Tíminn - 05.03.1948, Síða 5
52. blað
TÍMINN, föstudaginn 5. -marz 1948.
5
Féþstud. S. murx
Innflutningshöftin
og dreifbýlið
Með svo að segja hverri
ferð, sem fellur frá Reykjavík
út á land, hvort heldur er á
•landi'eða sjó, eru sendir marg
ir bögglar, sem í eru einhverj
ar vörur, sem fjarstatt fólk
hefir beðið að kaupa fyrir sig
í Reykjavík.
Þetta eru margs konar hlut
ir, því að ýmsir verzlunar-
staðir hafa um hríð farið á
mis við ýmsar sjálfsögðustu
og eðlilegustu nauðsynjar.
Hér má nefna rétt til dæmis
hluti eins og gúmmistígvél,
efni í b^rnaföt, rúðugler og
bollapör, svo að gripið sé nið--
ur á fjórum fjarskyldum teg-
undum.
Enginn þarf að halda, að
þetta sé heppilegasta verzl-
unarfyrirkomulagið. Verzlan-
irnar úti um land hafa starfs
fólk, sem vel getur bætt á
sig afgreiðslu og sölu þessara
vara.
Það er alltaf bezt, að menn
geti sjálfir valið og keypt vör
ur fyrir sig. Og þessi pöntun-
arstarfsemi utan af landi.
■innkaupaleið og bögglasend-
ingar kostar mikið, bæði ó-
mak og fyrirhöfn og býsna
fjármuni.
Fyrir nokkru komu fulltrú-
ar verzlunarstaða norðan-
lands, austan og vestan sam-
an á fund hér í bænum og
báru fram óskir um leiðrétt-
ingu* þessara mála. Fundur!
þeirra krafðist þeás, að héruð .
landsins fengju innflutning í
réttu hlutfalli við fólksfjölda
og vöruþörf.
Það eru nú liðnar vikur síð-
an þessi erindi frá fundinum
komu fram. Enn hefir þeim
verið engu svarað.
Ríkisstjórn,_ fjárhagsráð og
viðskiptanefnd virðast ekki
ætla að rasa að neinu fyrir
ráð fram í þessum efnum.
Langur er umhugsunarfrest-
■urinn. Fyrir þá, sem bíða eft-
ir leiðréttingu á augljósu
ranglæti, er sá umhugsunar-
frestur orðinn alltof langur.
En verst er þó, að ekki sér
fyrir endann á honum.
Réttur héraðanna í þess-
um málum hefir oft verið
túlkaður hér í blaðinu, og
aldrei hafa komið fram nein
mótmæli gégn'honum. Málið
er tafið með þögn og óvirkri
andstöðu, röksémdalaust.
Hins vegar hefir tillögum
Framsóknarmanna í fjárhags
ráði, um það að láta neytend-
ur raunverulega ráða því,
hverjir fái innflutningsleyf-
in, mætt þeim mótbárum, að
■fólki væri ekki til slíks trú-
andi, og . gæti það leitt til
þess, að menn flykktust með
miða sína til.þeirra, sem verst
og óhagstæðust gerðu inn-
kaupin. Stjórnskipaðar nefnd
ir væru miklu betri og ör-
• uggai’i dómstóll í þessum
efnum. Það er þetta vanmat
og fyrirlitning á fólkinu og
■oftrú á glöggskyggni og rétt-
dæmi stjórnskipaðra nefnda,
sem fram er borið og haft að
yfirvarpi. En undir niðri er
það umhyggjan fyrir forrétt-
indaaðstöðu reykvískra heild
ERLENT YFIRLIT:
Nýja stjórnin í Eire
Aii«lsísB»6si5a gegn ®S© ’VaSera samelnaði
éláka fBekksi íessb
stj ©B*itar my sselMsiiiaa
Um miðjan seinasta mánuð gerð-
ist sá sögulegi atburður i írska
þinginu, að fellt var með 75:70 at-
kvæðum að fgla de Valera stjórn-
armyndun. Með því var lokiö 16
ára stjórnartímabili þess manns,
sem hefir verið mesti áhrifamað-
ur og leiðtogi íra um meira en
þriggja áratuga skeið. Hann hafði
orðið þess áskynja í aukakosning-
um á síðastl. liausti, að flokkur
hans var að tapa fylgi hjá þjóð-
inni og því ákvað hann að biða
ekki kjörtímabilið á enda, heldur
rjúfa strax þing og efna til kosn-
inga. Honum hafði oft gefist það
vel að verða þannig fyrri til höggs
en andstæðingarnir. Þetta mis-
tókst honum nú, því að flokk hans
skorti nokkur þingsæti til að ná
hreinum 'meirihluta. Hins vegar
mun de Valera hafa treyst því, að
stjórn hans sæti áfram vegna ó-
samkomulags andstæðinganna, som
eiga fátt sameinginlegt, nema and-
stöðuna gegn de Valera. Hún reynd
ist hinsvegar nógu sterk til þess, að
þeir tóku höndum saman um
stjórnarmyndun til þess að koma
í veg fyrir stjórnarforustu hans
áfram. Sumir þejyra munu líka hafa
óttast, að hann myndi þá nota aö-
stöðu sína til þess að efna til
kosninga, er þeim kæmi það verst.
