Tíminn - 11.09.1948, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.09.1948, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn ------------------------ Skrifstofur i Edduhúsinu I Ritstjórnarsimar: 4373 og 2353 Afgreiðslu- og auglýs- ingasími 2323 Prentsmiðjan Edda ---------------------------- 32. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. september 1948. 99. blað. Síldveiðunum lokið Storamir ú ^iðuiium og floíiim í höfn í gær. í gær var illt veður norð- anlands, stormur og rigning. Öll skip munu nú vera hætt síldveiðum og íarin að búa sig til heimferðar, þau, sem ekki eru lögð af stað eða kom in heim. í fyrramorgun glæddust vonir rnanna aftur lítils hátt ar um síldveiði, og fóru þá mörg skip út á miðin til að reyna í síðasta sinn í sumar. Engin síldveiði var um dag- inn og undir kvöldið spillt- ist veður, svo að skipin utðu að leita hafnar í fyrrinótt. Mörg síldveiðiskip voru inni á Siglufirði í gær og þá gerðu allmargir upp við verksmiðjurnar, þeir, sem ekki voru búnir að því áður. Segir það, sem þar fæst að þessu sinni, lítiÆ til að bera kostnaðinn hjá skipunum, sem flest eru aðeins með mjög lítinn afla. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði og Raufarhöfn eru nú einu verksmiðjurnar, sem eru opnar til móttöku síldar, en ekki er búizt við, að til þeirra berist nein síld, nema lítilræði, sem eftir er í bátunum úr síðustu veiði- ferð. Annars er yfirleitt byrjað að dofna yfir atvinnulífinu á Siglufirði, þótt aldrei hafi það staðið með miklum blóma í sumar. Aðkomufólk er nú að flykkjast burtu úr bænum og haustsvipur að færast yfir allt. Flugferðirnar mikil samgöngubót fyrir í sumar hafa verið dagleg- ar flugferðir milli Akureyr- ar og Siglufjarðar, þegar veö- ur hefir leyft. Standa ferð- irnar í sambandi við áætlun- arflug milli Reykjavíkur og Akureyrar, þannig að farþeg ar frá Siglufirði geta komizt með stuttri viðdvöl áfram til Reykjavíkur og farþegar frá Reykjavík áfram til Siglu- fjarðar. Hefir þannig verið um tvær flugferðir að ræða millli Akureyrar og Siglu- fjarðar á degi hverjum, þeg- ar flugveður hefir verið. Með þessum hagstæðu flug samgöngum er fengin mikil samgöngubót. Auk þess er orðið bílfært yfir sumartím- ann yfir Siglufjarðarskarð. Umboösmaður Fiugfélags íslands, en það annast hinar daglegu ferðir til Siglufjarð- ar, er Jón Kjartansson. Þannig blæs landiö upp. Þessi mynd sýnir börðin, sem myndast víða, ' þar sem sandurinn er að brjótaundir sig landið, og svo kemur að því, að þessi börð hverfa líka og allt verður að auðn. Myndin cr norðan úr I’ingeyjarsýslu (Ljósm.: Guðni Þórðarsson) ægí að fá aigerlega sjáif-1 virkar dieselrafstöðvar til | heimiiisnota Iveir menn Eétost og þrjátfy særðust í óeirðunum í fyrradag Ásíandið I Berlln mjjög iskyggilegf Á útifundinum, sem haldinn var á hernámssvæði Breta í Berlín í gær létust tveir menn og yfir 30 særðust í óeirðum, sem þá urðu. Rússar sendu í gær hermcnn og lögreglumenn inn á hernámssvæði Breta til bess að taka myndir og safna gögnum um óeirðirnar. Til útifundar þessa var boð að af jafnaðarmönnum og fleiri lýðræðisflokkum. Söfn | uðust • þarna saman um 300 þúsund manns og mót- mæltu harðlega frelsisskerð- ingu og lögleysum, sem hafð- ar væru í frammi á hernáms- svæði Rússa, svo og ofsókn- um þeim, sem borgarráð Ber- línar hefði orðið fyrir að undanförnu. Safnaðist mann fjöldinn saman á torginu framan við rústir þinghallar innar og voru þar haldnar ræður. Nokkur mannfjöldi réðst að Brandenborgarhlið- inu og gerði sig líklegan til að ráðast inn á hernáms- svæði Rússa, en þar voru rússneskir varðmenn. Skutu þeir á mannfjöldann, er tveir Þjóðverjar reyndu að klífa upp á hliðið og taka niður rússneskan fána, sem þar var. Urðu af þessu einhver vopnaviðskipti. Særðust nokkrir menn og einn lét lífið af sárum. Eftir heimildum í gær er nú talið, að tveir menn hafi látizt í þessum óeirðum, en yfir þrjátíu særzt. Rússar sendu hermenn og lögreglu inn á hernámssvæði Breta til þess að kanna vegsummetki eftir fundinn og óeirðirnar og taka ljósmyndir af þeim. Á- hyggjur Berlínarbúa hafa erin vaxið við þessar óeirðir ■. og telja þeir, að samkomuiags- vandræði í borginni muni enn vaxa að mun eftir þessa atburði. Einnig er talið, áð þeir geti haft mikil áhtif á samkomulag hernámsveld- anna í Þýzkalandi. Brezka stjórnih Mikill liu^inr I bæaidum að £á sér siígþurrk- unartæki fyrir siæsta vor. í Englandi er nú farið að framleiða benzín- og diesel- rafstöðvar til heimilisnota, sem eru algerlega sjálfvirkar, þannig að stöðin stöðvast, þegar síðasta ljósið er slökkt, og fer aftur í gang, þegar fyrsta ljósið er kveikt. Landssmiðjan hefir umboð fyrir þessar rafstöðvar, og hefir Tíminn fengið hjá henni nokkrar upplýsingar, en þær eru taldar mjög hent ugar fyrir sveitabýli, þar sem ekki er rafmagn frá stærri aflstöðvum. Mjög margir bændur hafa þegar pantað þessar íafstöðvar, en um innflutning þeirra er ekki vitað neitt enn sem komið er. Rafstöðvar þessar eru af ýmsum stærðum, allt frá 500 upp í 6000 wött, og ganga ýmist fyrir benzínhreyflum eða dieselhreyflum. Slíkar rafstöðvar hafa ekki verið sjálfvirkar til þessa og hefir orðið að nota geyma, sem eru bæði dýrir og endingar- litlir. En þessar rafstöðvar eru algerlega sjálfvirkar, þannig, að hreyfillinn fer í gang, þegar straum er hleypt á, t. d. kveikt fyrsta ljósið, og stöðvast síðan, þegar síðasta ljósið er slökkt. Er þetta til geysimikilla þæginda og mun auk þess hafa í för með sér nokkurn sparnað. Þæg- indin eru í því fólgn fyrst og fremst, að hægt er að setja straum á og bregða upp ljósi hvenær sem er, án þess aö nota þurfi geyma. Verksmiðjur þær, sem framleiða rafstöðvar þessar í Englandi, nefnast Morrison Automatic og eru þekktar að framleiðslu góðra rafvéla og fleiri véla. Verð vélanna er ekki mjög hátt, en misjafnt eftir stærð. Er það áætlað frá 2700 að 9700 kr. Stöðvarnar eru bæði til með riðstraum og jafnstraum og eru af mörg- um mismunandi stærðum. Síðan Landssmiðjan aug- lýsti þessar vélar fyrir skömmu, hefir borizt fjöldi fyrirspurna um þær og virð- ast bændur hafa mikinn hug á að afla sér þessara raf- stöðva. Um innflutning þess- ara rafstöðva er þó allt óráð- ið enn, vegna gj aldeyrisörð- ugleika, en Landssmiðjan ger ir sér vonir um. að geta út- vegað þær með stuttum af- greiðslufresti, ef gjaldeyris- og innflutningsleyfi fást. Útvegun þessara rafstöðva, (Framhald á 7. siðu) Bátur frá Hafnar- firði finnur síld við Krísuvíkurbjarg Engin teljandi síld- veiddist við Reykja- nes I snmar. Fyrir nokkrum dögum byrj aði einn vélbátur frá Grinda vík, Hrafn Sveinbjarnarson, að róa með reknet. Hefir hann lagt fjórum sinnum, en aldrei aflað svo teljandi sé. í fyrstu tvær næturnar veiddist ekki neitt. Þriðju nótina veiddust fimm tunnur og í fyrrinótt veiddust 11 tunnur. í nótt lét báturinn reka íít af Krísuvíkurbjargi og Herdiaarvík. Bárust fregnir um það í gær, að bátur frá Hafnarfirði hefði séð þar all mikla síld. Bátur sá var með nót, en gat ekki kastaö á síldina, sökum þess hve grunnt var þarna, og veiddi því ekkert af síldinni. Þó að síld hafi öðru hvoru sézt við Reykjanes í sumar hefir aldrei veiðzt þar neitt sem teljandi er. Fimm Grindavíkurbátar voru á síld fyrir norðan í sum ar, og eru þrír þeirra komnir heim, en hinir á leiðinni. ræddi skýrslu her- námsstjórannaígær Brezka stjórnin hélt fund í gær og ræddi skýrslu frá fundi hernámsstjóranna í Berlín. Bevin var kominn úr fríi sinu, og Attlee forsætis- ráðhérra, sem legið heíir. í sjúkrahúsi aö undanförnu, en er nú á batavegi, kom á- fund- inn og stjórnaði honum. Eft- ir fundinn lét hann þó aka sér þegar í sjúkrahúsiö aftur. Stjórnin mun koma aftur sam an á fund á fimmtudaginn kemur og hlýða á skýrslu Bevins um utanríkismál og er þá gert ráð fyrir, að Attlee verði orðinn heill heilsu. Nýtt drengjamet í sleggjukasti • Á innanfélagsmóti í KR í gærkvöldi setti Þórður Sig- urðsson nýtt drengjamet í sleggjukasti, 47.95 m. Gamla drengjametið átti Ólafur Sig urðsson frá Vestmannaeyj- um. Er þetta i þriðja skiptið í sumar, sem drengjametið 1 sleggjukasti er bætt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.