Tíminn - 11.09.1948, Side 4

Tíminn - 11.09.1948, Side 4
4 TÍMINN, laugardaginn 11. sept. 1948. 99. blað FRÁ REYKHÓLUM Eftir Ragsaar Ásgelrssoaa ráSamaMt, Á ferðalögum mínum hefi ég nokkrum sinnum komið að Reykhólum í Barðarstrandar sýslu. Eins og flestir vita. eru Reykhólar eitt frægasta höf- uðból landsins og kemur mjög vip sögur t. d. Grettlu og Sturl ungu. Um aldaraðir hafa Reykhólar framfleytt fj ölda fólks — hinn síðasti stór- bóndi sem þar bjó, Bjarni Þórðarson, hafði stundum milli 40—50 manns í heimili og sat jörðina ágætlega. Hann byggði þar bæ sem þótti með ágætum á sinni tíð — ég held 1874, sem stendur enn uppi. Ég man ekki hve- nær Bjarni Þórðarson hætti að búa, en síðan hefir saga Reykhóla verið raunasaga, samfelld lína niður á við, upz jörðin telst aðeins byggð frjé éri til árs — og allir vita, hýernig það fer með jarðeign ir. Á síðustu árum hafa Reyk hólar verið hryggðarmynd ó- ræktar og niðurníðslu. Hefi ég þó varla séð göfugri svip á pokkru höfuðbóli en á Reyk hqlum í sinni niðurlægingu. Fyrir 11 eða 12 árum keypti ríkið Reykhóla af erfingjum Bjarna Þórðarsonar og þá vaknaði von um að hefja Reykhóla til vegs og virð- ingar að nýju, og það er þeg- ar byrjað. Sundlaug hefir ver ið byggð, og prestseturshús pj-.nú verið að byggja þar, og tiíraunastöð fyrir jarðrækt — fyrir Vestfirðingafjórðung — er verið að stofnsetja, nokkuð frá höfuðbólinu, upp við fjallið. Á Reykhólum þarf að í’eisa allt frá grunni og þegar þannig er, ríöur á að vel og rétt sé af stað farið og um- fram allt að skipulagning sé v,el hugsuð þannig að hið nýja er koma skal fari hinu gamla höfuðbóli vel. Við ís- lendingar megum ekki við að eyðileggja fleiri sögufræga s^aði með ,.skipulagningu“ er þegar er búið að gera. Hið „klassiska" dæm; upp á það er Reykholt í Borgarfirði, þár sem himinháar byggingar standa eins og upphrópunar- merki á stað þar sem engin bygging átti að vera — og það eru ekki miklar ýkjur að segja að byggt hafi verið ofan í Snorralaug, emn helgasta dóm bjóðar vorrar, og um- hyerfi hennar sjjillt um alla framtíð. Það er fagurt að líta heim að Reykhólum af flatlendinu kringum hæðina eða hólinn, s^n bærinn gamli stendur á. Gróðurinn í brekkunum vitn- ar ,um frjósemi moldarinnar og neðan frá hólnum kemur mikið heitt vatn rennandi — úr Kraflanda, Gullhver og Suðurhverum, svo að fáir séu neíndir. Við Suðurhveri er Grettislaug, illa með farin af tönn tímans, en flrirhleðslu má- þó sjá í hálfhring og steinar eru þar úr hinum helming hleðslunnar, er færa mætti á sinn stað aftur. Frá dvöl Grettis og þeirra Þor- geirs Hávarðarsonar og Þor- móðar Kolbeinarskálds, er sagt í 50. kapitula Grettlu — og frá viðureign þeirra hjá þe-ssari laug. Uppi á hólnum er kirkjan og hefir hún vafalaust verið þar frá upphafi kristninnar á landi hér og er kirkjugarð- ririnn allstór í kringum hana. Enn rétt hjá kirkjunni stend- ur bær Bjarna Þórðarsonar, svo hrörlegur orðinn að nú getur hann með engu móti stað'ið lengur. Bær og kirkja hafa frá alda öðli heyrt sam- an og gefið mörgu höf- uðbóli göfugan svip. Á hinum nýja skipulagsupp drætti eftir Hörð Bjarnason skipulagsstjóra ríkisins, sé ég að gert er ráð fyrir að kirkj- an verði flutt burt af sínum gamla stað og sett vestar á hólinn. Prestssetur er verið að byggja langt frá kirkjunni, undir Hellishólum, en kirkju- garðinn skal flytja — þ. e. a. s. gera nýjan kirkjugarð nokk ur hundruö metra frá hinum gamla uppi undir fjalli. Ég skil ekki þessa meðferð á því sem heyrir kirkjunni til, flytja prestshúsið í suður, kirkjuna í vestur og kirkju- garðinn norður og niður, því