Tíminn - 02.02.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1948, Blaðsíða 5
25. blað TÍMINN, mánudaginn 2. febr. 1948 5 Mánud. 2. fehr. Verkföll komm- únista Þa5 verður mörgum manni að líta um öxl þessa dagana og athuga stefnu og fram- kvæmdir kommúnista í verka lýðsmálum síðan þeir hrökkl uðust úr ríkisstjórninni. Og það er að vissu leyti sam- ræmi og stefna í þeirri fram- komu allri. Bannið við löndun úr síid- arskipunum þykir hvarvetna furðuleg og heimskuleg ráð- stöfun. En það er merkilegt í því sambandi, að stjórn Dagsbrúnar hafði aðgerða-J laus horft á í nálega þrjái mánuði áður en hún hófst handa um þann boðskap. Það var látið dragast fram yfir kosningarnar í Dagsbrún. Nærri má geta, hvort þessi dráttur hefði þótt nauðsyn- legur, ef hér hefði verið tal- ið, að gott mál væri á ferð- inni. Þá hefði stjórninni þótt það álitlegt kosningamál og viljaö sýna hug sinn í garð verkamanna og árvekni í þeirra málum, með því að gefa þennan réttlætisboð- skap út einmitt fyrir kosn- ingar. Hér var tækifæri til að ,sýna sig og ganga svo undir dóm kjósenda í félag- inu á þeim grundvelli. Vafa- laust hefir Dagsbrúnarstjórn in þá trú á verkamönnum, þroska þeirra í félagsmálum og réttmætri dómgreind, að hún þori að leggja undir úr- slit þeirra þau mál, sem hún álítur vera hagsmuna- og réttlætismál þeirra. Annað væri þungur áfellisdómur um félagsmennina í Dagsbrún. Hér var beðið fram yfir kosningar með það, sem gera átti. Svo kom það, án þess að nokkrar ástæður breytt- ust, nema hvað dagurinn lengdist eins og til stóð. í sambandi við þessa deilu minnast menn þess, að komrn únistar efndu til verkfalls á Siglufirði í byrjun síldarver- tíðar í sumar. Það var gert utan við lög og rétt, enda beygöu verkfallsmenn sig fyr ir félagsdómi og ’hófst þá vinna, er þeir áttu von á úr- skurði dómsins. Þaö er undarlegt, ef það er bara tilviljun, hver-t far kommúnistar gera sér um að stöðva síldveiðina, hvort heldur er á sumri eða vetri. Þar er ekkert til sparað. Það er efnt til verkfalls, sem er í fyllsta ósamræmi og and- stöðu við landslög. Þar er lýst yfir vinnubanni í óþökk verkamanna, sem sjá má á því, að Dagsbrúnarstjórnin þorði það ekki, fyrri en eftir kosningar. Og það er ekki horft í það, að etja verka- mannafélaginu Dagsbrún með slíkum fjandskap gegn sjómannastéttinni, að sjó- menn neita að Iáta landa afl anum úr skipum sínum, í mótmælaskyni við stjórn verkalýðsfélagsins. Það er von aö þetr, sem á slíkum fjandskap ala milli vinnandi stétta landsins kalli sjálfa sig „einingaröfl.“ Það er von, því að þeir kunna ekki að skammast sín. En hvað veldur þessari ERLENT YFIRLÍT: Mahatma Gandhi Imlverjar syrgja foringja, sem var einn af sérkeimilegnstu oi*' álirifamestu möimuin veraldarsög'iianar Síðan styrjöldinni lauk hefir ' sneri hann nú heim til Indlands, enginn atburður vakið meiri at- hygli en morðið á Mathama Gandhi, er varlframið síðastliðinn föstudag. Það'ývar ekki aðeins í Indlandi, heldur, hvarvetna í ver- öldinni, að ménn urðu sem þrumu- lostnir, er þeirjheyrðu þessa fregn. f ýmsum blöðum var þessum at- burði jafnað til þess, er Kristur var krossfestur^.Hvað, sem um þá samlíkingu má