Hafði strax kvisast, að de Valera
ætlaði sér af efna til nýrra kosn-
inga á komandi vori.
Skjót stjórnarmyndun.
Jafnskjótt og búið var að fella
stjórnarmyndun de Valera, fór
fram atkvæðagreiðsla um það í
þinginu að fela formanni stærsta
andstöðuflokksins, Pine Gail,
stjórnarmyndun. Það var samþ.
með 75:70 atkvæðum. Eire hafði
þar meö hlotið nýjan forsætisráð-
herra, John Aloysius Costello.
Hann lauk síðan stjórnarmyndun
sinni á einum degi.
Það er athyglisvert, hve fljótt
stjórnarmyndanir ganga í írska
þinginu. Pyrsta verkefni nýkosins
þings er að kjósa stjórnarformann.
Það verður að gerast strax, svo
flokkarnir fá ekki ráðrúm til að
ma'kka, heldur þurfa-að vera fljót-
ir að ákveða sig. Forsætisráðherr-
ann ræður því síðan sjálfur, hvernig
hann myndar stjórnina.
Svipað fyrirkomulag hefir nú
verið tekið upp í franska þing-
inu og hefir það sennilega bjargað
nýja lýðveldinu, því að þannig
hefir það komizt yfir hinar tor-
leystu stjórnarkreppur, sem oft
voru mest til truflunar áður.
Nýi forsætisráðherrann.
Hinn nýi forsætisráðherra fra,
John A. Costello, er 57 ára gamall.
Hann er lögfræðingur að mennt-
un. Þegar sjálfstæðisflokkur íra,
Fianna Fail, klofnaði, fylgdi hann
þeim arminum, sem vildi semja við
Breta og fékk því framgengt. Síð-
an hafa þeir de Valera verið and-
stæðingar. Er Gosgrave myndaði
stjórn sína eftir stofnun írska frí-
ríkisins, varð Costello saksóknari
ríkisins og gegndi því starfi, unz
Gosgrave varð að vikja fyrir de
Valera eftir kosningasigur hins síð-
arnefnda 1932. Þetta stárf Gosgrave
varð á margan hátt erfitt og
vandasamt, því að fjandskapurinn
gegn Bretum var enn’ mikill. Sér-
stakur leynifélagsskapur, í. R. A.,
var settur á stofn og var tilgangur
hans að vinna ýms skenmidarverk,
er beindust gegn Bretum. Stjórn-
semi og röggsemi Costellos er ekki
sízt þakkaö það, að ekki varð meira
úr starfsemi leynifélagsskapar þessa
en raun varð á. í. R. A. beindi
líka fjandskap sínum mjög gegn
honum og varð hann að hafa líf-
vörð um skeið.
Þegar Costello lagði saksókna-
starfið niður, gerðist hann mál-
flutningsmaður að nýju og hefir
notið mikilla vinsælda á því sviði.
Hann er almennt talinn einn
snjallasti lögfræöingur og mál-
flutningsmaður, sem írar eiga nú.
Ræðumaður er hann þó ekki sér-
stakur, en hann er glöggur og
traustur í bezta lagi. Árstekjur
hans að undanförnu hafa veriö
taldar um 5 þús. sterlingspund á
ári og verður því ráðherradómur-
inn greinilegt tap fyrir hann, þar
sem forsætisráðherralaunin eru
ekki nema 1500 sterl.pd. á ári.
Costello hefir verið formaður
helzta stjórnarandstöðufl., Fine
Gail, síðan Gosgrave lét af henni.
Hann hefir verið fylgjandi góðri
samvinnu við Breta. í lífsvenjum
sínum er Costello talinn hófsamur,
þótt ekki sé hann bindindismaður.
Hann er góður dansmaður, hefir
áhuga fyrir leiklist og iðkar mjög
golf í frístundum sínum.
Nýi utanríkisráðherrann.
