Tíminn - 23.11.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 23. nóv. 1948. 260. blað ODYSSEIFSKVIÐA Odysseifskviða. Svein- björn Egilsson þýddi. Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason bjuggu til prentunar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1948. Odysseifskviða í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar var fyrst prentuð í boðsritum Bessastaðaskóla 1829—40. Síð ar endurskoðaði Sveinbjörn þýðingu sína og bætti hana mjög, og var hún prentuð í þeirri mynd í Kaupmanna- höfn 1912. Síðasta árið, sem hann lifði, sneri hann svo kviðunni í bundið mál und- ir fornyrðislagi, en dó frá því verki, og lauk þá Benedikt Gröndal, sonur hans, viö þýð inguna. Þessi þýjSing var köll- uð Odysseifskvæði og er hag- lega gerð, en hefir þó aldrei náð sömu vinsældum og eldri þýðingin, sem er í lausu máli. Nú hefir Menningarsjóður gert nýja og vandaða útgáfu kviðunnar, og er það góðra þakka vert. Hitt er annað mál, hvort Odysseifskviða hefði ekki átt skiJið að vera félagsbók handa öllum föst- um áskrifendum. Þá hefði hún í fyrsta sinn náð þeirri útbreiðslu, sem henni ber. Þessi nýja útgáfa hefir ýmsa kosti fram yfir hinar eldri. í útgáfu Sigfúsar Blöndals 1912 náðu breyting- ar þær, sem Sveinbjörn hafði gert, aðeins til þrettán fyrstu kaflanna, en hér eru í fyrsta sinn teknar til greina lagfær ingar hans á síðari hluta kviðunnar, þær sem hann hefir skrifað í eintak sitt af fyrstu útgáfunni. Þá eru hér uppdrættir til skýringar og fjöldi mynda, aðallega teikn- ingar gerðar eftir forngrísk- um skrautgripum; en undar- leg er þá fátækt grískrar list- ar, ef ekki hefir verið hægt að komast hjá því að prenta sömu myndirnar upp aftur og aftur svo sem hér er gert. Loks fylgir hinni nýju útgáfu inngangur um Hómerskviður og fræðilegar skýringar á ýmsum atriðum kviðunnar. — í ráði mun vera að I. bindi (Ilíonskviða) komj út á næsta ári, og því á að fylgja grein- argerð fyrir allri útgáfunni. Kviður þær, sem kenndar eru við Hómer, eru elztu bók- menntir Evrópu, sennilega ortar á 8_ öld fyrir Krists burð. Þær eiga rætur í enn eldri sögulegum viðburðum, herferð Grikkja til Tróju- borgar eða Iiíos í Litlu-Asíu. Um þessa herferð urðu til miklar sagnir og kvæði, en kviður Hómers hafa þótt bera af svo að þær einar hafa varðveitzt. Þær voru eins konar heilög ritning Grikkja hinna fornu. Ungir sveinar voru látnir læra þær utan- bókar í skólunum. Trúarskoð anir Hómers mótuðu öll trú- arbrögð Hellena, og lofsöngv- ar hans um hreysti, dreng- skap og þolgæði voru hugsjón allra. Myndasmiðir sóttu yrk- isefni tii hans, skáld og spek- ingar tóku verk hans sér til fyrirmyndar. Síðar hafa á- hrif hans breiðzt víða um heim, að því leytj sem menn- ing Vesturlanda á rætur að rekja til Forn-Grikkja. Og enn í dag sækjum við bein á- 1 hrif til Hómers, því list hans er svo ævarandi, að menn Efíia* Jwiaas fÍB-istjáaisssm Bíaagssíeifi* hafa á öllum öldum haft nautn af kvæðum hans. Fæst ir geta nú lesið Hómerskvæði á frummálinu, og verða menn þá að bjargast viö þýðingar. Hómer hefir verið þýddur á flest menningarmál, og við íslendingar vorum svo lán- samir að eiga þann Hómers- þýðanaa, sem bæöi var mjög smekkvís þýðandi, gott skáld og fræðimaður í íslenzkri tungu. Sveinbjörn Egilsson gerði þýöinguna á Odysseifskviðu í upphafi til hagræðis fyrir nemendur sína í Bessastaða- slcóla, þar sem hann kenndi grísku um margra ára skeið. í þá daga var íslenzka ekki kennd í æðsta skóla landsins, en frá Bessastöðum komu þó þeir menn, sem áttu mestan þátt í viðreisn íslenzkrar tungu á 19. öldinni. Á þessu er sú skýring aö kennararnir á Bessastööum, og einkum Sveinbjörn Egisson, kenndú móðurmálið, þótt þeir væru ekki skyldaðir til þess í