Tíminn - 05.12.1948, Page 6

Tíminn - 05.12.1948, Page 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 5. des. 1948. 269. blað (jantla Síé Fljótsmdi gull (Boom town) Sýnd kl. 9 Georg á liáluui ís „I See Ice“ Sprenghlægilftg' * 'gamanmynd með enska skopleikaranum. GEORGE FORMBY Kay Walsh Betty Stockfield Sýnd kl. 3. 5 og 7 Sala hefst kl. IX f. h. 7'riptli-bíé „Viitu koma, vina (I love a Bandlear) Amerísk mynd frá Columbia Pictures. Phil Harris Edward Andersen („Rochester") Leslic Brooks Sýnd kl. 7 og 9 ÐSCK SMD SKIPSTJÓRINN 15 ÁRA Ælvintýramyndm skemmtilega eftir skáldsögn JULES VERNE sýnd vegna fjölda áskorana í dag klukkan 5 Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. Aííræðnr. (Framhald af 5. slðuj. um jafnt í sveitum og viö sjó. Þetta er kynslóð sem hef ir unnið afrek, er á sér enga hliðstæðu í sögu þjóðarinn- ar, og g efast um, að því mati hennar verði nokkurn tíman hnekkt, a. m. k. þegar litið er á allar aðstæður. Bjarni er í fremstu röð meðal góði'a fulltrúa sinna samferðamanna. Hann hefir alltaf verið — og verður fram í andlátið — einn af þessum drenglunduðu og hreingerðu kjarnakörlum með víkings- lund, sem aldrei bugast þó að á móti blási. Sveitungi 'UÚteiéié ~T'wam úMi í Jímamnt Wtjja Síé Dæmdlr meirn (Brute Force) Stórfengleg amerísk mynd, sem fjallar um lífið í Bandarískum fangelsum. Burt Lanchester Ilume Cronyn Vvonne De Carlo Ella. Rains Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd klr 7 og 9 Sakamálaritar- inn Ævintýrarík og spennandi mynd með fallegum söngvum. Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h Sœjaríié H afnarfiröi Astarómar Vel leikin ungversk músikmynd Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9 Reimleikariiir á herragarðinnm Hlægileg sænsk draugamynd Danskur texti. Sýnd kl. 3 og 5 Sími 9184 Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargotu 10 B. Síml 6530. Anniust sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar, svo sem brunatryggxngar, innbús-, líf trygglngar o. fl. í umboði Sjó- vátryggingarfélag Islands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5 aðra tíma eftir sam- Jóhannes Elíasson — lögfræðingur — Skrifstofa Austurstræti 5, III. hæð. (Nýja Búnaðarbankahúsinu) Teflt á tvær hættur (Lef farliirt) Aðalhlutverk leikur norska frelsishetjan. . Lauritz Falk, ásamt Elof Ahrle, Irma Christenson, Stig Járrel. Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. Þan hittust í myrkri Framúrskarandi spennandi og vel leikin ensk mynd. Aðalhlutverk leika: James Mason Joyce Howard Tom Walls Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9249 Ijamaúíé ViStaistíml 5—7. Sími 7738. öiiver Twist Sýnd kl. 9 Milli lieims og helju (A Matter of Life and Death) Skrautleg og nýstárleg gaman- mynd í eðlilegum litum. Gerist þessa heims og annars. David Niven Roger Livesey Raymond Massey Kim Hunter Sýning kl. 3. 5 og 7 Sala hefst kl. 11 f. h. Hafaartfjtiriarííé Bergur Jónsson Málaílutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. lleima: Ilafnarfirði, sími 9234 BERNHARD NORDH: I JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 11. DAGUR W44*54««4SS444W4Í54Í t ISLENDINGASÖGURNAR <s< S í geitaskinn.sban.di tt-. -i •**& «♦» «♦ ♦ «-* - Þeir, sem beðið hafa oss að útvega sér úrvalsband á íslend- ingasögurnar, eru beðnir að sækja þær á skrifstofu útgáf- *• * unnar liið fyrsta. «• * | Islendingasögurnar bundnar í geitaskinn, kosta kr. 750,00. »♦ •'. • l\ Tilvalin tækifæris- og jólagjöf. «♦ ♦♦ jT I Islendingasagnaútgáfan - Pósthólf 73. — Túngötu 7. — Sími 7508. — Reykjavík. M únnnntntnnnntnnnnnnn::::::::::::::::::: :: « í vegginn. Þarna var dálítil gryfja undir gólfinu, og þar voru kartöflurnar geymdar. Páll og Sveinn Ólafur sátu að snæðingi, þegar Jónas kom inn. Páll var elztur af systkinUnum, og langur, beina- ber líkami hans bar vitni um