Tíminn - 02.02.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, mánudaginn 2. febr. 1948 25. blað Starfshættir bændaskólanna Það hefir þótt með nokkr- nm.tíðindum, enda í frásögur lært, að þeir tveir bænda- skðTar, sem til eru í landinu, séu' ekki fullsetnir nemend- um í vetur. Plestir aðrir skól- ar, svo sem gagnfræðaskólar, héraðsskólar, menntaskólar ,ög fleiri skólar eru aftur á móti taldir meira en hóflega "skipaðir. Hvað veldur, að ’ungir menn sækja ekki bændaskóla? — Án þess að ætla mér þá dul, að svara jDessari spurningu til fuils, þá 'tel ég mig hafa nokkurt efni í slíkt svar, umbúið allmikl- um rökum. Það yrði að vísu ’langt mál, sem ekki verður flutt hér, að þessu sinni. En meðal annars af því mér er málið skylt og kært, læt ég hér frá mér fara nokkur orð um bændaskóla okkar; mér og öðrum til umhugsunar. Bændaskólarnir eru fag- skólar, eins höfuðatvinnu- vegar okkar, landbúnaðarins. Hliðstæðir skólar hér á landi eru t. d. sjómannaskólinn og iðnskólar okkar. Ekki þykir nú ráðlegt, að láta óskólaða menn stjórna skipum. Ef um stærri skip er að ræða yerð- ur hver skipstjófi, ekki að- eins að hafa lokið prófi við sjómannaskóla, heldur einn- 'ig hafa lokið margra ára yerklegu námi á sjónum. Sennilega mun almennt álit- ið, aö ekki þurfi annan eins lærdóm til að stjórna búi í sveit og skipi á sjó. Ég hefi verið nokkuð til sjós, og með íullri virðingu fyrir sjó- rnennskunni veit ég, aö lahdbúnaður er miklu fjöl- þættari, ílóknari og dýpri, en jaínvel sjórinn. Enginn skal trúa, að hægt sé að ‘léysa bústörf sómasamlega af hendi, allra sízt að stjórna búi, án þess að hafa hlotið hóklega og verklega skólun í • landbúnaöi. En trúa bændur Tandsins þessu? Af reynslu :minni undanfarin 10 ár, við :• stj órn a öðrum bændaskóla Jánctsins, verð ég að svara þessu neitandi. Það eru und- antekningar á öllum reglum. Svo er um þetta. Einstakir fcændur eru hér í engum vafa og viðurkehna bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, að bú- fræðimenntun, jafnvel bæði bókleg og verkleg, sé hverj- um bónda lífsnauðsyn. En hinii eru miklu fleiri, sem ,þejja siíkt lítilsvirði, óþarft og, til eru bændur, líklega í hverri sveit á íslandi, sem telja búfræðimenntun bein- iínis til skaða þeim er njóta. Rök þeirra eru stundum, að bjjfræðingar búi ekki betur en aðrir, stundum verr. Slíkt eru falsrök. Lærður og reynd ur skipstjóri getur siglt skipi sinu í strand. Það væri ó- •eölilegt að búfræðingi gæti ekki skjátlast í búskap. En viil iiokkur halda fram, að Skipstjórinn sé lakari sjó- maöur vegna þess að hann hefir gengið á sjómanna- skófa og stundað verklegt nám svo árum skiptir á sjón- um. Eða heldur nokkur í al- vöru, að iðnaðarmaðurinn leysi störf sín verr af hendi fyrir það að hann hefir gengið á iðnskóla og stundað verklegt nám í 4 ár í iðn sinni. Vissulega ekki. Líklega dettur engum slíkt í hug. Og allra sízt sjómönnum og iðn- aðarmönnum. En hvers Eftía* SSimólf Sveiiissc vegna þá þessi fávísa skoð- un sumra manna, jafnvel bænda, á búfræðinámi, ekki sízt hinum verklega þætti þess. Þessari spurningu mun ég ekki svara að þessu sinni. Ég veit vel, að margir verða til þess að kenna skólunum um, það liggi beint fyrir. Þeir hafi t. d. ekki verið þess um- komnir að gera alla búfræð- inga þannig úr garði, að þeir sköruðu fram úr í búskap. Kennaralið og stjórn skól- anna muni vera illa starfi sínu vaxið o. s. frv. Auðvitað eru slík svör út í bláinn. Næg ir í því sambandi að bera bændaslcólana saman við aðra skóla í landinu, t. d. þá skóla, sem áður var talað um, að væru nú fullskipaðir nem- endum eða vel það. Alveg er víst, að