Tíminn - 12.04.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1948, Blaðsíða 3
81. blað TÍMINN, mánudaginn 12. apríl 1948. 3 im.mtug.ur i Skák Vatá imctr Cju&mundíóóon jor i eniari . Lesendur Tímans verða lít- ið varir sumra þeirra manna, sem mest vinna þó við blað þeirra. LítiÖ yrði þó samband þeirra, sem í blöðin skrifa, við lesendurna, . ef ekki nyti viö þeirra iðnaðarmanna, sem prentverkið stunda. í dag er Valdimar Guð- mundsson prentari fimmtug- ur, en hann hefir í 20 ár unnið við umbrot Tímans, en svo er það verk nefnt, að raða letrinu á síðurnar, og fylgir þá tíðast með að steypa fyrirsagnir og leiðrétta eftir próförk. Þetta hefir verið starf Valdimars og hann stundar það enn, þó að umforot Tímans sé nú orðið meira verk, en einum manni er ætlandi, svo að fleiri vinni þar við. Það er löngum sagt, að í samstarfi sínu minni blaða- menn og prentarar hvorir aðra á skyldur þær, sem emb- ættum þeirra fylgi, og taka þær áminningar á sig ýmis- konar blæ eftir atvikum. Valdimar er með verra móti við að eiga, að því leyti, að hann er óvenjulega mikilvirk- ur og velvirkur, rækir starf sitt af mikilli árvekni og skyldurækni og veröur sjald- an á það, sem ómaksvert sé að hafa orð á. Festir því sjaldan á honurn högg, en hins vegar er hann í bezta lagi fær um að svara fyrir sig orði og gefur þar ekkert eftir þraut- reyndum baráttumönnum úr blaðamannastétt, svo að ekki sé meira sagt. Lesendur Timans eiga Valdi- mar margt að þakka, því að ekki skiptir litlu máli,. hvern- ig prentararnir og þó fyrst og fremst umbrotsmennirnir vinna verk sín. Útlit Tímans hefir margoft notið góðs af smekkvísi Valdimars og sitt- hvað hefir hann fært á betri veg hjá blaöamönnunum, sem í annríki sínu hafa látið ým- islegt frá sér fara, er síður skyldi. Valdimar hefir verið sýnt um að færa slíkt til betra vegar, enda bera verk hans á þessu og öðrum sviðum þau merki, að hann er framar- lega í hópi þeirra manna, sem vinna jafnt með hug og hönd. Má í þessu sambandi geta þess, að Valdimar er einn af skurðhögustu mönnum landsins og hefir í tómstund- um sínum unnið fullkomið meðalmannsverk á því sviði. Afköst hans við þá iðju bera jöfnum höndum listhæfni hans og dugnaði fagurt vitni. Smíðisgripir þeir, sem hann hefir unnið, skiptá nú orðið tugum hundraða og eru til prýðis á. fjölda heimila inn- anlands og utan. Orkar það furðu, hve miklum og góðum árangri Valdimar hefir náð á þessu listasviði, þar sem hann hefir ekki getað sinnt þess- um störfum, nema í tóm- stundum, og oft unnið mikla eftirvinnu í prentsmiðjunni, auk venjulegs starfstíma þar. En hann hefir líka helgað allar tómstundir sínar þessari list sinni og starfaði að henni meðan aðrir eyddu tíma sín- :um í það, sem hann telur „óþarfari skemmtanir," en sjálfur segist hann gera sér þetta fyrst og fremst til skemmtunar. Valdimar hefir verið bindindismaður alla ævi og á það vafalaust ekki minnstan þátt í því, hve drjúg afköst hans hafa oröið. ^ r *- œzmmmmm - MHPfMÍMHS Þeir blaðamenn Tímans, sem unnið hafa með Valdimar þau 20 ár, er hann hefir starf- að að umbroti Tímans, munu í dag minnast margra ánægju legra stunda frá samstarfinu við hann. Hafi hann skamm- að okkur, heíir hann gert það skemmtilega og hressilega og án þess aö valda nokkrum kala, því að jafnan hefir verið auðfundið, að umhyggja fyrir blaðinu og heiðarlegu starfi skipaði fyrirrúm hjá hopum. Þess vegna er ekki annað hægt en virða hann og meta og þess vegna þykir okkur líka vænt um hann. Og þess mættu lesendur Tímans jafnan óska, að við blað þeirra starfi um alla tíð menn, sem virða sig og skyldu sína jafn mikils og Valdimar Guðmundsson. Þá þarf ekki að kvíða því, hvernig þar verð! unniö. Valdimar Guðmundsson er Austfirðingur að ætt, fæddur aö Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð 12. apríl 1898. Foreldrar hans voru Stefanía Benjamínsdótt- ir og Guömundur Ólafsson, sem nú dvelur hér í bænum á heimili Önnu dóttur sinnar, en Stefanía lézt fyrir nokkr- um árum. Valdimar hóf ung- ur prentnám í Austraprent- smiðju á Seyðisfirði, en að námi loknu fluttist hann til Reykjavikur. Vann hann fyrst nokkur ár í Félagsprentsmiðj - unni, en hefir siöan unnið í prentsmiðjunni Aeta og Eddu. Valdimar kvæntist ungur Vil- borgu Þóröardóttur frá Sönd- um í Dýrafirði og eiga þau tvo uppkomna, mannvænlega syni, Þórð, sem nú stundar lögfræði- og stjórnfræðinám í Kaliforníu, og Sverri, sem er starfandi prentarí hér og dvelur á heimili foreldra sinna. ■ iiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiiiimiiiiiminimmiiiimmiimmi 1 Mirmist skutdar yðar við l landib og styrkið Landgræhslusjóð tiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiMimiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiii Frá keppninni um heims- meistaratitilinn. 1. umferð. Hvítt: Dr. M. Euwe. Svárt: P. Keres. Spánskur leikur. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. Bfl—b5 a7—a6 4. Bb5—a4 d7—d6 5. c2—c3 Bc8—d7 6. d2—d4 .Rg8—e7 7. Ba4—b3 h7—h6 8. Rbl—d2 Re7—g6 9. Rd2—c4 Bf8—e7 10. O 1 o 0—0 Þetta afbrigði af spánska leiknum (Steinitz afbrigðið) er mjög fáséð nú orðið. Stór- meistarinn Wilhelm Steinitz, sem var heimsmeistari í skák 1866—1894 byggði upp skák- stöður sínar í mjög svipuðum stíl og þessi byrjun gefur til kynna og er þetta afbrigði kennt við hann. 11. Rc4—e3 Be7—f6 12. Re3—dð e5 x d4! Hvítt getur ekki leikið c3x d4, vegna 13...Bg4 og síðar ef til vill R—h4. 13. Rf3xd4 Hf8—e8 14. Rd5 x f 6f Dd8xf6 15. f2—f3 Rg6—f4 16. Rd4xc6 Bd7 x c6 17. Bcl—C3 Ha8—d8 18. Ddl—d2 Rf4—g6 19. Be3—d4 Df6—e7 20. Hal—el De7—d7 21. c3—c4 Bc6—a4 Hvítt hefir náð sterkri stöðu á miðborðinu og hefir þar að auki báða biskupana, -en nú þvingar svart uppskipti á öðr- um. biskupnum og staðan er nokkuö jöfn. 22. Bb3xa4 Dd7xa4 23. DÚ2—c3 f7—f6 24. f3—f4 Kg8—h7 Svart má ekki leika 24.. Dxa2, vegna H—al. Hvítt virð ist nú standa aðeins betur, en erfitt er, eða máske ógerlegt aö útfæra stöðuna til vinn- ings, þar sem staða svarts er mjög örugg og vel búin til varnar. 25. b2—b3 Da4—d7 Enn má svart ekki leika 25. .... Dxa2, vegna 26. H—f2, D—-a3. 27. H—al og hvítt vinn ur drotninguna. 26. Dd3—f3! ? b7—b5 27. Df3—d3 b5xc4 28. Dd3xc4? Bezt var b3 x c4 með svipuðu tafli. 28..... He8xe4!! 29. Hel xe4 d6—d5 30. Dc4xa6 Svo til þvingað, því annars yrði hvítt með peöi minna í endafaflinu. 30..... * 1 d5xe4 31. Bd4—e3 Dd7—g4! Upphaf að heiftugri árás. 32. Da6—c4 Hd8—d3! Ef nú 33. Dxe4, þá D—e2 og vinnur mann. 33. Bé3—-cl Rg6—h4! Glæsilegur sóknarleikur, sem krefst mjög nákvæms út-. reiknings og þekkingar á stöð- uhni. 34. Dc4xe4f f6—f5 35. De4—b7 Drotningin verður aö hafa vald á g2 reitnum, vegna máts ins. 35..... c7—c6! 36. Db7xcS Hd3—c3! 37. De6—d5. Nauðsynlegt til að geta svarað 37...H—ca, með 38. B—d2. 37..... Hc3—c5! Ef nú D—b7, þá vinnur H —c2! 38. Dd5—d2 Hc5xcl! 39. h2—h3 Hvítt þolir ekki aö slá Hcl. Uttilutun námsstyrkja á vegum menntamálaráðs Menntamálaráð hefir ný- lega úthlutað fé því, sem yeitt er á fjárlögum 1948 (14. gr. B. II. b.) svo sem hér seg- ír: Námsgreinar eru settar innan sviga: Framhaldsstyrkir: Aðalsteinn Sigurðsson (dýra fræði) tvö þús. kr., Andrés Andrésson (vélaverkfr.) þrjú þús kr, Andrés Guðjónsson (vélaverkfr.) tvö þús. kr., Andrés H. Guömundsson (lyfjafræði) tvö þús. kr., Anna Gisladóttir (húsmæðra fræðsla) þrjú þús'. kr., Árni Eiríkur Eylands (vélfræði) tvö þús, kr., Arni Hafstað (rafmagnsverkfr.) þrjú þús. kr., Árni Jónsson (enska) tvö þús. kr., Árni Guðmundur Pét urssön (búfræði) tvö þús. kr., Ásgeir Þ. Ásgeirsson (verk- fræði) þrjú þús. kr., Baldur T. Líndal (efnaverkfræði) þrjú þús. kr., Baldur Þor_ steinsson (skógrækt) þrjú þús. kr., Baldvin Halldórsson (leiklist) tvö þús. kr., Bárður Á. Daníelsson (byggingarverk fr.) þrjú þús. kr., Benedikt Bjarni Sigurðsson (bygging- arverkfr.) þrjú þús. kr., Björn Fransson (tónsmíðar) þrjú þús. kr., Björn J. Lárusson (hagfræði) þrjú þús. kr., Ein- ar H. Árnason (byggingar- verkfr.) þrjú þús. kr., Einar G. Baldvinsson (málaralist) tvö þús. kr., Einar Jónsson (vélaverkfr.)' tvö þús. kr., Ein ar Pálsson (leiklist) tvö þús. kr., Einar Sturluson (söngur) tvö þús. kr., Erlendur Helgá- son (húsagerðarlist) tvö þús. ki\, Erlingur Guðmundsson (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr., Eyvindur Valdimarsson (byggingarverkfr) þrjú þús. kr., Friðrik Jakob Tryggva- son (tónlist) þrjú þús. kr., Garðar Ólafsson (tánnl.) tvö þús. kr., Geir Ó. Guðmunds- son (vélsmíði) tvö þús. kr., Geir Kristjánsson (slavnesk mál) þrjú þús. kr., Gestur Stefánsson (byggingarverk- fr.) þrjú þús. ki\, Guðmundur Elíasson (höggmyndalist) tvö þús. kr., Guðmundur K. Guð- jónsson (hagfræði) tvö þús. kr., Gúðmundur Marteinsson (húsagerðarlist) tvö þús. kr., Guðrún Á Símonar (söngur) þrjú þús. kr., Guðsteinn Aðal steinsson (vélaverkfræði) tvö þús. kr., Gunnar K. Berg- steinsson (siglingafræði) tvö þús. kr., Gunnhildur Snorra- dóttir (uppeldisfræði) tvö þús. kr., Guttormur V. Þorm- ar (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr., Halldór Sveinsson (rafmagnsverkfr.) þrjú þús. kr. Haraldur Árnason (land- búnaðarverkfr.) þrjú þús, kr., Haraldur Jóhannsson (hag- fræöi) þrjú þús. ki\, Hjörleif. ur Sigurðsson (málaralist) þrjú þús. kr., Hólmfríður Ef 39. Hxcl, þá R—f3f og næst Rxd2. Eða 39. Dxcl, D Xg2, mát. 39..... Dg4—g3 ? Yfirsjón í tímaþröng. 39. .... H—f3f væri rothögg. 40. Dd2—e2 Dg3xf4. 41. Hfl—cl Df4xclf 42. Kgl—h2 í þessari stöðu gerði svart biðleik og vann síðan að lok- um. (Frh. síöar). Ó. V. Pálsdóttir (leiklist) þrjú þús. kr., Hörður Ágústsson (mál- aralist) þrjú þús. kr., ída P. Björnsson (grasafræði) tvö þús. kr., Inga S. Lngólfsdóttir (íþróttir) tvö þús. kr., Ingvi. S. Ingvarsson (hagfræði) þrjú þús. kr., Jakob Löye (verzlunarhagfræði) tvö þús. kr., Jóhann Kr. Eyfells (húsa gerðarlist) tvöþús. kr., Jó- hann Tryggvason /tónlist) þrjú þús. kr., Jón H. Björns- son (garðyrkja) tvö þús. kr., Jón Árni Jónsson (þýzka) þrjú þús. kr., Júlíus J. Daniels son (búnaðarhagfr.) tvö þús. kr., Karl V. Kvaran (málara- list) tvö þús. kr., Klemens Jónsson (leiklist) þrjú þús. kr„ Kristinn Björnsson (sál- fræði) tvö þús. kr„ Kristján Ingi Einarsson (húsagerðar- list) tvö þús. kr„ Magnús Berg þórsson (rafmagnsverkfr.) þrjú þús. kr„ Magnús Gísla- son (uppeldisfræði) þrjú þús. kr„ Magnús R. Jónsson (raf- magnsverkfr.) þrjú þús. ki\, Magnús Bragi Þorsteinsson (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr„ María Hugrún Ólafsdóttir (málaralist) tvö þús. kr„ Ólafía Einarsdóttir (forn- leifafræði) þrjú þús. kr„ Ólaff ur B. Guðmundsson (lyfja- fræði) tvö þús. kr„ Ólafur Jenss. (byggingaverkfr.) þrjú þús. kr„ Ólafur Jónsson (skipaverkfr.) tvö þús. kr„ Óttar I. Karlsson (skipaverk.. fr.) þrjú þús. kr„ Ottó Valdi- marsson (rafmagnsverkfr.) þrjú þús. kr„ Páll Fr. Einars-. son (búfræði) þrjú þús. kr., Páll Árdal Guðmundsson (hagfræði) tvö þús. kr„ Pét- ur M. Jónsson (dýrafræöi) tvö þús. kr„ Pétur Fr. Sigurðs son (málaralist) tvö þús. kr„ Ragnar Emilsson (húsagerð- arlist) þrjú þús. kr„ Sigríður A. Helgadóttir (slavnesk mál) þrjú þús. kr„ Sigríður Magn- úsdóttir (franska) þrjú þús, kr„ Sigurbjörn Bjarnason (tannl.) tvö þús. kr„ Sigurð- ur B. Blöndal (skógrækt) tvö þús. kr„ Skarphéðinn Jó- hannsson (húsagerðarlist) 3 þús. kr„ Skúli H. Norödahil (húsagerðarlist) þrjú þús. kr„ Snót Leifs (bókmenntir) tvö þús. kr„ Stefán Ó. Ólafsson (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr„ Steingrímur Sigurðsson (enska) þrjú þús. kr„ Stein- unn L. Bjarnadóttir (leiklist) tvö þús. kr„ Steinunn Ingi- mundardóttir (húsmæðra- kennsla) tvö þús. kr„ Svava Einarsdóttir (söngur) tvö þús kr„ Sveinn T. Sveinsson. (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr„ Sverrir S. Markússon (dýralækn.) þrjú þús. kr„ Valdimar Jónsson (efna- fræði) tvö þús. kr„ VeturUði. Gunnarsson (málaralist) tvö þús. kr„ Þorbjörg Jónsdóttir (hjúkrun) tvö þús. kr„ Þor- björg Kristinsdóttir (latma) þrjú þús. kr„ Þóroddur Th. Sigurðsson (vélaverkfr.) þrj.ú þús. kr„ Þórunn S. Jóhanns- dóttir (tónlist) þrjú þús. kr„ Þórunn Þórðardóttir (grasa- fræði) þrjú þús. kr. Nýir styrkir. Arnheiður Sigurðardóttir (enska) tvö þús. kr„ Árni Guð jónsson (sálarfræði) þrjú. þús. kr., Árni Waag (mjólkur (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.