Tíminn - 09.04.1948, Side 2
TÍMINN, föstudaginn 9. apríl 1948.
79. blað
1 tlag.
Sólin kom upp kl. 6.19. Sólarlag
kl. 20.43. Árdegisflóö kl. 6.20 síö-
degisflóð kl. 18.35.
í nótt.
1 Nœturakstur annast biJfreiðastöð
in Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir
er í læknavarðstofunni í Austur-
bæjarskólanum, sími 5030. Nætur-
vörður er í Lyfjabúðinni Iðunni,
simi 7911.
ÍJtvarpið í kvöid.
Fastir liöir eins og venjulega. Kl.
20.30 Útvarpsagan: „Töluð orð“ eft
ir Johan Bojer. XIV. (Helgi Hjörv-
ar). 21.00 Strakkvartett útvarpsins:
Kvartett nr. 21. í B-dúr eftir Moz-
art. 21.15 Bækur og menn (Vil-
♦hjálmur Þ. Gíslason) 21,35 Tónleik
ar (plötur). 21.40 Tóniistarþáttur
(Jón Þórarinsson). 22.00 Fréttir.
22.05 Symfónískir tónleikar (plöt-
ur): a) Píanó-konsert í Es-dúr eft-
ir Treland. b) Symfómg í C-dúr op.
61. nr. 2 eftir Schumann. 23.15 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Ríkisskipin.
Esja kom til Borgarfjarðar
eystra kl. 10,30 í morgun á suður-
leið. Súðin er í Reykjavík, Herðu-
breið kom til Súgandafjarðar
klukkan átta í morgun. Skjaldbreið
er á leiðinni til Reykjavíkur frá
Hófn í Hornafirði. Þyrill er á leið-
inni til íslands frá Þýzkalandi.
Skip S. í. S.
Hvassafell er væntanlegt til Lond
on í dag. Varg er á Flateyri Vigör
er á Hjalteyri.
•
Skipafréttir.
Brúarfoss er á Hellissandi, lestar
frosinn fisk. Fjallfoss fór frá Skaga
strönd í gærkvöldi til ísafjaröar.
Goöafoss kom til SigXf jarðar í gær
Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum
í gær til Leith og Kaupmamialiafn-
ar. Reykjafoss kom til Patreksfjarö
ar í gær. Selfoss er i Reykjavík.
Trö.lafoss fór frá Havana 3. apríl
til Noa Bay. True Knot er i Reykja
vík. Horsa fór frá Antwerpen 7.
apríl. til Leith. Lyngaa fór frá
Keflavík 7. apríl tii Dunkirk.
Betty fer frá Reykjavlk í kvöld til
New Yorlc.
Ur ýmsum áttum
Aöalfundur S. 1. K.
Aöalfundur S. í. K. var haldinn
í Félagsheimili verzlunarmanna,
íöstudaginn 2. þ. m.
Formaður sambandsins, Ágúst
Bjarnsxson, flutti skýrslu um starf
sambandsins frá síðasta aðalfundi.
Hafði sambandið haft sænskan söng
kennara, hljómsveitarstjóra Gösta
Myrgart sem kenndi sambandskór-
um í 9 mánuði og auk þess veitti
sambandið kórnum styrk til söng-
kennslu Sigurðar Birkis, söngmála-
stjóra og Birgis Halldórssonar
söngvara. Hyggst sambandið að
ráða, sem allra fyrst, fastan söng-
kennara, sem eingöngu kenni á
vegum sambandsins.
Norræn söngmálastefna verður
haidinn hér í Reykjavík næsta vor
vor og taka sambönd karlakóra allra
Norðurlandanna þátt í henni. Er
þessi ráðstefna hin fimmta í röð-
inni og liafa hinar verið haldnar
í Noregi 1934, Sviþjóð 1936 og Dan-
mörku 1933 og í Finlandi á s. 1. vori.
Fiamkvæmdaráð S. í. K. var en
urkosið, en það skipa:
Formaður, Ágúst B/xnason,
s.krifstcfustjóri, ritari séra Garðar
Þorsteinsson og gjaldkeri Óskar
Sigurgeirsson. Meðstjórnendur séra
Páli Sigurðsson i Bolungarvik.
Þormóður Eyjólfsson, konsúll, Jón
Vigíússon á Seyðisfirði og Guðmund
ur Gissurarson bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði.
Hungruðum börnum í Þýzkalandi
miðlað brauði.
