Tíminn - 03.03.1948, Side 3

Tíminn - 03.03.1948, Side 3
51. blað TÍMINN, miðvikudaginn 3. marz 1948. 3 Hvað er bak við stóru Samgöngumá! Skogstrending Eftir IÐíí'fSsi Kristjáeissoia. Jóhann Sveinsson frá Flögu | skrifar um mig í Tímann í gær. Greinin bendir að ýmsu til þess, að' hún sé gerð í augna bliks reiði, en þar sem hún berst Tímanum ekki fyrr en mánu'ði eftir að tilefni hennar birtist þar, virðist hún vera samin og send að yfirlögðu ráði, þó að' undarlegt sé. J. S. segir þao rangt hjá mér, að hann hafi fengið rík- isstyrk til „að safna lausa- vísum og gefa út“. Styrkur- inn sé aðeins „til söfnunar á Iausavísum“ og fylgi honum engar skyldur til að gefa neitt af því tagi út. Þetta er sjálfsagt rétt hjá Jóhanni, en þó er mér ekki grunlaust um, að Alþingi hafi ætlazt til, að söfnunin kæmi að almennum notum, en þess-. ar króhur væru ekki bara per- sónulegir vasapeningar fyrir Jóhann til að skemmta sér fyrir við vísnasöfnun, þó að hann hafi tekið’ það sem kvaðalausan glaðning. En hitt verður trauðlega hrakið, að vísunum er isafnað með ríkis- styrk, og á þeirri söfnun bygg- ist útgáfan og bókin því „gerð á kostnað ríkissjóðs" eins og ég sagði. J. S. segir, að vísan: Gengi er valt, sé „hvergi í bókum Einars“ Benediktssonar. Kall- ar hann það fölsun, að ég haldi slíku fram, segir mig standa „nokkrum þrepum neðan við stig almennrar sið- menningar“, „staðinn að vís- vitandi óráðvendni og fölsun- um, sem vart mun eiga sinn líka í sögu íslenzkra ritdóm- ara“, því að sé þetta „ekki vís- vitandi falsanir, getur maður- inn ómögulega verið læs“. Svo er nú það. Einu- sinni fékk ég samt sæmilega eink- unn fyrir lestur. Þetta hefði nú kannske getað kallazt mis- minni og gáleysi, ef rangt hefði verið hjá mér. En hvað segja lesendur Tím- ans um deilu okkar J. S„ þegar þeir hafa athugað blað- síðu 114 í úrvalsljóðum Einars Benediktssonar? Ég birti hér mynd af síðunni. Ég tel úrval- ið með bókum Einars og sýn- ist það vera prentað. Svo legg ég það alveg á vald lesend- anna að dæma um það, hvor okkar sé falsari og ósann- indamaður, ef þau orð eiga að notast á annað borð. Þeir meta sjálfsagt nákvæmni okk ar og áreiðanleik, sjálfráðan eða ósjálfráðan, eftir þessú, og skipa okkur svo á þrepin eftir því. Og hvort sem þeim finnst ég þá eiga heima uppi við „siðmenninguna“ eða ekki, skil ég tæpast, að þeir fari langt upp fyrir mig með Jó- hann vegna þessa. Um gerð vísunnar er svo það að segja, að mér finnst hún betri, ef sagt er „þar fé er falt“ heldur en „þá fé er falt“, enda er féð alltaf falt en ekki alls staöar. Það mun Einar Ben. líka hafa vitað manna bezt. En þó ég haldi mér við prent- að'ar heimildir, þykist ég ekki vera aö breyta skáldskap Ein- ars. Prentaðar bækur eru heimildir, hvort sem J. S. þekkir þær eða ekki. Ég bjóst ekki við að J.S.færi að verja hortitt sinn í kara- kúlvísu Ragnars Ásgeirssonar. En vel má hann auglýsa smekk sinn sem víðast mín vegna. Svo er þá vísan hans Jóns Magnússonar. Ég sagði: „Svona er hún höfð“. Hvað er Mér varð sem þar suðaði fið'rildi og fluga um flugþreytta haukinn, sem átti ;sinn dag* Ó, sorganna líf, unz veröldin vaknar þú vonar og minnist, þú þráir og saknar. GENGI ER VALT —- (Ef tU vill aídasta ví»a sk;ildsíns} Gengi er valt, þar fé er falt, fagna skalt í hljóði. Hitt kom alltaf hundraðfalt, er hjartað galt úr sjóði. 114 ósatt í því? Það er auðvitað ekki hægt að birta ljósmynd- ir af því hvernig yísur eru hafðar, en varla munu góð- gjarnir menn draga þá álykt- un af þessum oröum mínum, að mér sé „fyrirmunað að segja nokkurn tíma satt orö.