það er nógu rúmt á hólnum til þess að kirlcjan og kirkju- garðurinn yrði áfram á sama stað. Það bar enga nauðsyn til að rjúfa nær þúsund ára gömul tengsl, Tífa helgi stað- arins og er illa farið ef það verður gert. Ætti biskup landsins að vera vel á verði til að koma í veg fyrir slíkt. Veit ég ekki heldur hvort söfn uður Reykhólasveitar hefir samþykkt þessa breytingu fyr ir sitt leyti, enda þótt mörg- um sveitamönnunum hætti við að taka orða- og athuga- semdalaust við fyrirskipun- um frá háum herrum suður í Reykjavík. íbúðarhús prests- ins átti svo vitanlega að vera sem næst kirkjunni — þar sem hið nýbyggða hús bónd- ans á Reykhólum er. Hefði vafalaust mátt gera prests- setur úr því, en svo byggja á öðrum stað fyrir bóndann. Ekki virðist mér heldur hinn nýi skipulagsuppdrátt- ur taka neitt tillit til Grettis- laugar, sem fyrr var nefnd, en við íslendingar erum svo fátækir af minningum. frá söguöld að við megum ekkert af slíku missa. Og fleira fannst mér á þann veg að mig furðaði nokkuð á. T. d. að íbúðarhús prestsins er byggt fast upp við hina fögru Hellishóla. Hafði ég orð á því við heúna menn að mér þætti einkenni- legt að skipulagsstjóri skyldi haga þes.su þannig eftir að hafa komið á staðinn. En þá Leiðrétting Tvær prentvillur, sem breyta réttu máli, hafa slæð- st inn í grein mína í Tíman- um 2. apríl. Önnur þeirra er í 2. tölu- lið og á að vera elztu bræðr- unum tveim í stað bændun- um. Hin er í 3. lið og er máls- greininni svona leiðrétt: Það er aldrei seldur aðgang ur á 15 krónur fyrir mann- inn yfir hálftímann á mína „palla“ og því síður fyrir krónu um mínútuna fyrir parið! Auk þessa er ein misminn- isvilla mér að kenna í grein- inni. Stefið, sem ég vitnaði til sem orða Hallgríms Pétursson ar voru sögð af Benedikt Gröndal eldri, en eru auðvit- að jafn sönn fyrir því. V. G. var mér sagt það sem ég á bágt með að trúa enn, og það er það að herra Hörður Bjarnason skipulagsstjóri hafi aldrei komið til Reyk- hóla. Er það stór fuxðulegt þar sem ekki er nema 8—10 tírna ferð þangað frá Reykja- i vík í b'freið, en aðeins ldukku tíma ferö ef flogið er — og flugvélar hafa oft lent þar á melunum fyrir norðan bæinn. i Það er furðulegt ábyrgðar- j leysi af skipulagsstjóra ís- | lenzka ríkisins að leyfa sér i að gera framtíðarskipulags- i uppdrátt af fornfrægu höfuð bóli án þess að kynna sér stað inn áður af eigin sjón, og enda þótt fá megi nokkra hug mynd af nákvæmum upp- dráttum þá er sjón alltaf sögu ríkari. Það má að vísu segja að ekki sé skaði skeður enn, því að framkvæmdir eru ekki stórfelldar enn á Reyk- hólum, borið saman við það allt sem koma skal á þeim stað. En ég vildi óska þess að hr. Hörður Bjarnason vildi taka sig til við fyrsta tæki- færi og fara þangað til að athuga sinn eigin skipulags- uppdrátt þar á staðnum og hyg'g ég, að hann sé sá mað- ur að hann þar á efth leið- rétti það sem honum kynni að þykja miður heppilegt á uppdrættinum eftir að hafa kynnzt staðnum af eigin raun. Ég er nýkominn vestan frá Reykhólum og þessi orð mín eru skrifuð af virðingu fyrir þeim fræga og frá náttúrunn- ar hendi svo fagra stað. Það þarf að forða Reykhólum frá mistökum sem gerð hafa ver- ið á öðrum íslenzkum höfuð- bólum. 1. september. | ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK Vesturbær: Vesturgötu 53 West-End. Fjólu, Vesturgötu ísbúðin, Vesturgötu 16 Miðbær: ; Bókastöð Eimreiðar- innar Tóbaksbúðin Kolasundi Austurbær: ' Söluturninn við Lækj- artorg Bókabúð KRON Laugaveg 45 Veitingastofan Gosi. Veitingastofan Florida, Óðingötu 5. Bókaverzlunin, Sam- túni 12 Söluturn Austurbæjar Verzlunin Ás. Flugvallarhótelið. tlÚreiíil TifflaHH Nógur þorskur viö Austurland. í Degi birtist nýlega frásögn frá Vopnafirði, sem rétt þykir að birta hér á eftir: „Um fyrri helgi var ég staddur á Vopnafirði, hinum myndarlega verzlunarstað og útvegsbæ á norð- vesturhorni landsins. Þeir töluðu að sjálfsögðu úm sí'd. þar, eins og annars staðar, enda voru mörg veiðiskip í síldarleit þar úti fyrir. En þeir töluðu líka um þorsk og þótt síldin léti lítt á sér bæra, veiddist' þorskurinn alveg uppi í landsteinum, bátar komu ineð hlað afla eftir skamma útivist. Sjómenn sögðu mér, að aflaleysi hefði verið viðloða þar eystra nú um ’angt skeið, útgerðinni hefði hnignað af þeim sökum og sumir hefðu niisst trúna á hin ágætu fiskimið. En í sumar fylltust miðin af fiski, nú er þar nægur afli fyrir hvern þann, sem sækja vill sjóinn. En það er eins þarna eystra eins og víða annars staðar, að þótt aflamögu- leikar séu góðir, stunda fáir sjó- inn. Á sama tíma og hundruð síldveiðimanna leita síldarinnar ár- angurslaust hér xyrir ströndinni fær þorskurinn að svamla nær óáreitt- ur við landsteinana. Eramleiðs’.u- möguleikar verstöðva »eins og Vopna fjarðar, og raunar fjölmargra ann arra staoa, virðast langt frá því að vera fullnýttir. Blómlegt bæjarstæði Á Vopnafirði virðast vera skil- yrði fyrir blómlegan bæ. Síldin hefir hin síðari ár veiðzt .þar úti fyrir, þar eru og góð þorskfiski- mið og bærinn hefir blómlega sveit að bakhjarii. Möguleikarnir til lands og sjávar þarna eystra, og svo víða annars staðar, vekja hvern þann, sem þangað kemur, til um- hugsunar um þá öfugþróun, sem orðið hefir í þjóðarbúskapnum hin síðari árin. Þessum stöðum hnign- ar, fjármagnið leitar burtu þaðan, fóikið fer suður til Faxaflóans og kjötkatlanna þar. Á sama tíma og fjölmenniö þar og duttlungar nátt- úrunnar, skapa þjóðfélaginu mik- inn vanda, er ekki hægt að nýta gæði landsins í öðrum landsfjórð- ungum vegna fólksfæðar og fjár- magnsskorts. Burstarfeli. Vopnafjörður er nú kominn í ferðamannaleið. Vegurinn frá Möðrudal er sæmilega góðyr. Leið- in er skemmtileg og fjölbreytileg, og vegarstæðið á Burstarfelli eitt hið sérkennilegasta á landinu. ör- skammt frá hengifluginu, og þaðan getur að líta hina fegurstu útsýn yfir allt héraðið, alit á haf út. Undir Burstarfelli stendur sam- nefnt höfuðból. Þar er einn mynd- arlegasti bær á íslandi í gömlum stíl. Bær þessi er nú eign ríkisins og er nýlokið viðgerð á honum. Þar er gott að koma. Húsráðendur sýna ferðamönnum gjarnan bre- inn, sem er hinn merkilegasti. Bærinn stingur mjög í stúf við gömlu bæina hér nyrðra, sem líka eru eign ríkisins. Rætt hefir verið um það nú í mörg ár að gera við þá, en þrátt fyrir allar umræðurn- ar — og einhverja málamynda- viögerð — eru þeir komnir að hruni. Þeir, sem vilja sjá bæ í gömlum stíl, reisulegan og vistleg- an, verða því enn að leggja leið sína austur í Vopnafjörð. Raunar er sú ferð öli skemmtileg og margt fleira að sjá þar en gamla bæinn á Burstarfeíli. Ekki þykir mér ótrú- legt að í góðviðrissumrum verði Vopnafjöröur eftirsóttur ferða- mannabær, er fram líða stundir." Fjölsvinnur Móðir okkar og tengdamóðir, SakaríastléÉtia*, andaðist miðvíkudaginn 8. september. Jarðarfcrin verður ákveðin síðar. Börn og tengdabörn. Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð, mér og börnum mínum, við andlát og jarðarför mannsins míns, Jéasis ©laSssoiiar í Hjörsey, Margrét Sigurbjörnsdóttir. 1 lesa DILKAKJÖT, LIFÖR, HJÖRTU OG SVIÐ FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ SIMI 2670

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.