Tíminn - 02.02.1948, Blaðsíða 2
TIMINN, mánudaginn 2. febr. 1948
25. blað
V r.
JJrá
Samkvæmiskjóll
■ ste
í dag:
Sólin kom upp kl. 9.07. Sólar-
lag kl. 16.17. Árdegisflóð kl. 10.45.
Síðdegisflóð kl. 23.25.
í nótt:
Nœturakstur annast bifreiða-
stöðih Hreyfill, sími 6633. Nætur-
■séknir er í læknavarðstofu lækna-
félagsins í Austurbæjarskólanum,
sími 5030. Næturvörður er í Reykja
yíkur Apóteki, sími 1760.
Áðaífundur Hreyfils.
. Bifreiðafélagið Hreyfill hélt að-
alfund sinn fyrir helgina. Stjórn-
arkosningu lauk þannig, að Ingi-
nundur Gestsson vp.r endurkosinn
:heð 165 atkvæðum, en Bergsteinn
Guðjónsson fékk 80 atkvæði. Aðrir
i "' stjórn voru kosnir Halldór
Björnsson, Jón Jóhannesson,
Magnús Einarsson, Birgir Helgason
Óiafur Jónsson og Magnús Ein-
arsson. Samþykkt var að hækka
árstillagið úr 75 krónum í 100 kr.
og verja nokkrum hluta af happ-
dráéttistekjum félagsins í vinnu-
deilusjóð og húsbyggingasjóð.
Áðalfundur Sjómannafélags
Iteykjavíkur.
; vár haldinn • síðastl. föstudags-
’fvöld. Sigurjón Ólafsson var end-
trkosinn formaður og aðrir í stjórn
vinnig endurkosnir. Auk Sigur-
ións eru því í stjórninni Ólafur
’riðriksson, Ólafur Árnason, Garð-
ix Jónsson og Sæmundur Ólafsson.
Sjómannablaðið Víkingur,
1. tbl. X. árg., hefir borizt blað-
:nu. Efni er m. a.: — Bendingar,
eftir Ásgeir Sigurðsson, Skuggsjá
íramtíðarinnar, eftir N.D. Rothon,
Gamlir ferjumenn, eftir Sigurð
Sumarliðason, Staðsetning atvinnu
tækja, svar til Vcpnfirðings, Land-
helgismálið er stórmál, eftir G. G.,
Afmælisviðtal við Ólaf Thoroddsen,
ZCíhverski drekakappróðurinn, eftir
A. C. Hampshire, Um landhelgis-
gæzlu, eftir Pálma Loftsson, Hrakn
^hgar m.b. Bjargar, eftir Sigurjón
láinarsson, skipstjóra, Þegar í
laúðirnar rekur, eftir Kristján
úliusson, loftskeytamann, Söngur
■jómannakonunnar, eftir Pétur
Jónsson, Þegar „Budda“ strandaði,
oftir Jóhannes Guðmundsson,
l-Caldar jólakveðjur, eftir M. Jens-
,on, Samþykktir 11. þings FFSÍ.,
Samningar LÍÚ og FFSÍ.
Árshátíð Þingeyinga og
Eyfirðinga.
Þingeyingafélagið og Eyfirðinga-
.élagið halda sameiginlega árshá-
tíð sína að Hótel Borg föstudaginn
3. fébr. og hefst hún með borðhaldi
ihukkan 6 síðdegis.
l erðafélag tslands
heldur skemmtifund í Sjálfstæð-
ishúsinu annað kvöld 3. febrúar.
Húsið verður opnað kl. 8.30. —
Guðmundur Einarsson myndhöggv
ari frá Miðdal sýnir og útskýrir
Heklu-kvikmynd Fjallamanna. —
Dansað til kl. 1.
•Aðgöngumiðar vitjist í Bókaverzl.
Sigfúsar Eymundssonar og ísafold-
ar,.á morgun.
Lögfræðipróf.
Þessir kandídatar luku lög-
frééðiprófi27. jan: Högni Jónsson,
il. eik. betri 171% stig. Kristján
Eiríksson I. eink. 189% stig.
Embættisprófi í læknisfræði lauk
28. jan. Bjarni Rafnar, I. eink.
153% stig.
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega. Kl.
20.ÖÖ Fréttir. 20.30 Útvarpshljóm-
svéftín: íslenzk alþýðulög. 20.45 Um
dáginn og veginn (Jón Helgason
blaðamaður). 21.05 Einsöngur
ungfrú Kristín Einarsdóttir):
a). Heyr, það er unnusti minn
(Páll ísólfsson). b) Glókollur (Ing-
unn Bjarnadóttir; Hallgrímur
Helgason raddsetti) e) Med n Pri-
mula veris (Grieg). d) Vögguljóð
(Tschaikowsky) e) Stándchen
(Schubert). 21.20 Erindi: Um veður
spár (Theresia Guðmundsson veð-
urstofustjóri). 21.45 Tónleikar (plöt
ur). 21.50 Lög og réttur. —• Spurn-
ingar og svör (Ólafur Jóhannesson
prófessor) 22.00 Fréttir. 22.05 Bún-
aðarþættir: Garðrykja (Ragnar
Ásgeirsson ráðunautur). Létt lög
(plötur). 22.30 Dagskrárlok.