“ Annars er ég búinn að fá góð- ar heimildir fyrir því hvernig vísan er rétt, þótt mig vant- aði þær,- þegar ég skrifaði um bók Jóhanns. Svo þakka ég J. S. áð lokum fyrir þann greiða, að sýna les- endum Tímans hversu prúð- ur, réttdæmur og öruggur hann er í ummælum sínum og ályktunum. Það eru sannanir frá fyrstu hendi, og þær munu ekki koma sér illa íyrir mig. Svo bíðvég þá næstu grein- ar hans. Halláór Kristjánsson. Sigvaldl B jörnsson Kveðja Það' birtist margt frá minninganna arni, sem mér var forðum kærast ungu barni. Þögnin býr í þrengslum fjalla salsins, þú ert dáinn, elzti sonur dalsins. Ei skal harma horfna vininn dána, hans fyrir augum fegri strendur blána. Ég veit þú ert nú umskiptunum feginn í ástvinanna faðmi hinum megin. Lengi varstu þinnar sveitar sómi, segir hver sem þelckti, einum rómi. Heimiliö var hryggum griðastaður, héðan fór hver gestur sæil og glaður. Allir vildu mega garð þinn gista, grætur sveitin aldna vininn missta. Til þín að fara, þótti ei spölur langur, í 30 ár, ég var þar „heimagangur." Þó skammdegisins drungi . rikti í dölum, dýrðlegt var og bjart í þínum söl- um. Þó fyki á glugga, og fyndist kald- ur blærinn, sem friöarhöll varö gamli moMar- bærinn. Leiðir skildu lengdist millibilið. lokaöi fundum okkar fjalla þilið — en heim til þín, þar áður saman undum, með æskuminning flaug minn hug- ur stundum. Þung og örðug þín var síðsta gangan. þar til stytti ævidaginn langan. Garpinn þreytta friðaði svefninn sætur, sælt er að vakna, fagna kona og dætur. Heim til þeirra þráin varð að leita, þar bjó vonin, trúin, ástin heita. Nú ertu sæll, því Gúðs þér gefur kraftur- að geta fundið vinaliðið aftur. Ég þakka af hjarta, alla okkar kynning alltaf hjá mér vakir helg þín minn- ing. Guð þér fylgi grafar inn í salinn. Guð hann blessi þig, og Svartár- dalinn. Ég get ei fylgt þér, feginn þó ég vildi ferilinn, sem leiðir okkar skyldi. Sjáumst heilir himins upp í geymi. Horfni vinur sofðu, vært þig dreymi! Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. Skóg'arströndin er ein af þeim sveitum, sem þung af- hroð hafa goldið vegna sauð- fjársjúkdómanna, sem nú hafa þegar geisað þar um | einn áratug. Vegna legu sveit aiinnar eru sauðfjársjúkdóm arnir enn þyngri fyrir Skóg- arströnd en margar aðrar sveitir, sem hafa á undjrn- förnum árum eða áður feng- ið aðstöðu til mjólkúrsölu. Samgöngum er þann veg háttað á Skógarströnd, að vörur eru fluttar sjóleiðis frá Stykkishólmi víðsvegar að ströndinni, eg eru víðast veg- leysur frá sjó og heim á bæ- ina.Flutningskostnaður á vör unum sjóleiðina er frekar meiri n. minni- helclur emef akfær vegur væri um.;syeát- iHa og til hennar og vörurnar fluttar með bílum frá verzl- unarstað alla leið heim á bæ- ina. Er þá hagnaðurinn við i vöruflutninga með bílum auk 1 hins beina og óbeina hagn- aðar af greiðari samgöngum sá, að bændur losna algjör- lega við flutningana frá sjó, sem margan bóndann kostar sízt minna en sjóflutningur- inn sjálfur. í þessu sambandi er þess að' geta, að Alþingi hefir nokkur undanfarin ár veitt dálítinn styrk til áætlunarbáts milli Stykkishólms og Skógstrend- ar, en ég tel að þeim pening- um væri betur varið til vega-' eða brú,?.gerðar í sveitinni. Nú er svo komið, að jarðir á Skóg&rströnd fara í eyði hver af annarri og útlit fyrir áframhald í því efni ef ekki er stefnd á að ósi. Skógar- ströndin