Tíminn - 12.04.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, mánuðaginn 12. apríl 1948. 81. blað GAMLA BIÖ Vitavörðjiriiin Sýnd kl. 7 og 9. Tarzan og skjaltl- nieyjaruar með Johnny Weismuller. Sýnd kl. 5 gönnuð börnum innan 12 ára. TRIPOLI-BÍÖ í leymþjóimstu Japan (Betrayal from the East) Spennandi amerísk njósna- mynd, byggð á sönnu mviðburð um. Aðalhlutverk leika: Eee Tracy Nancy Kelly Richard Loo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Sími 1182. Hammgjusaint fólk (This Happy Breed) Ensk stórmynd í eðlilegum lit- um, byggð á leikriti eftir Noel Coward. Sýnd kl. 9. Erfðaskráin Sýnd kl. 3 5 og 7. Úthlutim styrkja . . . (Framliald af 4. síðu) fræði) tvö þús. kr., Sigurður B. Magnússon (vélaverk. fræði) þrjú þús. kr., Sigurður Þormar (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr., Skúli Guð- »mundsson (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr., Sveinn Björns- son (iðnaðarverkfr.) þrjú þús kr., Sverrir Runólfsson (söng ur) tvö þús. kr., Theodór Árnason (byggingarverkfr.) þrjú þús. kr., Vilhjálmur Th. Bjarnar (tannl.) þrjú þús. kr., Þórarinn Pétursson (bú- fræði) tvö þús. kr., Þórgunn- ur Ingimundardóttir (píanó- leikur) tvö þús. kr., Þorvald- ur Kristmundsson (húsagerð arlist) tvö þús. kr., Þorvarð- ur Örnólfsson (hagfræði) þrjú þús. kr., Örnólfur Örn- ólfsson (búfræði) tvö þús. kr. Um námsstyrki þá, sem Menntamálaráð íslands hefir nú úthlutað, þykir rétt að taka fram eftirfarandi atriði til skýringar: Alls bárust að þessu sinni 206 umsóknir. Af þeim voru 104 frá nemendum, sem Menntamálaráð hefir áður veitt styrki. Fjárhæð sú, sem Mennta- málaráð hafði nú til úthlut- unar, samkvæmt fjárlögum 1948, nam kr. 350.000.00, eða sem svaraði kr. 1699.03 á hvern umsækjanda. NÝJA BÍÖ Frú Muis* og liimi framliðiii Sýnd kl. 9. /Ffiiitýri á f jöllum Hin bráðskemmtilega vetrar- íþrótta og músik naynd. Aðal- hlutverk: SONJA HENIE (skautadrottningin) JOHN PAYNE. GLENN MILLEB og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIÖ Sesar og Kleopatra Litmyndin fræga eftir leikriti Bernhard Shaws. Vivien Leigh Claude Rains Stewart Granger. Sýning kl. 9. Sonur Hróa hattar Ævintýramynd í eðlilegum lit- um. — Cornel Wilde. Anita Louise. — Sýning kl. 5 og 7 ------------------------1 TÍMINN fæst í lausasölu í Reykjavík á þessum stöðum: Veitingastofan Vesturg. 53 Fjólu, Vesturgötn Sælgætisbúðinni Vesturg. 16 Bókabúð Eimreiðarinnar, Tóbaksbúðinni, Kolasundi Söluturninum Bókabúð Kron, Alþ.húsinu Sælgætisg. Laugaveg 45, j Söluturn Austurbæjar Bókabúð Samtúni 12 VeraL Fossvogur Eðlilegt þótti, að þeir nem- endur, sem fengu styrki frá Menntamálaráði 1947, og stunda nám í ár, héldu styrkjum sínum yfirleitt á_ fram. Þó var samkvæmt venju eigi veittur styrkur+il þeirra, sem notið hafa styrks s.l. 4 ár, eða njóta sambæri- legs styrks frá öðrum opin- berum aðilum. Af fjárhæð þeirri, sem til úthlutunar var, fóru kr. 238. 000.00 í framhaldsstyrki. Eft_ ir voru kr. 112.000.00, sem komu til úthlutunar til 102 umsækjenda. Við úthlutun námsstyrkj- anna var m. a. tekið tillit til eftirfarandi sjónarmiða: Sökum þess, hversu nýir umsækjendur voru margir í hlutfalli við fjárhæð þá, sem til ráðstöfunar var, þátti ó- hjákvæmilegt að fylgja þeirri reglu að veita yfirleitt eigi styrki öðrum en þeim, sem þegar hafa byrjað nám. Það námsfólk, sem hyggst aö stunda langt nám, var að öðru jöfnu látið sitja fyrir um- styrki. Auk þess var að sjálf- sögðu tekið tillit til þess und- irbúnings, sem viðkomandi umsækjendur hafa fengið, og meðmæla þeirra og prófseink unna. Enginn ágreiningur var í Menntamálaráði um úthlut- un námsstyrkjanria. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) er hin mikla stórveldadýrkun, sem gætir þar á báða bóga. Það er ekki fyrst og fremst reynt að vekja vekja traust og trú þjóðarinnar á sjálfa sig, heldur á aðstoð stór- veldanna. Þjóðin hefir að veru- legu ieyti veriö klofin í tvær fylk- ingar og hrópyrðanna, Lifi Sovét- ríkin eða Lifi Bandaríkin, gætir jafnvel meira en Lifi Ítalía. Fyrir aðrar þjóðir mætti þessi ömurleiki ítölsku kosningabarátt- unnar vissulega verða alvarlegí um hugsunarefni, því að þetta getur einnig átt eftir að liggja fyrir þeim, ef þær halda þannig á fjármálum sínum, að þær eigi tilveru sína undir aðstoð frá Sovétríkjunum eða dollaralántöku í Bandaríkjunum. Slíkt víti verður aðeins forðast með4 'heilbrigðri og traustri fjármála- stjórn. Erfitt er að segja fyrir um, hvað gerast muni á Ítalíu eftir kosning- arnar. Sigri kommúnistar myndi það vafalaust leiða til svipaðra at- burða þar og í Tékkóslóvakíu. Beri andkommúnístar hærri hluta, ótt- ast ýmsir, að kommúnistar reyni að efna til byltingar. En þótt þeir gerðu það ekki, ættu andstæðing- ar þeirra samt erfitt hlutverk fyrir höndum, einkum þó ef katólski lýð veldisflokkurinn og miðflokkarnir fengju ekki þingmeirihluta og þyrftu því að leita styrks íhalds- manna. Slík stjórn gæti oröiö völt í sessi og vart líkleg til vinsælda. Heppilegustu úrslitin fyrir Ítalíu væri vafalaust mikill sigur miðflokk anna. lladdia* EsáSðaiaaana (Framhald af 5. síðu) ríkjunum? Og var það ekki m. a. vegna Rússa, sem Láns- og leigulögin voru sett af Banda- ríkjaþingi?" Til viðbótar er vert að geta þess, að Þjóðviljinn hefir tal- ið það eitt versta skilyrði Marshallslaganna, að komm_ únistar mættu ekki eiga sæti í stjórnum hlutaðeigandi landa. Slíkt er að vísu hreinn uppspuni. Hins vegar má vera, að efnahagsleg v^ð- reisn landanna spilli fyrir því, að . kommúnistar geti fengið hlutdeild í ríkisstjórn- um og notað hana eins og í Tékkóslóvakíu. Það skyldi aldrei vera, að mestur fjand- skapurinn gegn Marshalls- hjálpinni stafi af þessu, en hún myndi hins vegar þykja býsna góð, ef hún tryggði kommúnistum stjórnarsetu? Mliinkun dollara- ©yðsluimar. (Framhald á 6. síðu) efni sín. Það var t. d. fróð- legt að heyra Jón Helgason próf. segja frá því í útvarp- inu nýlega, hve mikið Danir leggja nú á sig til þess að forðast erlenda skuldasöfn- un. Sýnum nú, að við séum jafnokar Dana í því að gæta f jár okkar og sóma. Fjárhagsráð verður að endurskoða innflutningsá- ætlun sína með tilliti til hins uggvænlega viðhorfs, sem nú er í dollaramálunum. Og þjóð in verður að sýna, að hún sé við því búinn að framfylgja í verki þeirri stefnu að kom- izt verði hjá eyðslulántökum erlendis og taki því fúslega á sig þá annmarka, er því geta fyigt. X+Y. A. J. Cronin.: Þegar ungur ég var þessu máli undir dóm samborgara minna .... ég hefi ekki neinu að leyna .... heiður minn er flekklaus .... ég hefi ávallt virt sjálfsákvörðunarrétt kvenna . ...“ „Er þetta ekki ágætt?“ spurði afi. „Það ætti að geta komið í blaðinu á morgun.“ „Já,“ svaraði ég þreytulega. „Ég skal sjá um þetta fyrir þig.“ „Gott.“ Hann klappaði mér á öxlina. Höndin skalf. Ég neyddi sjálfan mig til þess að brosa, ef gamla mann- inum væri einhver huggun að því. Hann haltraði inn til sín. Það var sýnilega langt frá því, að honum væri batnað í fætinum. En þegar hann var kom- inn inn, sneri hann sér allt í einu við og stakk höfðinu út um gættina. „Robbi,“ sagði hann hátíðlega. „Konan mín — það var góð kona.“ Hamingjan góða. Ég hafði ekki heyrt hann minnast á konuna sína í heilan áratug. Ég flýtti mér inn í herbergi mitt, reif bréfið til samborgaranna 'sundur í ótal tætlur og fleygði því í bréfakörfuna. Daginn eftir kom Galt til mín að vinnu lokinni. Ég hafði búizt við þessu og ætlaði ekki að kippa mér upp við það, þótt hann segði eitthvað óþvegið. En mér til mikillar undrunar var hann hinn vingjarnlegasti. „Þú ert vonandi ekkert að flýta þér,“ sagði hann. „Komdu með mér, ef þú ert ekki of mikillátur til þess.“ Við reikuðum inn í matstofuna, og Galt byrjaði að skrafa um uppáhaldsumræðuefni sitt — mannréttindin. Hann var málgefinn, og á fundum verkamannafélaganna var enginn önnur eins skrafskjóða og hann. Hann hafði alltaf á reið- um höndum fjölda alls konar vígorða og kunni að setja upp dæmalausan merkissvip, þegar hann ruddi þessu úr sér. Allt tal hans snerist um það, að verkamennirnir væru sífellt arðrændir og mergsognir — vinnuveitendurnir kúguðu þá og þrælkuðu. Hann heimtaði það, að verkamennirnir risu upp og vörpuðu af sér okinu. Hann var líka farinn að segja „félagi“ við hvern mann, og talaði af hrifningu um „árroða frelsisins.“ „Jæja — það er skárst, að við snúum okkur að efniriu," sagði Galt loks. „Rétturinn er mín megin — því gætu jafn- vel ekki verstu fjandmenn mínir neitað. Og réttlætinu verður ævinlega að þjóna. Það er ekki hægt að andmæla því, að Soffía á heimtingu á skaðabótum.“ Það fór hrollur um mig. En seinna bölvaði ég sjálfum mér innilega fyrir heimsku og fálkahátt, því að ég komst nefni- lega að því eftir á, að afi hafði ekki gert annað en taka utan um Soffíu. En nú staröi ég agndofa á hann og lét hann hlakka yfir aumingjaskap mínum. ■ „Það gleður mig, að þú berð ekki á móti þessu,“ sagði hann. „Það sýnir, hvað þú ert skynsamur piltur. En við skulum nú ræða þetta betur. Ég fer fram á fimm pund. Ef þú lætur mig fá fimm pund, þá er málið úr §ögunni, og við minn- umst ekki á það framar. Stelpan er svo -sem jafn góð, og alltaf á eitthvað í þessa átt fyrir kvenfólki að liggja. Þetta eru þá mínar kröfur, og þú getur áreiðanlega ekki sagt, að ég sé heimtufrekur eða ósanngjarn." Ég starði á hann. „Ég gæti ekki náð sárnan svo miklum peningum, enda þótt ég ætti lífiö að leysa.“ „Þið eigið nóga peninga á Sjónarhóli,“ sagði Galt. „Ég fer sjálfur til Leckie ,ef þú borgar mér ekki fimm pund. Hann er gamall nurlari, en hann vill samt áreiðanlega fremur borga en láta söguna komast á kreik í bænum.“ Hvað átti ég til bragðs aö taka? Ég þóttist vita, að hann hefði ráðizt á mig af því, að auðveldast yrði að kúga pen- inga af mér. En ég var líka viss um, að hann myndi fara til pabba, ef ég yrði ekki við kröfum hans, og pabbi hafði verið afa nógu þungur í skauti upp á siðkastið, þótt þetta bættist ekki við. Hann hafði jafnvel hótað honum oftar en einu sinni að senda hann í gamalmennahælið i Glenskógi. „Ég verð að fá einhvern gjaldfrest,“ sagði ég loks. „Já — eina viku, félagi. Það er ekki nema sanngjarnt,“ sagði Galt hátíðlega. Ég stóð upp. Hann varð mér samferða út, tók utan um handlegginn á mér og sagði lymskulega: „Þú ert, hefi ég heyrt, einn af okkur félögum." Mér var órótt innan brjósts, þegar ég rölti heim á leið. Ég skammaðist mín. Ég hafði reynt að skapa kjölfestu í líf- inu með því að tileinka mér bræöralagskenningarnar. Ég hafði sótt fundi, lesið flugrit og hugsað talsvert um „hið þjáða mannkyn“. Við verkamennirnir vorum vissulega allir félagar. Við áttum að fylkja liði, sækja fram og berjast við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.