Utanríkisráðherrann í stjórn
Costellos, Sean Mac Bride, er á
margan hátt ólíkur forsætisráð-
herranum. Samanburður á þessurn
tveimur mönnum og stefnu þeirra
sýnfr bezt, hve ólík öfl standa að
hinni nýju stjórn.
Mac Bricje er rúmlega fertugur
að aldri, lögfræðingur að mennt-
un og málflutningsmaður að at-
vinnu. Það tvennt eiga þeir Costello
sameiginlegt, en annað ekki. Faðir
Mac Brides var einn af leiðtogum
uppreisnarinnar 1916 og létu Eng-
lendingar taka hann af lífi. De
Valera var þá einnig dæmdur til
dauða, en slapp vegna þess, að
hann var amerískur borgari. Mac
Bride gekk kornungur í her sjálf-
stæðishreyfingarinnar. Þegar her
þessi var lagður niður við stofnun
fríríkisins, gerðist Mac Bride einn
af stofnendum í. R. A. Hann var
einn af helztu andstæðingum Cost-
ellos meðan hann var saksóknari
og síðar átti hann í höggi við
stjórn de Valera, sem eitt sinn lét
varpa honum í fangelsi.
sala, til aS fá að græSa á
verzlun viS fólkiS úti um
land, hvort sem þaS vill halda
þeim skiptum áfram eSa
ekki. Tillögur Framsóknar-
manna leggja þó engan stein
í götu þeirra viSskipta, en
veita fólkinu frjálst val. Og
þá er svaraS, aS fólkiö sé alls
ekki fært um aS velja fyrir
sig sjálft, hvorki vöru né viS-
skiptamenn.
ÞaS er ef til vill hægt aS
þæfa þessi mál enn um hríS
og þvælast fyrir lausn þeirra
og leiSréttingu, ef stjórnar-
völdin vilja. En sú rödd, sem
ber þessar. kröfur fram, verS-
ur ékki bæld og þögguS niSur,
því aS þaS er rödd almenn-
ings. Og þeir, sem nota vald
sitt til aS tefja þessar leiSrétt
ingar, munu sjálfir verst af
hafa.
Costello,
Fyrir nokkrum árum stofnaöi
Mac Bride nýjan flokk, lýðveldis-
flokkinn. Markmið hans eru marg-
háttaðar umbætur innanlands.
Mest hefir flokkurinn þó aflað sér.
fylgis á því, að hann byggir öðr-
um flokkum meira á andstöðunni
gegn Bretum. Einkum beinir hann
geiri sínum gegn brezku landeig-
endunum, en Bretar^ eiga enn
miklar jarðeignir í Eire. Flokkur
Mac Brides hefir eflzt furðu fljótt
Það var hann, sem vann þingsætin
frá flokki de Valera í aukakosn-
ingunum í haust, og það var eink-
um hann, sem vann fyigi frá de
Valera í hinum reglulegu kosning-
um í síðasta mánuði. Telja ýmsir
líklegt, að Mac Bride eigi eftir að
koma mikið við sögu í Eire á
næstu árum, ef honum endist líf
og heilsa.
Andstaðan gegn de Valera.
Það þykir þó líklegt, að Mac
Bride komi ekki miklu fram í hinni
nýju stjórn. Emþætti landbúnaðar-
ráðherra gegnir James Dillon, sem
(Framhald á 6. síðu)
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið rif j ar það
upp í forustugrein í gær, að
kommúnistar hafi á sinni tíð
skammað vesturveldin mjög
kappsamlega fyrir undanláts
semi við Hitler, þegar hann
var að leggja smáríkin undir
sig. Blaöið segir síðan:
„Það er mjög lærdómsríkt, að
bera þessa afstöðu kommúnista
þá saman við afstöðu þeirra
nú, þegar Stalin er meö hjálp
kommúnismans að svipta hvert
smáríkið eftir annað, þar á
meðal Tékkóslóvakíu, sjálfstæði
sínu og innlima það í lepp-
rikjakerfi sitt, á nákvæmlega
sama hátt og Hitler geröi fvr-
ir tíu árum.
Þá vissu kommúnistar, eins
og allir aðrir, að afleiðing slíks
yfirgangs hlyti að verða stór-
styrjöld; en nú láta þeir cins
og kúgunin og ofbeldiö sé ör-
uggasta leiðin til tryggingar
friðinum, — af því aö það er í
þetta sinn Stalin, sem liefir það
í frammi! Og nú er ekki mik-
ið verið að kvarta yfir „und-
anlátssemi“ Vesturveldanna, þó
að þau reynist, eins og fyrr,
seinþrcytt til vandræða! Þvert
á móti brigzla kommúnistar
þeim nú um stríðsæsingar og
stríösundirbúning, hversu hóg-
værum andmælum, sem hreyft
er gegn hinu rússneska og
kommúnistíska ofbeldi!" .