segja, verður hinu ekki neitað, áð. fáir menn hafa meira líkzt Kristi í ýmsum athöfn- um en Gandlú ,og sennilega hefir þar sem það hlutverk beið hans, sem jafnan mun gera nafn hans frægt í sögunni. Forvígismaður sjálf- stæðisbaráttunnar í Indlandi. Eftir heimkomuna til Indlands setti Gandhi á stofn eins konar klaustur, þar sem hann veitti eink- um móttöku mönnum úr lægstu stétt Indlands, sem ýmist var köll- uð hin óhreina eða ósnertanlega. Gandhi hafði þá þegar markað sér engum manni tekist síðan Kristur ^ þá stefnu að berjast gegn stétta- leið, að verða slíkur leiðtogi með ' skiptingunni. Strax á dvalarárum andlegum voþnum Gandhi var. og, sínum í Indlandi hafði hann byrjað að taka upp ýmsa stranga lifnaðarhætti og sjálfsaga, en hvort tveggja þetta færðist í auk- ana eftir heimkomuna. Jafnframt tók hann nú að boða kenningar sínar um hina óvirku mótstöðu eða Barðist með.. Bretum í Búastríðinú.. Mohandas Karamchand Gandhi, en svo hét hann að skírnarnafni, var fæddur 2. október 1869. Faðir ' óhlýðnisbaráttuna. Þær voru í að- hans var háttsetfur embættismað- ! alatriðum á þá leið, að menn ættu ur í einu furstadæminu. Hann \ ekki að launa illt með illu eða hafði verið fjþrgiftur og var ' gjalda ofbeldi með ofbeldi, heldur Gandhi yngsta barnið í seinasta' ættu þeir aö hafna öllu samneyti hjónabandinu. Móðir Gandhis var við þá, sem ofbeldinu beittu, og mjög sterktrúuð og siðavönd og hlýða ekki í neinu boði þeirra eða varð Gandhi fyrir miklum áhrif- banni. Gandhi hafði strax byrjað um frá henni í uppvextinum. að túlka þessar kenningar meðan Hjónaband Gandhis hafði einnig mikla þýðingu. .fyrir hann á upp- vaxtarárunum, en samkvæmt sið- venju feðra sinna giftist hann 13 ára gamall. Hejfir hann lýst þess- um þáttum uppeldis sins mjög rækilega og af, mikilli bersögli í sjálfsævisögu sipni. Þegar GandhLyar 19 ára gamall, fór hann til frjimhaldsnáms í Bret landi, enda ..þótt aðstandendur hans væru því mjög mótfallnir. Þar dvaldi hannj,3 ár. Eftir heim- komuna til Indlands, tók hann upp málfærslustarfsemi, en gekk það illa. Pluttist hami því til Suður- Afríku 1893. Þar vegnaði honum betur og varð hann br’átt einn helzti forvígismaður landa sinna þar, en margt Indverja hafði flutt þangað. Gandhi var mjög hlið- hollur Bretum á þessum árum og gekk í indverska sjálfboöaliðasveit, sem barðist me.ð,vþeim í Búastyrj- öldinni. Gandhi veitti þar for- stöðu sérstakrj, þjúkrunardeild og sæmdu Bretar hann heiðursmerki fyrir framgöngp. sína. Þegar fyrri heimsstyrjöldin..hófst, fór Gandhi til London og hauð Bretum aðstoö sína. Það várð„ þó ekki af því, að hann ílengdist. i .Bretlandi, heldur hann dvaldi í Suður-Afríku, en nú tók hann fyrst að vinna þeim fylgi fyrir alvöru. Kenningar og lifnaðarhættir Gandhi féllu Indverjum fljótt vel í geð. Trúarbrögð og siðvenjur Ind- verja skópu þeim hinn heppileg- asta jarðveg. Þegar heimsstyrjöld- imii fyrri lauk, var Gandhi orðinn þekktur um allt Indland og hafði fengið auknefnið Mahatma, sem þýðir hin stóra sál. Á þessum árum tók Gandhi ekki verulega þátt í sj^fstæðisbar- áttu Indverja gegn Bretum. Eftir styrjöldina harðnaði sjálfstæðis- baráttan verulega og Bretar beittu þá