reglu gerð skólans. Sveinbjörn kraföist þess af nemendum sínum, að þeir þýddu á gott mál, og hinar skrifuðu þýð- ingar, sem hann gerði handa þeim, sýna bezt hvernig hann hefir glætt hug þeirra með kennslu sinni. Sveinbjörn leysti þetta hlutverk af hendi í kyrrþey eins og flest störf sín, og það er óvíst, að nem- endum hans hafi yfirleitt ver ið ljóst, hvað þeir áttu hon- um að þakka, að minnsta kosti minnast þeir varla nokkurs staðar á þennan þátt í kennslu hans. En með störf- um sínum og ritum hafa þeir borið kennara sínum vitni. Meðal nemenda Sveinbjarn ar á Bgssastöðum var Bald- vin Einarsson, útgefandi Ár- manns á alþingi, og Fjölnis- menn allir: Jónas Hallgríms- son, Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Brynjólf ur Pétursson. Tveir helztu vakningarmenn íslenzkrar sagnalistar voru nemendur Sveinbjarnar og dvöldust auk þess á heimili hans um skeið, þeir Jón Thoroddsen skáld og Jón Árnason þjóðsagnasafn- andi. Verk þessara manna eru öllum kunn, og marga aðra mætti nefna, en nöfn þessara ein saman nægja til að minna á, að hér er um að ræða mikla *hreyfingu, og hana má að verulegu leyti rekja til grískukennarans á Bessastöðum. Nú eru allir þeir menn sem nám stunduðu hjá Sveinbirni, löngu komnir undir græna torfu, og áhrifin af kennslu hans verða aðeins metin eftir líkum. Þýðingar hans á köfl- um úr Biblíunni eru nú öll- um ókunnar, enda þótt þær séu bezta Biblíuþýðing, sem við eigum til. Og orðabók hans hin mikla yfir skálda- málið forna, sem var frábært afrek á sinni tíð, hlýtur vænt anlega að þoka til fulls fyrir öðrum yngri oröabókum áður en allir verða hættir að lesa íslenzku. En Sveinbjörn hefir með þeirri bók lagt grund- völlinn að síðari skýringum íslenzkra fornkvæða, og kennsla hans er enn lifandi þáttur í íslenzkri menningu, því undir handleiðslu hans og starfsbræðra hans á Bessa stöðum varð til sú stefna í meðferð móöurmálsins, sem hefir síðan mótað allar bók- menntir íslendinga. Þýðing Sveinbjarnar á O- dysseifskviðu var árangur af margra ára umhugsun og starfi. Með því að bera sam- an fyrstu útgáfuna og hinar síðari má skyggnast inn í vinnustofu hans. Þar sést hvernig hann hefir smám saman fágað verk sitt, skipt um orð og vikið við setning- um til að skapa fegurri hrynjavdi, látið erlend láns- orð þoka fyrir íslenzkum forn yrðum. Þó er þýðingin hvergi til lýta fyrnskuleg, enda hafa fornsögurnar alltaf verið hverjum íslendingi kunnar, og hjá Sveinbirni fellur gam alt mál saman við lifandi tal- mál nútíðarinnar svo að hvergi sjást misfellur á. Jafn framt er þaö dómur grísku- fræðinga að honum hafi tek- izt íurðuvel að varðveita sama blæ listarinnar sem er á frumkvæði Hómers, „hraða í frásögn, látleysi og bein- skeyti í orðavali og orðaskip- an, einfaldan hugmynda- forða og tiginmannlegt við- horf“. Odysseifskviða á ekki er- indi til íslendinga fyrir þá sök eina að hún er þýdd á fagurt mál. Frásagnirnar af hrakningum hins goðumlíka, þolgóða Odysseifs, baráttu hans og sigri eru heillandi skemmtilegar. Hver einstakl- ingur á þessari miklu mynda sýningu er dreginn svo skýr- ur dráttum, að hann verður lífi gæddur, geðbrigðum manna er lýst svo átakanlega, að við kennum til í gleði þeirra og sorg, sigrum og von brigðum. Við erum leiddir inn í heim löngu horfinna kynslóða, sem lifðu á þeim tíma, er bókmenning Norður- álfu hófst fyrir 3000 árum. Um leið gefst okkur kostur á að setjast á skólabekk hjá Sveinbirni Egilssyni og nema móðurrnálið beint af vörum hans eins og Jón Thoroddsen og JónrO Hallgrímsson. „RÖKKUR”- BOKIN ’48 er nýkomin út, sagan „Reynt að gleyma“, er kom í Vísi í fyrra við fádæma vinsældir. Verð 12 kr. í fallegri kápu. Fæst hjá öllum bóksölum. — Bókin er send áskrifendum Rökkurs, þeim, sem greitt hafa árgjaldið 1948, eða gera það nú þegar. Aðalútsala: Afgreiðsla Rökkurs. Pósthólf 956 — Reykjavík. I>ao skiptir fljótt um veðurlag- í Reykjavík þessa dagana. Vindarn ir blása sitt á hvaö og stundum eru það nöprustu frostnæðingar, en annan tímann fylgir þeim lemj- andi stórrigning. — Hvort heldur er þykir mönnum illt og leitt að bíða eftir strætisvögnunum og skýl- um bæjarstjórnarinnar. — En inn á milli þessara stórviðrisstunda eru hléin, hvíldarstundir náttúrunnar, þegar fegurð haustsins og mildi umvefur allt. Haustkvöldin í Reykjavík eru ekki síðri en annars staðar, þar sem þeirra nýtur. Inn í miðri borg- inni týnast og hverfa flest áhrif náttúrunnar. Okkur þykir >að sönnu moldrokið illt og af rigningunni vitum við þar og kjósum því logn og úrkomulausa hlýju. Svo nær það varla lengra. Það er aðeins 1 einstöku þakherbergjum, sem eitt- hvað er að sjá af dásemdum hinn- ar íslenzku náttúru, og er þó skylt að gera undantekningar fyrir þá. sem búa við tjörnina. En þegar kemur í úthverfi borgarinnar, er aftur. komið á vit hinnar íslenzku náttúru. eins og Guðmundur Daní- elsson myndi orða það. Ég ætla ekki að bera saman einstaka yndisstaði, en ég vildi benda þeim, sem búa t. d. inn í Kleppsholti á það, að þeir ættu einhverntíma að gefa sér tóm til að ganga heim til sín. Þá ættu þeir að ganga inn Skúlagötu og Borg- artún í friði kvöldsins hvort heldur tunglið stafar spegilsiéttan sjó eða kvikar smábárur gjálfra við fjör- una. Þar er gaman að ganga með hvít fjöllin þegar fjær dregur til austurs og norðurs og ljósum prýdda borgina á aðra hönd. Peg- urð himinsins nýtur sín líka oft vel yfir Flóann ef gengið er um Nóa- tún og Lönguhlíð eins og líka út á Seltjarnarnesinu. En hér hætti ég. enda átti ekki að efna til saman- burðar en bara að minna á einn þátt reykvískrar náttúrufegurðar. Það eru gerðar ályktanir um rýmri skömmtun og meiri inn- flutning ýmsra eftirsóttra og nauð- synlegra hluta, og torfengin ver- aldargæði eins og sokkar. scm sam boðnir eru íslenzkum kvenfótum, eru keypt og yfirkeypt á 'svörtum markaði. En fegurð haustsir.5 verð- ur ekki útilokuð, skömmtuð eða sett á svartan markað, þegar hún gefst. Þó ættum við öll að geta notið hennar ef við erum rólfær og höíum einhverja tómstund. Ekki svo, að ég ætlist til þess, að fegurð náttúrunnar komi í stað sokka, vettlinga og kaffis, en hún er góð líka, þó að hún sé ails ekki einhlít. / Danir hafa tekið upp nýja rétt- ritun í skóium og skrifa nú venju- leg samnöfn með litlum stjí. Mis- jafnlega mælist þetta fyrir og er jafnvel sagt. að þetta sé brot á lýðræðinu, því að fleiri séu móti en með. Hér viröist vera að mynd- ast jarðvegur fyrir einhverjar breyt ingar á stafisetningu og mu*nu meðal annars vera uppi raddir um að sleppa setunni. ■ Þá rnun líka vera komin upp tillaga um það að kenna framburð. Og saxjn- arlega væri ekki vanþörf á því, ef hægt væri að útrýma ýmsum latmælum og framburðarlýtum, sem tvímælalaust eru röng. Ann- að er örðugra viðfangs og vandi að valdbjóða einn og sáma fram- burð. Hvað eigum við t. d. að segja um „langur“ og „öngull" eða „hvxt- ur“, þó að við getum væntanlega öll verið sammála um að afbiðja fyrirbrigði eins og „tuluvert lídil fyrirspurn“ ef „leybböar verda“. En þó að sumt séu ágreiningsefni er nóg til að byrja á fyrir því. . Starkaður gamli ÞURRMJÓLK. fyrirlzggjandi: Nýmjólknnluft. Hndaiircimiuluft FRYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Sími 2678. | Almannatryggingarnar í Reykjavík ; | | Tilfcynning ti! bótþega || X Lífeyrisgreiðslum í nóvember lýkur frá og með 25. 1 \ A 1 * J nóv., hefjast aftur 9. des. — 24. des. ' ■ Tryggingarstofnunu Ríkisins Nýjir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.