Þessi samanburður á af-
stöðu kommúnista fyrr og nú,
sýnir vel að kommúnistar eru
ekki andvígir ofbeldinu og
einræðinu, þótt þeir þykist
oft vera meiri lýðræðismenn
en allir aðrir, heldur fer það
allt eftir því, hverjir beita
þessum aðferðum. Séu það
þeirra menn, er það í stak-
asta lagi.
Veilan í dæmisögu
Morgunbláðsins
í forusíugrein Mbl. í gær er
reynt að finna ný|a mótbáru
gegn tillögum Framsóknar-
manns um að iriiða innflutn-
ingsieyfin við aflienta
skömmíunarmiðá. ÍMáli sínu
til stuðnings býr I\|bi. til eft-
irfarandi dæmi:
Hallgrímur Benéðiktsson &
Co. og Samband ísl. samvinnu
félaga fluttu inn ^sement til
Reykjavíkur á síðastl, sumri.
Sementið var dýrara lijá S.í.
S. Til þess að S.Í.S. gæti selt
seihentið, var ýmsum Reyk-
víkingum fyrirskipað af inn-
flutningsvöldunum að kaupa
sementið hjá því. Ef fylgt
væri reglum Tímamanna,
ætti S.Í.S. nú að fá innflutn-
ing fyrir þá skömmtunar
miða, er það fékk með þess-
um hætti. —
Það þarf ekki að taka
fram, að sú frásögn Mbl. er
röng, að sementið..hafi verið'
dýrara hjá S.Í.S. en H. B. &
Co. Allar blekkingar um það
hafa verið marghraktar hér í
blaðinu og er óþarft að end-
urtaka það einu sinni enn.
Til þess að gera; sér liins veg
ar grein fyrir hvernig tillög-
ur Framsóknarmanna hefðu
reynzt í framkvæmd, má vel
láta dæmi Mbfr. halðast' ó-
breytt og segja, að sementið
hafi verið dýrara ftjá S.Í.S. en
Hallgrími. Ef tillögur Fram-
sóknarmanna hcfðu gilt þá,
hefði enginn þurft að fara til
S.Í.S. og kaupa sementið þar.
Þá hefðu menn gétað snúið
sér til Hallgríms Benedikts-
sonar með skömmtunarleyfi
sín og falið honum að panta
sementið fyrir sig, ef hann
hefði ekki haft birgðir fyrir-
liggjandi.
Vegna þess, að régjur Fram
sóknarmanna hafí» ekki kom-
izt í gildi og innflutningsleyf
in • eru ekki byridin við
skömmtunarleyfin, hafa
menn verið neyddir. og eru
neyddir að fara tií þeirra,sem
selja vöruna dýrara verði,
eins og Mbl. telur að S.Í.S.
hafi gert í umræddu tilfelli.
Enginn slík þvingun væri fyr
ir hendi, ef tillögur Fram-
sóknarmanna kæmu til fram
kvæmda.
Það, sem Mbl. teluri.tillög-
um Framsókiiarmanna til
foráttu, er eihmitt aðalgall-
inn á núgildandi tilhögun
innflútningshaftanna —
galli, sem myndi alveg hverfa
úr sögunni, ef tillögum Fram
sóknarmanna væri- fylgr.
Það sést einmitt bezt á
þessu tilbúna dæmí Mbl., að
reglur Framsóknármanna
eru samvinnufélögunum síð-
ur en svo til ávinnings, ef
þau eru ekki samkéþþnishæf
um verðlag og vörugæði. Ef
frásögn Mbl. um sements-
verðið væri rétt, niyftdi S.Í.S.
hafa misst sementsinnflutn-
inginn, ef reglum Framsókn-
armanna hefði vcrið, fylgt.
Fyrir Framsóknarmönnum
vakir því ekkj með þessum
tillögum að hlúa áð einu
verzlunarfyrirkomulagi fram
ar öðru. Markmið þeirra er
aðeins að tryggja frelsi.neyt-
enda og sem fyllsta sam-
keppni. Þannig telja þeir að
tryggð verði bezt og hagkvæm
ust verzlun. Þeir, sem hræð-
ast þessa tilhögun og segja
hana muni efla samvinnu-
(Framhald á 6.' iíðu)