Tíminn - 12.04.1948, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, mánudaginn 12. apríl 1948.
81. blað
Er þörf á nýju embætti ?
„í „Tímanum", sem út kom
10. marz s.l. er getið um frum
varp til laga um kjötmat, sem
komið sé fram á Alþingi.
Frumvarpið sjálft er ekki í
blaðinu; en þar er tekin upp
greinargerð sem fylgir því og
virðist mega af henni ráða
hvert efni frumv. er. Um
þetta mál hrefir verið hljótt í
allmörg ár, bæði hjá löggjaf-
arvaldinu og eins þeim, sem
kjörnir hafa verið til að hafa
uihsjón með kjötmati á hin-
um ýmsu stöðum á landinu
og með því starfi áttu að hafa
heildaryfirsýn yfir kjötmat
og aðstöðu alla þar að lút-
andi.
Þrír menn hafa samið þetta
frumvarp', og þó að ég þekki
ekki nema einn þeirra per-
sónulega, en hina bara af orð
spori, þá hygg ég að óhætt sé
að fullyrða að allir þessir
menn eigi eitt sameiginlegt,
en það er að vilja gera vel.
En við lestur greinarinnar
virðist mér sem þessum á-
gætu mönnum hafi verið mis
lagðar hendur og stiklað laus
lega á aðalatriðinu, en því
meir lagt sig að aukaatriðum,
og skal ég færa að því nokk-
ur 'rök:
í áðurnefndu frumvarpi er
lagt til að skipaður verði kjöt
matsformaður, (eitt nýtt em-
bætti). Ennfremur segir:
„Kjötmatsformanni er ætlað
að hafa samband við hina
yfirmatsmennina í því skyni
að koma á og viðhalda betra
samræmi í kjötmati, frá-
gangi sláturfjárafurða og
öðru er að því lítur.“
Eftir iestur þessarar máls-
greinar vil ég spyrja: Var það
ekki einmitt þetta, sem yfir-
kjötsmönnunum var ætlað að
gera þegar þeir voru skipað-
ir? Eða hefi ég misskilið
þeirra embætti? í þessi 20 ár,
sem ég hefi starfað við kjöt-
mat og við slátrun sauðfjár,
hefi ég átt yfir höfði mínu 5
yfirkjötmatsmenn og kenn-
ara, allt úrvals menn. Skal ég
greina nöfn þeirra hér og
geta þeir þá sagt til, hvort um
nræli mín eru röng, sem ég
ætla að hafa hér eftir þeim,
en mennirnir eru þessir: Ólaf
ur Magnússon, nú sundkenn-
ari á Akureyri, Björn Pálsson,
bóndi á Löngumýri í Húna-
vatnssýslu, Sæmundur Frið-
riksson, forstjóri Reykjavík,
Jóhann Kröger, kjötbúðar.
stjóri á Akureyri og Sigurður
Björnsson' kennari á Kópa-
skeri.
Allir þessir menn, sem ég
hefi nefnt hér, hafa lokið upp
einum munni um það, að höf
uðnauðsyn og aðalatriði í
þessu starfi þeirra væri að
samræma kjötmatið yfir allt
landið, hafa eitt og sama mat
ið á öllu landinu.
Hvaða árangur hefir svo
þetta borið í s.l. 20 ár? Hér
skulu dregnar upp nokkrar
smámyndir, sem sýna árang-
urinn.
Fyrir fáum árum komu
hingað til Kaupfélags Þing-
eyinga 12—15 tonn af kjöti til
geymslu frá öðrum lands-
hluta. Kjöt þetta var flokkað
og merkt á erlendan markað.
Mig fýsti mjög að sjá þetta
kjöt og skoða. En það kom
ekki sjóninni til. Kjöt þetta
var allt í senn, skítugt, rifið
og blóðmarið. Ef Kaupfélag
Efdrilelga Krlstjánsson, kjötmatsmaun
Þingeyinga hefði sent frá sér
svona kjöt, hefði áreiðanlega
komið hljóð úr horni frá æðri
stöðum.
