Tíminn - 19.02.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.02.1948, Blaðsíða 6
TJMINN, íimmtudaginn 19. febr. 1948 39. blaff GAMLA BIÓ Stigamanna forisiginn (Bad Bascomb) Amerísk kvikmynd. Wallace Beery Magaret O’Brien J. Carrol Naish Sýning kl. 5, 7 og 9 . Bönnuð yngri en 14 ára TRIPOLI-BÍÓ Unmasía iitlagaias (I Met A Murderer) Afarspennandi og áhrifarík erlsk sak'amálamynd. Aðalhlutverk: James Mason Pamela Kellino Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. — Sími 1182 — Mjög spennandi og vel leikin kvikmynd. NYJA BIO Come on and hcar, Come on and hcar, Alexandr’s Magtime ISaml Hin afburða skemmtilega músík mynd, þar sem eru sungin og leikin 28 af vinsælustu lögum danslagatónskáldsins IRVING BERLIN Aðalhlutverk leika: Tyrone Power Alice Fay Don Ameehe Sýning kl, 5, 7. og 9. Sala heist kl. 11. 1JARNARBIÓ Yíkingurinn (Captain Blood) Errof Flynn Olivia de Havilland Sýning kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. TlMITVN fæst í lausasölu í Reykjavík á þessum stöðum: Fjólu, Vesturgötu Sælgætisbúðinni Vesturg. 16 Bókabúð Eimrciðarinnar, Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninum Eyðing jarðar eða bót Oftrúin á hi.nn jarðeyðandi áburð, sem nefndur er ýmist „tilbúinn áburður“ eða „út- lendur áðurður," virðist enn í engri rénun, þótt ólíklegt sé. Jafnvel all-háværar radd- ir um að koma hér upp verk- smiðju til að framleiða sams konar landeyðanda. Mætti þó, ef að er gáð, hverjum manni liggja í augum uppi, að þess konar áburður færir jarðveginum enga aukning né viðhald, en ávöxtur, sem hann örvar til framleiðslu, er burt fluttur. Eyðist því af jarðveginum það efni, sem á- vöxtinn myndar, ár eftir ár. í túnum, sem nægan hús- dýraáburö fá, þrífst ánamaðk urinn vel, en hann er aðal- frömuður túnafrjóseminnar; hann meltir áburðinn og ger- ir hann auðtækan fyrir ræt- ur nytj aj urtanna. Gangar hans losa jarðveginn, svo loft kemst þar að. Frjómold- in (humus) myndast. Sagt er mér — og er trú- legt —, að tilbúni áburöur- inn sé eitur fyrir ánamaðk- inn, hann flýi þannig áborið land, og þrífist ekki þar sem þess konar áburður er á bor- inn einvörðungu. í nýræktar landi (úr mýri), sem nú er ca. 10 ára, og eldri hefir ann- an áburð fengið en tilbúinn, hafi engin frjómold myndazt, heyið af því landi sé sem hjóm, létt eins og sina, hitni varla í því þóttf.hirt sé að- eins grasþurrt. Kýr fáist ekki til að éta slíkt hey; það sé kraftlaust fóður. — Meðalbóndi telur sig þurfa 50—60 sekki af tilbúnum á- burði árlega, til að örfa gras- vöxtinn. En hann er jafn- framt að spilla túni sínu og eyða landinu, svo lengi sem meö tilbúna áburöinum verð- ur pínt úr jarðveginum efni í gras (ávöxt), sem burt er flutt. Áburöarverksmiðjan held ég ætti að bíða. — En þeir, sem við jarðrækt og land- búnað fást, veröa að kosta kapps um, að hirða og tryggja sem bezt allan heima fenginn áburð; t. d. blanda allt að helfningi allan hús- dýraáburð og salerna, einnig láta mold sjúgá upp allt þvag, er til fellur. Þannig mettuð mold er jarðmyndandi og jarðbætandi áburður, eykur frjómoldina. Bezt til áburðardrýginda er mold úr fornum tóftum, torf- görðum og öskuhaugum. Og svo eru það belgjurtirnar, sem ýmsir hafa bent á, og Ólafur í Gróðrastöðinni held- ur fram (Tíminn 27.