kennarar bændaskól- anna eru mjög vel menntaðir og færir til starfa sínna. Þeir munu, að því leyti, fylli- lega standast samanburð við kennara annarra skóla. Með engum rétti er því hægt að skella neinni skuld á þá, þótt bændaskólarnir séu ekki bet- ur sóttir en nú er. Hvað er þá að segja um þessa skóla að öðru leyti? Ég vil fara hér fáum orð- um um húsakost bændaskól- anna, og minnast á áhöld þeirra, verkfæri, áhöfn og annan útbúnað til starfs og kennslu. Því miður er það svo, að nokkuð skortir á, að húsa- kostur bændaskólanna stand ist samanburð við ýmsa aðra skóla í landinu, t. d. héraðs- skólana. Bezt er að segja það eins og það er, að hvorki á Hvanneyri né á Hólum eru skólahúsin í því ástandi, að fólk nú á tímum geri sér þau að góðu. Enda þótt bæði þessi hús hafi á sínum tíma verið að ýmsu leyti vel og traust- lega byggð, og af miklum myndarskap og stórhug, þá er innrétting þeirra nú mjög úr sér gengin og að flestu leyti mjög óhentug. í her- bergin vantar í rauninni öll sæmileg húsgögn, hreinlætis tæklin eru ófullkomin, gólf orðin mjög slitin, jafnvel fú- in og upphitun hefir verið takmörkuð. Þessi lýsing mun þó fremur eiga við um Hvann eyri en Hóla. Skólahúsið á Hvanneyri var byggt 1911. Veglegt hús á þeim tíma. En ekki verður komizt hjá að endurinnrétta það allt, hið bráðasta og e. t. v. stækka. Á báðum skólunum vantar nokkrar fjölskylduíbúðir yfir kennara og starfsfólk. Á Hvanneyri þarf að byggja nýtt leikfimLshús, hús yfir verkfærasafn, búvélaverk- stæði, smíðastofu fyrir tré og járn, verkfæra- og bifreiöa- geymslur, hænsnahús o. fl. Enda þótt verkfærakostur bændaskólanna hafi stórum aukizt og fullkomnast á síð- ustu tveimur til þremur ár- um, vantar enn nokkuð á að hann fullnægi kröfum til full komins verklegs náms. — Kennsluáhöld þarf að auka og endurbæta, sama gildir um bústofn. Undanfarinn áratug, sem ég starfaði á Hvanneyri, reyndist mér erfitt að fá fjárveitingavald landsins til að skilja og viðurkenna of- n, sandgræðslustjfóra angreindar staðreyndir, um þörf endurbóta á húsakosti og öðru á Hvanneyrarskól- anum. — Svo ber nýtt við. Alþingi ákveður að reisa nýjan bændaskóla í Skál- holti. Eftir áætlunum um stærð hans mun hann nú kosta 5—10 milljónir króna. Það mun fara eftir, hvort lokiö verður við að fúllgera hann, eða numið verður staðar' einhvers staðar á leið, þegar fé þrýtur og mönnum ofbýður kostnaðurinn. Ég treysti mér vel til að færa allgild rök fyrir þörf- um nýs bændaskóla í Skál- holti. En öll rök, þar að lút- andi, falla dauð og ómerk á meðan ekki er lokið við að hyggja þá tvo bændaskóla, sem fyrir eru í landinu. Það getur vel verið að nú kosti það allt að 5 milljónum kr. að gera allt í stand, útí og inni, dautt og lifandi, á Hvanneyri og Hólum. Ef til vill hefir þjóðin ekki ráð á því að leggja þetta fé fram. Ef svo er, þá eru afglöp að byggja nýjan bændaskóla, sem ekki yrði þó meira en hálfbyggður fyrir það fé, sem þurfa myndi til að gera hina tvo sæmilega úr garöi. Síðustu tvö til þrjú árin hefir búskapur á íslandi ger- breyzt. Hann mun breytast enn meir á næstu árum. Ekki kemur því til mála að unnt sé að reka fagskóla búnaðar- ins í svipuðu formi og við þann ytri kost, sem talinn var viðunanlegur fyrir 30—40 árum. Það væri sanni og nauðsyn nær, að endurbyggja og fullgera bæði Hóla og Hvanneyri með 30—40 ár fram í tímann, fyrir augum. Þegar það hefir verið gert, getur fyrst komið til mála, að reisa hinn þriðja bænda- skóla. SKÁK Mar del Plata 1947. SIKILEYJARVÖRN. Hvítt: Michel. Svart: G. Stálberg. I. e2—e4, c7—c5. 2. Rgl—f3, e7—e6. 3. d2—d4, c5xd4. 4. Rf3xd4, Rg8—f6. 5. Rbl—c3, d7—d6. 