Tíminn - 09.04.1948, Side 3
79. blað
TÍMINN, föstudaginn 9. apríl 1948.
3
Seinasía skáWverk Kiijans
Átómstöði n
Halldór Kiljan Laxness:
Atómstöðin. Skáldsaga.
Útgefandi Helgafellsút-
gáfan. — Stærð 276 bls.
Verð kr. 55.00 ób., 65.00
og 85.00 bundin.
Þó að þetta sé kallað skáld-
saga, lætur nærri, að réttara
væri að nefna það ævintýri og
skrítlur. En það er þó ástæðu-
laust að þrefa um slíkt. Þetta
er skáldrit, gert af mikilli gáfu
og kunnáttu.
Laxness hefir tamið sér
furðulega stafsetningu og rit-
hátt. Maðurinn er hagur á
mál og frjór í oröbragði, fjöl-
lesinn og margvís, en bindur
sig ekki við neinar reglur.
Hanh tók upp þanh sið fyrir
nokkru, að líma saman tvö
eða þrjú smáorð. Sumir mæltu
í mót þessari aöferö og Björn
Sigfússon flutti andmæli af
lærdómi og rökvísi, en Þór-
bergur Þórðarson kerfisbatt
hina kiljönsku siðabót og
kallaði skynsamlega réttritun.
Og hópur hrifinna lærisveina
sýndi meistara sínum lothingu
og fylgdi þessum rithætti.
En það er því líkast, sem
hinn mikli meistari þoli ekki,
að neinn leiki listir hans eftir.
Hann er ekki í heiminn kom-
inn til að kenna alþýðlega
réttritun eða fylgja réttritun
hinna skriftlærðu. Hann
skrifar sitt eigið mál á sinn
eigin hátt. Stundum dettur
það í hann aö skrifa eftir
framburði, en í næstu andrá
fylgir hann allt öðru lögmáli.
Þannig skrifar hann t. d. tón-
skáldanöfnin Bithófen og
Bach. Hvers vegna ekki Bakk?
* Þetta er ekki ritháttur
neinnar reglu, heldur geðþótt-
ans, sem er hafinn yfir allar
reglur og brýtur þær.
Þetta er höfundareinkenni.
Honum er það þörf aö brjóta
allar viðurkenndar reglur í
rithætti. Það er ástríða hans.
En hann þarf líka að brjóta
reglur og fara eigin götur á
öðrum sviðum, koma mönnum
á óvart og ofbjóða þeim. Og
það er ósköp þreytandi og ó-
yiðkunnanlegt, ef einhvef tek-
ur upp sömu siöi, nær þeim
og lætur eins.
Atómstöðin segir frá tví-
tugri afdalastúlku norðan' úr
landi, Uglu, sem fer til Reykja
víkur í vetrarvist hjá Búa Ár-
land alþingismanni. Þar kynn
ist hún yfirstéttarfólki og
kommúnistum, listamönnum
og skáldum að sagt er, þó að
lesandinn fái lítið bragö og lé-
legt af skáldskap þeirra.
Mér skilst, að þessi stúlka
eigi að sýna hinn opna hug
náttúrubarnsins, sem mætir
fyrirbærum mannlífsins
kreddulaust, óbundið af tízku
og spilltum kenningum ónátt-
úrlegra lærdóma. Heilbrigður
smekkur og tilfinning eðlisins
leiði hana í hverjum vanda og
segi henni hvað rétt sé. Þetta
er þó ekki hægt að herma upp
á höfundinn og menn verða
að skiljá eða níisskilja eftir
því, sem þeir hafa vitið til,
þann þráð, sem skáldið rekur.
Hér er það frá upphafi til enda
stúlkan, sem hugsar og segir
frá.
Það er athyglisverður skiln
ingur á ástamálum, sem fram
kemur í þessari bók. Heim-
spekingurinn, sem segir sveita
stúlkunni til í organleik, segir
henni, að lauslátar konur séu
ekki til. Það sé hjátrú. „Aft-
urámóti eru til kvenmenn sem
sofa þrjátíu sinnum hjá ein-
um karlmanni og kvenmenn
sem sofa einu sinni hjá þrjá-
tíu karlmönnum". Stúlkan
hallast líka að þeirri trú „að
það sé engin ást til, nema
rómantískur tilbúningur,
skemmtun handa geldfólki í
kaupstað. Karlmaðurinn sé
amboð, sem konan þurfi til að
hafa frið við sjálfa sig.“ Á viss
um stundum elski konan karl-
manninn almennt, en engan
sérstakan. Auk þessa Jer svo
lýst miklu hugstríði af þeim
aumu kjörum, að verða í ein-
hverju formi að selja sig
karlmanni til að. vinna fyrir
barni sínu.