—1. ’48). Væri því skynsamlegra, að örfa og styrkja bændur til að koma sér upp moldargeymslu hlöðum, til að drýgja áburð- inn, og til að rækta belgjurtir (smára) til jarðvegsbóta, fremur en til að ná í jaröeyð- andi áburð frá útlöndum. Björn Bjarnarson. skrifenda og innheimta ár- gjöld þess, og senda ritinu efni til birtingar. Koma þar jafnt til álita greinar um þjóðfélagsmál, nýbreytni í atvinnuháttum, fréttir af félagsstarfi og greinar um hvers konar áhugamál unga fólksins í landinu. Einnig vilja ritstjórarnir birta sögur og kvæði, einkum, ef efni þeirra fellur vel við aðalmark mið tímaritsins, umræðurn- ar úm þjöðmálin. Bókabúð Kron, Alþ.húsinu Bókabúöinni Laugaveg 10 Sælfætisgf. Laugaveg 45. Söluturn Austurbæjar Bókabúðinni Miðtúni 12 Verzl. Fossvogur ^.r,— , —D^o —u—o— Aðalhlutverk: Merle Oberon Franchot Tone Thomas Mitchell Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Sími 1384 — Samgöiigsimsil sveitsmna (Framhald af 4. síðu) kvæmda á öðrurrt sviðum. Þessu. yæri hægt að ráða bót á, með því að breyta trygg- ingarlöggjöfinni þannig, að sveitarfélögin og bæjarsjóöir greiði engin gjöld til trygg- ingarstofnunar ríkisins. Hins vegar væri hverju bæjar- og sveitarfélagi skylt að greiða 25% uppbót á elli- eða ör- orkulífeyri heimilsfastra ein- stakinga innan þess bæjar- eða sveitafélags, ef þess væri álitin þörf af viðkomandi bæjar- eða sveitarstjórn. — Þetta mundi verða til aö Iækka útgjöld sveita- og bæjarsjóða verulega, því all- margir komast vel af án þess að fá fullan ellilífeyri. Það; sem gera þarf í sam- göngumálum sveitanna er í aðalatriðum þetta: 1. Auka tekjur þær, sem sýslufélögin hafa yfir að ráða til samgöngubóta úr 1(4 milljón í 4—5 milljónir og skipta framlagi ríkisins til sýsluvega af meiri sanngirni en verið hefir. Gæti þá kom- ið til.greina að miða við tölu býla eða lengd sýsluvega inn- an hvers sýslufélags. 2. Gera nær alla hreppa- vegi að sýsluvegum. 3. ' Vinna að því með lög- gjöf, að lega býlanna verði sem hagkvæmust með tilliti til vega, síma og rafmagns. 4. Lækka útgjöld sveitar- félaga til tryggingamála, svo þau geti lagt fram meira fé til samgöngumála og ann- arra nauðsynjamála. 5. Leyfi fjárhagur ríkis- sjóðs ekki meiri framlög til sýsluvega, er hægt að afla þess fjár með sparnaði á öðr- um sviðum. Starfsfólki mætti t .d. fækka í einhverju af þeim ráðum, nefndum og stofnunum, sem til hafa orð- ið síðari árin, eða leggja þær með öllu niður. Góður bú- maður metur meir að verka- fólkið hafi áhöld til að vinna með, en að skreyta gesta- stofuna. Bagskrsi (Framhald af 3. síðu) skáldsögu eftir Þóri stálhönd, þýdd smásaga o. fl. Vonazt er nú til, að ritið geti komið út reglulega fram vegis og mun það birta grein- ar um ýmis þjóðmál sem aö undanförnu. og er ekki van- þörf á hófsömu og frjálslyndu tímariti um þau mál. Dagskrá er og vönduð að öllum frágangi og er þess vænzt, að ungir Framsóknar- menn, hvar sem er á landinu, vinni henni gengi, bæði með því að ’ afla ritinu nýrra á- A. J. Cronin: Þegar ungur ég var Hann virti mig fyrir sér, eins og hann væri að íhuga, hversu miklar líkur væru fyrir sigri mínum. Ég sótroðnaði og kuðlaði húfuna mína saman milli handanna. Frú Bosom- ley hafði sagt, að ég væri líkastur hesti, og sjálfum fannst mér, að ég væri að minnsta kosti ekki sigurvænlegur hestur. Mamma klippti mig alltaf sjálf til þess að komast hjá út- gjöldum, og hún hafði einmitt snoðklippt mig daginn áður. Ég vissi, að þaö skein í húðina á kollinum á mér. Ég gat ekki verið sérlega gáfulegur á að líta. En Reid hafði alltaf verið vinur minn. Og nú var komin hreyfing á írska blóðið í æðum hans. Hann kreppti hnefana og barði út í loftið. „Ja — hver skrattinn," hrópaði hann aftur og kinnar hans funuðu af ákafa. „Við hættum á þetta. Það er bezt að steypa sér út í þetta af fullum krafti. Ég hefi alltaf viljað, að þú reyndir þetta, Shannon. Og nú er mér það meira kappsmál en nokkru sinni fyrr. Við minnumst ekki á þetta við neinn. En við drögurn ekki af okkur — og þá hefst það.