hefir frá náttúrunn ar hendi betri skilyrði til sauðfjárbúskapar en margar aðrar sveitir. Ef íslendingar losna ein- hvern tíma við þá miklu þjóðarplágu — sauðf jársjúk- dómana — og farið væri að skipuleggja sveitabúskapinn á þann veg að sauðfjár rækt- in væri rekin í vissum lands- hlutum eða sveitum þá mundi beitilöndin á Skógarströnd tvímælalaust vera álitin of góð til þess að sveitin færi í auðn. Greindur verkamaður í Stykkishólmi, sem unnið hef ir við’ sauðfjárslátrun árlega hjá Kaupfélagi Stykkishólms síðan félagið var stofnað, lýsti nýlega gæðum dilka- kjötsins á Skógarströnd á þá leið að' þegar velja ætti bezta dilkakjötið, sem kaupfélagið hefði á hverjum tíma þá væri það kjötið af Skógarströnd, sem fyrir valinu yrði, og hann bætti þessu við: „Ég skil ekkert í því, hvernig bændur fara að komast af, sem ekki hafa nema úm 20 dilka árlega.“ Enn sígur á ógæfuhliðina, sauðfénu -fækkar árlega. Þegar athugað er hvað gera þarf af hálfu hms opinbera til þess að sveitih haidi ekki áfram að fará i eyði, þá eru það bættái' vegasamgöngur sem mestú varðft. Aðaltorfæran á leiðinni ffa Stykkishóimi inn á Skóg'óv - strönd er spölurinn kringu^i Álfiafjörð að Narfaeyri.t”;> þesum vegarkafla hefir vgxt ið unnið nokkur undanfarí': ár en svo lítil hefir fjárveíij- ingin verið, að enn tekur þjað mörg ár að gera þennæn vegarkafla akfæran, nem f j árveitingin sé eitthvái aukin og jarðýta notuð vú vegagerðina. Um leið pg brýna nauðsyn ber til þóA að akfær vegul komi fýfír Álftafjörð mjög fljótlega, cr jaínnauðsynl^gt að fá.ak'fger.-. an veg inn Skcgarströ-,d áleiðis á Dalaveginn til þófC) að bændur á Skógarströ ,,; geti selt mjólk frá búum sít- um, á. m. k. meðan núver- andi ástand ríkir í sauðfjár ræktinni, enda virðist srð sem íslendingar hafi þ fyrir aukpa mjólkurfram- leiðslu. Hvað snertir veginn ufú Skógarströnd inn Hörðuda þá eru brýrnar sém byggða hafa verið tvö síðast lifti : sumur yfir Miðá og Hörð a- dalsá mikil samgönguhé fyrir Skógarströnd, með því líka að vegurinn um Hörði: - dal áleiðis til Skógarstram: • ar þarf litilla endurbóta via til þess að vera sæmilegn ■ sumarvegur, sama er a: segja um langan vegarspotLa inn Skógarströnd, en þác vantar nauðsynlega brýr á nokkrar ár, og hefir Alþingú þegar veitt fé-til brúargerða. á eina af þessum ám. Það sem hér áð framan p sagt um nauðsynilegar samr- göngubætur á Skógarströnd er áfangi en ekki lokatak - mark sem stfna ber að. Eins og kunnugt er hefí: svonefndur Heydalsvegur vcr ið tekinn í þjóðvegatölu, sem þó er enginn vegur heldur algjör vegleysa. Ástæðan t 1 þess að þessi leið hefir verió tekin í þjóðvegatölu er sú, ao Heydalur er aðeins 160 m. yf- ir sjó, er hann því mjög snjó- léttur^ mundi þar fást ein- hver öruggasti fjallvegur landsins. Sá sem þetta ritar hefir fyr ir nokkrum árum farið uni hávetur frá Borgarnesi vest,-' ur Mýrar áleiðis um Heydál. Var þá vegurinn'vestur Mýr- ar svo snjóþungur að mok:U hafði orðið snjó af honum a' allmörgum stöðum, en blá7 svell á Heydal og reiðfæri svo„ gott að hreinasta unun var að fara'þar yfir á fráum fák, Sýslunefnd Dalasýslu hef- ir m. k. tvisvar sinnum gert (Framhald á 6. síðu) « |j. « Börnum mínum og góðvinum þakka ég innilega gjaf- ;j « ir og heillaskeyti á sjötíu og fimrn ára afmæli mínu |i H 16. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Leirárgöfðunr 20. febr. 1948. Eggert Gíslason. ■ Jú' ♦ < :: !»«::

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.