Það er fróðlegt að bera þessa
kenningu saman við það, sem
Kiljan stal ungur frá Strind-
berg og birti í Vefaranum, þar
sem gerður er samanburöur á
eiginkonunni, sem selur sig
einum manni ævilangt, og
vændiskonunni, sem kaup-
andinn er laus allra ínála við
eftir stutta stund. Auðvitaö
hefir skáldiö nú orðið bæði
kunnáttu og þrótt til að segja
þetta á sjálístæðari hátt en
þá. Og þessi kenning fellur,
vel að trú efnishyggjumanna.
Allir'heilbrigðir karlmenn eru
eins gerðir efnafræðilega og
enginn munur á st^rfsemi
hinna blindu kirtla. Ög því
skyldi þá ekki einn vera jafn-
gott amboð sem annar?
Þessu er ekki svarað í Atóm-
stööinni, en vitnað gegn kenn-
ingunni, þar sem Ugla sefur
hjá „feimnu lögreglunni" og
Búa Árland, en „skáldið brilj-
antin“ hlýtur hjá henni
pústra og ■ hrindingar fyrir
flangs sitt og áleitni og syni
alþingismannsins varnar hún
að sofa hjá sér, án þess að
gera sér nokkra grein fyrir
mismunandi efnafræðilegri
samsetningu mannanna. Þeg-
ar faðir barnsins hennar, hinn
fyrrverandi lögreglumaður,
heimsækir hana norður í
land með fullar hendur fjár,
vill hún ekki sjá hann, en þeg-
ar hann situr í fangahúsinu
vegna klækja sinna og fjár-
glæfra, þiggur hún fé af heim-
spekingnum til að leysa hann
út, því að hann er hennar
maður og faðir barnsins
hennar, daginn eftir að hún
svaf hjá Búa Árland.
Það er hvorki vit né rétt-
dæmi í svona ástamálum, en
þau þurfa ekki að vera ósenni-
legri fyrir því. Viðbrögð Uglu
verða helzt skýrð með því
móti, að blindur metnaður og
sjúkleg hræðsla við að verða
keypt, stjórni henni, þegar um
stjórn er að ræða. Barnsfaðir
hennar vex ekki að mann-
gildi við þaö, að klækjabörgð
hans og fjárglæfrar bregðast,
svo að hann lendir í fangahús-
inu. en þá vill stúlkan kaupa
sér hann í tölu frjálsra manna
og eiga hann.
Þetta stingur mjög í stúf við
íslenzka menningu. Hvað, sem
annars má um hjúskap og
ástalíf almennt segja, þá er
það algengast, að hjónabönd
fólks á íslandi séu heiðarleg
tilraun til samstarfs og sam-
hjálpar, enda er sú skoðun að
svo eigi að vera, orðin gömul,
þó að margt megi segja um
þær kröfur, sem stundum
hafa verið geröar í því sam-
bandi.
Atómstöðin er að vissu leyti
skrifuð út frá samningunum
um Keflavíkurflugvöllinn. Við
vitum annars staðar frá um
skoðanir höfundarins á því
máli. Hann hefir talaö um
landráðamenn, sem hafi að
réttu lagi fyrirgert lífi sínu, ef
einhver vildi óhreinka sig á
því að stytta þeim aldur. Það
er því engin íurða, þó að þessi
bók segi frá mönnum, sem
keppa aö því marki, að selja
landið Bandaríkjamönnum.
En þó að lesandinn minnist
þessa, er hann leitar skilnings
á uppruna verksins, er ástæðu
laust að krefjast þess, að skáld
ritið lýsi rétt Keflavíkursamn-
ingnum og tilfinningum
þeirra, sem gerðu hann.
Hitt er meira vert, að margir
sannir drættir eru í lýsingu
forsætisráðherra og Búa Ár-
lands, sem er vel gerð og
minnisstæð persóna. Búi er
gáfaður og menntaður mað-
ur, giftur heimskri og hégóm-
legri konu, sem þar að auki er
full af hroka og drambi, eins
og eðlilegt er, þar sem saman
fer auður og heimska. Sjálfur
er Búi fjárplógsmaður mikill
og þjóðfélagslegur sakamað-
ur, en þreyttur á öllu saman
og leiðist. Það er því eðlilegt,
að hann hrífist af dalastúlk-
unni ungu, heilbrigðu og
hleypidómalausu, þessi lá-
varður sjúkrar menningar og
spilltra þjóðfélagshátta.