“ Ég gleymi aldrei þessari stundu. Ég var eins og frelsaður maður — ég gat dregið andann á ný. Von og gleði fyllti huga minn — Reid trúði á mig. Ég gat ekki stunið upp einu ein- asta orði. Afi þrýsti hönd Reids — raunar tókumst við allir í hendur samtímis. En Reid var samt fljótur að binda endi á fagnaöarlæti okkar, og það var sjálfsagt hyggilegast. „Við skulum samt ekki byrja á því að haga okkur eihs og kjánar,“ sagði hann. „Það er erfitt hlutverk, sem bíður þín, Shannon. Þú ert ekki nema fimmtán ára og verður að etja kappi við fólk, sem er kannske þremur árum eldra en þú. Þar að auki má margt aö þér finna. Þú veizt sjálfur, hvað þér hættir við að tala, án þess að hugsa þig um. Þú verður margs að gæta.“ Ég starði á hann með galopinn munninn. Ég þorði ekki að segja neitt, en reyndi þó að láta hann skilja með þögn minni, hvernig mér var innan brjósts. „Ég þykist vita nokkurn veginn, hvernig allt er í pottinn búið,“ sagði Reid. „Það rnunu færri keppa um styrkinn að þessu sinni heldur en venjulega. En meðal keppendanna eru margir mjög ötulir námsmenn — óvenjulega gáfað og dug- legt fólk. Ég er einkum hræddur við þrjá drengi“ .... Ilann taldi á fingrum sér .... „Það eru Blair frá Larchfield, Allar- dyce frá Ardfillan og ungur piltur, sem heitir McEvan — hann mun hafa notið einkakennslu. Blair þekkir þú — hann er framúrskarandi piltur. Allardyce er átján ára og hefir reynt áður — það er mikill vinningur fyrir hann. En hræddastur er ég þó við McEvan ....“ Reid þagnaði og miklaði þe/man ókunna McEvan fyrir mér .... „Hann er að vísu ungur, eitthvað á svipuðum aldri og þú, sonur menntaskólakennara. Og faðir hans hefir kennt honum árum saman með það fyrir augum, að hann sigraði i þessari keppni. Mér hefir verið sagt, að hann talaöi grísku fullum fetum, þegar hann var tólf ára. Nú kvað hann kunna sex eða sjö tungumál .... Þetta er undrabarn — með hátt enni og gleraugu. Þeir, sem þekkja hann, þykjast geta fullyrt, að hann sigri.“ Ég heyrði það á raddblænum, að Reid var meira en lítiö smeykur við þennan dreng, sem kannske átti það til að ávarpa foreldra sína á sanskrít við matborðið, þegar hann ætlaði að biðja þau um að rétta sér brúnað brauð. Ég þorði ekkert að segja — ég nísti bara tönnum. „Svo að þú skilur það, drengur rninn, að við verðum að hafa okkur alla við,“ sagðf Reid, heldur mýkri á manninn. „Ég ætla auðvitað ekki að gera alveg út af við þig. Ég skal leyfa þér að koma undir bert loft svo sem einn klukkutíma á hverjum degi. En það munt þú ekki sjálfur vilja, þegar þú ert kominn á það stig að fara að óttast raunverulega um afdrif þín. En ég ætla að sjá um það, að þú komist ekki upp með nein undanbrögð í því efni. Það er nauðsynlegt fyrir þig að hvíla höfuöið, og það gerir þú bezt á göngu- ferðum .... Eða þá ég lána þér hjólið — gegn loforði urn að sprengja ekki slönguna .... Ég skal láta þig hafa nóg af bókum — þú geymir þær í rúminu þínu. Annars er bezt, að þú lesir hér — það er langbezt að lesa og hugsa í herbergj- um, þar sem veggirnir eru auðir. Ég á allar prófþrautirnar síðustu tíu árin. Við íhugum þær vandlega .... byrjum strax í fyrramálið. Og nú er bezt að segja ekki meira. Eða villt þú færa eitthvað fram?“ Ég starði á hann. Augu mín leiftruðu af ákafa og hrifn- ingu. Ég nötraði. Hvernig gat ég vottað honum þakkir mínar? Hvernig gat ég látið hann skilja, hvernig ég ætlaði aö berj- ast eins og ljón, unz settu marki væri náð? „Ég lofa yður því, að ....“ stamaði ég. Nei — ég gat ekki sagt það, sem mér bjó í brjósti. En ég var alveg viss um, að hann skildi mig. Hann spr»tt á fætur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.