oft mikilli harðýðgi. Grimmdar- verk, sem • brezki herinn vann í Amritzar 1919, eru talin hafa átt meiri þátt í því en nokkúö annað, að Gandhi blandaði sér í sjálf- stæðisbaráttuna. Innan stundar varð hann aðalleiðtogi Indverja á þeim vettvangi og óvirka andstað- an, sem hann hafði prédikað, var orðin helzta vopn Indverja í bar- áttunni gegn Bretum. Sú baráttu- aðferð hefir tvímælalaust átt drýgstan þáttinn í því, hve skjót- ur sigur vannst í sjálfstæðisbarátt- unni, og hve tiltölulega litlar blóð- framkomu? Hvað er það, sem Dagsbrúnarstjórnin setur svo mjög ofar hagsmunum verka manna, að hún ræðst strax að kosningum loknum í stór- ræði, sem hún hefir farið leynt með þangað til? Kommúnistar hafa ekki náð völdunijm í verkalýðs- lögum til þess, að berjast fyrir hagsmunum verkalýðs- ins á líðandi stundu. Þeir horfa lengra. íram á veginn. Það er þjónustan við komm- únismann, sem er köllun þeirra. Því- eiga samtök verkalýðsins að vera komm- únistum tæki í þeirri bar- áttu. Þeirri baráttu er stjórnað utan frá. Og stundum er heimtað af trúbræðrunum að þeir vinni gegn hagsmun- um þjóð/ir sinnar. Það er oft hægt, því að þeir eru þá eins og þingmaðurinn í Kanada bundnir eiðum, sem binda þá sterkari böndum við ann- að en land og þjóð. Það eru bönd eins og þau, sem fólust í „leyndarskjalinu M“, þar sem kommúnistum var fyrir- skipað að vinna hvers konar skemmdarstarf gegn fram- leiðslustarfseminni í Vestur- Evrópu. Núverandi-stjórn Dagsbrún ar er því eins og kommúnist- ar annars staðar, þar sem þeir mega sín nokkurs. Þeir hugsa meira um flokkinn og stefnu hans en hagsmuni verkamanna og sjómanna á íslandi. Þess vegna stofna þeir til pólitískra verkfalla. En hvað lengi hlýta verka- menn slíkri forystu? Gandhi fórnir hún kostaði, því að öðrum kosti er næsta líklegt, að oft hefði komið til hörðustu átaka milli Breta og Indverja. Afstaffa Gandhis innanlandsmálanna. Það yrði oflangt mál að rekja nákvæmlega skipti Breta og Gandhis á þessum árum. Aðferðir Gandhis í þessum átökum eiga hvergi sinn líka. Stundum boðaði hann til hörðustu baráttu gegn Bretum á grundvelli óvirku and- stöðunnar, en nokkru seinna hafði hann sætzt við þá um einhverja málamiðlun og aflýsti þá barátt- unni flokksmönnum sínum á óvart. Þannig þolcaði Gandhi fram mál- um sínum smátt og smátt og allt- af fylgdu liðsmenn hans honum. Hann kvaðst ekki óttast baráttuna, ef hennar væri þörf, en vildi þó alltaf kjósa friðinn heldrú, ef hann væri þess viröi. Þessi aðferð Gandhis átti vafalaust mikinn þátt í því, að baráttan milli Indverja og Breta komst aldrei í slíkt óefni og ella myndi hafa getað orðið. Jafnframt því, sem Gandhi barðist gegn stjórn Breta á þessum árum, barðist hann einnig gegn því, sem hann áleit rangt í fari landa sinna. Fyrsta fasta hans var gerð í mótmælaskyni gegn átök- (Framhald á 6. siðu) Raddlr nábúann.a Þjóðviljinn ræðir í forustu grein sinni í gær um sam- skipti smáþjóðanna og stór- veldanna og segir þar m. a. !