Skipafréttir.
Brúarfoss er í Hull Lagarfoss er í
Reykjavík. Seifoss er í Reykjavík.
Fjallfoss er í Reykjavík. Reykja-
foss er á leið til Reykjavíkur frá
New York. Salmon Knot er á ieið
til Baltimore. True Knot er á leið
til Siglufjarðar. Knob Knot er í
Reykjavík. Lyngaa er á leiðinni til
Kaupmannahafnar. Horsa er á leið
til Amsterdam. Varg er á leiðinni
tjl New York.
Hekla
flugvél Loftleiða, er um þessar
mundir vestan hafs. Var flugvélin
í New York í gær, þá nýkomin
frá Venezúela, en þangað fór hún
með,. 40 innflytjendur frá Ítalíu.
Flugvélin er nú að leggja af stað
í aðra ferð eins, og.flýgur nú beina
, leið. frá. New York til Parísar, án
j.viðkomu hér, en þaðan til Róma-
borgar. Síðan kemur flugvélin
| hingað með 40 ítalska útflytjendur
og fer með þá til Suður-Ameríku.
Félagslíf
Hafnarfjörður
Framsóknarmenn hafa skemmt-
un í Alþýðuhúsinu annaö kvöld
— Byrjar hún með Framsóknar-
vist klukkan 8.30.
Ferðafélag íslands
heldur skemmtifund í Sjálfstæöis
húsinu annað kvöld kl. 8.30.
Fjalakötturinn
sýnir „Orustuna á Hálogalandi“
í kvöld kl. 8 í Iðnó.
Templarar
hafa skemmtun i G.T-húsinu í
kvöld kl. 8.30.
Aðalfundur Skíðadeildar
íþróttafélags Reykjavíkur veröur
fimmtudaginn 5. febr. — Nánar
auglýst síðar.
*
Odýrar auglýsingar
IS®sliEaE*
drengur óskast til að selja
Tímann á götunum. Góð kjör.
Uppl. á afgr. Tímans..
Ferðameim
sem eru gestir í Reykjavík, kaupa
máltíðir í Breiðfirðingabúð.
Maíair
Það er þægilegt að fá tilbú-
inn, góðan mat í Matarbúðinni
Ingólfsstræti 3, sími 1569.
Mremg'ersiÍBigKa*
Sími 5572.
Þa'5 mun vera sama hvort þú
kaupir síðan samkvæmiskjól eða
lélegan léreftskjól — þú verð'ur að j
láta jafnt af skömmtunarmiöum,
FJAÍLASiÖTTUStlNN
sýnir gamanleikinn
Aí SllSSÍS Ötnllcgíl iíSS ; ef flíkin er keypt tilbúin. Það er
aílfireiílsiji Tímans. ,freistanfii ai* kauPa fremur sam-
kvæmiskjól eins og þennan, þegar
Auglýsið í Tíinamim. svo er ástatt.
b kl. IB í Iðnó.
Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag.
Á förnum vegi
Það er um þessar mundir mjög
um það rætt, að íslendingar muni
1 á komandi árum geta skapað sér
\ verulegar gjaldeyristekjur með því
að laða hingað erlenda ferðamenn.
j Forstöðumaður ferðaskrifstofu rík-
isins hefir farið til Englands í vet-
ur, og það mun vera álit hans að
tiltölulega Ojiðvelt sé að beina
hingað talsverðum ferðamanna-
straumi.
Til þessa ber margt. ísland er
svipmikið land og gætt mikilli og
stórbrotinni náttúrufegurð. Hér er
ýmislegt það, sem heillar huga
fólks, sem langar til þess að sjá
sig um í heiminum og kynnast því,
sem er ólíkt flestu, er það hefir
áður átt kost á að sjá. Hekla og
Geysir og miðnætursólin norðan
lands á sumrin — allt hefir þetta
mikið aðdráttarafl. Jöklar lands-
ins og eldfjöll hafa fram að þessu
ekki gefið mikinn arð, heldur hafa
þau verið ógnvaldar þjóðarinnar í
margar aldir. Nú gæti svo farið,
að þessi náttúrufyrirbæri gætu
orðið landsmönnum drjúg tekju-
lind, ef rétt væri á haldið.
Fjármálaástandið í heiminum
stuðlar einnig að því, að nú er
hentug tækifæri fyrir okkur til
þess að leggja grundvöllinn að
tízku, sem gæti hafið ísland á
bekk meðal eftirsóttustu og sjálf-
sögðustu ferðamannalanda. ísland
er á hinu svokallaða sterlings-
pundasvæði, og enskt fólk, sem
ráð hefir á að fara í frðalög, getur
féngið gjaldeyri til þess að fara
hingað, þótt það fái ekki fé til
þess að fara til Svisslands og fleiri
landa, er hafa á undanförnum ár-
um haft miklar tekjur af brezk-
um ferðalöngum.