að unglingum til prúð-
mennsku og siðfágunar. Hitt
er satt, að þýzk-júðsk-rúss-
neskur kommúnismi getur orö
ið áhangendum sínum andleg
svölun eins og t. d. „sænsk-
amrískur söfnuður“. En þaö
eru til mörg hugðarefni, sem
ekki snerta stjórnmálaátök,
enda lýsir skáldið sjálft ungl-
ingunum sem sátu inni í
klæðaskáp og tefldu skák
undir Jörfagleðinni, „þar sem
var eins og allir væru trúlof-
aðir öllum og menn sleiktu
hver annan í belg og biðu, en
eitt og eitt par draugaðist
fram á gólfið með semingi til
að jitterbugga litla stund, en
útvarpið vár stillt á ameríska
graðhestastöð með ferlegu
hvíi og stórum fretum.“ — Og
organleikarinn ræktaði rósir
sínar án þátttöku í átökum
borgaranna um dægurmálin.
í þessari bók virðist það
vera lífsskoðun, að börn gróða
manna séu í sérstakri hættu
að verða spilltur skríll, sem
æpir að fólki á götunum, síel-
ur sér að leik og leggst í svall
og ólifnaö. Öllum unglingum
hljóti að leiðast og byrja á
þessu út úr leiðindum, nema
■þeir séu kommúnistar.
Hér er sagan að vísú hálf-
sögð. Þau börn, sem ekki vérða
fyrir neinni snertingu af hug-
sjónalífi og umbótavilja, eru
ailtáf í hættu andlega. Sam-
félag kommúnismans getur að
sjálfsögöu verið andleg full-
næging aö vissu marki, eins
og K. F. U. M., en ekki hafa
fræði kommúnista alltaf dug-
Þessi bók er með einkennum
mikils höfundar og það hefði
ekki nema einn rnaður getað
gert hana. Hér er snjöllum
skáldskap hrært saman við ó-
fyrirleitin kringilyrði. Þekktir
atburðir eru teknir og endur-
sagðir til að birta lífssýn
skáldsins, og er hætt viö að
mönnum verði það á, að meta
bókina ef'tir afstööu sinni til
þeirra, en slíkt ætti að var-
ast. Til dæmis er beinamálið
í þessari bók tákn þess hé-
góma, sem hugsjónalausir
broddborgarar finna gjarnan
upp á í auglýsingaskyni, þeg-
ar eðlisávísunin segir þeim,
að þá vanti eitthvað, til að
hylja andlega nekt sína.
Kiljan er mikið skáld, en
hann er kreddubundinn og á-
stríða hans að brjóta allar
regl.ur og- hefð á hugsunar-
hætti eins og rithætti, of-
býður smekk inargra.
Það er mai'gt stórvel sagt í
þessari bók en skáldskapurinn
er blan’dinn hle'ýþidómum.
Hér hefir verið byggt lista-
verk, þó að sumur iburður-
inn sé ekki smekklegur og
og grunnurinn gæti verið
traustari. H. Kr.
Sextngiirt
Hannes Hannesson
Melbreið, Fljotuin
Hann er fæddur að Haf-
steinsstöðum í Skagafirði 25.
marz 1888 og er því nýlega
sextugur. Hannes ólst upp
með móður sinni Steinunni
Jónsdóttur, sem lengst af
dvaldi í Hagánesi í Fljótum,
en faðir hans Hannes Gott-
skálksson dó áður en hann
fæddist.
Rúmlega tvítugur fór
Hannes í Gagnfræðask. á
Akureyri og síðar í kennara-
skólann og lauk prófi þaðan
vorið 1917. Síðan hefir barna
kennslan verið aðal starf
hans eða í rúm 30 ár, sem
hann hefir verið kennari í
Holtshreppi í Fljótum. Jafn-
framt hefir Hannes rekið bú-
skap að Melbreið í Fljótum.
en þar hóf hann búskap vor-
ið 1920 og kvæntist Sigríði
Jónsdóttur frá Melbreið.
Hafa þau eignast átta mann-
vænleg börn og komiö þeim
vel til manns.
Hannes er fyrir margt sér-
stæður maður. Áhugi hans í
félagsmálum er óþreytandi.
Hefir hann því komið mjög
við félagsmálasögu Fljóta-
manna undanfarin 13 ár. Átt
sæti í hreppsnefnd, skatta-
nefnd endurskoðandi Sam_
vinnufélags Fljótamanna.
