Tíminn - 10.12.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1948, Blaðsíða 5
273. blað TÍMINX, föstudaginn 10. des. 1948. Föstud. 10. des. í $len.dingaípættir á sjötiigsafmæli « «t«:: Skattamál sam- vinnufélaganna Undanfarið hefir Mbl. hald ið uppi látlausum ofsóknum gegn samvinnuhreyfingunni, sem það segir sjálft að eigi að vera ópólitísk. Einkum hafa þessi skrif blaðsins snú izt um skattamál og þá leitt til þeirrar niðurstöðu að kaup félögin nytu skattfrelsis, svo að þeim væri gefið stórfé frá almenningi. Þessi mál munu verða rædd ýtarlega hér í blaðinu, og er þá fyrst aö minna Mbl. á, að ekki veitir samvinnumönn um af aö hafa einhverja póli- tíska vörn, svo fast, sem heild salarnir herða nú sóknina að samtökum þeirra. fslenzk kaupfélög eru háð þeim ákvæðum landslaga, að þau eru öllum opin, sem i þau vilja ganga og þeim er skylt að úthluta arði í hlutfalli við viðskipti, ef um arðúthlutun er að ræða. Þau geta því ekki orðið eigendum sínum tæki til að ávaxta fé í arð- vænlegum 'verzlunarskiptum við aðra. Kaupfélögin á íslandi hafa öll byrjað, sem félítil samtök fátækra manna. Þau hafa öll orðið að safna sér rekst- ursfé með eigin starfsemi. Mbl. mun heldur ekki hafa þorað að segja, að kaupfélög ættu ekki að njóta sömu vara sjóðshlunninda og hlutafé- lög. Hér er eitt höfuðatriði málsins. Er það rétt að hlynna að því, að almenn- ingur, sem ekki hefir neitt fjármagn til að leggja í verzl unarrekstur, geti með sam- tökum eignast verzlunarfyr- irtæki og aflað því reksturs- fjár Sé það talið rétt, þá er von að menn spyrji Mbl.. um úrræðin til þess. Telji Mbl. það hins vegar rangt, að al menningur geti eflt slík fyr- irtæki, þá er það gott að það komi refjalaust í ljós. Mbl. krefst þess, að kaup- félögin greiði tekjuskatt af þvi fé. sem þau skipta milli viðskiptamanna sinna í hlut falli við skipti þeirra. Þetta er vitanlega hin óbilgjarn- asta krafa og fullkomin rök- villa. Þetta fé er alls ekki tekjur kaupfélagsins, þó það hafi það undir höndum um stund. Það er eign viðskipta mannanna og ekki tekjur þeirra, heldur fé, sem þeir spara sér með því að verzla heldur þar en annars staðar. Kaupfélögin eru samtök hinna smáu um að fá keypt- ar vörur við sannvirði. Það er ekki hægt að vita glöggt fyrr en eftir á hvað sann- virðið er. Þegar það liggur ljóst fyrir er afganginum skiipt milli viðskiptamanna. Það er þetta, sem Mbl. vill banna með lögum með því að líta á þennan sameigin- lega sjóð, sem liggur fyrir eftir hver áramót og á að skiptast upp milli manna, sem einstaklingsgróða og skattleggja hann eftir því. Hvað lýsir betur félags- málaþroska Mbl. en þetta? Það kann engan greinar- mun á einstaklingsgróða og sameiginlegum sparnaði Sextugur: Ólafur Eggertsson bóndi í Kvíum Olafur bóndi í Kvíum er sextugur í dag. Þar er hann fæddur og þar hefir hann al- ið allan sinn aldur. Faðir hans var merkisbóndinn Eggert í Kvíum, Sigurðsson- ar bónda þar, Guðlaugssonar. Móðir Eggerts var Þórunn Þorbjarnardóttir, bónda á Helgavatni og konu hans Margrétar Halldórsdóttur frá Ásbjarnarstöðum. Móðir Ólafs í Kvíum er Margrét Ólafsdóttir, bónda á Kaðals- stöðum Þorbjarnarsonar frá Lundum, en kona Ólafs á Kaðalstöðum var Þorgerður Jónsdóttir frá Kálflæk. — Þessar ættir eru meðal hinna merkustu og fjölmenn ustu ætta um Borgarfjörð. í þeim hafa verið búmenn mikl ir og hagleiksmenn, þar á meðal silfursmiðir. Ólafur í Kvíum hefir lagt allt sitt ævistarf í óðal sitt. Fyrst sem ungur maður í foreldrahúsum, síðar sem ráðsmaður hjá móður sinni, eftir andlát föður síns og loks síðustu áratugina sem á- búandi. Hefir hann og ætt- menn hans jafnan setið jörð ina með prýði, bætt hana og fegrað og fullkomnaö að húsakosti. Er Ólafur og bræð ur hans tveir, Þorbjörn og Sigurður, þjóðhagasmiðir og hafa sjálfir annast húsagerð alla, eftir að þeir komust upp. Er frágangur þeirra allur með þeim snyrti- og snilldar- brag