En til þess, að við getum kom-
izt í gott álit meðal fólks, sem
fórnar íjármunum til langferða í
fjarlæg lönd, verðum við að geta
tekið sómasamlega á móti því, veitt
því þann aðbúnað, sem það cr á-
nægt með, og aðra þá fyrirgreiðslu,
er það krefst. Því miður erum viö
ekki vel á vegi stödd að þessu
leyti. Hér í Reykjavík er fátt við-
unandi gistihúsa, og úti á lands-
byggðinni, þar sem erlendir ferða-
menn vildu vafalaust langhelzt
kjósa að dvelja, eru varla til þeir
dvalarstaðir, er fullnægja kröfum
erlendra feröamanna, sem sæmi-
lega fjárráð hafa. Eini staðurinn
á landinu, sem vel er , settur við
’ góðan gistihúsakost, er Akureyr-
I arbær. Kemur • það sér auðvitað
sérstaldega vel, ef um væri að ræða
skíðamenn að vetrarlagi, eins og
mjög heíir verið talað um í vet-
ur, bæði hér heima og í ýmsum
brezkum blö'ðum og tímaritum.
En hér verður að gera betur, ef
við ætlum ekki að láta þetta tæki-
færi ganga okkur úr greipum. Nú
, vill svo til, að Norræna félagið
hefir haft á prjónunum ráðagerð
um byggingu góðs gisti- og dval- j
arstaðar á Þingvöllum — gistihúss,!
sem svara skal öllum kröfum tím- I
ans um þægindi og aðbúnað, en
þó vera laust við óhóflegan íburð.
Þegar hefir verið lagt mikið fé
í þetta, steypt talsvert af bygg-
ingunni og keypt efni í sumt af
því, sem eftir er. Erlent efni, sem
ófengið er til þessa mann.-irkis
mun ekki nema nokkrum rugum
þúsunda í íslenzkum krónum. Það
vantar með öðrum orðum aðeins
herzlumuninn til þess að koma
upp ágætu gistihúsi á þeim stað,
sem ávallt hlýtur að verða meðal
hinna allra eftirsóttustu í landi
okkar, sökum fornar frægðar, er
borizt hefir langt út fyrir land-
steinanna, og óvenjulegrar og
breytilegrar fegurðar.
Það gæti ekki hjá því farið, að
fullkomið gistihús á þessum stað
myndi auka verulega sókn ferða-
manna hingað og raunar trygg-
ing fyrir því, að svo yröi, þar sem
Norræna félagið stendur að þessu.
Auk þess væri það trygging fyrir
því, að þeim, sem hingaö kæmu
og þar dveldu, þætti hér gott að
vera.
Sé á málið litið frá þessari hlið,
horíir dæmið þannig við, að allur
sá erlendi gjaldeyrir, sem þyrfti
til þess að ljúka byggingu Norræna
félagsins á Þingvöllum, er varla
rneiri en sem svarar því, er 20—30
útlendir menn myndu skilja eftir
í landinu viö mánaöardvöl, og þó
sennilega um mun minni upp-
hæð að ræða.
Það er auðvitað öllum ljóst, að
bygging Norræna félagsins myndi
auðvitað ekki ein út af fyrir sig
leysa gistihúsaþörfina, ef hingað
á að beina straumi ferðamanna frá
útlöndum. En það væri þó spor í
áttina — mikilvægt spor. Þess
vegna vona ég, að þetta gistihús
komizt sem fyrst upp.
J. H.
Skemmtun
' Pramsóknarmenn gangast fyrir skemmtisamkomu í
(Uþýðuhúsínu í Hafnarfirði annað kvöld. — Hefst hún
með Framsóknarvist klukkan 8.30.
Allir velkomnir!
egt mót
Eyfirðinga og Þingeyinga verður að Hótel Borg föstu-
daginn 6. febrúar n.k.
Úrvals skemmtiatriði.
Mótið hefst kl. 6 með borðhaldi.
Nánar auglýst síðar.
ÚÍÍÍ$Í$Í'ÍÍS$$$ÍS55ÍÍÍS^’ÍÍ«Í«SÍÍSÍ$Í$ÍÍÍÍ0Í««ÍSÍ=Í$5*K«$Í»S&ÍÍ^^ N
opin daglega frá klukkan 1—11.
Ef þið viljið fylgjasí með tímanum, þá verðið þið að
kunna skil á mest umrædda vandamáli nútímans.
Skýringar-kvikmyndir á byggingu efnisins, rafmagn-
inu og sprengitilraununum við Bikini, sýndar allan
daginn, sem hér segir: kl. 11 f.h. 2—4—6—8.30 og ki.
10 síðdegis.
:: «
Sí
«
til ab bera át TI M Á N Nii
«
:«««««:«««:j«::j«j«j««:«:«j:«::«jjjj::::j«::jj:«j::jj«::::