Verið áhugamaöur um hvers
konar æskulýðs- og menning
armál og haft því mikil af-
skipti af starfsemi ungmenna
félaganna þar. Þá hefir hann
tekið mikinn þátt í starfsemi
Framsóknarflokksins norður
þar svo og Samvinnufélags
Fljótamanna. Hannes hefir
gert miklar umbætur á jörð
sinni. Byggt allt upp aö nýju
og ræktað mikið .
Hannes er léttur í spori,
glaður í viðmóti og vill hvers
manns vanda leysa. Hann er
fyrst og fremst einlægur og
ósíngjarn framfaramaöur,
sem kappkostar að láta sem
mest gott af sér leiða. Slíkir
menn eru aldrei of margir.
Hann hefir skrifað nokkuö.
Meðal annaís greinargóð
fréttabréf í Tímann um ým-
islegt í héraði hans, sem ýms
ir lesendur Tímans munu
minnast. D.
Oerviáburöur
Gott eitt er um þaö að
segja að menn, sem áhuga
hafa fyrir landbúnaði, geri
sér grein fyrir kostum tilbý-
ins áburðar — sem ég vil
nefna gerviáburð, — og að
komizt verði að sannri raun
um, hversu mikil lyftistöfig
hann muni geta orðiið ís-
lenzkum landbúnaði. Ekki
sízt eiga slíkar umyæður vel
við nú, er fram er komið
stjórnarfrumvarp til laga um
stofnun verksmiðju til fram_
leiðslu gerviáburðar.
Grein mín í Tím. 19.—2,—
s.l., þar sem bent er á ókosti
gerviáburðar, hefir þegar vak
ið tvo menn, alnafna minn
og Steinbjörn Jónssoil, til aö
ræða málið í Tím. En ekki
hefir þeim tekizt að færa
fram sannfærandi rök gegn
því, er ég sýndi fram á sem
ókosti gerviáburðarins. Hjá
báðum þessum andmælend--
um minum er eina röksemd-
in fyrir ágæti gerviáburöar-
ins sú, að hann knýi fram
mikinn grasvöxt, og njótí
enn álits í öðrum löndum,
eftir ca. 50 ára notkun (og
hér ca. 20 ára. Stb. J. kann-
ast þó við, að komið hafi i
ljós við rannsókn, að „lítils-
háttar jarðvegsrýrnun hafði
átt sér stað“ í Danmörku. Ai'
því ályktar hann að „í meg-
inatriðum hljóti þaö sama aci
,eiga við hér á landi .... þö
jarðvegur sé eitthvað frá-
brugðinn.“ — En er þessi á-
lyktun ekki nokkuð hæpin?
Ákvörðunin um j arðvegs-
rýrnunina í Danm. er mjög'
svo óákveðin; en hún mundi
eiga að miðast við hve miklti
var af að taka. Þar sem frjó-
jörð er djúp og loftslag þurí't
og hlýtt, eins og í Danm., er
líklegt að jörðin þoli tæring’
gerviáburðar lengur en þai,
sem þessi skilyrði eru lakari.
T. d. er í þessu tilliti ekki
sambærilegt ísland og Dan-
mörk. í Danm. er lairdið mest
þurr djúp leirmold, ísalda
skafið hold af beinum Skand
inavíu, steinefnarikur og
mjög hitatækur jarðvegur, en.
loftslag þurrt og hlýtt. — Hér
yrði mest um mýra-nýrækt-
artún, án frjómoldar, stein-
efnasnauðan og lítt hita tæk-
an jaröveg, og loftslag hér
mikið rakameira og kaldara
en í Danm. — Forn, ræktar-
góð tún hér mundu nokkuð
lengur þola að vera pínd til
sprettu með gerviáburði; þar
væri frjómold til að eyöa, og
tæki því úttæringin lengri;
tíma.
Hvorugur andmælenda
minna getur borið á móti þvi,
að áburður, sem ekki færir
jarðveginum föst efni sam-
svarandi þeim, sem burt
flutta ávöxtinn mynda, hvort
sem hann er í formi mjöls
eða lagar, sé jarðeyðandi á-:
burður. Og hvorugur minnist
á ánamaðkinn né starfsenii
hans, og áhrif gerviáburðar-
ins á hann.
Hér er rannsóknar þörf.
T. d. að gerð sé efnagreining
jarðvegs og heys af 10—12'
ára gamalli mýrar-nýrækt,
sem einungis hefir fengi&
gerviáburð (— þó skepnúra:
sem á því fóðri áttu að lifa,
hafi þegar gefið svar). Kæmi
þá í ljós hvort satt er, að
lahdiö sé svo pínt, tært og
efnarúið, að hey af því sé
næstum ónýtt fóður. Á með-
(Frc.mhald á 6. síðu} ,