6. Bfl—e2, a7—a6. Icheweningen-afbrigðið. 7. f2—f4, Bf8—e7. 8. Be2— f3,-Dd8—c7. 9. 0—0, Rb8—c6. 10. K.gl—hl, Bc8—d7! Nýr leikur í stöðunni, sem virðist betri en venjulega á- framhaldið. 10. 0—0, sem gef- ur hvítu tækifæri til sóknar með g2—g4. Leiki hvítt nú 11. g2—g4, þá svarar svart með h7—h6 og hvítu verður erfið- ur róðurinn. Því ef 12. g5, h6 Xg5. 13. f4xg5, d6—d5! með góðri stööu. II. Rd4—b3, Ha8—c8. 12. Ddl—el, b7—b5. 13. a2—a3, 0—0. 14. Bcle3. Ef 14. g4, þá hefir svart val á milli 14.... K—h8, 15. g5, Rg8. Eða 14....b4. 15. axb4, Rxb4. 16. g5, Rxc2. 17. Df2, Rxal. 18. g5xf6, Bxf6. 19. Rxal og svart stendur vel. 14.....b5—b4. 15. a3xb4, Rc6xb4. 16. Del—f2, Bd7—c6. 17. Rb3—d4. Michel teflir upp á kóngs- (Framhalcl á 7. siðu) Það eru þarfir menn, sem verða til skemmtunar í þjóðfélaginu og verða valdir að einhverju því, sem fólk getur gert sér gaman úr. Þeg- ar Dagsbrúnarbannið er nú úr sög- unni, virðast allir minnast þess með gamansemi. Og kvæði það, sem K. sendir okkur og hér birt- ist, bendir til þess, að jafnvel með- an næturbannið stóð, gátu menn fest hugann við þá hliðina á því, sem spaugileg var. Þetta ljóðmæli hitir annars í dögun og er svona: „Dásamleg fóstra er Dagsbrúnar- stjórnin, drengina hlýða sér lætur. Hún veit, það er óhollt að vaka og vera á ferli um nætur. Og einkum er skaðlegt að útskipa ' síld, sem aðrir veiddu um nætur. — Þess vegna bannar hún þeim að ferma um nætur. En Sigurjón — sá svikuli þjón — sízt hefir á því gætur, þó sjómenn vaki og vinni allar nætur. Það ætti að banna baulum og rollum að bera um nætur, því þjóðin vill njóta svefns. Og svefn hinna réttlátu er sætur. ATH. Þennan bragarhátt höfum vér heyrt nefndan Amlóðahátt. En ekki er hans getið í Eddu né öðr- um prentuðum heimildum, svo oss sé kunnugt." K. gerir ekki endasleppt við olck- ur. Hann sendir líka vísu, sem ort er út af veiðibjöllugreininni, sem Tíminn birti nýlega og hét: Önn- ur var mín ævi. „Sjómenn færa síld í bú, Svartbakar með hvíta bringu, hirða obbann af því nú, aröránskir — í samfylkingu! Þetta er líka ort meðan Dags- brúnarstjórnin sat að völdum með næturbannið sitt. „Og enn kvað hann.“ „Valda spjöllum herjans hjú, hækkar leti í sæti. Veiðibjöllum vorum nú verður flest að æti.“ Nokkrar vísur hefir Sigurður Draumland sent mér og birtast þær hér. Fyrst er ein kveðin á ferða- lagi: Ástúð vorsins óði frá andar þýtt í blænum. Ljúfir draumar lifna á leiðum sumargrænum. Önnur heitir: Vorsjón: Yndislega eg hef séð eftir daggarfossinn roðna á hvítum runnabeð rós við sólarkossinn. Og svo er ein vetrarvísa: Vinir ljóssins víða sjá vorsins geislaletirr mörk og himinn málað á milli skugga í vetur. Svo er hér að síðustu gömul stjórnmálastaka, ort í september 1940: „Hitler grimmur herðir á heimsins kvöl og dauða, brosa Moskvubolsar þá breitt í kampa rauöa.“ Svo gerum við hlé á kveðskap í dag, en næst skulum við skemmta okkur við botnana okkar. pétur landshornasirkill. TILICYNNING tli bifreiðaeigenda Eins og vér höfum áður auglýst, þá tókum vér upp fyrir 1 ári síðan það fyrirkomulag, að lækka iðgjöldin á bifreiðatryggingum, (bæði ábyrgð og kaskó) fyrir þær bifreiöar, sem tryggðar eru hjá oss og ekki verða fyrir neinu því tjóni, er orsakar skaðabótaskyldu félagsins í 1 eða fleiri ár í röð. Vér höfum nú ákveðiö, að afslátturinn nemi eftir- farandi: 1. Fyrir eitt ár án tjóns 10% af iðgjaldi. 2. Fyrir tvö ár án tjóns 20% af iögjaldi eða 10% eftir 1. árið og 10% eftir 2. árið. 3. Fyrir 3 eöa fleiri ár samfleytt, 25% af iðgjaldi. Reykjavík, 29. janúar 1948. Sam.vin.n.iLtryggLngar Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.