á þessa leið: „Mega tvö dæmi sem nýlega hafa gerzt vera þjóðinni sér- lega hugstæð. í haust samdi stjórn Panama við Bandaríkin um fjölmargar herstöðvar til -99 ára. Þjóðin tók þegar í taum- ana og mótmælti svo öfluglega að þingið sá sér ekki annað fært en að fella samninginn mcð öllum atkvæðum. Stjórnin neyddist til að segja af sér, og Bandaríkjaherinn hraktist burt úr Iandinu í írak gerði for- sætisráðherrann fjúir skömmu herstöðvasamning við Breta. Þjóðin mótmælti þegar, verk- föll hófust á vinnustöðvum og í skólum og forscti þess Iands var slíkur manndómsmaður að hann kvaðst neita að undir- rita samninginn. Og nú hefir forsætisráðlicrrann sagt af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt og flúið land í þokkabót af ótta við þjóð sína. Herstöðvasamn- ingurinn er gildislaus. Dæmi þéssara tveggja þjóða færa okkur íslendingum heim sanninn um, að nógu einbeitt og ötul afstaða gelur hrundið ásælni jafnvel voldugustu stór- velda.“ Þessi ályktun Þjóðviljans er vissulega rétt, þegar um stórveldi er að ræða, sem við- urkenna rétt og sjálfstæði Fjárhagsáæílun Korpúlfsstaða- búsins í fjárhagsáætlun Reykja- víkurbæjar, sem nú liggur fyrir bæjarstjórninni, er á- ætlun um rekstur Korpúlfs- staffabúsins. Þar sem áætlun þessi gefur til kynna fyrir- ætlun bæjarstjórnarmeiri- hlutans um búreksturinn þar á þessu ári, þykir rétt áð birta þessa áætlun í heilu lagi: Tekjur: Mjólkursala 350 þús. kr. Hagabeit 3 — '— Jarðeplasala 15 ■— Leigutekjur 5 — — Bústofnsaukning 17 — — Ýmsar tekjur 5 — — Samtals 395 þús. kr. Gjöld Kaup starfsm. 200 þús. kr. Affkeypt matvæli 30 — — Flutningar 25 — — Viffhald 5 — , Hreinlætisvörur 1 * — Hiti og ljós 20 — — Fóffurbætir 50 — — Útlendur áburður 40 — — Landskuld 12 — — Vélar og áhöld 7 — — Ýmislegt 5 — — Samtals 395 þús. kr. Eins og áætlun þessi ber meff sér er ekki gert ráff fyrir miklum framkvæmdum á Korpúlfsstöffum á árinu, effa a. m. k. ekki fyrir ágóða af búrekstrinum. Sjö þúsund krónur til vélakaupa eru allt og sumt.. Viffhaldiff er áætl- aff fimm þús. kr. og er það vafalaust alltof lítið. Ekki er heldur gert ráff fyrir nein- um vöxtum eða afborgunum af því fé, sem lagt hefir veriff fram til kaupa á búinu. Hvernig myndi fara fyrir landbúnaðinum yfirleitt, ef búrekstur bænda væri ekki betri en svo, aff hann gæfi engan arff til aff greiffa vexti og afborganir af stofnskuld- um og þá enn síffur til nýrra framkvæmda? Hvernig yrði þjóffin stödd, ef búskapurinn væri almennt svipaður og á Korpúlfsstöffum? Þess má geta, aff afkoma Korpúlfsstaðabúsins hefir jafnan orffiff lakari en áætl- anir bæjarstjórnarinnar hafa gert ráff fyrir. Ekki er ósenni legí, að svo fari enn. Kórp- úlfstaðabúskapurinn verffur jafnan glöggt dæmi þess, hvernig íhaldiff reynist, þeg- ar þaff á að stjórna fyrir al- menning. X+Y. smáþjóðanna. Það hefir fram koma Bandaríkjamanna og Breta sýnt í umræddum mál um. Sé hins vegar um yfir- gangssöm stórveldi að ræða, kemur djarfmannleg fram- koma smáþjóðanna ekki að notum. Það sannar afstaða Pólverja, Rúmena og Ung- verja um þessar mundir, að ógleymdum baltisku þjóðun- um. Fyrir Þjóðviljamennina ætti það að.vera lærdómsríkt og' draga úr dálæti þeirra á Moskvuvaldinu, þegar þeir bera saman hlutskipti Pana- ma og Iraks annars vegar og hlutskipti smáþjóðanna aust- an „járntjaldsins" hins vegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.