í annað sinn kom hingað
skip með 40 tonn af kjöti, líka
úr öðrum landshluta og átti
það að fara á erlendan mark-
að, en vegna þess að grunur
lék á um geymsluskemmd í
kjötinu, var ég beðinn að
skoða kjötið um leið og því
var umskipað hér við
bryggju. Af þessu kjöti er al-
veg sömu söguna að segja,
matið sjálft af handahófi og
kjötið rifið og með marblett-
um. Þar mátti meira að segja
sjá hundsbit í lærum, en
skrokkurinn settur í fyrsta
flokk, þrátt fyrir það.
í þriðja lagi skal greint hér
frá umsögn manna og lítils-
háttar reynslu minni í sam-
bandi við það ósamræmi, sem
ríkir í kjötmatinu. Haustið
1946 fóru fram alger fjár-
skipti í vestur hluta Þingeyj-
arsýslu og nýr fjárstofn feng-
inn frá Vestfjörðum. Árið eft
ir eða haustið 1947 komu úr
Ljósavatnshreppi 200 dilkar
(gimbralömb) hingað á slát-
urhús K. Þ. Lömb þessi voru
ótrúlega stór og þung, nokkr-
ir skrokkar yfir 20 kg. En út-
lit og byggingarlag skrokk-
anna, minnti meira á kálf
en kind. En þetta gæti verið
eðlilégt og ekkert við því að
segja, ef bændurnir úr Ljósa-
vatnshreppi, sem fóru vestur
til fjárkaupanna, hefðu ekki
haft aðra og alvarlegri sögu
að ^egja. Þeir sögðu mér, að
bændur þeir, sem seldu þeim
lömbin hefðu sýnt þeim inn-
leggsnótur sínar frá haust-
inu áður, og það hefði verið
tilviljun ein, ef þar hefði sézt
skrokkur skrifaður í annan
óg þriðja flokk, allt fyrsta
flokks kjöt. E. t. v. hefir yfir-
kjötmatsmaður aldrei komið
á Vestfirði?
Þessar myndir, sem hér
hafa verið dregnar upp, þótt
litlar séu og óljósar, draga ó-
neitanlega þá staðreynd
fram, að lítið hafi áunnizt í
þessi 20 ár. Og þær gera
meira. Þær sanna þann þrá-
láta orðróm, sem víða er
þekktur, að yfirkjötmats-
mennirnir hafi ekki Verið á
öllum sláturhúsunum jafn
strangir og vera bar. Það sem
þeir hafi leyft á þessum, hafi
þeir ekki leyft á hinum, eða
þá hitt, að undirmennirnir
hafi farið ‘eftir fyrirmælum
yfirkjötmatsmannanna dag-
inn ' eða dagsstundina, sem
venjulegt er að hann dvelji
á hverjum stað, en eftir brott
för hans, breytt um eftir sínu
höfði. Það hefir ekki verið
hægt að komast hjá því að
hlusta á svona ummæli og
það til langs tíma. En um
sannleiksgildi þeirra legg ég
engan dóm á. En eitthvað er
að, og hver er orsökin?
Með frumvarpi því, sem hér
umræðir, er það játað, að
lítið hafi áunnizt með að sam
ræma kjötmatið s.l. 20 ár, og
jafnframt er það vantrausts-
yfirlýsing á yfirkjötmats.
mennina. Þeir hafi ekki ein-
hverra hluta vegna staðið í
stöðu sinni eins og skyldi. En
nú virðist ráðið fundið og
skorið fyrir meinsemdina ag
það er að stofna eitt nýtt em-
bætti ennþá með háum laun-
um úr ríkissjóði. Það er líka
fært, arfurinn, sem féll í hlut
ríkissjóðs frá dánarbúi fyrr-
verandi stjórnar, var ekki svo
lítill.