Drengjahlaup Armanns.
fer fram sunnudaginn fyrstan í
sumri (25. apríl). Keppt veröur í
þriggja manna og fimm manna
sveitum. Handhafi beggja verð-
launagripanna er Knattspyrnufélag
Reykjavíkur. Öllum félögum innan
í. S. í. er heimil þátttaka, og skal
ihún tilkynnt til stjórnar Ármanns
viku fyrir hlaupið.
Frjálsíþróttamenn úr í. R.
Framvegis verða æfinar fyrir þá
í. R.-inga, sem ekki æfa hjá
Olympíuþjálfaranum, á íþróttavell-
inum sem hér segir. Frá og með 13.
apríl þriðjudaga og fimmtudaga kl.
5.15—7.00 og laugardaga kl. 3—5.
Nýir félagar geta snúið sér til
þjálfarans, Finnbjörns Þorvalds-
sonar, á framanskráðum tímum,
svo og til skrifstofunnar ,í í. R,-
húsinu, sími 4387.
Þeir í. R.- drengir, sem ætla sér,
að taka þátt í drengjahlaupi Ár-
manns 25. þ. m., komi til viðtals á
íþróttavöilinn n. k. laugardag kl
15.00.
Ösóttir happdrættisvinningar.
Dregið var í happdrætti Hall-
veigarstaða 10. okt. 1947. Þessi núm
er hafa enn ekki veriö sótt: 3230,
598, 3155, 593, 4250, 1490 og 4626.
Munanna sé vitjaö sem allra fyrst
til frú Haildóru Ólafsdóttur, Grettis
götu 26.
Sinubrennur.
í gær var fagurt veður hér suð'-
vestan lands, logn og sólskin dag-
langt. Bændur í Mosfellssveit og á
Kjalarnesi notuöu þetta góöa og
hagstæða veöur til þess að brenna
sinu í högum sínum með enn
er hæfilega blautt í rót. Mátti sjá
úr Reykjavík mikla reykjarmekki
stíga upp, þegar eldurinn eyddi
skráþurri sinuni.
486 draumanúmer.
Sambandi íslenzkra berkla-
sjúklinga hafa, síðan happdrætti
þess hófst í fyrra, samtals bor-
izt 486 beiðnir um miða með sér
stöku númeri, sem fólk hefir
dreymt. Stundum liefir veriö
hægt að fullnægja þessum ósk-
um, en stundum ekki.. En það
mun haía komið i sama stað
niður, enn sem komið er, hvort
það hefir verið hægt eða ekki.
Draumanúmerin hafa ekki verið
happasælli en önnur númer.
Árnað heilia
Hjúskaparheit sitt hafa gert
kunnugt
Ungfrú Sigríöur Oddgeirsdóttir,
hárgreiðsiumær, Jóhannssonar út-
gerðarmanns og Eric ' Steinsson,
Ungfrú Margét Jóhannsdóttir,
Reykjanesbraut 23, og Brynjólfur
Magnússon Laugarneskamp. 15.
Ungfrú Laufey Bjarnadóttir,
Bergþórugötu 1, og Guðjón Krist-
inn Einarsson sjómaður.
Ungfrú Ásta Guömundsdóttir,
Miðtúni 10 og Sigurður Þorkelsson
pípulagningamaöur, Ásvallagötu 2.
Spurningin er
Er hægt að ríða á vaðið á þurru
Iandi?
Styrkið Reykjalund
Samband íslenzkra berklasjúkl-
inga er merkilegur félagsskapur,
sem hefir unnið og er að vinna
alveg einstætt verk. Það er björgun
arfélagsskapur, sem margir munu
eiga heill sína og hamingju upp að
vinna, þegar fram líða stundir.
Þessi félagsskapur á tíu ára af-
mæli í haust, en mun minnast þess
í ágúst í sumar, þegar stofnþing
Berklavarnarsambands Norður-
landa verður haldið að
Reykjalundi og stórhýsið nýja
verður vígt. Það mun sammæli
margra, að þegar slík stofnun á af-
mæli, enda þótt það sé aðeins tíu
ára afmæli, sæmi ekki annað en
henni séu gefnar þær afmælisgjafir,
er um munar. íslendingar hafa ný
lega gefið til hjálparstarfsemi í
öörum löndum fjárupphæö, sem
nemur öllu andvirði nýja hússins
með öllum búnaði. Það var lof-
samlegt, en ennþá skyldara ætti
okkur þó að vera að vinna líknar-
verk hér heíma fyrir. Afmæli
Reykjalundar má þess vegna ekki
gleymast.