að fátítt má teljast og ber vott um hagleik og vand virkni- Á sama hj-tt ber öll umgengni um bú og bæjar hús vott um smekkvísi og hirðusemi, svo að þar er^afn an óvenju ánægjulegt um að litast. Auk þess hefir Ólafur verið mjög hjálpsamur sveit- ungum sínum og öðrum ná- grönnum við byggingar og búsmíðar og loks hefir hann 1 tekið þátt í félagsmálum sveitar sinnar, þar á meðal lengi átt sæti í hreppsnefnd. Ólafur er kvongaður Sig- ríði Jónsdóttur, — systur Helga sál. er kenndur var við Tungu og sem mönnum var kunnur á sinni tíð — ágætri konu, sem er manni sínum samhent um að gera þetta af vikna dalabýli jafn viðfeldið og aðlaðandi innan húss, sem utan. Þau eiga þrjá efnilega syni, sem nú eru að verða fullvaxta. Það ber nokkurn vott um heimilishætti í Kvíum, að þrjú systkini Ólafs hafa jafn- an kosið að eiga þar heima og vinna lengst af hinu sam- eiginlega heimili með aldr- aðri móður þeirra, eins eftir að hún lét af búskap og nýir húsráðendur tóku við bús- forráðum. Þótt Kvíar liggi ekki að þjóðbraut og megi því teljast fremur afskektur bær, þá hef ir þó alla tíð verið gestkvæmt þar, enda gestrisni í bezta lagi. Fram til 1911 var Þver- árrétt skammt frá bænum. inn með ánni. Voru því Kví- ar aðal réttarbærinn og þvi örtröð mikil þar í sambandi við réttahaldið. En þótt rétt- in væri færð neðar, hefir þó jafnany verið gestkvæmt í Kvíum og gestrisnin aldrei fengið tækifæri til að dofna, enda margir átt þangað nauð synjaerindi til að fá muni sína lagfærða eða aðra að- stoð. Hefir þar jafnan verið fljótt og vel úr þörfum manna greitt. Ólafur í Kvíum er greindur vel, gamansamur og skemmt- inn og ágætur heim að sækja. Vil ég sem einn af vinum hans senda honum þakkir fyrir langa og sérlega á- nægjulega viðkynningu nú við þetta tímamótatækifæri, rr. eð einlægum árnaðaróskum um ókomin ár, honum til handa, og fjölskyldu hans, óðali hans og ætt. 26. nóvmeber 1948. Bjarni Ásgeirsson. Þessi grein hefir beðið birt- ingar um hríð vegna þrengsla í blaðinu. Ritstj. ææm** Guttormur J. Guttormsson aóðskáld, bónái í Riverton! Sjötugum syng ég þér brag, sónarmjöö kneifum í dag. Taki nú undir öU álfar og menn og trölk Glatt „ómi íslandslag“. Trauöla hefir móðurmál mótað betur nokkra sál, fædda á framandi stað> Framtíðarblessun var Það. íslenzkan borin í blóð, braggnýr og stuðlabergshljóð orkúna úeðli þér kvað. Mögnuðu þroska manndóm- inn móðirin góð og faðirinn. Skylt er að þakka þeim þjóðnytjarstarf í heim, að ala þann óðslinga son er uypfyllti björtustu von, Ijómandi i löndunum tveim. Einart þú við örug kjör, eldaðir grátt á lifsins för. Hlaust þann islenzka?arf árœði, þrautir og starf. Gagntók þinn geðheim og sál, goðborið feðranna mál, — andi, sem ósnilldin þarf. Heyrðir söng um Hávamál, Hallgrím, Snorra, Úlfljót, Njál Fagran heim i Fljótsdalinn frœndrikið bauð velkominn í faðminn sinn fleygan gest, fagnað var söngnum mest. Kjarrvíði vöknaði brá viðkvœman fossinn þá vandaði braginn best. Himinsstilling heilög var horfðu sól og stjörnunrar, með þér á móðurgrund. Mikil og dýrðleg stund! Snœfellið, bláhvitt og bjart. Bar nú sitt fegursta skart rétti þér trölltrygga rhund. Sástu af regin sjónarhól saumaðan gulli mjallakjól. Bjartan Fjallkonufel, felldan við skaut og hald. Drottningin dýrðleg og há djúpuðgi mótuð á brá tignin og vorbjarmavald. Þaðan í frá var þjóðardis, þrungin eldi, skautuð ís, drottning þín draumavís Drottni sé lof og pris! Háva í höll þú gekkst hirðvistarréttinn fékkst, í eld-sól-ís-paradis. Fannstu svo hve Frón þér ann, í för þinni með líkamann, mannvit og mœrðstefjagnótt {he™b°9 að hjarta lands - mörg hundruð manna við það, að komast fram hjá ó- þörfum milliliðum. Vegna þess að kaupfélagið hefir um stundarsakir þetta sparaða fé fátækrar alþýðu undir höndum krefst Mbl. að það teljist tekjur þess og sé skatt lagt eins og stórgróði ein- staklings. Síðan kaupfélögin fengu í hendur mestalla afurðasölu bænda hafa einstakir kaup- menn keypt af þeim vörur, t. d. gærur, með áætlunar- verði, og látið þá hafa upp- bót síðar meir líkt og kaup- félögin. Engum hefir dottið í hug að halda því fram, að kaupmenn ættu að greiða skatt af því fé eins og eigin gróða, jafnvel þó að þeir lægu með það yfir áramót. En upp bötin er eign viðskipta manna, það sem reynslan sýn ir að vanti á að þeir hafi not- ið sannvirðiskj ara, og á því ekkert skylt við einkagróða. Þó að Mbl. skilji ekki mun inn á þessu tvennu, munu þessi skrif hjálpa almenn- ingi til að skilja muninn á Mbl. og því, sem fjöldanum er fyrir beztu. Og þá hafa þessar greinar í Mbl. verið skrifaðar til nokkurs. Því hefir oft verið haldið fram, að auðvaldið væri ó- víða harðsvírugra og óbil- gjarnara en í Bandaríkjun- um. Það sézt þó í þessu máli. að auðklíkur þær, sem standa að Mbl., taka því langtum fram í óbilgirninni og sér- hagsmunastreitunni. í Banda ríkjunum njóta samvinnufé- lögin stórum víðtækari skatt fríðinda en hér á landi. Það væri áreiðanlega íslenzku þjóðinni til meiri sóma og gagns, ef farið yrði eftir þessu fordæmi Bandaríkj- anna og óbilgirni og ósvífni auðkonunganna, sem standa að Mbl., þannig svarað á verðugan hátt. magnaða Eddustílsþrótt, þjóðveldið, Þorgeir og Hall, Þingvelli, heiðninnar fall. Á bikarnum bergirðu hljótt. Sást í anda íslandsmynd árnar, fjöllin, dal og tind. Frásögn um ógnir og eld, öldurnar þuldu margt kveld. Sastu við sagnanna brunn, sveit þin var nálœg og kunn■ í huga þinn fortiðin felld. Bragadísin bar til þín, boðnar gullið töfravín. Drjúgsvalan tókstu þér teig, trúin á manngildið steig. Draumar og dagsýnir þá dýrðarsvið könnuðu há. Sál þin varð svanvœngja fleyg. Battstu tryggð við hreint og hátt, hétst að styðja veikt og smátt. Grimmd mátti gœta að sér. Gunnreifur mannvinur fer, ádeilu bregðandi brand, bölvun að reka í strand. Því illa stóð ótti af þér. Eldheitur í andanum á undan mörgum landanum heima, i magnkyngi máls, mœttirðu sterkur og frjáls, á skáldþingi elfdur að ást, íslandi hvergi þú brást, eigin þess eðli þín sjálfs. Flaugstu lipurt létt og hátt, löngum beint i sólarátt. Sveifst yfir Sandy-Bar, svanfagurt kvaðstu þar. Geystist þín eldsnara önd, œttarlands heima á strönd. Flugafrek fullkomnað var. Viðivalla gróna grund, greindir þú á samri stund. Blöstu við bœjanna þil, brosandi hœðir og gil. Hjarta þitt hörpunnar fann hugblœ frá œskurann djúpt stilla strengjaspil. Ljömaði straumlcyrrt Lagar- fljót Ijósast Héraðs-œttarmót. Sástu við sund og hól, sœldarleg höfuðból, fjalla og bjarkanna band bundið við Austurland, afa og ammanna skjól. hugljúfi sérhvers manns! Kenndir þú hollvinahönd hnýtandi órofabönd, þjóðskálda þáðirðu krans. Gefið lítt um glys og hróp, gullvœgur í þínum hóp, léttirðu guma hvers geð góðvild og fyndninni með. Sœirðu sorg búa i rann settistu á skuggabekk þann. Mannvitið rœðunni réð. Nú ómar hljómsterkt Is- landslag í austri og vestri þennan dag, þýðast á þjóðernisstreng, þökk fyrir skáldmann og dreng! Ber þér nú bragvinafjöld, blómsveiga andans í kvöld, valinn og vel unninn feng. Guttormur J. Guttormsson, göfuga skáld í Riverton! Andi þinn er oss hér nœr íslandi þekkur og kœr. Hér áttu œttjarðarvé eldtryggð með Stepháni G., þars „langholt“ og „lyngmói“ grœr. Sigurður Baldvinsson Sjómannabókin 1948 Bára blá. Sjómannabók in 1848. Gils Guðmundsson valdi efnið og bjó til prent unar. Annað bindi. Útg. Farmanna og fiskimanna- samband íslands. Stærð: 255 bls. 23X15 sm. Verð: kr. 40.00 innb. Þetta bindi er eins og hið fyrra, að þar eru saman týndar ýmsar frásagnir og lýsingar af sjóferðum og veiðiskap að fornu og nýju. Nokkuð er þar og af sjávar- ljcðum og siglinga. Eflaust mun bókin þykja góð til lestrar, því að fátt efni mun vera eftirsóttara til lesturs, en frásagnir af bar- (Framliald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.