það, að hann hafði marga áraun orðið að þola. Jafnvel móðir hans minntist þess ekki, að hún hefði nokkurn tíma heyrt hann hlæja. Þeg- ar á barnsárunum hafði fjallaauðnin og ábyrgðartilfinn- ingin brennt hann sínu marki, og nú var nafn hans orðið víðfrægt í fjallabyggðunum. Stundum bar við á messudögum í Fattmómakk, aö feöur bentu ungum sonum sínum á hann og sögðu: — Sjáðu — þarna er Páll í Marzhlíð — hann skaut bjarndýr, þegar hann var þrettán ára. Sveinn Ólafur var hér um bil höfði lægri, en axlirnar voru undrabreiðar. Hann undi sér bezt, þegar hann sat í báti úti á vatni og dró inn net, og hann var manna frið- samastur, nema svo vildi til, að hann hafði sopið hraust lega á brennivíni. Það kom þó sjaldan fyrir. Hann bragðaði ekki áfengi, nema þegar hann fór á markað eða einhver bauð honum í staupinu. Sveini Ólafi veittist erfitt að segja neitt. Það var hans mikli veikleiki. Jónas settist á eldiviðarkassann við dyrnar. En kona Páls lét hann ekki lengi í friði. Hann átti að sjá, hvað ísak hefði stækkað! Jónas rölti gegn vilja sínum að vöggunni, sem hékk á tveimur spottum í loftbitanum og minnti einna helzt á bát. í augum hans var barnið eins og hvert annað rekald á lífsins sjó,. og takmarkaðar líkur til þess, að það fengi að lifa og dafna. — Er hann ekki fallegur? Jónas kinkaði kolli, en svipurinn sýndi þó, að honum fannst allt annað. Fallegur — þessi angi? En hvað kven- fólk gat verið barnalegt. Hin unga móðir sá þó ekki hæðnisdrættina kringum munn Jónasar. Athygli hennar og aðdáun beindist að barn inu, og það, sem hún sá, var að minnsta kosti fallegt- Kona Páls var hávaxin og björt yfirlitum, bláeyg og glaðvær. Hún hafði alizt upp í nýbyggðinni við Malgómajvatnið, og fólkið þar var enn undrandi yfir því, að hún skyldi hafa yfirgefið heimili sitt til þess að setjast að í afdalakoti eins og Marzhlíðinni. Kona Sveins Ólafs dáðist hér um bil eins mikið að barn- inu og móðir þess. Hún var mögur og fölleit, með stór, hvikul og einkennileg augu, sem virtust senn sjá allt og ekkert. Hún átti bernskuspor í byggð, sem var því nær eins afskekkt og Marzhlíðin. Hún hét ólafía r óvenjulegt nafn á þessum slóðum, þar sem þörrinn af konum hét Birgitta — Marta — Kristín — Eiríka. Kona Páls hét Marta, en var kölluð Margrét til aögreiningar frá Mörtu, systur þeirra Marzhlíðarbræðra. Það var föður Ólafíu mikil gáta, að hún skyldi haldast við í Marzhlíð. Viku fyrir hjónavígsluna, sem fór fram í ! Fattmómakk, hafði hann farið með stúlkunni að Marz- . hlíð. Þangað höfðu þau feðginin ekki komið áður. Þeim ' var fagnað meö graut, sem búinn var til úr fjallagrösum, saltgrasi og mjölhnefa. Það kostaði fimmtíu krónur að | ógilda lýsinguna, sem fram hafði farið, en faðir Ólafíu . var fús til þess að borga þessa miklu peningafúlgu, til j þsss að forða henni frá fátækt og eymd, sem hér hrópaði til himins. Víst grét Ólafía sárt þennan dag, því að Marz- hlíðin reyndist jarðneskari en sú Paradís, sem Sveinn Ólaf- ur hafði lýst fyrir henni. En hún varð kyrr, og hingað til hafði hún aldr;»i iðrazt þess. Hún bar takmarkalausa lotn- ingu fyrir manni sínum, var feimin og fælin eins og lítill skógarfugl, lék við ísak eins oft og hún gat við komið og harmaöi það, að hún skyldi ekki sjálf verða barnshafandi. Nú sat hún á rúmstokki sínum og hlustaöi á það, sem Jónas hafði að segja. Það var þó ekki sérlega merkilegt. Hann sagði aðeins, að hann hefði skotiö jarfana, og hvar í fjallinu skútinn var- Hann innti ekki að því einu orði, að jarfarnir hefðu hrakið hóp af hreindýrum fram af klettum. Hann ætlaði ekki að segja neinum, hvílík kynstur af hreindýrakjöti lægu þarna inni í dalnum. Hvað eftir annaö datt honum í hug, hvort verið gæti,' að bræður hans vissu, hvað orðið hefði af skrokkunum, sem horfið höfðu úr Ketildalnum. t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.