Raunar hefir samband íslenzkra
berklasjúklinga orðið vel til fjár til
sinna miklu framkvæmda. En hér
þarf enn stórfé. Og ýmsar aðrar
gjafir en peningar, gætu lika komið
í góðar þarfir.
Bókakostur er til dæmis lítill á
Reykjalundi, og bókaútgefendur í
landinu ynnu gott verk, ef þeir
gæfu vinnuheimilinu útgáfubækur.
Einnig vantar eittlivað af fallegum
myndum eða listaverkum til þess að
skreyta hin veglegu salarkynni i
nýja húsinu.
En umfram allt verður fólk að
kaupa happdrættismiðana. Happ-
drættið er megin-tekjustofninn, og
jafnframt því, sem fólk styður
vinnuheimilið með miðakaupum,
skapar það sér einhverjar ofurlitl-
ar líkur til þess aö hljóta vinning,
sem um munar. Það eru þó tíu bíl-
ar, sem dregið verður um 15. maí.
J. H.
Félagslíf
Skemmtun.
Skimmtisamkoma Framsóknar-
félaganna í Mjólkurstöðinni í kvöld
byrjar með Framsóknarvist kl. 8.
Stúkan
Verðandi hefir kvöldvöku í
Vesturfara „Lorelei" er í Sjálfstæðis
í kvöld.
Leikfélag
Hafnarfjarðar sýnir Karlinn í
kassanum í kvöld.
Skemmtifund
heldur Kvennadeild Slysavarnar-
félagsins í Hafnaríirði í Sjálfstæðis
húsinu kl. 8.
K. R.
Glímu- og hnefaleikamótið er í
kvöld kl. 8,30 í íþróttahúsinu við
Hálogaland.
Skemmtifundur í
Þjóðræknisfélagsins og Félags
Vesturfara „Lorelei" er í Sjálfstæöis
húsinu í kvöld kl. 8.
K.ærlaké]i* Keykjisvíksgr
amsH
Söngstjóri: Sigurður Þórðarson.
í Gamla Bíó sunnudaginn 11. apríl kl. 3.
Við hljóðfærið Fritz Weisshappel.
Aðgöngumið'ar í Ritfangadeild ísafoldar, Banka-
strséti 8. Sími 3048.
Þjóðræknisfélagið og félag j
Vesíurfara „Lorelei“ !
í
halda sameiginlegan skemmtifund í kvöld kl. 8 í j
Sjálfstæðishúsinu. j
Helztu skemmtiatriði verða:
Upplestur: Tobias.
Ólafur Gaukpr og tríó leika.
Brynjólfur Jóhannesson kynnir og skemmtir.
Aðgöngumiðar fyrir félagsmenn verða seldir í Sjálf-]
stæðishúsinu milli kl. 5—7 á föstudag.
Ekki samkvæmisklæðnaður.
§k«mintínefndw.
S.K. T.
Eldri dansarnir í G. T.-húsinu
annað kvöld kl. 9. Húsinu lokaö
kl. 10.30. —
Aögöngumiðasala kl. 4—6. — Sími 3355. —
FramsóknarféSag
| heldur fund í fundarsalnum í Edduhúsinu við Lindar- |
= götu íefstu hæð) mánudaginn 12. apríl, og hefst fund- |
I urinn kl. 8.30. 1
i Funarefni: I
Marshallsáætlunin og afstaða íslendinga til |
i hennar. |
Frummælandi Eysteinn Jónsson ráðherra.
Framsóknarmenn, sem eru gestir í bænujn, eru vel- |
1 komnir á fundinn. f
Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur.
mmmmmimliiMmmmmmmmmmimmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmiimif
iiiiiliiimiiiiiiiiiiimiiiiiimiimmimmmiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiimmmiiiimmmimimimmiimiimiiimiimiiiH
Hafnfirðingar
I Esperantonámskeið I
= hefst á sunnudaginn kemur, Dr. A Mildwurf kennir i
\ Þátttakendur gefi sig fram við Ólaf Jónsson, Strand- =
í götu 41 (sími 9369) eða Ólaf Þ. Kristjánsson, Tjarnar- í
| braut 11 (sími 9285). |
jiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimiimiiiiiimiiiiiiiii