Tíminn - 23.11.1948, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.11.1948, Blaðsíða 8
Stangarveiðif élagið vill koma upp klakstöð Aðalfundur Stangaveiði- félags Reykjavikur var hald- inn í Tjarnareafé s.l. sunnu- dag. Fundurinn var fjöl- sóttur. Fundurinn hófst kl. 2 e. h. og var Gunnar E. Bneedikts- son, lögfrœðingur, fundar- stjóri. Formaður félagsins, Pálmar Ísólísson, fiutti kýrslu stjórnarinnar um starfsemina á s.l. ári. Gat hann þess m. a., að á veiði- svæðum félagsins hefðu alls veiöst um 3500 laxar og á fimmta þúsund silungar s.l. sumar. Meðalþýngd laxanna var um 7 pund. Formaður gat þess, að nauð synlegt væri íyrir félagið að eiga eigin klakstöð, svo hægt væri að hefja fiskirækt í stærn stíl, en áður hefir ver- gert. Stangaveiðifélagið hefði beitt sér fyrir fiskirækt í Meðalfellsvatnj í samráði við eigendur vatnsins, en sú fiski rækt væri hvergi nægileg. Sagði formaður, að ef félagið ætti að geta beitt sér að aðal- áhugamáli sinu, fiskirækt- inni, væri nauðsynlegt fyrir það að eiga eigin klakstöð. Yrðu þá möguleikar á því, að félagið gæti tekið á leigu til langs tíma fiskilitlar eða fisk lausar ár og og ræktað nýjan fiskistofn í þeim. Loks gat formaður þess, að stjórnin hefði þessi mál til rækilegr- ar athugunar og værj haíinn undirbúningur að byggingu klakstöðvar. Síðan las gjaldkeri, Albert Erlingsson, upp reikninga fél agsins. Er hagur þess með miklum blóma, eignir þess nema á annað hundrað þús- und krónur. Loks fór fram stjórnarkosn ing og var stjórnin endurkos- in, en hana skipa Pálmar ís- ólfsson, form., Sigmundur Jóhannsson, varaform., Knút ur Jónsson, ritari, Albert Erl- ingsson, gjaldkeri og Einar Þorgrímsson, fjármálaritari. Ýms önnur mál lágu fyrir fundinum, en að stjórnar- kjöri loknu var fundi frestað. Útför Matthíasar Einarssonar, læknis fór fram í gær Útför Matthíasar Einarsson ,ar læknis fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær. Hún var mjög fjölmenn og komust kirkjugestir ekki all- ir inn í Dómkirkjuna og urðu að standa utan dyra. Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti ræðu í kirkjunnu Húskveðju flutti séra Jón Jóhannesson mágur Matthíasar. Líkfylgd- in nam staðar í Túngötunni miíli Landakotskirkju og St. Jósefsspítala, en þar starfaði Matthías lengj sem skurö- læknir. Var klukkum ka- þólsku kirkjunnar hringt, er líkfylgdin fór þar hjá. Brezka þinginu var nýlega slitið en nýtt þing sett að tveim dögum liðnum. íúngsetning í Bretlandi fer fram með mikilli viðhöfn að gömlum og íburðarmiklum sið. Myndin sýnir, er konungshjónin aka með fyl’darliöi sínu frá konungshöllinni íil þinghússins. A eftir konungsvagninum fer sveit lífvarða. nuiTyrir jökultil Heilissands ta FóIksMfreá® eksir fsessa leið en vesí'atfisaBa yfir Fréóá rlieiði er éfær veg'na snjóa Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Knin 12. nóv. s.l. ætlaði maður að nafnz Sumarliðj Andrés- son að aka á fólksbifreið yfir Fróðárheiði, sem er á Snæfells- nesi aúsíán Jökuls. Þegar að hezðinni kom fékk hann þær íregnir, að heiðin væri ófær bifreiðum vegna snjóa og meira að ségjp. iílfær hesti. Ruddur bílvegur er þó yfir lieiöina. Snerí Sumarliði þá við ofan að Stapa og gisti þar um nóttina. Var þaS Ágást Ólafsson í Mávahlíð, sem sagöi honam, að heiðin væri ófær. Stórorustur í Kína eisa Stórorusta hefir geisað und anfarna daga um 60 km. aust an við borgina Súsjá í Norður Morguninn eftir fór Sum- arliði sem leið liggur út fyrir Jökul út á Öndverðarnes og alla ieið til Sands. Var þar mjög snjólítið á þeirri leið og gekk ferðin ágætlega. Þurfti hann aldrei að fara út úr bif reiðinni. Sumarliði er vanur vega- gerðarmaður og telur hann vegarstæðið út fyrir Jökul mjög gott og tiltölulega auð- velt að ryðja þar bílfæra leið. Mjög snjólétt er þarna venju lega og mundi þessi vetrar- leið verða miklu lengur fær bílum en Fróðárheiði. Hafa Sandsbúar mikinn hug á að þetta verði athugað, því að samgöngu.leysi einkum að vetri til er þorpinu og býggð- inni utanvert á Snæfellsnesi mjög til baga. St jói nmálanef ndin ræðir Palesíínu- málin Stjórnmálanefnd allsherj- arþingsins í París ræddi í gær Palestínumálin. Einnig ræddi hún upptöku nokkurra nýrra iíkja í bandalag sameinuðu þjóðanna. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem fólksbifreið ekur þessa leið en jeppabifreið mun áður hafa farið hana að sumarlagi. Verkfall hafnar- verkamanna í New York stend- ur enn Verkfall hafnarverkamanna á austurströnd Bandaríkj- anna stendur enn yfir og virð ast engar líkur til að því ljúki bráðlega. Siglingar hafa mjög minnkað til hafna þar og flutningar til Evrópu taf- izt. Stórskipin Quin Mary og Quin yElisabet hafa frestað för sinnj vestur um haf vegna verkfallsins. Framsóknarvisí Hin vinsæla Framsóknar- vist Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður í Mjólkur- stöðvarsalnum n. k. fimmtu- dagskvöld kl. 8. Þegar kommúnistar í Kína tóku borgina Mukden, tóku þeir hers- höfðingja stjórnarinnar til fanga, og síðan liefir ekkert til .hans spurzt. Kann hcitir Wei I.i-Huang og er það algerlega hulin gáta, hver örlög hans hafa orðið. Kína. Virðist stjórnarherinn fara þar halloka, þótt kín- verska stiórnin hafi að und- anförnu tilkynnt sigra þar. Enskur fréttamaður, sem dval izt hefir þarna á vígstöðvun- um, telur sigurfregnir stjórn- arinnar mjög orðum auknar. Hins vegar hafi kommúnistar sífellt sótt þarna á og sæki stöðugt íram í áttina til Nan- king, sem telja megj nvi komna i all mikla hættu. Kommúnistar virðast hafa unnið á á flestum vígstöðv- um í Kína undanfarna daga. 260. blað Þingi B.S.R.B. !auk í gærkveldi 10. þing B, S. R. B. var sett í V. R. laugard. 20. nóv. 1948 kl. rúmlega 2 síðdegis. I fjarveru formanns, Lárus ar Sigurbjömssonar, setti varaformaður. Ólafur Björns- son, þingið og gegnir hann for mannsstörfum þar til stjórn- arkosning hefir farið fram á þessu þingi. Á þinginu eiga sæti, sam- ! kvæmt innkomnum kjörbréf- um, 74 fulltrúar. Af þeim svöruðu kalli 61 í þingbyrjun. í bandalaginu eru 24 starfs- mannaflokkar, félög eða fé- lagasambönd með 2565 félags menn. Forsetar þingsins voru kosn ir 1. Helgi Hallgrímsson, 2. Björn L. Jónsson og 3. Ágúst Jósefsson. Annar fundur tíunda þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var haldinn á Flug- valiarhótelinu í Reykjavík, sunnudag, og hófst kl. 14,30. Dr. Björn Björnsson hagfræð ingur fiutti erindi um skatta mál, en siðan voru almennar umræður um þessi efni, og frummælandi svaraði fyrir- spumum í sambandi við skattamálin. Á laukardag var kosin nefnd þingfulltrúa til að ræða við Gunnar Tlioroddsen borgarstjóra, um uppkast að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, en Gunnar Thorodd- sen hefir unnið að samningu bess frumvarps, samkvæmt tilmælum dómsmálaráðherra. Guðión B. Baldvinrson skýrði þingheimi í gær frá þeim upp lýsihgum sem nefndin aflaöi hjá borgarstjóra um þetta mál. Andrés Þormar sagði frá fyrsíu á.rum Félags íslenskra símamanna, og baráttu þess fyrir bættum kjörum starfs- manna símans, en það er eitt af elstu félögum opin- berra starfsmanna hér á landi. í gær hélt þingið enn áfram og mun hafa lokið í gær- kveldi. Var þá rætt um nefnd arálit og samþykktar ýmsar , ályktanir. Verður sumra þeirra e. t. v. getiö síðar hér ! í blaðinu. Marshall kominn til Washington Marshall er nú kominn til Washington til viðræðna við Truman og bandarisku stjórn ina. Mun hann ræð uam af- stöðu og tillögur Bandaríkj- anna í hinum helztu málum, sem enn eru óútkljáð á þingi S. Þ. Er þar þá fyrst og fremst um að ræða Berlínardeiluna, Palestíunmálin og fleira. Jafn vel er búizt við að Banda- ríkin muni bera fram nýjar tillögur í Palestínumálunum er hafi verulegar breytingar í för með sér frá fyrri afstöðu þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.