Svo virðist nú málum kom-
ið, að ekkert sé hægt að gera,
nema að stofna ráð og nefnd
ir og ný embætti. En leiðin til
að bæta og samræma kjötmat
á íslenzku kindakjöti er á-
reiðanlega ekki sú að stofna
nýtt embætti í viðbót við þau,
sem fyrir eru. Ef frumvarp
þetta verður að lögum, heldur
áfram sama ósamræmið og
sama kákið. Leiðin til úrbóta
í þessu máli hlýtur að vera öll
um þeim mönnum ljós, sem
fengizt hafa við kjötmat í
áratugi. Sú leið kostar ekki
nýtt embætti og enginn auk-
in útgjöld fyrir ríkissjóð, en er
samt eina leiðin og sjálfsagð-
asta leiðin. En hingað til hefir
það ekki þótt hlýða að hjúin
segðu húsbændum sínum fyr-
ir verkum.
Óhlutun styrkja . . .
(Framhald aí 3. síðuj
fræði) tvö þús. kr., Axel V.
Magnússon (garðyrkja) tvö
þús. kr., Ásgerður Búadóttir
(málaralist) tvö þús. kr„
Benedikt Gunnarsson (bygg_
ingarverkfr.) tvö þús. kr„
Bjarni Steingrímsson (efna-
fræði) þrjú þús. kr„ Björn
Sveinbjörnsson (iðnaðarverk
fr.) þrjú þús. kr„ Davíð Stef-
ánsson (veðurfræði) tvö þús.
kr„ Elinborg Lárusdóttir (bók
menntir) tvö þús. kr„ Elín P.
Bjarnason (málaralist) tvö
þús. kr„ Emil N. Bjarnason
(búfræði) tvö þús. kr„ Erla
Elíasdóttir (enska) tvö þús.
kr„ Eyjólfur A. Guðnason
(búfræði) tvö þús. kr„ Frið-
rik R. Gíslason (gistih.rekst-
ur) tvö þús. kr„ Gerður Helga
dóttir (höggmyndalist) tvö
þús. kr„ Guðlaugur Hannes-
son (iðn. gerlafræði) þrjú
þús. kr„ Guðmunda Elías-
dóttir Knudsen (söngur) tvö
þús. kr„ Guðni Hannesson
(hagfræði) þrjú þús. kr„
Gunnar Ó. Þ. Egilsson (klarin
ettleikur) tvö þús. kr„ Gunn-
ar Ólason (efnaverkfræði)
tvö þús. kr„ Hannes Þ. Haf-
stein (siglingafræði) tvö þús.
kr„ Hjalti Einarsson (efna-
verkfræði) tvö þús. kr„ Hrólf
ur Sigurðsson (málaralist)
tvö þús. kr„ Ingibjörg P. Jóns
dóttir (sálarfræði) tvö þús.
kr„ Ingibjörg Steingrímsdótt
ir (söngur) tvö þús. kr„ Jó-
hann Indriðason (rafmagns-
verkfr.) þrjú þús. kr„ Jón
Guðnason (saga) tvö þús. kr„
Jón Tómasson (leðuriðnaður)
tvö þús. kr„ Karl Ó. Runólfs-
son (hljómfræði) tvö þús kr„
Kristján Hallgrímsson (lyfja
fræði) tvö þús. kr„ Kristófer
Finnbogason (franska) tvö
þús. kr„ Ólöf Pálsdóttir (högg
myndalist) tvö þús. kr. Páll
Þ. Beck (blaðamennska) tvö
þús. kr„ Sibil Kamban (bók-
menntir) þrjú þús. kr„ Sig-
fús H. Andrésson (sædýra-
fræði) tvö þús. kr„ Sigurlaug
ur Brynleifsson (bókasafns-
(Framhald á 6. síðu)
í dag heyrum við eina rödd utan
úr sveitunum, eina af mörgum sam
hljóma. Það er norðlenzkur smá-
bóndi, sem talar. Ég vildi gjarnan
tala um bréf hans, því að þetta
er alvarlegt mál og viðkvæmt, en
til þess er ekki tími í dag.
„Þökk fyrir baöstofuhjalið, sem
bæði er fjölbreytt og skemmtilegt.
Það hafa nokkrir komið til þín
og spjallað um eitt okkar tilfinn-
anlegasta alvörumál, flutningana
úr sveitunum. Það eru varla ofsög-
ur sagðar, af þeim ósköpum, og
tæplega munu forystumenn þjóð-
arinnar, gera sér grein fyrir hvern-
ig víða er orðið ástatt, og hverjar
afleiðingar kunna að verða. Ann-
ars mundu þeir í sumum tilfeilum
haga gerðum sínum á annan veg.
Vinnufólk, í þess orðs fornu merk-
ingu, þekkist ekki í minni sveit.
Víðast hvar eru aðeins hjónin á
bænum og svo börn, sem ekki eru
orðin ferðafær, sum til einhvers
léttis, en önnur á höndum. Hús-
bændurnir víðast orðið þraut slit-
ið fólk, enda búin lítil og jarð-
irnar ekki fullnytjaðar.
Á stærstu jörðinni í sveit, sem ég
þekki vel til býr fimmtugur maður,
með móður sinni áttræðri, en fað-
irinn hefir legið rúmfastur nokkur
ár, og er kominn um nirætt. Ekki
er annað sjáanlegt, en að þessi
stóra og góða jörð sem þó er sæmi-
lega byggð, bæði fyrir fólk og fén-
að, fari í auðn á næstunni, ef eng-
ar breytingar verða í þá átt, að
hægt verði að fá vinnukraft, og
við því verði að nokkur bóndi, sjái
sér fært að kaupa.
Vonlaust og úttaugað, verður
þetta langþreytta fólk, að yfirgefa
jafnvel eignaróðöl sin, og flytja í
kaupstaði eða kauptún, hvað sem
við kann að taka.
En hvað gcrir svo það opin-
bera til þess að létta erfiði þessa
fólks, og gera því mögulegt að
búa í sveitunum áfram. Jú. Það
hefir verið flutt inn töluvert af
landbúnaðarvélum, sérstaklega til
jarðvinnslu, en þær eru nú ekki
öllum smábændum meðfærilegar
til kaupa, enda þýðingar lítið, að
brjóta mikið land, ef ekki er neinn
kraftur til þess að notfæra sér
það. En það eru aðrar vélar, sem
geta komið sveitafólki ekki síður
að notum, en jarð- og heyvinnu-
vélar. Til dæmis vélar sem notað-
ar eru við innanhússstörf og létt
gætu að mun erfiði húsmóðurinn-
ar. — Þær vélar eru af skornum
skammti, og kosta þó lítið. Ég
þekki hjón, sem búa á lítilli jörð,
og eiga 2 börn, innan fermingar,
bæði eru hjónin við aldur, og mjög
heilsulítil, bóndinn komst í sam-
band við verzlun í Reykjavík, sem
gat útvegað honum eina slíka vél.
sem ég hefi áður minnst á, ef hann
aðeins gæti útvegað viðkomandi
leyfi. — Gjaldeyrisupphæðin var
800 krónur.
Beiðni bóndans, um gjaldeyris-
og innflutnings-leyfi var samstund
is synjað. Þá stóð ekki á svarinu
frá þeim háu stöðum. Þessa eru
fjölmörg dæmi. Er þó ekki vafi á
aö gjaldeyrir er mjög misnotaður
og fer um of í öfugar áttir, stund-
um til óþurftar en ekki nauðsynja.
Ég bý, ekki alllangt frá kaup-
túni, þar sem eru nokkrar verzlan-
ir, og nokkur bátaútgerð. Ég held
að í verzlununum, hafi ekki verið
skortur á varalit andlitsfarða og
ýmiskonar ilmolíum, að ógleymd-
um sigarettum og fleiru af svipuöu
tagi. En sjómennirnir sem eru að
sækja út á djúpið aflaföng, til
neyzlu og gjaldeyrisöflunar, hafa
ekki getað fengið stigvél á fæt-
urna, eða venjulegan sjóklæðnað.
Því síður nothæf veiðarfæri. Þann-
ig er að þeim búið, sem ennþá
eru aö bagsa við framleiðslu, bæði
til lands og sjávar.“
Svo tekur Norðlingur til orða:
„Nýskeð hefi ég lesið grein eftir
Karl Kristjánsson á Húsavík. „Það
er löng leið til keisarans," hina
þörfustu hugvekju, ef þeir þá ann-
ars geta vaknaö til réttrar með-
vitundar, sem ádeilunni er beint
að.
Það má heita plága, að þurfa
að leita ákveðinna svara, til margra
hinna svokölluðu hærri staða, og
ef svör fást, eru þau oft afvikin
og loðin, svo lítið er á að byggja,
jafnvel þó um smávægi sé að ræöa.-
Ég hefi t. d. gert fyrirspurn til
ríkisskattanefndar, ár eftir ár, um
sama efni, gefið fyllstu skýringar,
en aldrei fengið svar. Pleiri hátt-
virtar stofnanir væri hægt að
nefna.
Þess ber þó að geta, sem gert er.
í einu tilfelli hefi ég rekið mig á
fljóta afgreiðslu. Þeir hafa nefni-
lega í sumum stofnunum þarna
syðra, prentuö smáblöð, þar sem
aðalinnihaldið er orðið „Synjað"
og þeir þurfa ekki annað, en setja
sitt virðulega nafn undir. Þegar
þetta „Synjað" virðist viðeigandi,
er afgreiðslan liðleg. Annars gerði
ritstjóri Samtíðarinnar, að um-
talsefni, fyrir nokkru, þá ókurteisi
margra íslendinga, að svara ekki
bréfum. Það er vist, að sá háttur
hefir færzt í auka, og er ómennska.
í ungdæmi mínu, — en ég er nú
roskinn maöur, — var það svo, að
mönnum fannst að þeir hefðu mis-
gert við þann, er sendi þeim bréf,
ef dráttur varð á svari, og byrjuöu
þá oftast bréf sín á því að biðja
fyrirgefningar á drættinum, og
færa ástæðu fyrir. Sendibréf var
þá talið einskyns innlegg, sem
sjálfsagt var að greiða, annars tal-
ið skuld. Áttu þó sumir örðugt
með að greiða skuldina, sem
hvorki voru stílfærir eða skrifandi.
En þá fengij þeir aðra, sem betur
voru aö sér, til þess að fullnægja
þessari sjálfsögðu skyldu. Þannig
var ræktar- og sómatilfinning
þeirra daga. Fjöldi einstaklinga
hefir enn sömu tilhneigingu í
þessu efni, þó út af bregði. En það
sama verður, því miður, ekki sagt
um margar opinberar nefndir og
ráð. Ekki er það af því, að skrift-
artækin séu ekki orðin fullkomn-
ari og fljótvirkari, og ekki virðist
mæða á einum, hjá opinberum
stofnunum. Eftir kostnaðinum að
dæma sýnist ekki vera sparað
mannahald, og hefir mörgum dott-
ið í hug, að máske væri helzt um
of, svo að hver þvælist fyrir öðr-
um, eða að enginn vissi hvað hon-
um bæri að gera, og vísaði svo til
þess næsta. Þar af leiðandi yrðu
ferðirnar of margar á milli Heró-
desa og Pílatusa vorra tíma, likt
og forðum.
Það veit ég, að stór er sá hópur,
sem hefir ástæðu til að taka undir
með Karli Kristjánssyni, og er
honum þakklátur fyrir ritgerðina.
Og hér með færi ég honum mína
þökk, og vildi helzt biðja ummeira.“
Pétur Iandshornasirkill.
E G G
% Útvegum 1. flokks stimpluð egg til verzlana og greiða-
sölustaða
aðri vöru.
H sölustaða úti á landi. Abyrgð tekin á góðri og vand-
Eggjasölusamlagið.
Þverveg 36 — Reykjavík.
Sími 2761.