. Þarf ekki nema benda á þeirra forgöjngu í byggingu Landspitalans og nú eru þær langt komnar með undirbúning barna- sjúkrahúss. Um Góðtemplara er það-að segja, að það er löngu viðurkennt, að þeir hafi verið forgöngumenn og fyrirmynd í félagslegum mál- um. Þeir stofnúðú fyrstu sjúkrasjóðina, þeir byggðu fyrstu samkomuhúsin víðs- vegar um landið, og hafa þar ýmsir staðir átt við að búa til þessa. Þeir höfðu forgöngu um að sjúkrasamlög voru stofnuð og tóku þátt í stjórn þeirra að verulegu leyti. Hér í höfuðstaðnum hafa þeir verið i meirihluta i stjórn S.R. um áratugi. Þeir þurfa því ekki að vera hræddir við samanburð á sínum líknar- störfum við þá forgöngu- menn og ölsjúku, sem svo virðast vilja láta lita út, að séu þeir einu, er viti hvers með þurfi í sjúkrahúsa- og líknarmálum. Heimsspeki héraðslœknisins. Það sem er furðulegast en þó mest áberandi við grein héraðslæknisins, er það, að hún er losaraleg, mótsagna- kennd og órökstudd. Þetta er að vísu ekki eins dæmi, þó það hendi nærri ótrúlega oft greinda, og jafnvel gáfaða menn, þegar þeir fara að rita um áfengismál, að túlka sjónarmið víndýrkenda, þá er eins og þeir losi sig við rökrétta hugsun og alla skyn- semi. Og út yfir tekur, þegar læknar lenda í þannig sálu- félagi. Þeir virðast blátt á- fram verða að hætta að hugsa, til þess að geta skrif- að meðmæli með aukinni á- fengisnautn og áfengissölu og bruggi. Ég vil biðja greinda lesendur að athuga grein Kolka — sérstaklega seinni hlutann. Kaflanum (Framliald á 6. síðu) Vegna þess sem Hannes Pálsson frá Undirfelli hefir skrifað í Tímann þ. 26 jan. 1948, þar sem hann gerir að umtalsefni nokkrar bifreiða- stöðvar í bænum, í grein, sem hann nefnir „Hugleiðingar um áfenga ölið,“ vil ég fyrir |hönd Samvinnufél, Hreyfils taka fram eftirfarandi: Frá því að Bifreiðastöð Hreyfils tók til starfa þ. 1. des. 1943 hefir ólögleg af- greiðsla á áfengi í gegn um síma eða afgreiðslu stöðvar- innar, algerlega verið bönn- uð og aldrei átt sér stað. Enn fremur er 8. gr. reglugerðar stöðvarinnar, svohljóðandi: „Bifreiðastjóri má ekki að- hafast neitt það i starfi sínu, sem varðað getur við refsi- lög eða valdið getur stöðinni tjóni eða álitshnekki. Það getur verið að fleiri bifreiðastöðvar í bænum hafi ákvæði svipuð þessum i gildi hjá sér, en eitt er víst, að Bif reiðastöð Hreyfils hefir frá upphafi sett sér það mark að efla hag og menningu bif- reiðastjóra stéttarinnar og reka stöðina með það fyxir augum, að afla henni vin- sældá óg traústs meðal ál- mennirigs riieð’svo góðri af- greiðslu bifreiða sem mögu- legt er á hverjum tima, -án þess að hafa áfengi meö í þeim viðskiptum. Á stöðinni eru nú yfir 200 bifreiðir og enda þótt að t. d. 50 ára: Jóhannes Guðjónss. itémii. Jónsnesi I-Iann er fimmtugur í 'dág? Fæddur á Arnarstöðum i Helgafellssveit 30 janúaf 1898. Sonur hinna mefku hjóna, Kristínar Jóhannéá- dóttur og Guðjóns Guömuridj sonar, sem lengst bjuggu á Saurum í Helgafellssveit. Ungur að aldri fór Jóhannes í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðát? burtfararprófi vorið 1919. Nokkru síðar fór hann t-íí Noregs og dvaldi fyrst á Jaðfi, en fór síðan á Voss lýðháskóla og lauk þaðan prófi 1925. Vo,r ið 1930, kvæntist Jóhannesv Guðrúnu Hallsdóttur frá Grishóli, hinni mestu mynd- arkonu, og hóf búskap að Saurum sama ár í sambýii við föður sinn. Þar bjó hann til 1946, og eignaðist 4 mann- vænleg börn, en flutti þá að Jónsnesi í Helgafellssveit og hefir búið þar síðan Jóhannes hefir gengt mörg um trúnaðarstörfum. Átt sætt í hreppsnefnd, sýslunefnd og stjórn Kaupfélags Stykkis- hólms. Búnaðarmálefni hefir hann látið mjög til sín taká'. Verið formaður Búnaðár- félags Helgafellssveitar síðaii 1933, og fulltrúi á fundum Búnaðarsambandsins síöan 1931. Auk búskaparins hefir hann lengi stundað mæling- ar á jarðarbótum í Snæfells- nessýslu, sem trúnaðarmaður B. í. Landbúnaðurinn hefir því alla tíð verið starfsvett- vangur Jóhannesar. Undir það starf hefir hann búið', 10 bifreiðir séu í einu á stæðí' t stöðvarinnar aðra stundiriá,’ þegar mikið er að ger, sem f fljótu bragði kann að Þýkja mikið, og líta grunsamlega, út," þá er það aðeins 5% af bjí-, r eið akosti stöð varinnar X, flestum tilfellum eru það bif-, reiðastjórar, sem þurfa augna blik að far inn á stöð, með. nótur, síma, þvo sér og þess háttar, eða hreinsa bíla sína| laga keðjur og ýmislegt smá-‘ vegis, ef þeir eru úti við bil- ana. Enda hafa forráðamériri' stöðvarinnar brýnt fyrir bifV. reiðastjórum að láta bila sína ekki standa að óþörfu á planinu. Samkvæmt fyrirmælum rík isstjórnarinnar er öllum bifJ reiðastöðvum í bænum lokáð’ kl. 11 síðdegis, að þeirri stöö undantekinni, sem hefir næf urakstur í hvert sinn. Þetta er 1 klst. fyrr en áður var venja og allt umferðalíf bæj;- arins í fullum gangi. Margir bifreiðastjórar eru óánægðir' með þessa ráðstöfun og viljá' aka þann tíma, sem venjulégá hefir verið opið. Það tel ég aðalorsök þess ef bifreiðir eru við stöðina nokkru lengur ejft hún er opin. „ En sé svo sem greinarhöf- undur vill vera láta, aö, vínsala eigi sér þar stað,--þá.. er þaö algerlega óviðkomandi - stöðinni og í algerri óþökk" þeirra,- sem henni. stjórnarrv'- Tryggvi Kristjánsson. (Framhald á 6. síðu) " Bífreiðastöðvarnar og áfengið .. .-.<7 /Ithugasemd írá fforstöðumaiml Ilreyfils

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.